Þjóðviljinn - 11.11.1964, Page 10
JQ SlÐA
ÞJÓÐVILJINN
Miðvikudagur 11. nóvember 1964
ANDRÉ BJERF CE:
EIN- HYRNINGURINi N
arborðinu og sogaðist út aftur
með sogi og gný. Það bergmál-
aði í öllum klettinum. Það var
eins og orgel léki í sjónum.
— Jáj hér var það sem við
strönduðum. Skoddland var vot-
ur af brimlöðrinu; nú fékk hann
enn eina skvettu. Það er bezt
við vörum ekki nær.
Svo var Haukhólminn að baki
og við vorum á leið að vitanum.
Fölur máni var stiginn upp á
síðdegishimininn. Hann minnti
mig á hvers vegna ég var hing-
að kominn. Draumurinn hafði
sent mig hingað.
— HeyrðUj Atli Ég laut yfir
til hans. Ég var að gá í alman-
akið og komst að þvi að það var
fullt tungl strandnóttina. Er
hugsanlegt að það hafi verið
tunglið sem þið sáuð? Það get-
ur sýnzt rauðleitt gegnum þoku.
Hann brosti þolinmóðlega.
Hafnsögumaður sér muninn á
tunglinu og vita. Auk þess
blikkar máninn ekki!
— Nei, satt er það! Ég var
hálfvandræðalegur. Ég hafði
borið fram frámunalega aulalega
spumingu. Ósamboðna blaða-
manni með siglingar sem sér-
grein.
Og samt sem áður .... Ég er
yfirleitt vanur að sannfærast af
rökum og skynsemi. Og svar
Skoddlands var rökrétt og skjm-
samlegt. En þótt undarlegt megi
virðast, þá sannfærði það mig
ekki.
Það var slökkt á vélinni og
báturinn rann upp að bryggj-
unni á vitahólmanum. Það var
min hugmynd að fara þama í
land; mig langaði til að spjalla
við vitavörðinn.
Skoddland hafði ekki gert
neinar athugasemdir við það, en
nú sagði hann stuttur í spuna.
Ég bíð í bátnum.
— Nú? Vilt þú ekki tala við
manninn?
— Nei. Hann kipraði efri vör-
ina hörkulega. Svánes var einn
af óvinum pabba. Og vitnaði
gegn honum í sjóréttinum. Ég
verð hér kyrr.
Hann settist aftur f bátinn en
sjómaðurinn stóð frammi í. Ég
var staðinn upp og búinn að
taka í bryggjukantinn til að
hoppa í land. Allt í einu lang-
aði mig til að fá orð uppúr þess-
um drumbslega sjómanni.
Ég sagði lágri röddu: Vitið þér
nokkuð um Sívert Skoddland
sem var einu sinni hafnsögu-
maður hér?
Hann gaut augunum aftur fyr-
ir sig; jú, hann hafði svo sem
þekkt soninn. Tuggan skipti um
munnvik; hann spýtti mórauðu
út f sjóinn. Og loks heyrðist
hljóð úr djúpinu. Éágt en þungt
eins og brimið:
— Hann drakk!
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og snyrtistofu
STEINU og DÓDÖ Eaugavegi 18
III hæð flyftal StMT 2 4616
P E E M A Sarðsenda 21 —
StMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og
snyrtistofa.
D ö M U R 1
Hárgreiðsla við ailra hæfi —
TJARNARSTOFAN — Tjamar-
götu 10 — Vonarstrætismegin —
StMI: 14 6 62.
HARGREIÐSLUSTOFA AUST-
URBÆJAR — María Suðmunds-
dóttir Laugavegi 13. — SÍMl!
14 6 56 — NUDDSTOFAN ER A
SAMA STAÐ.
Vitavörðurinn tók vel á móti
mér. Hann kannaðist við mig úr
Siglingablaðinu og af útvarps-
þáttum mínum og hann hélt víst
að ég ætlaði að auglýsa vitann
hans dáiítið. Hann hafði ekkert
á móti þvf.
Svánes var skorpinn lítill karl
um sextugt, hressilegur og ör-
uggur í framkomu. Fljótlega
komst ég samt á þá skoðun að
þessi framkoma væri uppgerð
28
sem hann beitti til að dylja ör-
yggisleysi.
Nú stóðum við uppi hjá blikk-
lampanum í hvoifi vitans. Hann
var að enda við að útskýra ná-
kvæmlega fyrir mér hvemig
Ijósin störfuðu.
— Þetta er mjög nýtízkulegur
útbúnaður! sagði ég. Gamli vit-
inn hefur sjálfsagt verið frum-
stæðari?
— No-o .... Hann hikaði.
Frumstæður vil ég nú ekki segja.
Það var skikkanlegt ijósblikk-
tæki með 14 sekúndna snúnings-
hraða. Og kvikasilfursþrýstingi.
