Þjóðviljinn - 24.09.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.09.1964, Blaðsíða 12
Þórbergur. Jakobína. Jóhannes. Mál og menning gefur út hækur eftir Þórherg, Jóhunnes úr Kötlum, Þorstein frá Humri, Jón Helgason og Jakobínu Mál og menning og Heimskringla gefa út bækur á þessu ári eftir Þórberg Þórðarson, Jóhannes úr Kötlum, Jón Helgason prófessor, Þorstein Jónsson frá Hamri, Jakobínu Sigurð- ardóttur, Guðberg Bergsson, Sigurjón Björns- son og Magnús Kjartansson, að ógleymdum Shakespeare-þýðingum Helga Hálfdanarson- ar; og enn mun von á bókum fleiri höfunda frá þessum útgáfufyrirtækjum. ÞjóðviljiiiTi bað Sigfús Daðason forstjóra útgáfunnar að segja lesendum frá hvað 'í vændum vaeri. Ofvitinn Fyrst skal frægan telja, Of- vitann, eftir Þórberg Þórðar- son. Hann kemur nú út í einu bindi sem félagsbók Máls og menningar Það er framhald af þeirri hugmynd að gefa félagsmönnum kost á að eignast klassískar bækur i nýjum útgáfum. Ofvitinn kemur út fyrri partinn i okt- óber. Jóhannes, Þorsteinn Jón Helgason Þá eru væntanlegar frá Heimskringlu þrjár ljóðabæk- ur sem líklegar em til að vekja athygli. Ein þeirra er ný ijóðabók eftir Jóhannes úr Kötlum, og heitir hún Trcgaslagur, og er það mest- megnis ný kvæði, einstaka hefur birzt í tímaritum und- anfarið. Önnur er ný ljóðabók eft- ir Þorstein frá Hamri, Lang- nætti á Kaldadal. Þetta er fjórða Ijóðabók Þorsteins. Þorsteinn hefur verið mikiis metinn af bókmenntamönnum og er vaxandi skáid. Hann er sá af yngri skáldunum sem helzt hefur „slegið í gegn", ef svo mætti segja. Þriðja ljóðabókin er ný útgáfa, 3. útgáfa af bók Jóns Helgasonar, Úr landsuðri. Þetta er ein þeirra Ijóðabóka sem mestar vinsældir hefur hlotið á siðustu áratugum, fyrri útgáfumar tvær eru al- gerlega uppseldar. Sögur eftir Jakobínu Þá er líklegt að athygli veki smásagnabók eftir skáld- konuna Jakobínu Sigurðar- dóttur. Þetta em ótta sögur, og bókin á að heita Púnktur á skökkum stað. Eftir Jakob- ínu kom út ljóðabók fyrir fjómm ámm og bamabók er til frá hennar herídi, Sagan af Snæbjörtu Eldsdóttur og Kefc- iíriði Karlsdóttur. Kínabók Magnúsar Kjartanssonar Von er á ferðabók frá Kína eftir Magnús Kjartans- son og þekkja menn það frá Kúbubók Magnúsar að hann skrifar forvitnilegar ferða- bækur. Hún er ekki væntan- leg fyrr en rétt fyrir jólin. Afbrigðilegt sálarlíf Væntanleg er ný bók eftv Sigurjón Björnsson kálfræð- ing um afbrigðilega og klín- íska sálarfræði. Það mun vera fyrsta bók um það efni á íslenzku. Jón Helgason. Þorsteinn. Shakespeare-þýð- ingar Helga Fyrr á árinu hefur Mál og menning gefið út þriðja bindi af Shakcspearc-þýðingum Helga Ilálfdanarsonar, og eru í því þýðingar á Makbeð, Hinriki fjórða og Þrettánda- Framhald á 3. síðu. M KONUR HLUTU STYRKIÚR MMSK Nýlega er lokið úthlutun námsstyrkja úr Menningar- og minningarsjóði kvenna fyrir yfirstandandi ár. Úthlutað var 53 þúsund krónum, er skipt- 2 ieiðréttlngar Missagt var í blaðinu í gær um happdrætti hernámsandstæð" inga, að drætti væri frestað til 3. nóvembcr. Dregið verður í happdrættinu 2. nóvember. Einn- ig var rangt skýrt frá um skrif- stofutíma hjá Samtökum her- námsandstæðinga í Mjóstræti 3. Skrifstofan er opin mánud. — föstud. kl. 9—12 og 3—7, sími 24701. ist milli 14 kvenna við ýmis- konar framhaldsnám. 5000 krónur hiutu: Agnes Löwe, Rvík, Auður Björg Ingvarsdóttir, Rvík, Huda Guðmundsdóttir, Rvík, Líney Skúladóttir, Rvík, Signý Thoroddsen, Reykjavík. 