Þjóðviljinn - 22.10.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.10.1964, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 22. október 1964 HÓÐVILIINN SIÐA 7 Hættunni af eyðingu arnar- ins er enn ekki bægt frá Svo gæti virzt sem tek- izt hefði að afstýra því að arnarstofninn íslenzki héldi áfram að ganga til þurrð- ar. f nákvæmri talningu sem Fuglavemdunarfélag- ið ^gekkst fyrir í sumar á svæðinu frá Dalasýslu til Norður-ísafjarðarsýslu og athugun einnig í þeim sýsl- um báðum kom í ljós að þar eru nú um 40 fullorðn- ir ernir og þar af 19 hjón. Er bað svipaður fjöldi og taldist á þessum slóðum fyrir fimm árum, svo stofn- inn virðist a.m.k. hafa stað- Æ.F.H. ■ f kvöld kl. 9 bæjar Æ.F.H vetrarstarf sitt með fræðslu- og skemmtikvöldi í Góðtempl- arahúsinu, uppi. ■ Björn Þorsteinsson sagnfræð- ingur segir frá Grænlandí og Grænlendingum og sýnir myndir þaðan. ■ Öllum er heimill aðgangur. Sérstaklega eru félagar úr Sósialistaflokki Hafnarfjarðar og Alþýðubandalaginu vel- komnir. ið í stað. En hann þarf að aukast verulega ef bægja á frá þeirri hættu að arnar- stofninn verði útdauður í landinu. í fréttatilkynningu frá Fugla- vemdunarfélagi íslands segir: Talning ama og arnarhreiðra var framkvæmd á þessu sumri af Fuglvemdunarfélagi ís- lands, með styrk frá Mennta- málaráðuneytinu. Var Agnar Ingólfsson, dýrafræðingur, ráð- inn til þess að sjá um talning- una. Á þessu sumri voru kann- aðar sérstaklega Snæfellsnes- Barðastrandar og Vestur-ísa- fjarðarsýslur en auk þess afl- að upplýsinga eftir föngum úr Dala- og Norður-ísafjarðarsýsl- um, en í ráði er að kanna þessar sýslur rækilega á kom- andi sumri. Er nú talið að til séu á varpsvæðinu við Breiða- fjörð og á Vestfjörðum a.m.k. 40 fullorðnir emir og munu þar af vera 19 hjón og 2 stak- ir fuglar, en auk þess er kunnugt um einn stakan örn utan þessa svæðis. Aðeins 10 af þessum hjónum munu hafa orpið sl. vor, og komu þau upp samtals 12 ungum. Um fjölda ungra ók.vnþrQska arna, er ekki unnt að fullyrða, þar sem þeir eru lítt staðbundnir og dreif- ast auk þess um allt land. og er þvi mjög óhægt um vik að telja þá. Á sl. sumri var vitað um a.m.k. 9 unga emi innan varpsvæðisins við Breiðafjörð og á Vestfjörðum, en þeir munu sennilega vera nokkru fleiri og við þetta bætast svo ungir ernir, utan varpsvæðis- ins. Níðurstöður talningarinnar eru í heild mjög svipaðar nið- urstöðum þeirrar talningar, er fram fór á vegum Menntamála- ráðuneytisins sumarið 1959, og virðist fjöldi arna á landinu hafa staðið nokkuð í stað und- anfarin 5 ár. Gefur þetta á- i stæðu til bjartsýni um, að tak- j ast megi að hindra það, að ern- ir deyi út hér á landi, enda þótt stofninn sé alltof lítill enn sem komið er, til þess a‘ hann megi teljast úr hættr Enn verður að halda áfram a vinna eftir megni að verndu stofnsins, og er afar mikilsver' að skilningur almennings fáis* í þessu máli, Þeir sem að taln- ingunni stóðu, róma ágætar viðtökur og fy.rirgreiðslu, or víðast hvar virðist vera mikill og almennur áhugi á því, að bjarga erninum frá því að verða aldauða á íslandi. Félagið vill að lokum mínne menn á, að lögum samkvæmt er bannað að taka myndir af arnarhreiðrum eða örnum vi' hreiður, og að mjög er áríðan^-' að ekki sé komið að arnar hreiðrum fyrr en eftir 1. júlí nema brýnustu nauðsyn beri til“. TÍZKUMYNDIR Flugfélagið birtir vetraráætlanir Skapast jaf nvægi byggðum Noregs Kominn er hingað til lands á vegum félagsins ísland Noregur, Reidar Carlsen, fyrrverandi sjávarútvegsmálar? herra Noregs, nú forstjóri stofnunarinnar Distriktens u bygningskontor í Osló. í gær flutti hann erindi í Tjarnarkaffi um þróunarmál og vandamál dreifbýlisins í Noregi, en í kvöld mun hann halda erindi sama efnis á Akureyri. I f fyrradag áttj Reidar Carlsen Kvað hann fólksflutningana viðtal v!