Þjóðviljinn - 11.11.1964, Page 12

Þjóðviljinn - 11.11.1964, Page 12
HÚSIÐ AÐ SILUNGAPOLLI ÓHÆFT TIL STARFRÆKSLU YISTHEIMILIS Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti Adda Bára^ Sigfúsdóttir- borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, eftirfarandi tillögu: „Þar sem húsið á Silungapolli má teljast óhæft fyrir annað en sumardvalarstarfsemi og ekki eru horfur á að nýbyggingar leysi það af hólmi á næst- unni, ákveður borgarstjórnin að kaupa á næsta ári nægan húsakost í Reykjavík til þess að hætta megi starfrækslu vistheimilis á Silungapolli í árs- byrjun 1966“. 1 framsögurseðu sinni minnti Adda Bára á ásetlun þá um byggingu dagheimila og vist- heimila, sem borgaryfirvöld hefðu samþykkt á sínum tíma, en ýmiskonar röskun hefði þegar á orðið. f áætluninni væri að finna alllangan lista yfir heim- ili, sem talið væri nauðsynlegt að koma upp. en skoðanir væru Vinningar í happdrætti henáms- andstæðinga Enn hafa ekki allir gert skil í happdrætti hemáms- andstæðinga og eru það vinsamleg tilmæli frá Sam- tökunum til þeirra, sem fengu miða senda en hafa hvorki greitt þá né endur- sent, að hafa samband við skrifstofuna £ Mjóstræti 3 hið bráðasta. Skrifstöfan verður fram- vegis opin mánudaga til föstudaga kl. 16.30—18.30, sími 24701. Vinningsnúmerin í happ- drættinu eru þessi: Góðhestur nr. 8824 Málverk eftir Jóhann Briem 12251 Málverk eftir Jón Engilberts 3703 Málverk eftir Karl Kvaran 9701 Málverk eftir Hafstein Austmann 11721 Málverk eftir Jóhann- es Jóhannesson 11417 Málverk eftir Þorvald Skúlason 4915 Málverk eftir Guð mundu Andrésd. 5391 Málverk eftir Kjartan Guðjónsson 6606 Magnús Á. Árnason 4197 Sigurð Sigurðsson 3348 Vatnslitamynd eftir Gunnlaug Scheving 72 Vatnslitamynd eftir Barböru Ámason 2079 Vatnslitamynd eftir Barböru Ámason 10299 nokkuð skiptar á því hver röð framkvæmdanna ætti að vera. Borgarstjórnin gæti því ekki bundið sig við neina ákveðna röð. Lélegur og óhagstæður húsakostur Ræðumaður benti síðan á að í umsögn bamavemdarnefndar hafi brýnasta þörfin verið talin vera fyrir vistheimili (upptöku heimili) og væri æskilegt að til- raun yrði gerð með fjölskyldu- heimili fyrir fá börn, t.d. 5, við fyrstu hentugleika. Síðan las Adda Bára upp orðréttan kafla úr álitsgerð bamaverndarnefnd- ar: „1 næsta áfanga mun vera mikil nauðsyn að reisa heimili fyrir 2-7 ára böm í stað þess, sem nú er rekið á Silungapolli við lélegan og óhagstasðan húsa- kost.” Adda Bára benti ennfremur á að höfundur fyrrgreindrar áætl- unar virðist einnig hafa í huga að ekki verði unað við Silunga- poll til lengdar, því að þeir hefðu sagt, þegar þeir ræddu um heimili fyrir 2ja til 7 ára börn, að til greina kæmi að kaupa hús á hentugum stað, einkum með tilliti til þess að rík þörf muni væntanlega fyr- ú slíkt heimili á næstunni. Ég hygg því, bætti Adda Bára Sigfúsdóttir við, að ég þurfi ekki að gera svo mjög grein fyrir því að þörf sé á að flytja vistheimilið frá Silungapolli, það virðast allir h'afa viðurkennt, sem um málið hafa fjallað. Og síðan hélt hún áfram eitt- hvað á þessa leið: Ég vil aðeins nefna það að nú þegar er búið að lagfæra flest það sem lagfært verður, án þess að byggja hreinlega að nýju, og samt er ekki ger- legt að hita húsið á viðun- antli hátt, og ófróðum at- huganda a.m.k. gæti virzt, að um óhugnanlega eldhættu gæti verið að ræða, ckki sízt þá köldu morgna, sem olian hefur þykknað í Ieiðslum og nota þarf blys til þess að fá hana til að hniga. Ekki stórátak Þörfin er ljós og viljinn til Framhald á 9. síðu. Frk. Gutarp saumar á Husquarna saumavél. