Þjóðviljinn - 22.10.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.10.1964, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞIÚÐVILJINN Fimmtudagur 22. oittóber 1964 Otgetandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósfalistaflokk- urinn — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kl 90,00 á mánuði. Hættuleg vanræksla jyúverandi afturhaldsstjórn í landinu hefur sýnt Hjúkr- unarskóla íslands einstakt skeytingarleysi. í fjögur ár hefur ríkisstjórnin neitað Hjúkrunarskólanum um nauð- synlégt f’ármagn til óhiákvæmilegrar stækkunar skóla- húsnæðisins á Landsspítalalóðinni- Forgöngumenn skólans hafa ár eftir ár farið fram á nokkurra miljón króna fram- lag til að halda áfram skólabvgpingunni. en ríkisstjómin jafnan daufhevrzt við- þeirri bniðni. Það er fvrst á ný- framlö»ðu fiárlanafrumvarpi 1965 sem nokkurt fé er ætl- að til áframhaldandi byggingar Hjúkrunarskólans. og er þess að vænta að bað hnevksli endurtaki si g ekki að skort- ur á kennshihúsnæði htúkmnnmema verði í framtíðinni látinn stand= ve«í fvrjr nauðsynlegri menntun hjúkrun- arfólks og eðlilegri fjölgun. rins og nú er komið, fvrst og fremst'fvrir vanrækslu og skilningslevsi ríkisst.iómarinnar í þessum efnum, er geigvænlegur skortur á hjúkrunarfólki við flest eða öll siúkrahús í landinu. Á s.l. sumri varð að taka úr notkun stóra stofu á handlæknin"adoild Landssnítalans vetma hiúkrunarkvennaskortsins. Þetta er bví alvarlegra sem skortur á puíkrarúmi er svo t.ilfinnanlecrur að siúklingar þurfa að bíða vikum. mánuðum og iafnvel árum saman eftir Sfúkráhúsvist. Vfða rærðnr nú hver hiúkrunarkona að vinna verk sem ætluð eru tveimur eða bremur hjúkr- unarkonum og má nærri geta hvort slíkt ástand auð- veldar að halda hiúkrimarliði við siiíkrahúsin. Hvernig verður svo ástatt þegar hin nýia viðbót Landsspítalans tekur til starfa og nýia Horgarsiúkrahúsið í Fossvogi? Þá mun fyrst alvarlega að krenna og til fullknminna vand- rœða stefna, vegna hins mikla skorts á lærðu hjúkrunar- liði. Cú framkvæmd í bvgoíngarmálum Hiúkrunarskólans sem ^ nú stendur fyrir dyrum er bygging álmu sem ætluð er fyrir kennslustofur. Sá hluti skólans sem reistur er. var upohaflega ætlaður fvrir heimavist nemenda og skrif- stofuhúsnæði. 1956 var flutt inn í þetta húsnæði hálf- gert og næstu ár notuð til endanlegs frágangs en engar nýjar álmur reistar. í bvriunardeild skólans innritast ár- lega um 40 nemendur en brotfskráðir nemendur munu yf- irleitt ekki floiri en 35, bar sem nnkkrir helta=t venjulega úr lestinni af ýmsum ástæðum. M'íög mikil aðsókn er að skólanum og verður árleoa að neita miklum fiölda um inntöku veona húsnæðissknrtsins. Lengist sífellt biðlisti ungra on áhuoasamra stúlkna sem vilja gera hjúkrun siúkra að ævi=tarfi en geta ekki komizt að til náms með eðb’legum bætti veona áhugaleysis og trassa=kanar ríkis- stjómarinnar og stuðningsmanna hennar á Alþingi. Ctækkun Hiukrunarskóla íslands með bvggingu nauðsyn- ^ legs kennsluhúsnæðis er vitanlega ekki nema fyrsti á- fanginn, þótt hann sé sá sem mest er aðkallandi eins og sakir standa. Heimavist skólans tekur aðeins 90 nemend- ur og búa þó maroir