ð blaðamenn og skýrði úr dreifbýlinu vera mikið vanda- Vetraráætlun innanlandsflugs Fhigfélags íslands gekk í gildi um síðustu mánaðamót, og hefst «ú vetraráætlun í millilanda- fluginu. Samkvæmt áætluninni um innanlandsflugið verður ferðum til einstakra staða hagað sem hér segir: Akureyri: Þangað verða ellefu ferðir i viku, þar af morgunferðir alla daga vikunnar og síðdegisferðir á þriðjudögum miðvikudögum, föstudögum og laugardögum. V eStmannaey jar: Til Vestmannaeyja verður flogið alla daga EgiUstaðir: Til Egilsstaða verða flugferðir fimm sinnum í viku, á mánu- dögum, þriðjudögum, fimmtu- Framhald á 9. síðu. frá efni fyrirlesturs síns. Reidar Carlsen. Ljóð Audens um ísland í nýju lceland Review-hefti Nú er komið nýtt hefti af ICELAND REVIEW, ársfjórð- ungsritinu, sem hér er gefið út á ^nsku, Þetta síðasta hefti er 60 blaðsíður að stærð, vandað að öllum ytra frágangi sem fyrri heftj ritsins, mjög mynd- skreytt og prentað á góðan myndapappír íslenzku utanrikisþjónust- unni eru m.a gerð sérstök skil í pessu hefti, sem hefst á á- varpsorðum utanríkisráðherra, Guðmundar í. Guðmundssonar. Aenar K1 .Tónsson. ráðuneytis- stjóri, skrifar um utanríkis- þjónustuna og þróun hennar. Pétur Thorsteinsson, sendiherra um ísland í NATO og OECD — og Thor Thors. sendiherra, skrifar um ísland í Sameinuðu þjóðunum Myndir eru af öll- um sendiherrum fslands er- lendis. skrá vfir sendiráð. ræð- ismenn og: vararæðismenri ís- lands Ennfremur eru j þessu heftj myndir frá fundi fasta- nefndar þingmannasambands NATO sem haldinn var hér ' sumar Cigurður A. Magnússon. blaðamaður. skrifar um ís- landsheimsóknir ensk-ameríska ljóðskáldsins W. H. Auden og birt eru tvö ljóða hans um ís- land: „Journey to Iceland", úr fyrri ferð hans hingað — og „Iceland Revisited", sem Auden orti eftir íslandsferðina í sum- ar. Steingrímur Hermannsson skrifar um visindarannsóknir é fslandi og birt er myndafrá- sögn af heimsókn hertogans af Edinborg til landsins í sum- ar. Þetta eru myndir, sem Ól- afur K. Magnússon tók af her- toganum, m.a. við laxveiðar i Borgarfirði. Þá ejj myndskreytt grein um bjargstg í Drangey eftir Þorstein Jósepssc og Már Elísson skrifar um íslenzka fiskveiðiflotann og útbúnað hans. Jónas Hallgrímsson skrifar um íslenzku blómafrímerkin, grein er um Sölusamband ísl. fiskframleiðenda o.- útgáfu rits- ins „Vestur-ísl. æviskrár". Þá erti íslenzku ullinni gerð sérstök skil og skrifar Stefán Aðalsteinsson um ullina og eig- inleika hennar. Viðtal er við Auden. Helga Bergs um ullariðnað og útflutning SÍS og myndskreytt- ar frásagnir af framleiðsluvör- um ýmissa íslenzkra fyrirtækja, sem vinna úr íslenzkri ull og gærum. Loks er sagt frá nokkr- um öCrum íslenzkum útflutn- ingsvörum. mál í Noregi. Árið 1952 hefði verið stofnaður sjóður, Utbyg- ningfondet for Nord-Norge. til að efla atvinnuvegi í nyrztu héruðum Noregs og stemma stigu við fólksflutningum þaðan. Gafst þetta svo vel að ákveðið var 1961 að