Þjóðviljinn - 22.10.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.10.1964, Blaðsíða 6
5 SlÐA ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. október 1964 OTG.: ÆSKULYÐSFYLKINGIN - RITSTJORAR: HRAFN MAGNÖSSON, RÖGNVALDUR HANNESSON OG SVAVAR GESTSSON. Rætt við inspector scholae og for- seta Listafélags menntaskólanema Hér fara á eftir tvö síðari viðtölin við félagsmálafor- kólfa í Menntaskólanum. Það eru þeir Magnús Örn Ant- onsson, inspector scholae, og Friðrik Páll Jónsson, for- seti listafélagsins, sem í þetta sinn ætla að segj a okkur frá félögum sínum. í síðasta blaði birtum við viðtöl við Jón Sigurðsson, forseta Framtíðarinnar og Jón Örn Marínós- son, ritstjóra Skólablaðsins. Forseti Listafélagsins í Menntaskólanum, Friðrik Páll Jónsson, situr í sjötta bekk eins og lög Listafélagsins boða. í viðtalinu tók Friðrik sérstak- lega fram, að lítið væri unnt að segja um starfið svona í byrjun vetrar utan það al- menna, sem nú vseri orðið nokkum veginn hefðbundið. — Listafélagið skiptist í fjórar deildir, segir Friðrik, bókmenntadeild, myndlistar- deild, tónlistardeild og leiklist- ardeild. Búigariuvika Þessa vikuna hefur staðið yfir á vegum ÆFR Búlgaríu- vika. þar sem sýndir hafa ver- ið listmunir frá Búlgaríu og haldin fyrirlestur um Búlgar- íu, land og þjóð. Mjög góð að- sókn hefur verið að sýning- unni. Sýningin stendur á kvöld- in klukkan 21-23.30 í dag og á morgun, en kl. 14—18 á laug- ardag og sunnudag. Fræðslustarf Frseðslustarf ÆFR er nú að hefjast og er verið að ráða fyrirlesara. Félagar eru beðnir að hafa samband við skrif- stofuna og láta vita hvers konar fræðslustarf þeir hafa áhuga á. Síminn er 17513. Félagsfundur Nú er á döfinni að halda fé- lagsfund hjá ÆFR innan skamms og verður þar tekið fyrir mál, sem er vsegast sagt mjðg umrastt þessa dagana. Skrifstofan Skrifstofa Fylkingarinnar í Tjamargötu 20 er opín eftir hádegi alla virka daga eftir — Hvemig starfa deildirnar? — Þaer starfa að hvers kon- ar kynningum á viðkomandi listgreinum. Tónlistardeildin hefur tónlistarkynningar þar sem fram koma listamenn úr hópi nemenda eða utan úr bæ. Þá eru oft á vegum deildarinn- ar flutt yfirlitserindi um tón- list t.d. kem'ur Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, á fyrstu kynninguna í vetur. Starfssvið leiklistardeildarinnar er svip- að. Hún gengst fyrir leikrita- kynningum með samlestri og hádegi. Síminn er 17513. Hafið samband við skrifstofuna. Skálinn Þá verður á naestunni farin ferð í skála ÆFR undir Draugahlíðum. Ferðin verður nánar auglýst síðar. Sérstak- lega er ferðalöngum ÆFR frá í sumar bent á að athuga þess- ar ferðir. Neistl Nýlega var haldinn fyrsti fundur nýkjörinnar ritnefnd- ar Neista. Á fundinum var Úlfur Hjðrvar kosinn ritstjóri blaðsins. Ásamt Úlfi eiga sæti í ritnefndinni Hallveig Thorla- cfus, húsmóðir, Eyvindur Ei- ríksson. kennari, Þorsteínn frá Hamri skáld og Magnús Jóns- son, blaðamaður. Nú er ákveðið um hluta þess efnis. sem verður í næsta tölu- blaði Neista. Þar má nefna grein um skattamál eftir Rögn- vald Hannesson stud. jur., kvæði eftir Dag Sigurðarson. þýdd ljóð, grein frá Júgóslav- íu og frásögn af þingi Æsku- lýðsfylkingarinnar í september sl. fyrirlestrum og hið sama er að '"ía um bókmenntadeildina. "V,. 