heima. Þegar kennsluálman hefur verið byggð þarf að auka húsnæði heimavistarinnar og undirbúa iafnframt bvgoingu á fleiri kennslustofum. Nám og menntunaraðstaða hiúkrunarfólks þarf að haldast í hendur við auknar þarfir bjóðarinnar á þessu sviði og vaxandi siúkrahúsakost. Það er býðingarlítið að reisa ný og mvndarleg siúkrahús bæði bér í höfuðstaðnum og út um land nema iafnframt. sé séð fvrir menntunaraðstöðu bess starfsfólks sem á að bera siúkrahúsin uppi og gera þeim mögulegt að rækja hlutverk sitt. Vonandi skilja stjómarvöld landsins þessi einföldu sann- indi betur í framtíðinni en hingað til. Og þá ætti ekki sú furðulega afstaða sem ríkt hefur til Hjúkrunarskóla íslands að þurfa að endurtaka sig- Tæknistofnun sjávarútvegsins væri stérsparnaður fyrir þjóðarheildina Á mánudaginn kom fram í Sameinuðu þingi til- laga til þingsályktunar um tæknistofnun sjávar- útvegsins frá Gils Guðmundssyni. Tillagan var flutt á síðasta þingi en hlaut þá ekki afgreiðslu. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að und- irbúa löggjöf um tæknistofnun í þágu sjávarút- vegsins. Verkefni hennar skulu vera rannsóknir á hagkvæmustu gerðum fiskiskipa, miðað við ís- Ienzkar aðstæður, rannsóknir veiðitækja og veið- arfæra, svo og upplýsingastarfsemi um slík efni. Skal undirbúningi hraðað svo að hægt verði að leggja frumvarp um þetta mál fyrir næsta reglu- legt Alþingi. ÞINCSJÁ ÞJÓÐVILJANS Tillögunni fylgir greinargerð og verður hér drepið á helztu atriði hennar. í upphafi hennar er sýnt fram á, »ð mikið skorti á að rannsóknarstarfsemi í þágu sjávarútvegsins sé nægilega mikil og fjölþætt. Tvær rann- sóknarstofnanir séu að vísu starfandi, rannsóknarstofur Fiskifélags íslands og Atvinnu- deildar Háskólans. Báðar þess- ar stofnanir hafi ákveðnu verkefni að sinna en þær gætu skdað árangursríkara starfi, ef þeim væri tryggð bætt starfs- skilyrði og aukið fjármagn. Skortir rannsóknir En slíkt væri ekki fullnægj- andi. Síðan segir orðrétt í greinargerðinhi: „Okkur skort- ir með ölu einhverja hina mikilvægustu stofnun, sem nú- timasjávarútvegur hlýtur að styðja.st við, eigi hann að fylgjast með tímanum og hag- nýta sér á farsælan hátt þá vélvæðingu og tækniþróun, sem fiskve:ðar byggjast á í stöð- ugt ríkari mæli. Hér er átt við stofnun, sem hefði það verksvið að framkvagma rann- sóknir á veiðitækni hvers konar, fylgjast með erlendum og innlendum nýjungum á því sviði, hafa frumkvæði um próf- un þeirra við íslenzkar að- stæður og veita íslenzkum út- vegsmönnum og fiskimönnum sem gleggstar upplýsingar um niðurstöður slíkra athugana og rannsókna“. Kemur í veg fyrir mistök Þá segir, að tækni og. rann- sóknarstofnun sé alveg sér- staklega nauðsynleg að því er varðar hvers konar veiðarfæri og þau tæki sem nú þykja nauðsynleg í hverju fiskiskipi. Hvað eftir annað komi á mark- aðinn veiðarfæri úr nýjum gerviefnum og með nýju sniði. Framle:ðendur nýjunganna nota sér sölutæknina og út- gerðarmenn eiga úr vöndu að ráða „og hljóta óhjákvæmilega að gera ýmis mistök, sem kosta stórfé, en hægt hefði verið að komast hjá í mörgum tilfell- um, ef til staðar hefði verið rannsóknarstofnun í landinu", Dæmi Þá er í greinargerðinni nefnt dæmi um það mikla tjón, sem hlotizt hefur af skorti tækni- legra rannsókna. Fyrir u.