Þjóðviljinn - 11.11.1964, Side 7

Þjóðviljinn - 11.11.1964, Side 7
Miðvikudagur XX. nóvember 1964 ÞIÓÐVILIINN SlÐA 7 Sterk verkalýðshreyfing eitt mesta afiið til framíara FRA ALÞYÐUSAMTOKUNUM Eftir ýmis konar tafir og forföll var ég kominn heim til Björns Bjamasonar að Bergstaðastræti 48 A, og hann heilsaði mér með hlýja, fasta handtakinu sem mér er minn- isstætt frá því ég heilsaði fyrst sjómanninum Birni Bjarnasyni í Jafnaðarrriannafélaginu Spörtu árið 1929; það er á- reiðanlega dálítið frábrugðið handtaki allra annarra manna. Og þau hjónin buðu mér inn og höfðu spaugsyrði um að við lægi að íbúðinni hefði verið breytt í verkstæði, þau væru að vinna þar smávegis í frí- stundum. En við Björn vorum varla fyrr setztir en komið var ilmandi kaffi og góðgæti á milli okkar, sem húsmóðirin bauð okkur til hressingar, en lét okkur svo eina, vitandi sem var að blaðamaður í viðtalshug er ekki til skipta eða skemmti- legheita. En gott var að ræða við Björn lengi kvölds, enda við gamalkunnir orðnir sem fyrr segir. Hann er einn þeirra sem eiga því láni að fagna að hafa varið miklum hluta sevi sinnar í þjónustu verka- lýðshreyfingarinnar og sósíal- ismans, einn þeirra sem átt hafa þau heilindi að bregðast aldrei málstaðnum sem hann vissi bjartastan og sannastan, alþýðumálstaðnum. Og hvað er manni sjálfum meira virði rosknum en þau heilindi, sam- hengið í ævistarfi og ævihugs- un, laun þess sem miðar ævi sína við eitthvað annað og stærra en hann er sjálfúr og þrengsti hringurinn kringum hann? vinnutími þinn hafi verið að jafnaði síðustu árin? — Hann hefur oft verið fjórtán — fimmtán tímar. — Og hvað ertu þá orðinn gamall? — Bráðum 66, þú getur sjálfur reiknað, ég er fæddur í janúar 1899. — Og finnst þér ekki komið mál að fara að stytta vinnu- tímann? — Jú, það er hrein hörm- ung hvað okkur hefur farið þar aftur. Átta stunda vinnu- dagur er varla til lengur nema á pappírnum. Þetta baráttu- mál verkalýðshreyfingarinnar er nú svo illa komið að varla nokkur tekur það alvarlega. * — Og þú ert að vinna f frí- stundum? Hvað heldurðu að PállLíndal skipaður borgarlögm. Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti með samhljóða atkvæð- um s. 1. fimmtudag samkv. til- lögu borgarráðs að skipa Pál Líndal, skrifstofustjóra borgar- stjóra í embætti borgarlög- manns. Páll Líndal er tæplega fertug- ur að aldri, fæddur 9. des. 1924. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943 og lögfræðipróf frá Há- skóla fslands 1949. Hann varð sama ár fulltrúi borgarstjóra og gegndi því starfi til 1957 er hann var ráðinn skrifstofustjóri borgarstjóra. Páll er varafor- maður Sambands ísl. sveitarfé- laga. Jafnhliða skipan Páls í borgarjögmannsembættið ákvað borgarstjórn að auglýsa embætti skrifstofustjóra borgarstjóra laust til umsóknar. Aðsókn er góð að sýningru Vilh>álms Málverkasýning Vilhjálms Bergssonar í Listamannaskálan- um hefur nú staðið frá því 31. fyrra mánaðar. Aðsókn hefur verið góð, um 400 manns séð sýninguna og sex myndir eru seldar. Sýning Vilhjálms stendur til 14. nóvember og er opin dag- lega frá 2—10. Séu ákvæðisvinnutaxtar settir af einhverri skynsemi á ekki að vinna hraðar en svo, að ó- eðlilegt sé að laun fari meir en 65% fram úr mánaðarkaupi' Vinnuaflið er eina eignin