Þjóðviljinn - 24.09.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.09.1964, Blaðsíða 10
10 SIÐA ÞJÖÐVILJINN Flmmtudagur 24. septomber 1964 ekki framar að hlusta á rödd konu sinnar. — Eg er ekki að reyna að halda neinu leyndu, Clara, sagði Jack og talaði með lágri og ró- legri röddu í þeirri von að for- dæmi hans hefði róandi áhrif á hana. Hann vissi að hún var í sama herbergi og Maurice og gat gert sér í hugarlund hve skaðlegt það væri fyrir sjúk- linginn að hlusta á þessa geð- veiku, jagandi rödd að nætur- lagi, sem var svo þrungin hatri og eymd. — Ætlarðu að neita því að þú reynir að leggja Maurice á hill- una í heilt ár? hrópaði Clara hærra en nokkru sinni fyrr. . — Ég reyndi að telja hann á að bjarga lífi sínu, sagði Jack. Ekki skal ég neita því. — Bjarga l'ífi sínu! æpti Clara. — Þú skalt ekki hafa áhyggjur af lífi hans! Hann lifir bæði þig og mig. Jack þóttist vita að engin yfirlýsing hvorki læknis- fræðileg né annars konar, megn- aði að koma Clöru í skilning um að hinn duglegi atorkumaður sem hún hafði gengið að eiga, væri ekki ódauðlegur. Á vitfirr- ingslegan hátt var það hollusta við Delaney og sýndi styrk ást- ar á honum. — Þú reyndir að ryðja honum úr vegi í heilt ár, hélt hún áfram, — meðan þú og ungi maðurinn ginuð yfir öllu. Þú veizt hvað handrit þessa pilts var Maurice mikils virði. Þú veizt hvað hann varð hrif- inn af því. Þú veizt að það hefði komið honum í fremstu röð, ef hann hefði fengið að kvikmynda það, og þess vegna ákvaðstu að taka það frá honum. Og þú not- færðir þér það að hann lá hjálp- arvana í rúminu til að fá hann til að samþykkja allt saman. Og þú varst meira að segja svo blygðunarlaus að segja það upp í opið geðið á Maurice að þú hefðir ráðlagt piltinum að láta hann ekki fá handritið. Vegna þess að þú hélzt að hann væri of veikburða til að hreyfa hönd sér til varnar. Neitarðu þessu? — Eg vil ekki tala meira við þig, Clara, sagði Jack. — Eg held þú hafir ekki næga dóm- greind til að hlusta á heilbrigða skynsemi. — O, ég hef dómgreind, sagði hún með ofsa. — Og það er ein- mitt þess vegna sem þú reyndir HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18. III. h. (lyfta) - SÍMI 2 4616. P E R M A Garðsenda 21. — SlMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og snyrtistofa. • D ö M O B ! Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN, - Tjamar götu 10 — Vonarstrætismegin — SIMIj 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — (Maria Guðmundsdóttir' r.augavegi 13 — SlMI: 14 6 56 - Nuddstofa á sama stað. að leyna þessu fyrir mér. Vegna þess að þú vildir ekki að neinn kæmist að því. Og það er ekki nóg með það, að þú reynir að eyðilegja framtíð Maurices — þú skalt ekki halda að ég viti ekki hvernig þú og þessi vitlausi strákur umbreytið öllu sem hann hefur gert í þessari kvik- mynd, eyðileggið allt það fallega og góða til að spilla fyrir hon- um. Þetta er síiðasta tækifæri Maurices, óþokkinn þinn, og þú reynir að eyðileggja það, vitandi vits að koma öllu fyrir kattar- nef, og svo vogarðu þér að koma í sjúkrastofuna til hans og láta eins og þú hafir áhyggjur af honum, þykjast vera vinur hans, senda honum blóm. Ég neyðist til að hlusta á hana til enda, hugsaði Jaek og færði heyrnartólið frá eyranu. Það er bezt hún fái að spýta öllu úr sér þá fæ ég að tala við Maurice á eftir .... — Og ég veit að þú gerir það, þú skalt ekki halda að ég viti það ekki! hélt hún áfram að rausa. — Þú ert afbrýðisamur út í hann. Þú hefur alltaf öfundað hann. Vegna þess að honum gengur vel og þú þolir það ekki, velgengni