'hstardeildin gengst fyrir ðri starfsemi, en hún gengst einnig fyrir myudlistar- kynningu nemenda á vetrinum innan hinnar svonefndu lista- viku. — Hvenær er þessi listavika? — Hún er venjulega seinni hluta skólaársins. Þá kemur hver deild fram með ákveðna dagskrá og er myndlistardeild- in þar með þessa sérstöku sýn- ingu. — Er ekki tímafrekt að vera forseti Listafélagsins, Friðrik? — Það þarf ekki að vera það, ef þeir sem eru í stjórn fé- lagsins vinna saman að verk- efnunum. — Hvað um fjárhaginn? — Listafélagið fær gjald af hverjum nemanda skólans þar sem félagíð starfar innan skóla- félagsins sjálfs. — Og að lokum, Friðrik, hvað er Listafélagið orðið gamalt? — Þetta er sjötta starfsár félagsins og ég því sjötti for- seti þess. Áður voru starfandi einstök félög, t.d. Bókmennta- félagið Bragi og fleiri sérfélög en hentugra þótti að sameina þetta í eitt félag. * Inspector scholae, er það embætti nefnt í Menntaskólan- um í Reykjavík, sem er æðst talið og hið eina launaða. Hlut- verk inspectors er að vera milligöngumaður rektors og nemenda, stjórna skólafundum, stýra dansnefnd, jólagleðinefnd Og koma fram út á við sem fulltrúi allra nemenda Þetta embætti skipar Markús Örn Antonsson úr 6. bekk eins og allir inspectorar. Markús seg- ir að starfið verði erilsamt en skemmtilegt á margan veg. Eitt helzta verkefnið sé í sambandi við jólagleðina, sem haldin er á milli jóla og nýárs. „Þá er að jafnaði mikið um dýrðir. Oftast eru tekin fyrir einhver sérstök verk, t.d. var í fyrra tekinn fyrir kafli úr fslands- klukkunni. Lesið uar úr verk- inu og salurinn í Háskólabíói myndskreyttur í samræmi við kaflann". — Ætlar þú að hafa sama hátt á eða hyggur þú á ný- breytni? — Ég hef hugsað mér að hafa jólagleðina í svipuðu formi og áður. E.t.v. verður efnið eitt- hvað víðtækara en áður, þ.e. ekki einungis eitt bókmennta- verk lagt til grundvallar, jafn- vel líka tónverk og fleira kem- ur til greina. — Hverjar eru aðrar meiri- þáttar hátíðir í skólanum? — Aðrar hátíðir með al- mennri þátttöku eru aðaldans- leikurinn og árshátíð Fram- tíðarinnar. Framtíðin sér vit- anlega um sína árshátíð en dansnefnd sér um aðaldansleik- inn. Dansnefnd á að öðru leyti að sjá um dansleiki í félags- heimilinu. Dansleikir verða þar líklega hálfsmánaðarlega, bæði á vegum dansnefndar og ann- arra aðila svo sem einstakra bekkja. — Þú ert sem inspector for- maður Bræðrasjóðsnefndar? — Já. Hver bekkjardeild kýs sinn fulltrúa í úthlutunamefnd- ina. Nefndin kemur síðan sam- an til fundar 2. mánudag í marz og gengur frá úthlutun. Við hana er tekið tillit til efna- hags nemendanna, svo og hvort þeir eru bæjarmenn eða ekki o.s.frv. — Hver er þinn æðsti að- stoðarmaður? — Sá er scriba scholaris. Hann hefur rneð höndum bók- un á öllum meiriháttaratburð- um í skólalífinu. Þá er hann staðgengill inspectors ef eitt- hvað út af ber, meiriháttar forföll eða slíkt. — Hefur inspector eitthvað með Herranóttina að gera? — Ekki er það nú beinlín- is, en svo undarlega hefur at- vikazt að undanfarin ár hafa inspectorar oftlega verið mikl- ir áhugamenn um leiklist. Herranótt er undir stjóm leik- nefndar. Á þessu ári er ætl- unin að sýna gamanleikinn Maskerade eftir Holberg. Þýð- inguna á leikritinu gerði Þor- steinn Helgason, sem er nem- andi í 5. bekk. — Kannski þú segir mér að síðustu, Markús, hvort það er mögulegt að kynnast fólkinu Framhald á 9. síðu. FYLKINGARFRÉTTIR Jafnrétti' hvítrn og svartra í USA Þrátt fyrir öll fögur orð Bandaríkjastjórnar um að koma á raunverulegu jafnrétti hvítra og svartra, bitnar öfugþróun auðvaldsþjóðfélagsins