— Kvikasilfurstæki Bourd-
elles, var það ekki? Þvf sem tók
við af gamla rúlluvalsinum?
Maður á alltaf að sýna að mað-
ur hafi einhverja nasasjón af
faginu.
— Já einmitt. Hann kinkaði
kolli með viðurkenningarsvip.
Og þetta sjáið þér? .. Gamli
vitinn var trúlega og lítill. Hann
leit inn til landsins eins og til
að ásaka stjómarvöldin.
— En traustur og öruggur!
bætti hann við með áherzlu.
— Þegar frá er talið dauða
svæðið? sagði ég.
ARt í einu var hann á verði
Hann kipraði saman augun.
Hvað var ég að snuðra?
Ég hélt áfram: Er hugsanlegt
að fölsku vitaljósi hafi verið
komið fyrir í einhverjum hólm-
anna hér fyrir austan nóttina
sem Argo strandaði?
Nú var ekkert eftir af alúð-
inni. Fjarri því! Enginn reynd-
ur sjómaður mjmdi villast á
vitaljósi og öðru Ijósi. Og svo
bætti hann við snöggt, eins og í
sjálfsvöm: Og sízt af öllu hafn-
sögumaður!
— Það er ekki hægt að villast
á því og — tunglinu til dæmis?
Nei, þama kom þetta aftur.
Og mér 'öldungis að óvörum.
Hefði ég getað étið þetta ofaní
mig aftur, hefði ég samstundis
gert það.
— Tunglinu? Svánes beindi
augunum til himins yfir þessari
fráleitu spumingu. Það var í
norðri sem Sivert Skoddland
þóttist hafa séð Ijós. Og maður
sér ekki tunglið í norðri á norð-
urhveli jarðar, það vitið þér!
Ég sá hvemig ég féll f áliti
hjá honum. Eins og ég hefði
hrapað ofanúr vitahvolfinu og
niður á skerið.
— Nei, auðvitað ekki. Ég
sárskammaðist mín. Fyrirgefið
þér hvað ég spyr bjánalega.
Hefðuð þér sagt stjömur, hélt
hann áfram og brosti illkvitn-
islega. Því að stjömur sá Si-
vert Skoddland gegnum þokuna,
það er alveg víst. Bæði eina
stjömu og þrjár stjörour!
Af hverju varð hann allt í
einu svona ákafur? Eitthvað var
hann að reyna að breiöa yfir.
Var eitthvað sem hann hafði á-
hyggjur af? Hafði hann sam-
vizkubit?
Ég gekk hreint til verks: Var
það þess vegna sem hann missti
hafnsögumannsstarfið? Eigið þér
við að hann hafi drukkið í
starfi?
Svánes hreytti útúr sér: Mað-
ur sem drekkur, hann drekkur!
Við vorum komnir niðurbratt-
an hringstigann. Vitavörðurinn
gekk með mér niður að bryggj-
unni.
— Árið áður kom dálítið svip-
að fyrir, sagði hann. Árið 1945.
Hebe, þrjú þúsund tonn, brotn-
aði í spón upp við Haukhólm-
ann, næstum á sama stað og
Argo.
— Var þoka þá líka? spurði
ég.
— Já, reyndar. Og Hebe hafði
farið inn í þokubeltið án hafn-
sögumanns. Því að Skoddland
kom ekki, þótt hann hefði feng-
ið kall.
— Hvers vegna ekki?
— Vegna þess að hann var i
brúðkaupsveizlu. Með flöskum
og dansi! Svánes sá þetta fyrir
sér. Og það var skelfileg sjón.
— Reyndar var sagt að hann
hefði farið úr brúðkaupinu í
hestvagni til að gera skyldu
sína, og það hafi verið fyrir ó-
happ að hann komst ekki út i
Hebe í tíma. En rétta nafnið á
óhappinu var trúlega — fyllirí.
— Nei, það er ekki satt! Pabbi
drakk aldrei í starfi! Skoddland
hrópaði svo hátt, að hann yfir-
gnæfði vélarhljóðið. Fiskimaður-
inn afturá var hættur að tyggja;
harm var með tugguna í miðjum
munni og reyndi að hlusta.
— En bindindis- og bænaklík-
an hér fyrirgaf honum aldrei að
hann vildi ekkert hafa saman
við hana að sælda. Hann spark-
aði ’i tréklossa.
Þetta spark gat ég skilið. Og
svo varð hann f þeirra augum
áforbetranlegur fylliraftur?
— Þeim tókst að gera hann
að drykkjumanni, já — þegar
þeir voru búnir að taka af hon-
um starfið. Þá fór hann að
drekka ....
Sjóferðin var á enda; þetta
hafði verið skemmtilegur leið-
angur. Við Skoddland komum
gangandi upp frrá bryggjunni.
