Þjóðviljinn - 24.09.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.09.1964, Blaðsíða 3
^lmmtudagur 24. september 19&i ÞIÓÐVILIINN SlÐA Makarios NIKOSIA 23/9 — I Nikós- íu var skýrt frá því í dag, að Makaríos forseti muni taka þátt í ráðstefnu æðstu manna óháðra þjóða í Kairo, sem hefst í október. Samtímis var skýrt frá því, að Spyros Kyprianou utanrík- isráðherra fari til Moskvu á morgun til viðræðna við rík- isstjórn Sovétríkjanna. Heræfingar PARlS 23/9 — Talsmaður franska varnarmálaráðu- neytisins viðurkenndi það í dag, að frönsk skip hefðu verið tekin úr hinum sameig- inlegu heræfingum Nato, scm nú fara fram á Norður-Atl- anzhafi. Hann vildi ekkert segja um ástæður, en kvað þær ekki mikilvægar. Blaðiö „Le Monde“ segir að skipin hafi verið tekin úr æf- ingunum í þeim tilgangi að sýna fram á það, að sam- skipti franska fIotans og Nato væru raunverulega breytt. í»að er vísað til þess, að Page Smith flotaforingi og yfirmaður sjóhers Nato. hefði sagt að ekkert hefði breytzt í samvinnu hans við Frakka síðan það var kunngert í ap- ríl, að franskir sjóliðsforingar yrðu teknir úr Natoflotanum. Goldwater DALLAS 23/9 — Forseta- efni Republikana Barry Gold- water varaði við því í dag, að hemaðarútgjöld yrðu skor- in niður í Bandaríkjunum, og sagði að Bandaríkin yrðu að vera miklu öflugri en óvinur- inn, ef það ætti að geta stöðvað kommúnismann. Hann ákærði einnig Mc- Namara landvamaráðherra fyrir mistök á mistök ofan i afstöðu hans til kommún- ismans og bætti við, að Mc- Namara væri að reyna að breyta landvarnaráðuneyt- inu í afvopnunarráðuneyti. Handtökur JÓHANNESARBORG 23/9 — Suður-afríski lögfræðing- urinn Abraham Fischer, sem var höfuðverjandi í hinum umfangsmiklu málaferlum gegn þjóðernisleiðtoganum Nelson Mandela og félögum hans, var handtekinn í dag. Jafnframt handtók öryggis- lögreglan fyrrum aðalritara í samtökum verzlunarmanna EIi Weinberg. Þeir eru báðir handteknir í samræmi við lögin um bar- áttuna gegn kommúnisma. Danska ríkisstjórnin missti meiríhluta sinn í kosningum KAUPMANNAHÖFN 23/9 — í dag gekk Jens Otto Krag forsætisráðherra fyrir konung og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Úrslit kosninganna í Danmörku urðu þau að ríkisstjórnin missti meirihluta sinn, en það verð- ur ekki fyrr en á föstudag að Ijóst verður, hvernig núver- andi stjórnarkreppa verður leyst, en þá eiga flokkarnir að hafa skýrt konungi frá viðhorfum sínum. Sennilegast er talið að Krag muni mynda minnihlutastjórn Sósíal- demókrata- Ríkisstjórnin hafði, haft 87 þingmenn, Sósíaldemókratar 76 þeirra, en Róttæki vinstri flokk- urinn hafði 11 en tapaði einu sæti og þá var grundvöllur fyr- ir frekari stjómarsamvinnu úr sögunni. Flokkurinn ákvað á landsfundi sínum í sumar að sitja ekki í stjóm með Sósíal- demókrötum áfram, nema það yrði meirihlutastjórn og flokk- urinn tapaði ekki í kosningun- um. Úrslit þingkosninganna eru annars mikið rædd og eftirtekt- arverðast þykir hinn mikli sig- ur íhaldsflokksins í öllum kjör- dæmum. Annað þykir koma á óvart hve Vinstri flokkurinn hefur unnið mikið á í borgun- um og vegur það alveg upp á móti því sem hann tapaði til sveita, þar sem hann hefur áður verið öflugastur. Róttækir töp- uðu enn og fjórir smáflokkar Hér fara á eftir úrslit kosninganna, í svigum tölur frá síðustu kosningum: Sósíaldemókratar 1.103.216 (1 .023.974) 76 (76) Róttæki vinstri flokkurinn 139.731 ( 