4000 krónur hlalA: Kolbrún Valdimarsdóttir Reykjavík. 3000 krónur hlutu: Ásta B. Thoroddsen, Rvík, Guðrún Hansdóttir, Kjósar- sýslu, Helga Ingólfsdóttir, Rvík, Helga Kress, Rvík, Kristín Ragnarsdóttir, Rvík, María Þorsteinsdóttir, Hofsósi Marianna Wendel, Rvík, Ragn- heiður Hansdóttir, Kjósar- sýslu. r Nýr viðskiptasamningur ls- lands og Tékkóslóvakíu 1 gær barst Þjóðviljanum eftirfarandi fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu um nýjan viðskiptasamning milli Islaríds og Tékkóslóvakíu: Þriðjudaginn hinn 22. septem- ber 1964 var undirritað í Prag samkomulag um viðskipti niilli Islands og Tékksólóvakíu á tímabilinu frá 1. október 1964 til 30. scptember 1965. Gert er ráð fyrir svipuðum viðskiptum milli landanna og síðasta samkomulagstímabil. Af hálfu Islands undirritaði samkomulagið dr. Oddur Guð- jónsson, en s" hálfu Tékkóslóv- akíu undirritaði samkomulagið hr. Josef Keller, forstjóri. Þjóðdansafélagið að hefja vetrarstarfíð Vetrarstarf Þjóðdansafélags Reykjavíkur hefst um næstu mána'ðamót. Verður það fjöl- breytt að vanda. Kcnnt verður í mörgum flokkum fyrir börn, unglínga og fullorðna. Áherzla verður lögð á gömlu dansana, sem ciga sívaxandi vinsældum að fagna, og verða bæði byj- endaflokkar og framhaldsflokk- ar. 1 framhaldsflokkum vcrða einnig Icttir þjóðdansar og af- brigði af gömlu döusunum, eins ogo þeir eru dansaðir í öðrum löndum, og kynnast ncmendur þannig meiri fjölbreytni í þess- um vinsælu dönsum. Æskulýðsráð Rcykjavíkur hef- ir sýnt Þjóðdansafélaginu þá vinsemd að bjóða því nokkur afnot af húsnæði sínu að Frí- kirkjuvegi 11, og kernur það sér vel fyrir félagið, sem átt hefur við mikil húsnæðisvandamál að etja vegna vaxandi aðsóknar að námskeiðum. Þama mun m.a. verða kennsla í barnaflokkum, á þriðjudögum. Þetta leysir þó engan veginn allan vanda félags- ins og hefir það orðið að leita sér húsnæðis víðar. Innritun í barnaflokka fer fram á Fríkirkjuvegi 11, föstu- daginn 25. ’p.m. kl. 2—4, og er áríðandi að tilkynna þátttöku þá, sérstaklega fyrir böm, sem hafa sótt námskeið áður og óska að vera í sama flokki áfram. Að öðru leyti fer innritun fram í síma félagsins, 1-25-07, kl. 4—7 daglega, uánar auglýst í blöð- um og útvarpi. Fimmtudagur 24. september 1964 — 29. árgangur — 216. tölublað. Þar er lágmarksaldur 16 ára Egilsstöðum 22/9 — Síðastlið- inn laugardag var stofnuð hér deild innan Æskulýðsfylkingar- innar. Voru stofnendur tíu tals- ins. 1 stjóm voru kosnir: Sveinn 45 þúsund Egilsstöðum 20/9 — 1 gær hófst slátrun hjá Kaupfélagi Héraðsbúa og er slátrað í þrem sláturhúsum og eru þau staðsett á Egilsstöðum, Fossvöllum og Reyðarfirði. 1 þessum sláturhús- um er búizt við, að slátrað verði um 38 þúsund fjár auk stór- Að snúa á Egilsstöðum 22/9 — Uppskera garðávaxta hefur víða brugðizt á Hcraði á þessu hausti. Þó hef- ur fengizt sæmileg uppskera hjá nokkrum bændum, sem slyngir cm að velja garðlönd sín þann- ig, að morgunsólin nái ekki að þíða kartöflugrösin eftir frost- nætur. Er þetta svokölluð hagnýt speki í lífsbaráttunni. Árnason, formaður, Guðmundur Jóhannsson, gjaldkeri og Arin- bjöm Árnason, ritari. Eftirtektarvert er, að í lögum þessa nýstofnaða féálags er Iág- marksaldur 16 ár. — S. G. fjár slátrað gripa. 