Þjóðviljinn - 24.09.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.09.1964, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. september 1964 Gaboon—Gaboon Nýkomið finnskt smáskorið og blokklímt gaboon. — Stærð 5x10 fet. Þykktir: 16, 19 ogr 22 mm. Kristján Siggeirsson h.f. Laugavegi 13 — Sími 13879. Vélrítunarstúlkur sem kunna dönsku og ensku óskast nú þeg- ar á ritsímann í Reykjavík. Nánari upplýs- ingar hjá ritsímastjóranum. NÝ SENDING ítalskar kvenpeysur Fjölbreytt úrval. Glugginn Laugavegi 30. Samvinnuskólinn Bifröst Samvinnuskólinn Bifröst verður settur föstudag- inn 2. október. Nemendur skólans mæti fimmtudaginn 1. okt. Sér- stök ferð verður frá Norðurleið þann dag og lagt af stað frá Reykjavík kl. 14.00. SKÓLASTJÓRI. BARNAMÚSÍKSKÓLINN í REYKJAVÍK INNRITUN nýrra nemenda lýkur laugardaginn 26. september. INNRITUN fer fram á 5. hæð Iðnskólans, inngang- ur frá Vitastíg. Áríðandi er, að eldri nemendur (allir þeir sem sóttu um skólavist sl. vor) komi með afrit af stundaskrá sinni og greiði skóla- gjaldið eigi síðar en föstudaginn 25. sept- ember. SKÓLASTJÓRI. Byggingafélag verkamanna í Reykjavík TIL SÖLU 3 herb. íbúð í 2. byggingaflokki. Félagsmenn sem neyta vilja forkaupsréttar sendi umsóknir sínar á skrifstofu félagsins Stórholti 16 fyrir kl. 12 mánudaginn 28. þ.m. STJÓRNIN. MÓÐVILIINN SlÐA 5 Hlutu viBurkenningu fyrir snyrtimennsku og fegrun .húsa og /óða í Kópavogi Á fundi bæjarstjórnar Kópa- vogskaupstaðar 17. apríl í vor var einróma samþykkt tillaga frá Svandísi Skúladóttur bæj- arfulltrúa um viðurkenningu þeim bæjarbúum til handa, sem mest og bezt fegruðu hús sín og umhverfi þeirra. Var bæjarráði falið að skipa dóm- nefnd, sem tillögur gerði um slikar viðurkenn'noar. Bæjarráð skipaði dómnefnd- ina 12. maí sl. 1 henni áttu sæti þessir menn: Sigurbjartur Jóhannesson, byggingafuHtrúi, Pétur Guð- mundsson, heilbrigðisfulltrúi, Ingibergur Sgemundsson, lög- regluvarðstjóri og Jóhann Schrpder garðyrkjumaður samkvæmt ósk Rotary-klúbbs Kópavogs, og úrskurðaði nefnd- in jafnframt um fegursta garð- inn i Kópavogi, sem klúbbur- inn hyggst veita verðlaun, Rotaryklúbburinn hefur um skeið haft á prjónunum ráða- gerðir um verðlaunave'tingar fyrir snyrtilegasta garðinn í Kópavogi. 1 upphafi var hugmyndin að dómnefndin sk'laði áliti fyrir 17. júní og var það á- stæðan fyrir því, að garðyrkju- ráðunautur bæjarins Hermann Lundholm, var ekki skipaður i nefndina þar sem hann dvaidist erlendis um þær mundir. Horfið var frá því ráði, að nefndin lyki störfum svo snemma sumars, þar eð gróð- ur hefur ekki náð fullum þroska fyrr en er l'ðið á sum- ar. Garðju-kjuráðunauturinn starfaði með nefndinni eftir heimkomuna og var með í ráðum um niðurröðun hennar. Þá gerðist það og, á meðan nefndin var að störfum, að Lionsklúbbur Kópavogs óskaði að eiga þátt í að veita verð- laun fyrir fegurstu garða í bænum. Bæjarstjórn Kópavogskaup- staðar féllst á niðurstöður dómnefndar um að veita 9 húseigendum i Kópavogi við- urkenningu fyrir snyrtilegan frágang húsa og lóða. Fimmtu- ; daginn 10. sept. sl. bauð bæj- arstjórnin þessum aðilum til | kaffidrykkju í félagsheimili bæjarins. Hjálmar Ólafsson bæjarstjóri bauð gesti velkomna og skýrði frá niðurstöðum dómnefndar og afhenti verðlaun. Sérstaka viðurkenningu hlaut garður hjónanna Þorbjargar Pálsdóttur og Jóns Jóhannes- sonar, Nýbýlavegi 26. áritaða gestabók og heiðursskjal. Þá afhentu formenn Rotary- og Lionsklúbbs Kópavogs, þeir Gísli Þorkelsson efnafræðingur og Friðrik Haraldsson, bak- arameistari lóðarhöfum i vest- ur- og austurbæ gestabækur áritaðar fyrir fegurstu garða og snyrtilegustu hús hvor í sínum bæjarhluta. 