140.049) 10 (H) íh aldsf lokkurinn 527.921 ( 435.764) 36 (32) Vinstri flokkurinn 546.940 ( 512.041) 38 (38) Sósíalski þjóðarflokkurinn 152.085 ( 149.440) 10 (11) Óháði flokkurinn 65-659 ( 81.134) 5 X 6) Kommúnistaflokkurinn 32-245 ( 27.298) 0 ( 0) Friðarflokkurinn 9.032 ( 0) 0 ( 0) Réttarsambandið 34.115 ( 52.330) 0 ( 1) Dansk Samling 9.708 ( 0) 0 I 0) Bandarískir herráðunautar þjálfuðu uppreisnarmenn SAIGON 23/9 — Víetkong hefur aukið aðgerðir sínar í Suður-Víetnam á sama tíma og Khanh hershöfðingi á erfitt með að ráða fram úr vandamálum sínum í Saigon. í fyrri viku framkvæmdi Víetkong 975 hernaðaraðgerðir í landinu, og hafa ekki verið svo athafnasamir síðan í nóvember í fyrra, þegar Diem sáluga var steypt. Þá vex óðfluga styrkur uppreisnarmanna í fjöllunum í norður- héruðum landsins og hefur það valdið ergelsi milli vin- anna: stjórnarinnar í Saigon og Bandaríkjamanna, því þeir höfðu einmitt þjálfað fjallabúana rækilega. Ný ÆF-deild Framhald af 2. síðu. um, fonn., Armbjörn Árnason, Finnsstöðum, ritari, Guðmund- ur Jóhannsson, Egilsstöðum, gjaldkeri. Endurskoðendur deildarinn- ar voru kjörnir: Jón Ámason, Finnsstöðum og Ásmundur Þór- arinsson, Vífilsstöðum. 1 næstu æskulýðssíðu verða birtar myndir af fundinum. B. S. TAPAZT Ihefur innkaupataska jvið Þóroddsstaði. ÍVinsamlegast hringið lí síma 24931. I orustu sem tókst við her- ~ stöð 65 km, suður af Saigon fyr- ir birtingu í morgun felldu her- menn stjórnarinnar rúmlega 50 liðsmenn Víetkong, að eigin sögn. Sagt er að herdeild úr Ví- etkong hafi ráðizt á herstöðina Luong Phu um tvö leytið að- faranótt miðvikudags. I herstöð- inni voru 500 hermenn, sem köll- uðu strax á hjálp og fengu hana, þar með sprengjuþotur og flug- vélar sem köstuðu Ijóssprengjum yfir vigvöllinn fram á morgun. Fréttastofan AFP skýrir frá því, að stjórnarherinn hefði misst tvær „Skyraider” orustu- þotur, sem hermenn Víetkong skutu niður í dag. Voru flug- vélar þessar á leið til tveggja henstöðva til aðstoðar gegn á- rásum Víetkong. 1 hvorri flug- vél vom tveir liðsforingjar, anna, sem búa í fjöllunum í Mið-Vietnam fer vaxandi. 4000 hermenn af þessum þjóðflokkum eru sagðir hafa sagt sig úr lög- um við ríkisstjóm landsins. Upp- reisnarmenn krefjast fullveldis fyrir þjóðarbrotin og berjast nú i þrem héruðum, Darlac, Quang Duc og Pleiku. Stjórnarvöldin eru farin að leita samninga við uppreisnar- menn. Bandaríkjamenn þjálfuðu þá til baráttunnar gegn Víet- kong og reyna nú að koma á sættum milli þeirra og ríkis- stjórnarinnar. Uppreisnarmenn hafa tekið upp eigin fána til merkis um sjálfstasði sitt. Að minnsta kosti sex herbúðir og sveitabæir hafa veitt þeim fullan stuðning. Bandaríkjamenn hafa átt í úti- stöðum við stjómarvöldin í S- Víetnam vegna þessara síðustu atburða, og segist ríkisstjómin í Saigon hafa verið á móti því að fjallabúar yrðu sérstaklega þjálf- aðir, einmitt af ótta við að þeir réðust gegn yfirvöldunum. KR-frjáls- íþróttamenn! Innanfélagsmót í köstum fer fram í dag og n.k. laugardag. Stjórnin. komu engum fulltrúa á þing. Þá hefur það yfirleitt komið mjög á óvart hve Sósíalski þjóð- flokkurinn (Axel Larsen) tapaði miklu minna en búizt hafði ver- ið við. Hann hélt tíu þingsætum þó hann hafi tapað einu, var þó reyndar búinn að tapa þrem sætum á þingi áður, þar sem þingmenn sem vom kosnir á hans vegum í síðustu kosning- um höfðu gengið úr flokknum á kjörtímabilinu. Annars