Þjóðviljinn - 11.11.1964, Síða 3

Þjóðviljinn - 11.11.1964, Síða 3
Miðvikudagur 11. nóvember 1964 Enska þingið: ÞIÖÐVILIINN SlÐA 3 Vantrauststillagan rædd í gærkvöld LONDON 10/11 — í kvöld var haldið áfram að ræða í Neðri málstofu enska þingsins van- traust það, er íhaldsflokkurinn hefur borið fram á stjórn Verka- mannaflokksins vegna ýmissa S-Víetnam vill sáttasemjara NEW YORK 10/11 — Suður- Víetnam bar í gær fram þá til- lögu, að Ú Þant, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, skipi sátta- semjara sem reyna á að bæta samkomulagið með Suður-Víet- nam og Kambodja. Utanríkisráðuneyti S-Víetnam gefur það í skyn, að sáttasemj- ari þessi þurfi að vera lögfræð- irtgur sem njóti alþjóðlegrar við- urkenningar. f>að var fastur á- heymarfulltrúi landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, Nguyen Phu Duc, sem lagði þessa tillögu fyrir Ú Þant. Samkomulagið er nú mjög slæmt með þessum tveim löndum, og bera báðir að- ilar hinn þeim sökum að bera ábyrgð á þráföldum óeirðum, sem undanfarið hafa orðið á landamærunum. þeirra mála, sem boðuð voru i hásætisræðu drottningar. Eins og kunnugt er af fréttum var felld í þinginu í gær tillaga I- haldsflokksins, sem jafngilti van- trausti. Þrátt fyrir mjög naum- an meirihluta, aðeins fimm þing- menn og þar af tveir veikir, stóð stjórnin af sér áhlaupið og er fullvíst talið, að hún muni nú sigra með meiri atkvæða- mun. Er það vegna þess, að þingmenn Frjálslynda flokksins, níu að tölu, hafa ákveðið aö sitja hjá við þessa atkvæða- greiðslu, en í gær greiddu þeir atkvæði gegn stjórn Wilsons. Mikil þoka er nú yfir öllum Bretlandseyjum. Hefur þetta m.a. valdið því, að tveir skozkir þing- menn Verkamannaflokksins voru nærri veðurtepptir í dag og kom- ust við illan leik til Lundúna áður en umræðan skyldi hefj- ast. Þegar er kominn á kreik orðrómur um það í Lundúnum, að Wilson muni efna til nýrra kosninga í vor til þess að reyna að styrkja aðstöðu sína. Biskupar blessa kjarnorkuvopn! EÓMABORG 10/11 — A fundi rómverska kirkjuþingsins á þriðjudag héidu bandarískir og enskir biskupar því fraim, að þingið megi ekki samþykkja neina almenna fordæmingu á kjarnorkuvopnum. George And- rew, erkibiskup frá Liverpool, taldi, að í réttlátu varnarstríði kunni notkun kjarnorkuvopna að vera réttmæt. Philip Hannan, biskup frá Washington, tók í sama streng, kvað notkun kjarn- orkuvopna ekki endilega þurfa að hafa í för með sér gereyð- ingu og Iagði áherzlu á það, að kjamorkuvopn gætu átt sinn þátt í því að hindra stríð. CANBERRA 10/11 — Stjórn Ástralíu tilkynnti það á þriðju- dag, að útgjöld ríkisins til varn- armála verði aukin um nærri því 50%. HREINSUM rússkinsjakka rússkinskápur serslök meðhöndlun EFNALAUGIN BJÖRG Sólvallagötu 74. Slml 132 37 Barmahllð 6. Slml 23337 Mikil flóð í S-Víefnam SAIGON 10/11 — Mikil flóð eru nú í Suður-Víetnam um mið- bik landsins, og allt bendir til þess, að margir hafi þegar far- izt. Meir en 10.000 manns eru nú á flótta frá flóðasvæðunum, og eru. þetta verstu flóð, sem orðið hafa í landinu í þrjú síð- astliðin ár. Talsmenn bandarískra hemað- aryfirvalda í Saigon skýrðu svo frá, að flóðin séu gífurleg. All- margir bandarískir hemaðarráð- gjafar séu á flóðasvæðunum, og skýrslur þeirra beri með sér, að margir bæir séu