1 austurbæ hlutu þessa v’ð- ■urkenningu hjónin Guðnán Sakaríasdóttir og Sölvi Valdi- marsson, Hátröð 4. í vesturbæ frú Sigurlaug Björnsdóttir Borgarhoitsbraut 13. Þau fengu einnig skrautritað skjal frá bæ.iarstjórn. Þá hlutu einnig eftirtalin hjón heiðursskjal bæjarstjórnar fyrir snyrtileg- an frágang lóða s'nna — tai- ið í stafrófsröð gatna: Hjónin Anna Róberts og Thomas Roberts, Álfhólsvegi 53, hjónin Ingibjörg Finnboga- dóttir og Elías Ki'ist.jánsson, Hlégerði 35, hjónin Sigurveig Þorgilsdóttir og Pétur Eggerz Stefánsson, Borgarholtsbraut 23. hjónin Maria G. Sigurðar- dóttir og Magnús Norðdahl, Holtagerði 58, hjónin Sigrún Ólafsdóttir og Gunnar Flóventz, Kópavogsbraut 88, hjónin EI- ísabet Sveinsdóttir og Skúli Ingvarsson, Nýbýlavegi 23. Að loknum afhendingum heiðursskjala sýndi Ólafur Björn Guðmundsson, lyfja- fræðingur, undurfagra kvik- mynd af. blómskrúði og gróðri í garði sínum að Langagerði 96. (Frá skrifstofu bæjarstjór- ans í Kópavogi). Urslit firmakeppni Go/f- klúbbs Suðurnesja Keppt var í undanrásum þeirra 8 liða er eftir voru í firmakeppni Golfklúbbs Suð- urnesja um síðastliðna helgi. Keppnin er holukeppni með forgjöf og hver umferð 18 hol- ur. tJrslit undanrásanna voru þessi: Bifreiðaleigan Braut (Bogi Þorsteinsson) vann Kaupfélag Suðurnesja (Hólmgeir Guð- mundsson). Verzlun Hauks Ingasonar (Þorgeir Þorsteins- son) vann Málningarverktaka Keflavíkur (Pétur Guðmunds- son). Verzlunin Nonni og Bubbi (Helgi Sigvaldason) vann Olíu- félagið h/f (Þorbjörn Kjærbo). Járniðnaðar- og pípulagningar verkt. Keflav. (Sævar Sören- sen) vann Skóbúðina Keflavík h/f (Jón Þórsteinsson). Bifreiðaleigan Braut vann Verzl. Hauks Ingasonar og Verzl Nonni og Bubbi vann Jámiðnaðar- og pípulagninga- verkt. Keflavíkur. Úrslitaleikur keppninnar verður því á milli Bifreiðaleig- unnar Braut, sem Bogi Þor- steinssop keppir fyrir og Verzl. Nonni og Bubbi, sem Helgi Sigvaldason keppir fyrir. Sjóstakkar ÞRÆLSTERKIR POTTÞÉTTIR HUNDÓDÝRIR fást i FERDABÍLAR u til 17 tarþega Mercedes-Benz nópferðabílar af nýjustn gerð. til leigu t lengri og sketnmri ferðir — Afgreiðsla alla vlrka daga. kvöld og um helear i sima 20969 HARALDUR EGGERTSSON. Grettlsgótu 52 Starfsstúlkur óskast Tvær starfsstúlkur vantar nú þegar í eldhús Kópa- vogshælis. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 41502. Skrifstofa ríkisspítalanna. • Vélin yðar þarfnast sérstaks þvottaefnis — þessvegna varð DIXAN til. • DXIAN freyðir lítið og er því sérstaklega gott fyrir sjálfvirkar þvottavélar. • DIXAN fer vel með vélina og skilar beztum árangri. einnig fevað viðkemur gerfiefnum. • DIXAN er í dag mest keypta efni í þvotta- vélar í Evrópu. • DIXAN er framleitt hjá HENKEL í Vestur- Þýzkalandi. Ingólisstræti 9. Simj 19443 VOPNI Aðalstræti 16 'Við hliðina á bilasölunm") Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.