sem verkamaðurinn á og hann verður að fara með það í ein- hverri líkingu við það sem far- ið er með dýrmætar eignir aðr- ar, og það þýðir í mörgum til- fellum betur en hann gerir nú. — Hvað heldurðu að sé venjulegastur vinnutími hjá iðnverkafólki nú? — Ég gæti trúað að hann væri um 10 tímar. Það er orð- in sorgleg staðreynd að varia þýðir að bjóða manni vinnu, að minnsta kosti ekki karl- manni, nema honum sé tryggð tveggja tíma eftirvinna. * — Ákvæðisvinna eykst nú í iðnaðinum? — Já, fólk hefur meira upp í ákvæðisvinnu. Og segja má að döfinni meira en tvö ár og stjórn Iðju verið með þetta á prjónunum í samvinnu við Fé- lag íslenzkra iðnrekenda. Það er erfitt að greina störfin í sundur £ einstaka þætti vegna mikillar fjölbreytni þeirra, starfsgreinarnar eru svo marg- ar og ólíkt í þeim unnið, og mismunur á störfum jafnvel milli einstakra fyrirtækja t sömu grein, að það á ekki saman nema nafnið eitt. Það liggur við að iðngreinamar séu eins margar og vinnustaðimir. En þetta starf hefur gengið of hægt, þó að það sé komið í samninga félaganna að það skuli unnið. En þetta er að vísu þannig starf, að þó menn séu búnir að koma sér niður á eitthvað, þarf það endur- skoðunar við eftir nokkur ár. — En á slíkri greiningu starfanna væri hægt að byggja taxta ákvæðisvinnunnar. Björn Bjarnason heldur ræðu á Iðjufundi. þess, að áður hafði verið gerð tilraun að stofna félag iðn- verkafólks á einum vinnustað hér í bæ. Það voru tvær stúlk- ur í Kexverksmiðjunni Frón, Margrét Árnadóttir og Vilborg Sigurðardóttir sem reyndu að koma upp félagi á vinnustaðn- um. Þær urðu að gjalda fyrir það með missi vinnunnar, voru báðar reknar. Og þegar foryst- an var farin lognaðist félagið útaf. Þær voru báðar félagar í Félagi ungra kommúnista og hygg ég að fyrir þeim hafi vak- að að þetta yrði vísir að al- mennu verkalýðsfélagi iðn- verkamanna. Nú í haust eru þrjátíu ár liðin frá stofnun Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík. Hér er birt viðtal við BJÖRN BJARNASON í tilefni af afmæli þessu, en hann var um 15 ára skeið for- maður félagsins og átti drjúgan þátt að stofnun Iðju fyrir þremur áratugum. — Er heldur styttri vinnu- tíminn hjá konum? — Já, það er ekki eins al- gengt að föst eftirvinna sé unnin í kvennavinnunni. Það er meira framboð á konum f iðnaðarvinnu. Það er mun nær því að þær vinni átta stunda vinnudag. Þó er það mjög mismunandi eftir starfsgrein- um og árstíma. Til dæmis hafa sælgætisgerðirnar mjög mikið að gera fyrir jól og páska, þá er alltaf um mikla eftirvinnu að ræða. I fatnaðariðnaðinum og þar sem um mikla ákvæðisvinnu er að ræða mundi fólk ekki halda það út að vinna veru- lega eftirvinnu, svo hefur vinnuhraðinn aukizt. — Hefur vinnuhraði í iðn- aðinum aukizt að miklum mun? — Já, yfirleitt. Og þegar á- kvæðisvinna er unnin er það oft verkamaðurinn sjálfur sem eykur vinnuhraðann og kannski í mörgum tilfellum úr hófi. Því var það ákvæði sett í Iðjusamningana og er búið að vera þar lengi að ákvæðis- vinnutaxta varð að miða við að útkoman úr ákvæðisvinnu mátti aldrei verða lakari en svö, að verkamaður bæri 20% meira úr býtum, með sam- bærilegum vinnutíma, en mán- aðarkaupið. En fyrir skömmu var einnig sett hámarksákvæði í samn- ingana um ákvæðisvinnukaup. Það má