Þjóðviljinn - 22.10.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.10.1964, Blaðsíða 1
DIODVIUINN Fimmtudagur 22. október 1964 — 29. árgangur — 240. tölublað. SÁ SPRETT HARÐASTI I HEIMINUM ASgerSarleysi ráSamanna horfir fil vandrœcSa Skjótra úrræða er þörl Ragnar Arnalds. ■ í gær var fundur í Sameinuðu þingi og tekið fyrir fyrst hvort leyfðar skyldu um- ræður um ákveðin mál, en síðan var tekin fyrir fyrirspurn frá Ragnari Arnalds um iðn- rekstur í kaupstöðum þeim og kauptúnum, sem verst eru sett vegna atvinnuleysis og um störf stjórnskipaðrar nefndar í þessu máli. ■ Miklar umræður spunnust út af fyrirsnurnum Ragnars og í ræðu iðnaðarmála- ráðherra, Jóhanns Hafsteins kom fram, að hin stjórnskipaða nefnd hafði engu við al- mannavissu að bæta og hann vissi sjálfur ekkert hvernig við þessu vandamáli verður að bregðast. -<S> HlPheldur íundíkvöld Sáttafundur með deiluaðilum í prentaradeilunni og sáttasemj- ara hófst kl. 5 í gær og stóð enn þegar blaðið frétti síðast í gærkvöld. Hið íslenzka prentarafélag hef- ur boðað félagsfund í kvöld í Tjarnarbæ, , kl. 9 og er þar um- ræðuefni samningarnir. Ekki vissi Þjóðviljinn betur í gærkvöld en allt væri enn í ó- vissu um samningana, og fari svo að ekki verði samið í dag, hefst verkfall á miðnætti í nótt. Ragnar Amalds tók fyrstur til máls/Og sagði í stuttu máli frá gangi þessara mála á Alþingi í fyrra. Þar bar Bjöm Pálsson fram tillögu um nefndarskipun til að athuga ástandið miðað við landið allt og var hún sam- þykkt með litilsháttar breyting- um. Ragnar bar hins vegar fram aðra tillögu um Norðurland vestra sérstaklega en hún var svæfð. Þá benti þingmaðurinn á að nú liggur fyrir álit frá hinni stjómskipuðu nefnd og hafði húp einkum fjallað um ástand- ið á Norðurlandi vestra þ.e. tek- ið tillögu sína frá þinginu í fyrra til meðferðar. Nefndin hafi eytt miklum tíma til að komast að þeirri sjálfsögðu niðurstöðu, að ástandið er lang verst á Norður- landi vestra en bendir hins veg- ar ekki á neinar nýjar leiðir til úrbóta. Síðan sagði Ragnar orðrétt: ..Langrfterkilegustu upplýsing- amar í áliti nefndarinnar eru ýmsar tölur um fjölda þess fólks sem orðið hefur að flýja heimabyggð sína í atvinnuieit að vetrinum. Að vísu er lítt eða ekki unnið úr þessum tölum í álitinu og þær lítið samræmdar, en af þeim og öðrum upplýsing- um hef ég leitazt við að reikna út, hve margir miðað við hundr- að hafa leitað á brott á hverjum stað, svo að sjá megi svart á hvítu, hve alvarlegt ástandið er. Eftir þessum útrcikningi virð- ist mér Ijóst, að ástandið er verst á Skagaströnd og Drangs- nesi, en á báðum þessum stöðum hafa nálægt 80 prósent vcrka- manna farið á brott í atvinnu- leit að vetrinum. Á Hofsósi og Hólmavík hafa nálægt 40 prósent af verka- mönnum leitað á brott og á Siglufirði meir, en fjórði hver verkamaður og sjómaður. Nefndin minnir á, að tölur um fjölda þeirra, sem verða að hverfa á brott í atvinnuleit, segi ekki nema hálfan sannleik um ástandið á hverjum stað, því að misjafnt sé, hversu auðvelt menn eigi með að fara frrá heimilum sínum. Margir eigi þess alls ekki kost vegna heim- ilisástæðna, og aðrir kjósi af ýmsum ástæðum að vera um kyrrt, þótt litla atvinnu sé að fá. Það hefur mikið verið rætt um Frumvörp um vinnuvernd og Áætlun arráð ríkisins flutt á Alþingi á ný hið alvarlega atvinnuástand á vestanverðu Norðurlandi, og margir hafa átt erfitt með að trúa þvi, að ástandið væri jafn illt og af er látið. En að fengn- um þeim upplýsingum, sem vinna má úr áliti nefndarinnar, hlýtur öllum að vera það ljóst, að hér er um hreint kreppuá- stand að ræða, — ástand, sem er svo fekyggilegt, að ríkisstjóm- in kemst ekki hjá því að gera tafarlausar ráðstafanir til úrbóta. Af þessum sökum hef ég lagt fram eftirfarandi fyrirspum til hæstvirtrar ríkisstjómar: Hvaða ráðstafanir hyggst rík- ÍLstjómin gera til að ráða bót á hinu ískyggilega atvinnuá- standi á vestanverðu Norður- landi? Ég vil að lokum bæta því við, að hin stjórnskipaða nefnd á þakkir skilið fyrír unnið starf. f áliti nefndarinnar eru að vísu engar endanlegar tillögur um úr- Framhald á 9. síðu. ★ Þetta er Bandaríkjamaðurinn ★ Bob Hayes, sprettharðasti maður í hcimi. Hann sigraði ★ í 100 metra hlaupinu á Ol- ★ ympíuleikunum í Tokíó á ★ dögunum og í gær var hann í ★ sigursveit Bandarikjamanna í ★ 4x100 m. boðhlaupi. Nánari OL-fréttir á síðu 0 Einar Olgeirsson. 