stofna sjóð sem næði til landsins alls. Er það sá sjóður er Carlsen hefir for- stöðu fyrir eða Distriktcns ut- bygningskontor. Héíur sjóðurinn 600 mdjónir kr. til umráða, sem lánað er til atvinnulífsins til 20 ára með lágum vöxtum. Nú þegar vinna um 25.000 manns viðsvegar um Noreg við fyrir- tæki, er sjóðurinn hefur stutt. Þegar velja þa.rf afskekkta staðj til uppbyggingar kemur margt til gre'na, sagði Carlsen, en þó verða aðallegft þrjú skil- yrði að vera fyrir hendi f fyrsta lagi hráefni, til at- vinnulífs, í öðru lagi hentug vatn§föll í nánd til virkjunar og í þriðja lagi að þar sé hægt að halda uppi greiðum samgöngum við umheiminn. En ekki nægir að finna hent- ugan stað' og byggja þar upp at- vinnufyrirtæki, einnig verður að sk»pa þar sömu lífsskilyrði og fólk hefur í þéttbýlinu. Koma verður upp góðum húsakynnum, öruggri læknaþjónustu. sam- komu- og skemmtistöðum. Og þó umfram allt góðum skólum, því eftirtektarvert er, að það er aðallega unga íólkið og jafn- framt bezta fólkið. sem leitar til þéttbýlisins, þar sem það getur fengið tækifæri til að afla sér þeirrar menntunar, er það ósk- ar. Það er hlutverk sjóðsins að sjá um að þessum verkefnum séu gerð fullnægjandi skil, Norðmenn verða að reyna að stemma stigu við þeirri óheilla- vænlegu þróun að innan fárra tuga ára verði nær allir Norð- menn búsettir í Oslódalnum. Flytja verður það af iðnaðin- um sem mögulegt er út á lands- byggðina og skapa í kringum hann góð lífsskilyrði. Einnig skýrði Carlsen frá því að þriðja stærsta tekjulind Nor- egs væri nú ferðamannastraum- urinn. Hefði hann á síðasta ári fært þjóðarbúinu 715 miljónir norskra króna í gjaldeyri. Kvaðst hann álíta að Noregur og ísland myndu á komandi ár- um hafa miklar og vaxandi tekjur af ferðamönnum. Reidf>' Carlsen mun dvelja hér fram á laugardag Siösumarkjólinn nefnir cnskt tízkufyrirtæki þessa snotru flík, sem er úr hvítu, þykku silki með V-liálsmáli og „túlípanapilsi". Austur-þýzkur klæónaóui vaKu athygli á kaupstefnunni i Leip- zig í haust. Það var tízkuhús eitt i Austur-Berlín sem þar sýndi framleiðslu sína og hug- myndaflug. Hér á myndinni sjáið þið samkvæmiskjól, hann er úr hvítu silki og blómum. skreyttur nælonefni. Itegnkápur þurfa að vcra sam- kvæmt tízkunni ekki síður en annar klæðnaður kvenfólksins. Hér sjáið þið eina slíka af dönskum uppruna. Kápan er fóðruð með þykku ullartaus- efni og væri ekki amalegt að hafa hana til að íklæðast í rigningarsuddanum sem hér er nú á degi hverjum. Getnaðarvarnir og kjarna- sprengjur á dagskrá í Róm RÓM 20/10 — Umræður eru nú að hefjast á heimsþingi ka- þólsku kirkjunnar t Róm um stöðu kirkjunnar á okkar dög- um og er búizt við allhörðum umræðum mörg mál, ekki hvað sízt um það mál Sent er hvað efst á baugi meðal kaþólskra, takntörkun barneigna. 1 uppkastj að yfrlýsingu um stöðu kirkjunnar er vikið að þessu máli í fjórða kaflanum, sem búizt er við að íhaldssamir kirkjufeður muni beita sér gegn. Þar segir m.a. að k rkjan geri sér Ijóst þá erfiðleika sem leiði af banni kirkjunnar gegn hvers- konar takmörkunum bameigna nema þeirri að forðast samfarir þegar líkur eru á að konan verði þunguð. Lát'ð er liggja að því að hugsanlegt sé að rýmka þetta bann. því að talað er um að læknar og guðfræðingar ættu í sameiningu að reyna að finna hagnýta lausn á þessu vanda- máli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.