ekki fara meira en 65% yfir mánaðarkaup. Ég yar því fylgjandi að þetta á- kvæði væri sett, fyrst og fremst út frá því sjónarmiði að það yrði til þess að tak- marka óhæfilegan vinnuhraða. ýmsu leyti sé ákvæðisvinna sanngjöm og heppileg, en þó því aðeins að taxtarnir séu settir að undangenginni rann- sókn og af einhverju viti, en ekki af handahófi út í bláinn. Segja má að atvinnurekendur hafi oft viljað setja ákvæðis- vinnutaxta algerlega af handa- hófi. Þegar taxtarnir hafa svo að þeirra dómi kannski reynzt óhæfilega háir, þannig að verkafólkið fengi of mikið út úr þeim, hafa þeir stundum viljað lækka þá aftur og úr orðið vandræði á vinnustöðum og óánægja. Aðrir taxtar hafa verið settir svo lágt, að fólk hefur orðið að ganga fram af sér tíl að bera eitthvað sæmi- legt úr býtum. Þetta er vegna þess að ekki hefur legið fyrir nein rannsókn á þessari vinnu. sem bent gæti til hvað væri sanngjarnt og skynsamlegt. — Nú eru allir að tala um „vinnuhagræðingu” £ þessu skyni. — Já og farið er að byrja á ýmsum ráðstöfunum á vinnu- stöðum f nafni vinnuhagræð- ingar. Og verkalýðshreyfingin getur ekki og á ekki að vera á móti vinnuhagræðingu sem á það nafn skilið, en hún verður að taka orðinu, eins og það er notað, með fyrirvara. Að minnsta kosti þegar atvinnu- rekendur tala um slfkt virð- ist orðið £ þeirra munni ekki eiga að þýða annað en aukinn vinnuhraða, en það er að sjálf- sögðu ekki vinnuhagræðing. Með þvf er fyrst og fremst átt við, að öll skipulagning á vinnustað sé slfk, að vinnuafl- ið nýtist sem bezt og aðstaða verkamanna við vinnuna sé bætt. Það er sú vinnuhagræð- ing sem verkalýðshreyfingin verður alltaf með — Ekki bara ákvæðisvinnu- taxta, heldur allt launakerfið, hvers eðlis sem það vaeri. Þá fyrst er hægt að miða við það í samningum að þetta skuli greitt fyrir þetta tiltekna starf, en ekki hitt, hve langan tíma maðurinn hefur verið að vinna það. * — Þá er víst mál að snúa sér að því sem viðtalið átti að vera um, en það var ef þú vildir segja mér eitthvað frá stofnun Iðju og fyrstu árunum, í tilefni af 30 ára afmælinu. Fyrst, er stofndagurinn eitt- hvað á reiki? — Ja, þáð má segja að stofn- dagarnir séu eiginlega tveir, sá fyrri 17. október og hinn síðari 28. október, þegar endanlega var gengið frá félagsstofnun- inni. Ég held að sfðari dagur- inn hafi venjulega verið talinn stofndagur, þó ekki sé hægt að segja að hitt sé rangt; að miða við 17. október. Runólfur Pctursson fyrsti formaður Iðju * — Er ekki erfitt að greina störfin í iðnaðinum f einingar líkt og gert hefur verið með gjaldskrá trésmiðanna um þeirra starfssvið? — Jú, það er mjög erfitt verk en verður þó að vinnast. Það er raunar fcúið að vera á — Voru iðnverkamenn í Dagsbrún og í öðrum félögum fyrir stofnun Iðju? — Algengast var að þeir væru ófélagsbundnir með öllu, og nær allt það fólk sem stofn- aði Iðju var ófélagsbundið. Ég var f Sjómannafélagi Reykja- víkur, því skammt var frá því ég hættl að stunda sjó. — Var þá komið margt fólk í iðnaðinn í Reykjavík og ná- grenni? — Það var komið nokkuð margt fólk í iðnaðinn á þess- um árum, og má segja að stofnfélagamir séu ekki stór hluti af þeim fjölda. Þeir voru innan við 30 eftir seinni fund- inn áður en hann fæddist. Þar voru lögð á ráðin um stofnun