algjörlega eða að miklu leyti undir vatni. Píanósfilllngar OTTO RYEL Sími 19354. VEITINGAREKSTUR Aðstaða til veitingareksturs í veitingasölum Fé- lagsheimilis Kópavogs er til leigu nú þegar. Allar nánari upplýsingar gefur formaður húsnefnd- ar, Guðmundur Þorsteinsson, símar 20330 og 40459. Einnig má senda tilboð til sama í pósthólf 1089. Tilboðsfrestur er til 18. þ.m. Húsnefndin. Lætur Brandt af embætti? BERLÍN 9/11 — Willy Brandt, borgarstjóri Vestur-Berlínar, mun e.t.v., segja embætti sínu lausu einhverntíma á næstu sex mán- uðum til þess að helga sig öðr- um viðfangsefnum Það er dag- blaðið Berliner Zeitung, sem betta ritar á mánudag og kveðst hafa að heimildarmönnum hátt- setta menn í Sósíaldemókrata flokknum, en Brandt er formað- ur hans. Þingkosningar eiga að fara fram í V-Þýzkalandi snemma næsta haust, og það er hald margra, að Brandt verði kanzlari fari svo, að sósíaldemó- kratar vinni þær kosningar. Zambia tekur sœti með fuilvalda þjóðum Hér að ofan getur að líta götumynd frá Luzaka, höfuðborg hins nýja, sjálfstæða Afríkuríkis, Zam- bia. Áður var landið enskt vemdarsvæði og nef ndist Norður-Rhódesía. Og þá hefði vart verið hugs- anlegt að taka slíka mynd, sömu kynþáttaákvæði giltu í landinu og í Suður-Afríku, og hinum þel- dökku íbúum landsins var bannað að fara frjálsir leiðar sinnar um götumar. Vestur-Þjóðverjar vísa nú á bug hótunum de Gaulle BRÚSSEL 10/11 — Á fundi utanríkisráðherra EBE í Brussel í dag lét Gerhard Schröder,' utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands, svo um mælt, er rætt var um sameiginlegt kornverð innan bandalagsins, að eitt sérstakt land eigi ekki að þrýsta á annað vegna þessa máls og vísaði þannig á bug að sögn fréttaritara NTB þeirri hótun de Gaulle, að Frakk- land muni segja sig úr bandalaginu ef ekki náist samkomulag um þetta mál. Schröder lagði fram hina nýju ' áætlun Vestur-Þýzkalands um , nánari stjórnmála- og efnahags- samvinnu ríkja Efnahagsbanda- lagsins. Hann lagði áherzlu á það, að ekki mætti stofna tilveru bandalagsins í voða fyrir þá sök eina að menn væru óþolinmóðir og vonsviknir. f stað þess yrðu menn að sýna góðvilja og reyna að komast að málamiðlun. — Það er nauðsynlegt að Etonrad Adenauer er kominn heim PARÍS lp/U — Konrad Aden- auer, fyrrum kanzlari Vestur- Þýzkalands, flaug síðari hluta þriðjudags heim frá París eftir viðræður sínar við de Gaulle, Frakklandsforseta. Adenauer hélt ásamt tveim sonum sínum í her- flugvél til Bonn, en á morgun mun hann skýra Erhard, kanzl- ara Vestur-Þýzkalands, frá för sinni Áður en Adenauer hélt frá París lét hann svo um mælt við fréttamenn, að hann sé ánægður með heimsóknina, og árangurinn af viðræðum þeirra de Gaulle muni koma í ljós á 14. FL0KKSÞING Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins, verður sett í Tjam- argötu 20 föstudaginn 20. nóv. n.k. kl. 5 s.d. Þau sósíalistafélög sem enn hafa ekki tilkynnt um fulltrúa eru beð- in að gera það hið fyrsta. Miðstjórn næstu mánuðum. í viðtali við Hamborgarblaðið Die Welt á þriðjudag lýsti Ad- enauer þeirri skoðun sinni, að Vestur-Þýzkaland muni áfram verða tengt Bandaríkjunum nám um böndum með Atlanzhafs- bandalaginu, en hinn fyrirhug- aði kjarnorkufloti bandalagsins verði að hafa á sér meiri evr- ópskan blæ. skilja erfiðleika