harðar á negrunum en hvítum mönnum. Þannig þrýstir þjóðfélagið negrunum hlutfallslega dýpra og dýpra og skerpir andstæðumar milli þeirra og hinna hvítu: * 1952 voru meðaltekiur negrafjölskyldu 57% af meðaltekjum hvítrar. I + 1964 eru meðaltekjur negrafjölskyldu 53% af meðaltekjum hvitrar. ★ 1947—1955 voru 4,6% hvítra manna atvinnu- lausir, en 8,9% negra- ★ 1962 voru enn 4,6% hvítra manna atvinnulaus- ir, en hinsvegar 11,6% negra. Negrar eru 10% bandarísku þjóðarinnar. Helm- ingur þýr við lélegri lífskjör en talin eru mann- sæmandi þar í landi. * Negramir i Bandaríkjunum hafa nú hafið á- kveðna baráttu fyrir mannréttindum og gegn fátækt. Á tímabilinu maí 1963 til enda þess árs stóðu negramir fyrir 2062 mótmælaaðgerð- um í 315 þorgum og 40 ríkjum. EIN OG HÁLF KÓKFLASKA Æskulýðsfylkingin í- Hafnar- firði samþykkti tvær ályktanir í haust til bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar. önnur var um nauð- syn þess að hækka fargjalda- styrk til námsmanna er nóm stunda í Reykjavík. I ályktun- inni var bent á. að lítil vínna var í Hafnarfirði fyrir skóla- fólk á sl. sumri og að mikil hækkun varð á fargjöldum á bessu ári. Ennfremur að nær- liggjandi bæjarfélög styrktu námsmenn meira en Hafnar- fjarðarbær, enda þótt fargjöld þaðan væru lægri til Reykja- víkur. Við þessum rökum 6kellti bæjarstjórnarmeirihíutínri skoll- eyrunum og sýndi hug sinn til fátækra námsmanna, sem af litlum efnum eru að brjótast til náms og samþykkti að greiða aðeins 30,8°/t af ferða- kostnaði. Formaður bæjarráðs. Krist- inn Gunnarsson. taldi bað ekki Framhald á 9. síðu. mu (upp:). Þá flytur Björn Þorsteinsson sagnfræðingur er- indi um Grænland og Græn- Icndinga og sýnir myndir það- an. Skemmti- og fræðslukvöld eru fyrirhuguð hálfsmánaðar- lega í vetur og verða haldin á fimmtudögum í Góðtemplara- húsinu. Á þessum kvöldum munu meðal annarra halda erindi Hörður Ágústsson list- málari, og Páll Bergþórsson, svo og mun Drífa Viðar sjá um eitt þjóðlegt kvöld og vonir Jónas og Jón Múli Amasynir komi á eitt kvöldið og syngi og stjómi söng. öllum mun verða heimil þátttaka á þess- um kvöldum. Leshringir munu verða haldn- ir hálfsmánaðarlega að Strand- götu 41, þeir munu einnig verða á fimmtudögum eða þann fimmtudaginn, sem ekki eru fræðslu- og skemmtikvöld Þegar er ein skálaferð á- kveðin í samráði við Æ.F.R. 1. nóvember næstkomandi. Annars mun starfsáætlun vetrarins verða kynnt nánar á einhverri næstu Æskulýðssíðu. FRA Æ.FeH. í kvöld kl. 9 verður fyrsta standa til að þeir bræðumir fræðslu og skemmtikvöld vetr- arins haldiö í Góðtemplarahús- BULGARÍUVIKA Fylkingarinnar ^ Þetta er ekki aðeins 26. vika sumars að viðbættum veturnóttum, lieldur og Búlgaríuvika! Og hvaða fyrirbæri er nu það? Jú, þessa viku stendur yfir sýning á listmunum frá Búlgaríu, svo og myndum af landi og þjóð. ÖLLTJM ER HEIMILL AÐGANGUR. Allmargir haf séð sýn- inguna, og enda þótt hún sé ekki stór, þá er enginn svikinn, sem hefur gaman af að virða fyrir sér listiðnað fjarlægra þjóða. 5f» Á þriðjudagskvöldið flutti Sigurður Guttormsson, bankafulltrúi, erindi um Búlgaríu, og fór margur af þeim fundi fróðari en áður um þetta tjarlæga land. * Félagi, hvað veizt þú um Búlgaríu? Ekbi meira en svo að þér er alveg óhætt að sjá sýn- inguna. Sýningin er opin kl. 21—23.30, laugardag og sunnudag kl. 14—18. Búlgarar í þjóðbúningum á hátíðisdegi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.