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Husqvarna sauma- vélar kynntar Um þeSsar mundir er stödd hér á landi frk. Gutarp frá sænska fyrirtækinu Husqvarna, I dag og næstu daga mun frk. Gutarp, ásamt frú Erlu Ásteirs- dóttur og önnu Kristjánsdóttur, kynna Húsqvarna saumavélar í húsakynnum umboðsins Gunnar Ásgcirsson h.f. Þar vcrða einnig sýndir munir sem unnir eru í Husqvarna saumavélunum. í dag og á morgun er ætlast til að handavinnukennarar og nemendur handavinnukennara- skólans njóti leiðbeininga frk. Gutarp, en föstudag og laugar- dag verður sýningin opin al- menningi. Umboð Husqvarna saumavéla hér á landi hefur lagt ríka áherzlu á það að gefa konum kost á að læra á saumavél- arnar, svo að þær geti til fulln- ustu notfært sér alla þá mögu leika sem vélarnar hafa uppá að bjóða. Hefur jafnan verið starfandi hjá fyrirtækinu kona sem annast kennslu, þessa. Til Jósafat jjýðir skáldsögu Þau tíðindi hafa gerzt i menningarmálum þjóðarinn- ar, að Jósafat Argrímsson, lanndskunnur fjármálamaður o. fl., hefur staðið að útgáfu skáhlsögu. Honum hefur meira að segja þótt svo mik- ið við liggja, að hann hefur Iagt á sig það erfiði að þýða bókina úr enskri tungu. Skáldsága þessi heitir Sekur eða saklaus, og nafnið er alls ekki nein tilviljun. Jósafat gerir sjálfur sitt til, að útkoma þessarar bókar tengist í vitund manna við- skiptum hans við dómstóla og blöð. Þannig setur hann sjálf- ur svohljóðandi orðsendingu framan við söguna: Tíminn mun leiða í Ijós að Alþýðudómstólar eru ekki Þjóðarvilji, né sæmandi Upphafsdögum Frjálsrar þjóðar. Og geta mennn síðan reynt, ef þeir geta, að komast hjá þv£ að skilja hvað við er átt. Mál það sem segir frá £ bókinni er annars gjörólfkt málum þeirra Jósafats og svo Lárusar Jóhannessonar. Þan segir frá ungum lögfræðingi. sem hefur gerzt verjandi vís- indamanns, sem kallaður er fyrir Öamerísku nefndina sakaðitr um kommúnisma Taugar prófessorssins bila og hann fremur sjálfsmorð Þá ákveður lögfræðingurinn. að ljúga upp á sjálfan sig kommúnisma og láta æsinga- menn komast á sporið, til að koma síðan fyrir Óamer- fsku néfndina og fletta of- an af þeim svivirðulegu of- sóknum sem allskonar skugga- baldrar fremja í nafni lýð- ræðis. Slikt efni virðist sjálfsagt koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum úr þessum herbúðum. En Jósafat vill sem fyrr segir hvað sem tautar og raular tengja þessa sögu sfnum málum — endur- tekur • reyndar þann ásetning á kápusiðu. Og eru vegir fjármálanna sannarlega krókóttir. þess að benda viðskiptavinunum a þessa ágætu þjónustu, fylgir hverri saumavél kennslukort fyr- ir 6 klukkustundir. Ennfremur hefur frú Erla Ásgeirsdóttir ferðast um landið til að kenna á vélarnar. Saumavélar þessar hafa náð mjög miklum vinsældum hér og munu hérlendis seldar fleiri Husqvarna saumavélar en í nokkru öðru landi, miðað við fólksfjölda. Þess má að lokum geta að Husqvarna Vapenfabrik er um 300 ára gömul og hefur verk smiðjan framleitt saumavélar í tæpa öld, og er nú með stærstu framleiðendum í sinni grein í Evrópu. Vélar þessar gefa mikla möguleika og ná ólíklegustu merkjum og mynztrum. En nýj- asta gerð þessara véla er reynd- ar talin svo einföld, að barn getur notað hana tilsagnarlítið. Fró ÆFR I kvöld klukkan 20.30 mun Vernharður Linnet kynna jazz söngvara á Jazzkvöldi í Tjamar götu 20. Félagar eru hvattir til að mæta stundvíslega. Á föstudaginn kemur verður sýnd í Tjamargötu 20 mynd um beitiskipið Pótekín og mun Magnús Jónsson