þ.b. hálfu öðru ári var tekið að flytja hér inn hnútalausar herpinætur fram- leiddar á Italíu. Noregi og e.t.v. víðar. Umboðsmenn héldu því fram að nætur þess- ar hefðu reyn.it vel erlendis og auk þess voru þær lítið eitt ódýrari en aðrar nætur. Nýjungin vakti svo mikla at- hyglí útgerðarmanna, að þeg- ar í stað voru fluttar inn 30 nætur af gerðinni og var verð hverrar 800 þús kr. En þegar allt kom til alls reyndust næt- urnar óhentugar á síldarmið- unum við ísland og nú svo komið að flest öll skip hafa lagt nætur þessar til hliðar. Þá segir í greinargerðinni: En . þessi tilraun kostaði út- gerðina og þjóðarheildina mik- Gils Guðmundsson. ið fé. Er þar ekki aðeins um að ræða verð sjálfra veiðar- færanna, heldur einnig afla- tjón, sem vafalaust skiptir miljónum, ef ekki tugum milj- Tvenns konar tjön Og áfram orðrétt „Skortur-^ inn á rannsóknarstofnun á notagildi veiðarfæra hefur þvi án efa tvenns konar tjón 1 för með sér Annars vegar freistast útvegsmenn til, stund- um maggir í senn, því að sam- keppnin er hörð, að kaupa dýru verði handa skipum sín- um nýjar tegundir veiðarfæra og fiskleitartækja, sem reyn- ast síðan ekki svo vel sem skyldi. Ef til vill hafa þá mörg fiskiskip verið notuð sem eins konar tilraúnadýr, þar sem eitt eða tvö hefðu nægt, og ár- angur komið fyrr í ljós en ella með rannsókn og undir eftir- liti sérfróðra manna. Hins vegar kann útvegurinn að fara algerlega á mis við hin ágæt- ustu veiðarfæri og tæki, vegna þess að einstakir útgerðarmenn treysta sér ekki til að fram- kvæma þær rannsóknir og þá tilraunastarfsemi, sem skorið getur úr um gagnsemi þeirra á íslenzkum fiskimiðum. Hér þarf sérstök stofnun, sem hef- ur þetta tiltekna verkefni, rð koma til og leysa vandann. A undanförnum árum hafa verið flutt inn í landið fiski- leitartæki. sem samtals hafa kostað hundruð miljóna króna. Þegar á heildina er litið, blandast engum kunnugum hug- ur um, að tæki þessi hafa átt geysimikinn þátt í því að gera síldveiðar með herpinót að þjóðhagslega arðsamri atvinnu- grein á ný. Hitt vita aliir til þekkja, að tæki þessi hafa verið misgóð. Þá er og reynsl- an sú, að afar miklu máli skiptir, hvernig tekst til um staðsetningu þeirra í skipum. Hefur oft komið fyrir, að ó- hentug eða skökk staðsetning gerði ágæt tæki nær óvirk. í þessu efni hafa menn verið að þreifa sig áfram, svo að segja hver í sínu homi, án þess að nein leiðbeining af hálfu op- inberra stofnana kæmi til“. Öðrum þjóðum að haki Þá segir, að bændur geti snúið sér til margs konar stofnana, um leiðbeiningar, en útvegsmaður og skipstjóri, sem byggjast kaupa skip fyrir 15 milj. kr., eigi í harla fá hús að venda til að leita ráða. Þeir verða að treysta eigin hyggjuviti, sem geti brugðizt á báða vegu. Hér sé brýn nauð- syn að koma upp rannsóknar- stofnun með sérmenntuðu starfsliði, sem veiti ráðlegg- ingar og leiðbeiningar um þessi efni. Þá er drepið á, að aðrar fiskveiðiþjóðir hafi skilið mik- ilvægi slíkra rannsókna, og þar nefnt dæmi um Hollend- inga sem 1911 stofnuðu rann- sóknarstofu