draga menn þá álykt- un helzta af úrslitum kosning- anna, að smáflokkar eigi stöðugt erfiðara uppdráttar og það lítur út fyrir að stóru flokkamir sópi að sér og stækki enn. Menntaskólinn Framhald af 1. síðu. gangi á kjallarahæð. Þar verður fatageymsla og matstofa fyrir nemendur. Einnig em þar stofur fyrir verkstæði til viðhalds á kenn sluáhöldum. Kennsluáhöld fyrir náttúru- fræði og eðlisfræði hafa verið pöntuð frá Svíþjóð og er þar miðað við nýjustu tæki í þeirri grein og eru nýlega komin á markaðinn. Sennilega dregst afhending á þessum tækjum fram eftir vetri frá sænsku verksmiðjunum, þar sem þær fullnægja ekki eftir- spuminni á innanlandsmarkaði. Mál og menning Framhald af 12. síðu. kvöldi. Ætlunin er að Ijúka því safni á næsta ári með 4. fjórða bindi. Þá var einnig gefin út fyrr á árinu smásagnabók eftir Guðberg Bergsson; Leikföng leiðaús. Þetta er það helzta sem út- gáfan hefur að segja eins ‘og stendur, en hugsanlegt er að útgáfubækurnar verði fleiri og það bækur sem þyki slæg- ur í. Bandarískur hermaður í feni í S-Víetnam og má víst segja að þarna sé réttur maður á réttum stað. bandarískur og Suður-víetnami. Ekkert hefur spurzt til Banda- ríkjamannanna, en Suður-Víet- ramarnir fundust. Uppreisnin meðal þjóðarbrot- Hvað gerðist á Tonkinflóa? NEW YORK 23/9 — New York Times skrifar í leiðaia í dag að bandaríska stjórnin neiti þjóðinni um nákvæma skýrslu um það, hvað hún viti um síðustu atburði á Tonkinflóa vegna ruglingslegrar skriffinnsku og leyndar- dómsheita. Blaðið segir, að það sem valdi mestum áhyggjum í sambandi við þetta mál, sé sú frásögn Johnsons forseta, að þegar fyrstu skýrslurnar bárust voru ýmsir, líklega meðal stjórnmála- og hernaðarráðunauta hans, þeirrar skoðunar, að þegar í stáð ætti að grípa til gagnráðstafana með því að gera loftárásir á Norður-Víetnam. ☆ ☆ ☆ Lundúnablaðið DAILY TELEGRAPH hefur nýverið birt álit fréttaritara sinna á seinustu atburðum á Tonkinflóa, kallar blaðið þá fáránlegt grín og heldur því fram að blettir á ratsjá hafi orðið að fjórum ókenndum skipum. Var bardaginn milli bandarísku tundurspillanna og hinna óþekktu árásarskipa í rauninni aðeins á milli tund- urspillanna og ímyndaðra ókunnra skipa, spyr blaðið. Og segist það álíta að svo muni hafa verið. Bendir blað- ið á, að þeir í Washington vilji nú umfram allt að þetta gleymist og geri það sem í þeirra valdi stendnr til að svo verði. Atburðirnir áttu sér stað um dimma nótt, að- faranótt 18. september s.l. Vera má að einhver fyrir- brigði á ratsjá tundurspillanna hafi verið látin heita „óþekkt skip-‘, en tilkynningarnar um slík fyrirbrigði er það eina sem sagan um hin óþekktu skip er byggð á, segir Daily Telegraph að lokum. SÖLUUMBOÐ FYRIR laFMIDIR tCELANDIC AIRUNES í Kópavogi. Haustfarg’iöldin 25% afsláttur Nú er tækifærið til að heimsækja nokkrar skemmtilegustu borgir Evrópu fyrír stórlækk- að verð. Sumaraukafargjöld Loftleiða gilda fyrir 30 daga ferðir í september og október. Kynnið yður sem fyrst ferðamöguleikana hjá okkur. Upplýsingar og farpantanir alla daga frá kl. 9—22 í síma 40810 eða 40980. LITASKÁLINN Kársnesbraut 2. — Sími 40810 A L U M I N I U M FYRIRUGGJANDI D-PRÓFÍLAR L-PRÓFÍLAR U-PRÓFÍLAR FLATALUMINIUM ALUMINIUMRÖR ALUMINIUMSTIGAHANDRIÐ SLÉTTAR ALUMINIUMPLÖTUR BÁRAÐAR ALUMINIUM ÞAKPLÖTUR ALUMINIUMGÓLFPLÖTUR Laugavegi 178 — Sími 38000 i 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.