Þjóðviljinn - 18.10.1964, Síða 5

Þjóðviljinn - 18.10.1964, Síða 5
Sunnudagur 18. október 1964 HÓÐVILIIM NotiS frístundirnar til hagkvæms heimanáms viB BRÉFASKÓLA SÍS 1. Skipulag og starfshættir samvinnufélaga. * 5 bréf. Námsgjald kr. 150,00. Kennari Eiríkur Pálsson, lögfræðingur. 2. Fundarstjórn og fundarreglur. 3 bréf. Náms- gjald kr. 300,00. Kennari Eiríkur Pálsson. 3. Bókfærsla I. byrjendaflokkur. 7 bréf. Náms- gjald kr. 500,00. Kennari Þorleifur Þórðarson, forstjóri. \ 4. Bókfærsla II. framhaldsflokkur. 6 bréf. Náms- gjald kr. 450,00. Sami kennari. 5. Búreikningar. 7 bréf og bókin „Leiðbeiningar um færslu búreikninga". Námsgjald kr. 250,00. Kennari Eyvindur Jónsson. búnaðarráðunautur. 6. tslenzk réttritun. 6 bréf eftir kennarann, mag. Sveinbjörn Sigur.iónsson, skólastjóra. Náms- gjald kr. 500,00. 7. islenzk bragfræði. 3 bréf eftir kennaranrí, mag. Sveinbjörn Sigurjónsson, skólastjóra. Náms- gjald kr 250,00. 8. íslenzk málfræði. 6 bréf eftir kennarann, cand. mag. Jónas Kristjánsson, handritavörð. Náms- gjald kr. 500,00. 9 Enska I. byrjendaflokkur. 7 bréf og ensk les- bók. Námsgjald kr. 500,00. Kennari Jón Magn- ússon fil: cand. 10. Enska II. framhaldsflokkur. 7 bréf, lesbók, orðasafn og málfræði. Námsgjald kr. 450v00. Sami kennari. 11. Danska I., byrjendaflokkur. 5 bréí og Litla dönskubókin eftir kennarann cand. mag. Ágúst Sigurðsson, skólastjóra. Námsgjald kr. 351,00. 12. Danska II. 8 bréf og kennslubók í dönsku eft- ir sama kennara. Námsgjald kr. 450,00. 13. Danska. III. 7 bréf, kennslubók, lesbók, orða- safn og stílhefti. allt eftir sama kennara. Náms- gjald kr. 650,00. 14. Þýzka. 5 bréf, býdd og samir. af kennaranum Ingvari G. Brynjólfssyni, menntaskólakennara. Námsg.jald kr 500.00. 15. Franska. 10 bréí. þýdd og samin af kennaran- um lic és. 1. Magnúsi G. Jónssyni mennta- skólakennara Námsgjald kr. 650,00. 16. Spænska. 10 bréf, býdd og samin af kennaran- um lic. éc. 1. Magnúsi G. Jónssyni, menntaskóla- kennara Námsgjald kr. 600,00. 17. Esperantó. 8 bréf. ramin af kennaranum Ólafi S Magnússyni. Ennfremur lesbók og fram- burðarhefti Námsgjald kr. 300,00. 18. Reikningur. 10 bréf samm af kennaranum Þor- ieifi Þórðarsyni. forstjóra. Námsgjald kr. 600,00. 19. Algebra. 5 bréf, samin af kennaranum, Þóroddi Oddssyni, menntaskólakennara. Námsgjald kr. 400,00. 20. Eðlísfræði. 6 bréf, eftir kennarann. dipl. ing. Sigurð Ingimundarson, efnafræðing. Einnig „Kennslubók í eðlisfræði'' eftir Jón Á. Bjarna- son. Námsgjald kr. 350,00. 21. Mótorfræði I. 6 bréf, eftir Þorstein Loftsson. Námsgjald kr. 500,00. Kennari Andrés Guð- jónsson, vélfræðingur. 22. Mótorfræði II. Um dieselvélar. 6 bréf eftir Þor- stein Loftsson. Námsgjald kr. 500,00. Sami kennari. 23. Siglingafræði. 4 bréf eftir kennarann Jónas Sigurðsson, skólastjóra. Námsgjald kr. 500,00. 24. Landbúnaðarvélar og verkfæri. 6 bréf og við- aukar eftir Árna G. Eylands. Námsgjald kr. 250,00. Kennari Gunnar Gunnarsson, búfr.kand. 25. Sálar- og uppeldisfræði. 4 bréf þýdd og tekin saman af frú Valborgu Sigurðardóttur upp- eldisfræðingi og kennaranum ' dr. Brodda Jó- hannessyni, skólastjóra. Námsgjald kr. 390,00. 26. Skák I. byrjendaflekkur. 5 bréf eftir sænska stórmeistarann Stáhlberg í þýðingu kennarans Sveins Kristinssonar, Námsgjald kr. 300,00. 27. Skák II. framlialdsflokkur. 4 bréf. Höfundur, þýðandi og kennari þeir sömu. Námsgjald kr. 300,00. 28. Áfengismál I. 3 bréf frá fræðilegu sjónarmiði, eftir kennarann Baldur Johnsen, lækni. Náms- gjald kr. 200,09. 