Þjóðviljinn - 24.09.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.09.1964, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 24. september 1964 ÞIÚÐVILIINN Miðbik Leipzig-borgar er undir kaupstefnuna lagt. Um eina að- algötuna, Hainstrasse, sem lokuð hefur verið fyrir umferð far- artækja, Iiggur stöðugur straumur fólks. Tvisvar ár hvert, vor og haust, leggja þúsundir kaup- sýslumanna víðsvegar að úr heiminum leið sína til Leipzig, annarrar stærstu borgar Þýzka alþýðulýðveldisins, skoða þar hið nýjasta sem á boðstólum er, hver í sinni grein, treysta viðskiptasamböndin sem fyrir eru og klófesta ný, gera kaup- samninga og sölusamninga. Á vorin situr iðnvarningur- inn í fyrirrúmi í Leipzig, vél- ar stórar og smáar og hvers- kyns framleiðslutæki, á haust- kaupstefnunni er hinsvegar lögð áherzla á að sýna neyzlu- vörur Qg varning af hinu margvíslegasta tagi. matvörur og fatnað, húsbúnað og sport- vörur, kennslutæki og bækur o.s.frv. Til nýbreytni á nýaf- staðinni kaupstefnu má telja að þar var nú í fyrsta skipti opinn svolítill hluti hins geysi- stóra iðnaðar- og tæknisýnine- arsvæðis, sem er miðpunktur hinnar miklu vorsýningar. Á fundi með fréttamönnum í upp- hafi kaupstefnunnar á dögun- um voru forstöðumenn hennar m.a. að því spurðir, hvort skoða mætti þetta nýmæli sem upphaf þess að iðnaðar-. og tæknivarningur fengi í vaxandi mæli rúm á haustkaupstefn- unni, þannig að svipur kaup- stefnunnar í Leipzig yrði er fram liðu stundir líkur eða hinn sami vor og haust. >ví var til svarað, að inn á þessa braut hefði nú verið farið vegna þess að í ljós hefði kom- ið mikill áhugi meðal þátttak- enda, einkum þeirra sem kæmu 'til Leipzig 'fi-á ýmBtirii1 löndum Afríku og Asíu, að fá tæki- færi til að kynnast nokkuð iðn- aðarfr^mleiðslu Þýzka alþýðu- lýðveldisins og annarra þátt- tökuríkja, ekki aðeins á sviði neyzluvöruframleiðslunnar held- ur og iðnaðar og tækni. Eftir sem áður yrði ' aðaláherzlan lögð á að kynna hverskyns neyzluvörur á haustkaups.tefn- unni. Framannefnt nýmæli setti að LEIPZIG - miðstöð heimsviðskiptanna sjálfsögðu nokkuð nýjan svip á kaupstefnuna í Leipzig nú í haust og jafnframt var sérstak- lega til hennar vandað í til- efni af 15 ára afmæli Þýzka alþýðulýðveldisins í næsta mánuði. Einnig gafst nú tæki- færi til að fylgjast nokkuð með miklum og margvíslegum und- irbúningi i Leipzig fyrir vor- kaupstefnuna, sem haldin verð- ur í febrúar-marz næsta ár, en þó verður þess sérstaklega minnzt að átta aldir eru liðn- ar síðan fyrst var tekið að efna til kaupstefna í þessari gamalkunnu borg. Suður á bóginn Leipzig verður sannkölluð miðstöð alþjóðlegra viðskipta meðan ó kaupstefnunni þar stendur, einkum viðskipta milli landa sem búa við kapítalíska félagshætti og þeirra ríkja í Afríku og Asíu sem nýlega hafa hlotið sjálfstæði annárs- vegar og sósíalískra rikja hins- vegar. Segja má að borgin sé undir kaupstefnuna lögð og straumurinn liggur þangað og þaðan með járnbrautarlestum, bifreiðum og flugvélum. Þeir sem leið sína leggja héð- an frá íslandi til Leipzig munu flestir fara um Kaupmanna- höfn. fljúga þaðan með flug- vélum austur-þýzka flugfélags- ins INTERFLUG, sem heldur uppi allvíðtæku innanlandsflugi og hefur reglubundnar áætlun- arferðir til ýmissa stórborga utan Austur-Þýzkalands, m.a. Brussel, Amsterdam og Lund- úna, auk Kaupmannahafnar. Miðstöð félagsins er í Berlín, en um kaupstefnutímann, vqr og haust, lifnar heldur betur yfir flughöfninni i Leipzig. Með því að fara heldur flug- leiðis suður á bóginn en með jámbrautarlestum eða bílum landleiðina, fær ferðamaðurinn