annarra, sagði Schröder, og visaðj til þess,. að það yrði miklum erfiðleikum bundið fyrir Vestur-Þjóðverja að lækka verðið á koirnvörum sín- um. —: Við gerum okkur ljóst, að samræmt verð er nauðsyn- legt í landbúnaðarmálum banda- lagsins og viljum taka þátt í viðræðum um lausn þessara vandamála, bætti hann við. Slaka Þjóðverjar til? Ella benti utanríkisráðherrann á það, að 16% af allri landbún- aðarframleiðslu bandalagsins falli nú undir sameiginlegt skipulag. Hann hélt því fram, að Vestur-Þýzkaland hafi áður sýnt vilja til þess að sláka til, og svo muni einnig verða í þessu dæminu. Aðrir ræðumenn á fundinum bentu þó á það, að Vestur-Þýzkaland hafi ekki skýrt frá því á hvaða grundvelli land- Gerhard Schröder ið hafi hugsað sér að slaka til í þessu máli. Kennedy-umferðin til umræðu Á miðvikudag munu ráðherr- arnir byrj$ að ræða listann yfir þær vörur, sem Efnahagsbanda- lagið vill halda utan við tolla- lækkanir Kennedy-umferðarinn- ar svonefndu. Óttast er, að sá listi verði mjög langur og eink- um eru það Frakkar, sem fara fram á viðtæka tollavernd. Olenga sagður hafa fallið LEOPOLDVILLE 10/11 — Stjómarherinn í Kongó sótti á þriðjudag fram í átt að höfuð- borg uppreisnarmanna, Stanley- ville. 1 fréttum stjórnarhersins segir, að Nicholas Olenga, hers- höfðingi uppreisnarmanna, hafi verið felldur í bardögum um bæinn Kindu f fyrri viku. Hoare höfuðsmaður, málaliðsforingi f liði Tsjombes, segir að menn hans hafi skotið Olenga f hnakk- ann er hershöfðinginn og nokkr- ir uppreisnarmenn aðrir hafi reynt að stíga um borð í bát við Lualaba-fljótið. Segir Hoare, að Olenga hafi fallið í ána og fúndizt 1 afi hattur hans en líkið ekki. Þetta er f þriðja skipti frá því í ágúst, sem frétfr ir berast af því Olenga hafi verið felldur. Wilson fer vestur / byrjun desember W ASHINGTON 10/11 — Harold Wilson, forsætisráðherra Eng- lands, mun heimsækja Johnson, Bandarikjaforseta, í Hvíta hús- ið í Washington dagana 7. og 8. desember næstkomandi. Þetta var tilkynnt á þriðjudag og var það bæði bandaríska utanríkis- ráðuneytið og enska sendiráðið f Washington, sem það gerði. Samkvæmt frétt sendiráðsins kemur Wilson til Washington þann 6. desember. f New York mun hann eiga viðræður við Ú Þant, aðalritara Sameinuðu þjóð- anna, en halda þaðan til Ottawa, þar sem hann mun hitta Lester Pearson, forsætisráðherra Kan- ada að máli. Fundur þeirra Wilsons og Ú Þants hefur verið ákveðinn 9. desember en ráðstefnan í Ottawa þann 10. Patrick Gordon Walker, utanríkisráðherra Englands, verður með í förinni, en hann hefur áður átt undirbúninssvið- ræður við Dean Rusk, utanríkis- ráðherra Bandaríkjann^. Denis Healey, varnarmálaráðherra Eng- lands, mun einnig fylgja þeim Wilson og Walker. Stúdentaráð Framhald af 12. síðu. Þá var einnig skýrt frá því á fundinum, að væntanleg sé á markaðinn um næstu helgi Handbók stúdenta, sem verið hefur í undirbúningi um nokk- urt skeið. yerða í þeirri bók ýmsar hagnýtar og nauðsynleg- ar upplýsingar um háskólanám heima og erlendis. Nánar verð- Etin eitt Um klukkan 5 í gærdag varf kona fyrir bifreið á Hringbraut- inni á móts við hús númer 39. Konan mun hafa hlasazt all- mikið. Hún var flutt á Slysa- varðstofuna og þaðan á sjúkra- hús.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.