2 lögreglumenn á vakt um borð í sovét-skipunum Ennþá er beðið átekta á Seyð- isfirði í máli sovézku skipstjór- anna og standa nú tveir ís- lenzkir lögregluþjónar á vakt um borð í sovézku skipunum, sem liggja bundin utan á varð- skipinu Ægi. Sovézku áhafnirn- ar hreyfa sig ekki frá borði, nema helzt yfirmenn. og er þeim þó frjálst að fara í land eins og öðrum erlendum sjómönnum, sagði Erlendur Björnsson bæj- arfógeti í viðtali við Þjóðviljann í gærdag. ■ Þingmenn Alþýðubanda- lagsins, Hannibal Valdimars- son ~og Einar Olgeirsson, lögðu fram á Alþingi í gær tvö veigamjkil frumvörp. H Hannibal Valdimarsson flytur að nýju frumvarpið um „vinnuvernd, greiðslu vinnulauna, uppsagnarfresti o. fl.“, en það var frumflutt á þinginu í Vvrra. Það frum- varp er í mörgum köflum, og heita þeir m.a. Holl og góð vinnuskilyrði, Vinnutími og tilhögun, Sérstök ákvæði um vinnu kvenna, Sérstök á- kvæði um vinnuvernd barna og unglinga, Um greiðslu vinnulauna, Unnsagnarfrest- ir. Refsiákvæði. Frumyarnið og greinargerð þess verður <5>birt f heild hér í blaðinu. Einar Olgeirsson flytur "'nn frnmvarn sitt um Áætl- unarráð ríkisins. Er bar kveð- ið á um slnínun níu manna óætlunarráðs rfkisins, og "kulu fíórir tilnefndir af nú- nerandi bingfiokkum, en auk hess tilnefna Albvðusamband íslands, Stéttarsamband bænda, Landssamband ís- leníkra útvegsmanna og Fé- lag íslenzkra iðnrekenda einn hvert. Einn skipar ríkis- stjórnin án tilnefningar. Ráð- ið á að semja heildarúœtlanir um þjóðarbúskap fslendinga er gerðar skulu í samráði við ríkisstjórn. Ýtarleg greinar-' gerð og fvlgiskjöl fylgja frumvarpi Einars og munu bau og frumvarpið sjálft kynnt hér í blaðinu á næst- unni. Hannibal Valdimarsson. Sjór gekk á Itmd i Reykjavik i gær Mikil ólga var í Reykjavíkurhöfn í Hvassviðr- inu í gær og gekk sjór allmjög á land á Skúlagöt- unni og vestur við Grandagarð. Bar sjórinn hnull- unga og þang upp á Skúlagötuna og var umferð um götuna hætt þegar mest gekk á. Vesturfrá bar upp á land spýtnabrak og annað rusl og varð að setja jarðýtu á það til að ryðja því burt. Stórstreymt er og gekk mest á við höfnina á háflóðinu, um kl. hálf sjö í gærkvöld, en dró úr með fjörunni. Ekki var í gærkvöld vitað að slys eða skemmdir hefðu orðið í Reykjavíkurhöfn eða nágrenni af völdum veðurofsans og sjógangsins. Menn eru uggandi um að sjór gangi á land í Reykjavík í dag, því flóð verður hærra og spáð norðlægri átt. Framhald á 3 sídu. Vélbátur losnar I fyrradag slitnaði vélbátur- inn Hrönn ÞH 36 upp í Húsa- víkurhöfn í ofsaroki af suðvestri. Bátinn rak út úr höfninni fyrir veðri og hafnaði að lokum á sandfjöru fyrir utan bæinn. Bát- urinn mun lítið skemmdur. Hrönn er 15 tonna bátur og hef- ur verið gerður út á línu. Eig- andi er Eysteinn Gunnarsson. Íslenzkir skólar dreilingarkerfí fyrir bandaríska áróðursstofnun ■ í gagnfræðaskólum borgarinnar ér nú tekið að dreifa bókum um Banda- ríkin. Bækur þessar eru á íslenzku og gefnar út af hinni alræmdu „Upplýs- ingaþjónustu Bandaríkjanna“, og er nafn þeirrar bandarísku áróðursstofn- unar prentað á bækurnar sem út- gefandi. Fær hver unglingur hvorki meira né minna en tvær stórar bæk- ur í skammtt ■ Það verður að teljast mjög óvið- kunnanlegt, að ekki sé meira sagt, að ríkisskólarnir íslenzku skuli þannig gerðir að dreifingarkerfi fyrir banda- ríska áróðursstofnun, og er ólíklegt að foreldrar yfirleitt séu þakklátir þeim sem ábyrgð bera á slíkri mis- notkun skólanna. Líka væri rétt, að fram kæmi hvort ákvörðun um þetta „dreifingarkerfi" er tekin af einstök- um skólastjórum eða kennurum og þá hverjum. Sjálfsagt er að þirta nöfn þeirra. ■ Eigi að gera íslenzka unglingaskóla þannig að dreifingarkerfi má búast við að á eftir bandarísku „gjöfunum“ komi aðrar þýzkar, enskar, rússnesk- ar, danskar og svo framvegis, svo ís- lenzkir unglingar fari þess ekki á mis að frétta hvílík fyrirmyndarríki þetta eru að eigin dómi! ■ Væri ekki heilbrigðara að vanda eftir megni til kennslunnar í landa- fræði og sögu og mælast til þess við áróðursstofnaoir erlendra ríkja að þær létu íslenzka skóla afskiptalausa? Og gera skólastjórum og kennurum ljóst að ekki er sæmilegt að nota skólana sem dreifingarkerfi fyrir „Upplýs- ingaþjónustu Bandaríkjanna“ eða aðr- ar hliðstæðar stofnanir. V i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.