tækifæri til að fljúga með skrúfuþotu af gerðinni IL-18, einni af hinum kunnu farþega- flugvélum sem kenndar eru við sovézka flugvélasmiðinn Iljú- sín. Þetta eru fjögurra hreyfla flugvélar, nokkru stærri en Viscount-vélar Flugfélags ís- lands og mjög svipað að ferð- ast með þeim, hávaðinn álíka mikill, þó kannski heldur meiri SlÐA 2 I*að eru fleiri en kaupsýslumenn, sem leið sína leggja til kaup- stefnunnar í Leipzig. Blaðamennirnir sem þangað koma vor og haust skipta hundruðum, og þeir eru fulltrúar margra lielztu fréttastofnana og blaða heims. — Myndin er tekin í ráðhúsinu í Leipzig annan dag kaupstefnunnar, þegar nær 700 fréttamenn frá 48 þjóðlöndum sóttu blaðamannafund sem yfirvöld utanrík- isviðskipta í Austur-Þýzkalandi boðuðu til. við flugtak, gluggarnir ekki eins stórir en útsýni þó gott víðast hvar i farþegaklefanum. Flugferðin með IL-18 milli Kaupmannahafnar og Leipzig tekur hálfa aðra klukkustund. Þjónustan um borð í INTER- FLUG-vélinni er eins og bezt gerist hjá öðrum flugfélögum, jafnvel meira borið í farþeg- ana en tíðkast annarsstaðar á álíka löngum flugleiðum. Svip- að er að segja um þjónustu um borð í farkostum annarra flug- félaga Austur-Evrópu-þjóða sem halda uppi ferðum þar eystra, t.d. TAROM, rúmenska flugfélagsins sem hefur áætl- unarferðir milli Búkarest og Kaupmannahafnar með við- komu á Schönefeld-flugvellin- um í Austur-Berlín. Ausweis, bitte! Þegar farið er til Austur- Þýzkalands, eins og reyndar allra annarra landa, er nauð- synlegt að hafa skilríki sín í lagi, fullgild vegabréf og á- ritanir. annars er hætt við að snúningarnir reynist margir og tímafrekir, þegar þarf að full- nægja óhjákvæmilegum fom- kröfum þar í landi. Þeir sem til kaupstefnunnar í' Leipzig fara losna þó við mest allt um- stangið og vafstrið, þegar þeir hafa fengið í hendur skilríki þau, sem sérstaklega eru gefin út í tilefni kaupstefnunnar. Þessl kaupstefnuskilríki geta þátttakendur fengið hver í Framhald á 9. síðu. 71. DAGUR. Haraldur konungur Guðnason var par Kommn meo ner óvígan, bæði riddara og fótgangandi menn. Ilaraldur konung- ur Sigurðarson reið þá um fylking sína og skynjaði, hvernig fylkt var. Hann sat á svörtum hesti, blesóttum. Hesturinn féll undir h.onum og konungur fram af. Stóð hann upp skjótt og mælti: „Fall er fararheill!" Þá mælti Haraldur Englakonung- ur til Norðmanna þeirra, er með honum voru: „Kennduð þér þann hinn mikla mann, er þar féll af hestinum, við hinn bláa kyrtií og hinn fagra hjálm?“ „Þar er konungur sjálfur", sögðu þeir. Englakonungur segir: „Mikill maður og ríkmann- legur, og er vænna að farinn sé að hamingju11. Þá svarar jarl; „Þá er nokkuð annað boðið en ófriður og svívirðing sem í vetur; hefði 'þá verið þetta boðið, þá væri margur maður sá á lífi, er nú er dauður, og betur mundi þá standa ríki í Englandi. Nú tek ég þennan kost, hvað vill hann þá bjóða Haraldi konungi Sigurðssyni fyrir sitt starf?“ Þá mælti riddarinn: „Sagt hefur hann þar nokkuð frá, hvers hann mun honum unna af Englandi: sjö fóta rúm, eða því lengra sem hann er hærri en aðrir menn.“ Riddarar tuttugu riðu fram af þingmannaliði fyrir fylking Norðmanna og voru albrynjaðir og svo hestar þeirra. Þá mælti einn riddara: „Hvort er Tósti jarl í liðinu?“ Hann svar- ar: „Ekki er því að leyna, hér munuð þér hann £inna“. Þá mælti einn riddari: „Haraldur, bróðir þinn, sendi þér kveðju og þau orð með, að þú skyldir hafa grið og Norðimbraland allt, og heldur en eigi viljir þú til hans hneigjást, þá vill hann gefa ,þér þriðjung ríkis alls með sér.“ i i l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.