29. Áfengismál II. 2 bréf frá félagslegu sjónarmiði eftir séra Eirík J. Eiríksson, sambandsstj. Námsgjald kr. 150,00. 30. Starfsfræðsla. Bókin „Hvað viltu verða“, eftir kennarann Ólaf Gunnarsson sálfræðing, sem gefur upplýsingar um framhaldsnám og störf og svarar fyrirspumum nemenda. Námsgjald kr. 200,00. TAKÍÐ EFTIR. — Bréfaskóli SÍS veitir konum og körlum á öllum aldri og í hvaða stétt og stöðu sem er, tækifæri til að nota frístundirnar til að afla sér fróðleiks, sem allir hafa gaman af. Með bréfaskólanámi getið þér bætt yður missi fyrri námsára, aukið þekkingu yðar og möguleika til að komast áfram i lífinu. Þér getið gerzt nemandi hvenær ársins, sem er, og eruð ekki bundinn náms- hraða annarra nemenda. ★ INNRITUN ALLT ÁRIÐ * KOMIÐ, SKRIFIÐ EÐA HRINGIÐ í SÍMA 17080 * BRÉFASKÓLI SÍS BÝÐUR YÐUR VELKOMIN. BRÉFASKÓLI SÍS, REYKJAVÍK Undirritaður óskar að gerast nem. í eftirt. námsgr.: ■ Vinsaml. sendið gegn póstkröfu. ■ Greiðsla hjálögð kr (Nafn) (Heimilisfang) Bréfaskóli SÍS, Sambandshúsinu. Reykjavík. --------------------SÍÐA g Rafvirkjameist- arar á fundi 15. aðalfundur Landsambands rafvirkjameistara var haldinn hér í Reykjavík dagana 25. og 26. september sl. Sóttu hann fulltrúar víðsvegar að af land- inu. Voru þar rædd ýmis mál rafvirkjameistara og gerð um þau ályktanir. Þau mál, sem sérstaklega voru til umræðu voru: löggild- ingarskilyrðin og samning nýrr- ar reglugerðar um raforkuvirki, sem rafvirkjameistarar telja að alls ekki megi lengur fresta. Þá var samþykkt áskorun til stjórnskipaðrar nefndar, er semja á reglur um útboð og tilboð um að ljúka störfum sem allra fyrst. þar eð vöntun á slíkum reglum er mjög tilfinn- anleg og veldur töfum á heil- brigðri þróun á þessum vett- vangi. Nú í sumar var haldið nor- rænt rafvirkjameistara- og raf- virkjaverktakamót á vegum L.I.R., hið fyrsta hér á landi. Sóttu fulltrúar frá öllum hinum Norðurlöndunum mót þetta Gísli Jóhann Sigurðsson sem verið hefur formaður L.I.R. sl. 9 ár baðst eindregið undan end- urkjöri og var honum við fund- arlok þakkað mikið og gott starf í þágu samtakanna. Núverandi stjórn L.Í.R. skipa: Gunnar Guðmundsson, Reykja- vík, formaður. Aðalsteinn Gísla- son. Sandgerði, varaformaður, Gissur Pálsson, gjaldkeri, Rvik, Hannes Sigurðsson. ritari, Rvík og Sigurjón Guðmundsson, Hafnarfirði, meðstjói'nandi. Sýning á eftir- prentunum 1 ameríska bókasafninu við Hagatorg eru til sýnis um þess- ar mundir eftirprentanir (prints) af myndum eftir tíu bandaríska listmálara Sýndar eru svartlistarmyndir og önn- ur verk, og er útfærsla og við- fangsefni listamannanna hin margbreytilegustu. Listaverkin munu verða til sýnis í bókasafninu um óá- kveðinn tíma. Listamennirnir, sem verkin eru eftir, eru: Josef Alberts, Leonard Bask- in, Edmund Cassarella, Lee Chesney, Arthur Deshaies, Chaim Koppeiman, Michael Mázur, Boris Margo, John Paul Jones, Vincent Longo. (Frá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna). FRÍMERK J A- VERÐLISTI Islenzk frímerki, verðlisti yfir íslenzk frímerki frá ýmsum tímum, er kominn út í áttundu útgáfu. Höfundur er Sigurður H. Þorsteinsson, en útgefandi Isafoldarprentsmiðja h7f. Bókin er 113 blaðsíður i sama broti og áður. Munið sprungufylli og fleiri þéttiefni til notkunar eftir aðstæðum. BETON-GLASUR á gólf, þök og veggi, mikið slitþol, ónæmt fyrir vatni, frosti, hita, ver steypu gegn vatni og slaga oe a« frost sprengi pússningu eða veggi. Oll venjuleg málning og rúðugler. Málningar- vörur s.f, Bergstaðastræti 19. Sími 15166.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.