Til hægri við veginn var stór,
grá bygging með oddhvössum
inngöngudyrum á miðri fram-
hliðinni. Yfir dyrunum hékk
skilti með háum, alvarlegum
bókstöfum: JÖSAFAT.
Tveir menn stóðu á útitröpp-
unum; báðir voru f svörtum síð-
frökkum. Þeir horfðu þegjandi
á eftir okkur meðan við gengum
framhjá og á eftir fundum við
augnaráð þeirra hvíla á bökum
okkar.
Það fylgdi líka fleira á eftir
okkur. Það var verið að syngja
í bænahúsinu; sálmasöngur óm-
aði út í haustkvöldið. Það er
kannski Ijótt að segja það, en
söngurinn lét í eyrum eins og
sagarhljóð í timburverksmiðju.
Þama inni var sagað og sagað
— í sveran viðarkuþb jarðneskr-
ar eymdar:
— Synd og sorg eru systurorð,
fylgjast jafnan hér á jörð.
Synd frá Guði oss hefur villt
því er hjartað jafnan illt:
Hjarta sem af Guði er skapað
syrgir er það Guði tapar.
— Hvað hét Jósafat í Biblí-
unni?
— Veiztu það ekki? Skoddland
hafði ekki til einskis hlotið upp-
eldi sitt í Hólmavogi. Það er
dalurinn þar sem Drottinn á að
dæma heiðingjana. Fyrir syndir
sem þeir hafa drýgt gegn drott-
ins útvöldu hjörð. Jósafat þýð-
ir: Guð dæmir.
Nýtt sálmavers fylgdi okkur
•'DP brekkuna.
— Veiztu hverjir eru að
syngja þama? urraði hann. Það
er sveitarstjórnin.
— Ha? Upplýsingarnar komu
nokkuð á óvart.
— Bænahúsið hefur pólitískt
vald. Einu sinni slapp austlend-
ingur inn í sveitarstjómina
héma. Þú getur reitt þig á að
þeir voru ekki lengi að losa sig
við hann. Hann smellti saman
fingrunum til að gefa til kynna
hraðann.
— Austurlandið er Syndin,
skilurðu. Það er hór og dans,
spil og bíó, drykkjuskapur og
ríkismál. Slíkt og þvílíkt á ekk-
ert erindi í sveitarstjómina í
Jósafat!
Fyrir neðan okkur voru þeir
famir að sarga fjórða versið.
— Sjálfur er ég syndari
stend þvi og í sorginni;
hryggð og gleði fylla geð,
kætin blandast harmi með ..
Og tveir heiðingjar uppi í
brekkunni réttu ósjálfrátt úr
bakinu.
Seinna þetta kvöld sat ég á
tali við húsmóður okkar í einka-
dagstofu hennar. Ég hafði hreint
og beint barið að dyrum hjá
henni og farið inn. Sumpart til
þess að ylja andrúmsloftið f hús-
inu; það er óskemmtilegt fyrir
dvalargesti að finna sig í ónáð
hjá húsráðendum. En að sjálf-
sögðu hafði ég þann bakþanka
að fá einhverjar upplýsingar hjá
henni.
Eftir stundarrabb um daginn
og veginn, var hún ekki útaf
eins kuldaleg. Hún hellti uppá
könnuna handa mér og bar
fram kökufat. En þegar ég
minntist varlega á Argo-málið
varð- hún samstundis afundin
aftur.
— Nei! Hún reis á fætur með
snöggu viðbragði. Ég vil ekkert
skipta mér af því máli. Enda er
ég búin að gleyma öllum smá-
atriðum. Það eru svo mörg ár
síðan ....
Stofan bar sama svip hrein-
lætis og tiltekta og gestaher-
bergin. Og húsgögnin voru
hversdagsleg. En allt í einu kom
ég auga á grip sem stakk und-
arlega í stúf við plusstóla, brró-
SKIPATRYGGINGAR
Tryggingar
á vöpum í fluftningl
á eigum skipverja
Heímístrygging hentar ydur
Ábyrgðar
Veiðarfa
Aflaftryggingar
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRE
HtíDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SlMNEFN! i SURETY
SKOTTA
,Ef fslandsmeistaramótinu fer ekki að Ijúka, verður bráðum
ekki neinn sætur strákur eftir í skólanum".
LILJU BINDI FÁST ALSTAÐAR
FERÐIZT
MED
LANDSÝN
• Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða;
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ YIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFST OFAN
LA N □ SVN ^
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
UMBOÐ LOFTLEIÐA.
Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó.
KROJN - BÚÐIRNAR.
a
V
Hf!
>•
4 *«.| < F ■
CONSUL CORTINA
bílaleiga
magnúsar
skipholtl 21
símar: 21190-21105
^íauhur ^uömundóóon
HEIMASÍMI 21037