hans. Og vegna þess að hann svaf einhvern tíma hjá dragmellunni, sem þú varst gift- ur og þú hefur aldrei fyrirgefið honum það — Jack heyrði rödd Delaneys langt úr fjarska: — Clara, sagði Delaney. — Hættu þessu í ham- ingju bænum. — Ég hætti þegar ég er búin, sagði Clara reiðilega. Og svo hélt hún áfram að tala við Jack: — Láttu þér ekki detta í hug, að þú getið snúið þig út úr þessu. Maurice er búinn að tala við Holt. Þú ert búinn að vera og það er þessi vitlausi strákur líka. Tucino tekur við öllu saman í fyrramálið og lýk- ur við kvikmvndina og þú getur hypjað þig þangað sem þú átt heima, innanum hina kontorist- ana. — Fyrirgefðu, en ég vildi gjarnan fá að tala við Maurice, sagði Jack. __ Þú ferð aldrei nokkurn tíma að tala við hann, sagði hún. — Hamingjan cóða! Það var rödd Delaneys. — Fáðu mér símann. Andartak bevrðist aðeins hást hvæsið í Clöru, svo heyrðist rödd Delaneys í síimanum, þreytuleg, hljómlaus. — Hvað ætlar þú að segja við mig, Jack? spurði hann. — Er það satt, að þú hafir sagt Holt að þú viljir að Tucino ljúki við kvikmyndina? spurði Jack. — Já. — Hlustaðu _ nú á, Maurice, sagði Jack. — Ég segi þetta ekki sjálfs mín vegna, heldur vegna þín. Ég ætla að fara til Holts og fá hann til að halda Tucino í skefjum og láta Bresach og mig ljúka við kvikmyndina fyr- ir þig. Það er engin von um hana öðru vísi .... Delaney andvarpaði. — Jack, sagði hann hljómlaust. — Ef ég heyri að þú komir nálægt kvik- myndaverinu á morgun, þá fer ég upp úr rúminu og stilli mér sjálfur bakvið kvikmyndavéi- ina! — Maurice, sagði Jack. — Þetta er kannski síðasta tæki- færið sem ég hef til að tala við þig — kannski síðasta tækifær- ið sem nokkur hefur til að tala við þig — og þess vegna verð- urðu nú að fá að heyra sann- leikann aldrei slíku vant. Þú hefur eyðilagt sjálfan þig á hé- gómaskap, Maurice, og í kvöld fullkomnar þú þá eyðileggingu. Og konan þín elur á hégóma- skapnum, vegna þess að hún vill að þú eyðileggir þig. Vegna þess að þá kemur þú til hennar, vegna þess að hún á þig ein þegar þú ert niðurbevsður og þér líður illa. Hún sagði mér þetta sjálf kvöldið eftir að ég kom til Rómar, Maurice. Þú rambar á barmi hyldýpisins, Maurice, og það vita allir. Allir nema þú, Maurice. Ég hef gert allt sem ég hef getað til að draga þig burt frá þessu hyl- dýpi — enn er hægt að bjarga þér — og enn er margt sem er þess virði að bjarga því. Þú sannaðir það þegar við töluðum saman í kvöld á spítalanum. Varpaðu þessu nú ekki öllu frá þér .... — Ertu búinn? sagði Delaney. Jack andvarpaði. — Já. sagði hann. — Ég er búinn. — Farðu burt úr borginni, Jack, hvíslaði Delaney. — Strax. Með hægð lagði Jack símtólið frá sér. Það heyrðist dálítill smellur og svo varð hljótt í her- berginu. 78 Glataður, hugsaði hann. Og ég sem hélt að ég væri búinn að bjarga honum í kvöld. Jack mundi eftir sjálfsánægju sinni og hristi höfuðið hryggur í bragði. Ennþá var eitt sem hann varð að gera. Hann tók símann og bað um númerið hjá Holt. Hanrt var sjálfsagt vakandi, hugsaði Jack. í nótt eru allir vakandi. — Sam, sagði hann, þegar hann heyrði rödd Holts. — Þú veizt sjálfsagt hvers vegna ég hringi. — Já, sagði Holt. — Frú Del- aney gerði mér þann heiður að hringja til mín fyrir stundar- fjórðungi. — Þá er þetta allt búið að vera, sagði Jaek. — Það þarf ekki að vera, sagði Holt. — Ég vil gjarnan reyna að verða við óskum Maurices eftir því sem hægt er, Jack, en það er margt fleira fólk riðið við þetta mál og tals- vart fé í húfi. Ef þú vilt sam- þykkja það, höldum við áfram á sama hátt og