félagsins. Það mun að- allega hafa komið í minn hlut að tala við menn á öðrum vinnustöðum, því ég var all- vanur starfi í verkalýðsfélög- um, búinn að vera í Sjómanna- félaginu frá 1917. — En hvar var fyrst rætt um Iðju? — Ég hygg, að af vinnustöðum hafi mest verið rætt um nauð- syn á slíku félagi í kaffistof- unni f Hreini, en þar lunnum ' * * — Hver voru tildrögin, að- dragandinn að félagsstofnun- inni? — Mér þykir rétt að geta Guðjón Sigurðsson núverandi formaður Iðju við þrjú sem síðar urðum stofnendur, Sigurbjörn Knud- sen, sem enn starfar í iðnað- irrum, og Jóna Pálmadóttir, nú dáin; hún varð eigandi Þvotta- hússins Drífu. Að því er mig minnir var það hún sem átti uppástunguna að Iðjunafninu og mun hafa verið búið að skíra krógann þama á kaffistofunni aUlöngu Um þetta leyti mun hafa verið ákveðið hjá Alþýðusam- bandsstjórn að stuðla að stofn- un félags meðal iðnverkafólks- ins í Reykjavík og var Sigfúsi Sigurhjartarsyni og Jóni Sig- urðssyni falið að aðstoða við stofnunina. Þeim var kunnugt um þetta brölt í mér og það varð að samkomulagi okkar þriggja að við stæðum allir að fundarboðun í þessu skyni. Fundur var boðaður að Hót- el Heklu. Þar var endanlega á- kveðið að félagið skyldi stofn- að. Það var að vísu ekki stór hópurinn sem fundinn sótti en nær allir lýstu sig reiðubúna að vera með. — Voru menn ekki smeykir við þátttöku? — Því er ekki að leyna að allmikill beygur var f ýmsum vegna þátttöku f verkalýðsfé- lagi, enda var viðhorf manna til verkalýðsfélaga ólíkt þá og nú, þó komið væri fram á fjórða tug aldarinnar. At- vinnuleysið stöðugt á næsta leiti, og lítið þurfti til aðmissa vinnuna. Talsverður ágreiningur varð einnig á þessum fundi um það hvort félagið skyldi ganga í Alþýðusambandið eða ekki. Það kom fram af pólitískum á- stæðum vegna þess að Alþýðu- sambandið og Alþýðuflokkur- inn máttu þá heita eitt og hið sama, og einir þrír munu ekki hafa viljað verða stofnendur af þeim sökum að ákveðið var að verða aðilar að Alþýðu- sambandinu; þeir gengu þó í félagið síðar. Nafnið IÐJA var samþykkt einróma. Ég vil taka það frarn að í því nafni felst ekki nein . viðurkenning á þeim skilningi sem nú er farið að leggja f orðið íðja, einkum í samsetn- ingunni iðja og iðnaður, heldur einungis gamla íslenzka merk- ingin „vinna”. — Hvemig kom Runi inn f þetta? Hann varð fyrsti for- maðurinn. — Já, Runólfur Pétursson var starfsmaður Smjörlíkis- gerðarinnar hf. Það var talið heppilegt bæði af mér og fleirum að hann yrði formað- ur, því hann taldi sig þá til Alþýðuflokksins. Runólfur reyndist félaginu mjög nýtur maður. Hann varð fyrsti for- maður Iðju, félags verksmiðju- fólks, ég var ritari, en Þór- hildur Bergsteinsdóttir gjald- keri. Hún vann þá í Freyju. Og formenn Iðju hafa ekki verið nema fjórir þessi þrjátíu ár, Runólfur til 1940, en þá var ég kosinn formaður, Pétur Lárusson var formaður eitt ár. Það var mjög efnilegur maður, og fékk ég hann til að taka að sér formannsstarfið í þeirri von, að þar væri kominn til ýngri maður. En því miður hætti hann í iðnaðinum áður en formannsár hans var liðiðj ég tók þá aftur við formennsku og hafði hana þar til 1955, að núverandi formaður Guðjón Sigurðsson var kosinn. I V

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.