1 fyrradág hófst slátrun hjá Verzlunarfélaginu við Lagar- fljótsbrú og er ætlunin að slátra þar um 7 þúsund fjár auk stór- gripa. — Mikil annatíð er nú framundan kringum þessi haust- verk. — S. G. morgunsólina Síðustu viku hefur verið norð- austan næðingur með snjóhragl- anda og frostnóttum og er orðið grátt niður í byggð. Komskurð- ur hefur legið niðri og er ekki vitað um skemmdir á óslegnu korngrasi. Kornskurður var þó langt kominn fyrir þessa óveðursviku og var uppskera dágóð. Sáð var korni í 150 ha. á Héraði. — S.G. Ný vatnsveita í notkun Egilsstöðum 20/9 — Síðastlið- inn föstudag var tekin hér í not- kun ný vatnsveita og er nú ráð- in bót á vandræðaástandi, sem ríkt hefur hér í vatnsmálum. Síðastliðið haust var borað eftir vatni skammt sunnan við flugvöllinn og fengust þar um 60 sekúndulítrar af fersku og góðu vatni úr tveim borholum. Aðra dæluna vantar þar ennþá og góðan vatnsgeymi. Fyrr verða vatnsmál okkar ekki komin vel í höfn. Þá er hafinn undirbúningur að flugstöðvarbyggingu hér við flugvöllinn. Fyrirhugað er að grafa nú í haust grunninn og fylla hann, en búizt er við, að frekari framkvæmdir bíSi til vors. — S. G. Líflegir bítlahljómleikar Akureyri 20/9 —> Dönsku bítl- arnir komu hingað til Akureyrar á vegum Skíðaráðs og héldu þrjár samkomur í Nýja bíó. Fanta-aðsókn var að fyrstu hljómlcikunum og trylltust þó Nýtt sláturhús SELFOSSI 21/9 — Sláturfélag Suðurlands áætlar að slátra á þessu hausti um 130 þúsund fjár. Verður slátrað á eftirtöld- um stöðum: Kirkjuba^jarklaustri, Vík, Djúpadal, Laugarási, Hellu, Selfossi, Reykjavík og Laxárbrú í Borgarfirði. Sláturhúsið Laug- arási er nýtt af nálinni og tekur til starfa í dag. Sláturhússtjóri ekki bæjarbúar, segir Dagur. Þeir voru samt nokkuð líflegir undir hinni háværu hljómlist. Þannig voru sjö stólar mölvaðir og margir Iosaðir frá gólfi. í Biskupstungum er Ólafur Jónsson frá Skeiðár- holti. Alls munu vinna um fimm hundruð manns í þessum átta sláturhúsum. Slátrun fjár á þessu svæði er fimm prósent minni en síðast- liðið haust og stafar af því, að heyfengur bænda er meiri en í fyrra og hyggjast þeir setja meira á næsta vetur. Malbikun Austurvegar hefst í dag Selfossi 23/9 — Á morgun hefst malbikun á einni aðalgötu kauptúnsins. Það er Austurveg- ur. Hér er um miljónafram- kvæmd að ræða og standa að baki henni Vegagerð ríkisins og hreppsnefndin. Er þctta upphaf að malbikun gatna í kauptúninu. Þessa daga er verið að setja niður hverfiprentvél í Prent- smiðju Suðurlands og kostar hún um 400 þúsund krónur. Tvö vikublöð eru nú prentuð i Frentsmiðju Suðurlands. ÞaS eru Suðurland og Þjóðólfur. Næstu daga opnar hér ný hús- gagnaverzlun og er það í leigu- húsnæði að Austurvegi 56. Þar rak Bílasmiðjan h.f. áður verk- stæði, en hefur nú hætt þeirri starfsemi. Hinn ungi kaupmaður heitir Guðmundur Ákason og er 27 ára að aldri. Hann er sonur Áka Jakobssoonar, fyrrverandi ráð- hcrra. Fimmtán verzlanir eru nú starfandi að Sclfossi og er íbúa- tala tvö þúsund í þessum bæ. Margir síldarbátar að hætta Dalatanga 23/9 — Klukkan átján höfðum við samband við Síldarleitina á Dalatanga og var þá ágætt veður á síldarmiðun- um fyrir austan. Lognsléttur sjór. Flotinn var þá yfirleitt á leið út í haf s: öaustur af Dala- tanga stílaði upp á veiði í nótt áttatíu mílur iil suðausturs, en þar hefur fengizt veiði undan- farnar nætur. Margir bátar eru þó við það að hætta, og kvöddu til dæmis í dag Rifsnes og Ásþór og eru á leiðinni suður. Þá búast þeir við að hætta næstu daga þama á síldarleit- inni. Óráðið er þó hvaða dag það verður. » k « V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.