einkum þó til að kanna veiðarfæri og veiðar- færaefni. Má ekki standa lengur Þessu næst er vitnað í grein úr tímaritinu Ægi, sem Jakob Jakobs®on skrifaði 1. des. sl. Tilvitnunin er á þessa^ leið:- „Þar eð Islendingar nota einungis innflutt efni í veið- arfæri, er ljóst, hve mikið verkefni er hér á sviðf ýéiðár- færarannsókna, og gegnir raunar furðu, hve lítið hefur verið unnið að þeim til þessa. Rannsóknarstofa Fiskifélags Islands fékk tæki til prófunar á fínu gami árið 1936 og hef- ur að sjálfsögðu veitt útvegs- mönnum þá þjónustu, sem þeir hafa óskað og unnt hefur ver- ið að framkvæma með hinni einu litlu og ófullkomnu vél- sem sú stofnun hefur yfir að ráða. Þá hafa ýmsir aðrir að- ilar t.d atvinnudeild háskól- ans og Netaverksmiðja Björns Benediktssonar, veitt mikla hjálp á þessu sviði, en um skipulegar rannsóknir á eigin- leikum og notagildi veiðar- færaefna hefur ekki verið að ræða á landi hér. Vansalaust má slíkt ekki við svo búið standa öllu lengur‘‘. Stjórnarfrumvarp 1962 Þá er loks getið frumvarps frá atvinnumálanefnd ríkisins, sem lagt var fram á Alþingi 1962. Segir, að nefndin hafi lokið störfum í maí 1960 og afhent ríkisstjórninni frum- vai-pið þegar i stað. Frum- varpið hafi verið í meðförum hjá stjómarvöldunum í tvö ár. 1 frumvarpi þessu var gert ráð fyrir tveimur rannsóknarstofn- unum, hafrannsóknardeild og fiskiðnaðardeild, sem skyldi hafa sama verksvið og rann- sóknarstofnun Fiskifélagsins hefur nú. Hafrannsóknardeild- in skyldi aftur á móti gera til- raunir með ný veiðarfæri og rannsóknir þar að Iútandi. Þrjár meginstofnanir Loks segir í tillögunni: „Nú er sýnt að dráttur ætlar að verða á því, að sett sé heild- arlöggjöf um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. En, þó að það verði bráðlega. svo sem mjög er aðkallandi, er flm. þessar- ar þingsályktunartillögu ein-: dregið þeirrar skoðunar, að tæknilegar rannsóknir á fiski- skipum, veiðarfærum og fiski- leitartækjum eigi að fela sjálf- stæðri stofnun, sem verði að. rísa á fót sem allra fyrst. Lög- gjöf um tæknistofnun sj’ávar- útvegsins verður að setja á fót. Á því leikur enginn vafi, að slík stofnun gæti gert hvort tveggja: sparað útveginum og þar með þjóðarheildinni mikla fjármuni og aukið framleiðslu- getu fiskiflotans verulega, jafn- vel svo að velta kynni á tug- um miljóna ár hvert. Þegar sett verður heildarlöggjöf um rannsóknir í þágu íslenzkra atvinnuvega, hvort sem þess verður skammt eða langt að biða, mundu lagaákvæði um; tæknistofnunina falla inn í hana. Yrðu rannsóknarstofn- anir sjávartúvegsins þá þrjár:; hafrannsóknarstofnun, rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins og tæknistofnun útvegsins. Þsér hefðu að sjálfsögðu ýmsa sam- vinnu sín í milli, en vaéru þó ekki um of háðar hver annarri. enda hefði hver sitt tiltekna verksvið“. Járniðnaðarmenn Járniðnaðarnemar ftot- ' Aðstoðarmenn og menn vanir vélavinnu óskast. Upplýsingar á skrifstofu vorri. HAMAR Sími 22123. ATV/NNA (Léttur iðnaður) Nokkrar stúlkur óskast nú þegar. Verksmiðjan S P A R T A Skipholti 35, III. hæð. Símar: 16554 og 20087.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.