nú, með þig sem leikstjóra og vonum að Maurice taki sönsum. — Nei, Sam, sagði Jaek. — Hann vill ekki taka sönsum og ég vil ekki halda áfram. Hann fékk mig til að koma hingað og nú er hann búinn að tilkynna mér að ég geti farið. Og þá fer ég. — Jæja, sagði Holt. — Mér þykir þetta mjög leitt. Er nokk- uð sem ég get gert fyrir þig? — Ég fer héðan með fyrstu flugvél sem ég næ í, sagði Jack. — Viltu hafa upp á Bresach og útskýra þetta allt fyrir honum? — Já, auðvitað, Jack. — Ef þú kemur einhvern tí,ma til Parísar, þá líttu inn til mín, Sam. Þá ætla ég að bjóða þér og Berthu út að borða. — Já, það geturðu reitt þig á að ég geri, sagði Holt. — Vertu alveg viss um það. Hve- nær fer flugvélin þjn? — Ég held það fari vél um eittleytið sem ég ætti að ná í. — Ég skal senda ávísunina þína á hótelið einhvern tíma fyrir hádegið, sagði Holt. Jack hló raunalega. — Þú færð ekki mikið fyrir aurana þína, Sam? — Ég er í _ olíubransanum, sagði Holt. — Ég er vanur að tefla á tvær hættur. Og tapa. — Hefurðu hugsað þér að halda áfram samvinnunni við Delaney og Tucino? spurði Jack forvitnislega. Það var löng þögn í símanum. — í einlægni sagt, þá held ég ekki, Jack, sagði Holt. — Ég held ég ætti heldur að halla mér að olíunni. Ég ræð víst bet- ur við hana. — Hm, sagði Jack. — Jæja, en þú verður að gæta vel að vini mínum Delaney fyrir mig, Sam. — Ég er hræddur um að það sé ekki mikið sem ég get gert þar, sagði Sam rólega. — Hvorki ég né nokkur annar. Góða nótt, Jack. — Góða nótt. Jack lagði tól- ið á. Finito, hugsaði hann. Á minni beztu ítölsku. Hann litaðist um í tómu her- berginu, sem var rökkvað um- hverfis ljóskeiluna skrif borðslampanum sem skein niður á símann. Það var kalt og gleði- snautt, gervimunaður, staður fyrir utangarðslólk, einveru og brostnar vonir. F-’iffuIl flaska af whiskýi stóð á borðinu hjá dyrunum og þar hjá opin sóda- vatrísflaska r _vö glös. Jack hellti whiskýi í glas handa sér og ögn af sódavatni. Sódavatnið var flatt, en það skipti engu máli. Hann stóð og dreypti á drykknum og hann var enn í FERÐIZT MEÐ LANDSÝN # Seljum farseðla með flugvéfum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: # FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR # Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LANDSVN n- TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.Oo BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBC® LOFELEIÐA Skrifstofumaður óskast Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 458 fyrir n.k. föstudag. Nokkrir trésmiðir óskast nú þegar. Upplýsingar gefur Óskar Eyjólfs- son, Ármúla 3. Samband ísl. samvinnufélaga. Orðsending frá Bókaútgáfunni Fjölvís Þau fyrirtæki, iðnaðarmenn og aðrir, er kynnu að vilja fá starfsemi sína skráða í „VIÐSKIPTI DAGSINS11, í Minnisbók FJÖLVÍS fyrir árið 1965, eru vinsamlega beðnir að tilkynna það sem fyrst og helzt ekki síðar en 5- okt. n.k. í síma 2I-576O daglega kl. 10—12 og 13—15. Einnig geta þau fyrirtæki er hafa hug á að kaupa Minnisbók FJÖLVÍS 1965, og fá gyllingu á hana fyrir sig, pantað hana í sama síma og á sama tíma. Bókin kemur út í byrjun desember n.k. Bókaútgáfan FJÖLVÍS. ©! BRUNATRYGGINGAR á húsum í smíðum, vélum og áhöldum, efni og lagerum o.fl. Heimistrygging hentar yður Heimilisfryggingar Innbús Vafnsfjóns Innbrofs Glerfryggingar TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf UNDARGATA 9. REYKJAVlK SlMI 21 260 SlMNEFNt t SURETY VÖRUR Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó KRON ■ búðirnar. I b

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.