blaðamaður flytja skýringar með myndinni. Þá má geta þess, að hið vin sæla veggblað ÆFR, „Róttækir Pennar hefur hafið göngu sína að nýju. Míðvikudagur 11. nóvember 1964 — 29. árgangur — 248. tölublað. Stúdentaráð gengst fyrír fyrírlestrum „í 10. grein laga Stúdentaráðs íslands, þar sem talin eru upp verkefni ráðsins segir m.a., að því beri „að stuðla að vöku þjóðarinnar í menningarmálum, m.a. með . •. fyrir- lestrahaldi“. Enn hefur Stúdentaráð litla ræktarsemi sýnt þessum lið í lögum sínum, og er þröngur fjárhagur að sjálfsögðu ein helzta orsökin. Stúdentaráð hefur nú ákveðið að gera tilraun með slíka starfsemi, og vonar að stúdentar og almenningur sýni henni svo mikinn áhuga, að sjálfsagt þyki að halda henni áfram“. Þannig komst Vésteinn Ólafs- son stud. mag. að orði, á blaða- mannafundi í fyrradag er boð- að var til af Stúdentaráði Há- skóla íslands. Vésteinn á sæti í Stúdentaráði og hefur séð um allan undirbúning, að þeirri nýi- ung í starfsemi Stúdentaráðs að fá ýmsa mæta menn til að halda fyrirlestra, um einhver þau efni er frætt gætu og menntað stúdenta og aðra þá, er fyrirlestra þessa myndu sækja. Kvað hann tilgang með starf- semi þessari vera einkum þann að vinna gegn síaukinni sér- hæfingu háskólaborgara og ann- arra þjóðfélagsþegna, þeina at- hygli manna að verðugum íhug- unarefnum utan þeirra sérsviðs. Stúdentaráð hefur þegar feng- ið þrjá fræðimenn og fyrirles- ara, til að flytja fyrirlestra. Þá Hörð Ágústsson listmálara, fil. lic. Svein Einarsson leikhússtjóra og dr. Tómas Helgason prófessor. Og mun Hörður ríða á vaðið með þremur fyrirlestrum um íslenzka byggingalist. Hörður er allra manna lærð- astur um sögu íslenzkrar bygg- ingarlistar. Og menn minnast án efa bráðskemmtilegra greina hans um erlenda og innlenda byggingalist, er birzt hafa £ tímaritinu Birting síðusta ára- tuginn. Um skeið hefur hann notið hæzta styrks úr Vísinda- sjóði, til að geta helgað sig rannsóknum á sögu íslenzkrar byggingarlistar. Hörður hefur safnað efni sínu á rannsóknar- ferðum um landið og einnig á söfnum hér heima og erlendis. Á fundinum í fyrradag kvaðst Hörður hafa unnið að könnun á sögu íslenzkrar byggingarlist- ar síðastliðin 4 ár. Og í fyrir- lestrunum þrem myndi hann ræða um þá gömlu byggingarlist er hér tíðkaðist, þar til timbur- húsið kom til sögunnar. Fyrsti fyrirlestur Harðar verð- ur annað kvöld kl. 9 í I. kennslu- stofu Háskólans og hinir tveir á sama tíma og sama stað, fimmtudagana 19. og 26. nóv- ember. Að fyrirlestrinum lokn- um mun Hörður svara fyrir- spurnum, er fram kunna að koma. Eins og fyrr segir er ÖHum heimill aðgangur. Sramhald á 3. síðu. Ásgrímssafn gef ur út nýtt jólakort Jólakort Ásgrímssafns þetta ár er gert eftir eldgosmynd í safninu. Heitir myndin „A flótta undan eldgosi“, og sýnir á áhrifaríkan hátt ógnir elds- umbrota er menn og skepnur flýja frá. Ásgrímssafn hefur þann hátt á. að gefa aðeins út eitt lit- kort á ári, en vanda því betur til prentunar þess. Myndamót er gert í Prentmót h.f., en Vík- ingsprent hefur annazt prentun. Einnig hefur safnið gert það að venju sinni, að byrja snemma sölu jólakortanna, til hægðar- auka fyrir þá sem langt þurfa að senda jóla- og nýárskveðju. Er Ásgrímur var fallinn frá, fundust í húsi hans gömul olíu- málverk, sem gera verður við og hreinsa. Allur ágóði af korta- útgáfunni gengur til þessa verks, en Ríkislistasafnið í Kaupmanna- höfn vinnur það með miklum á- gætum. Listaverkakortin eru aðeins til sölu £ Ásgrfmssafni, Bergstaða- stræti 74, og Baðstofunni f BJÖRN JÓNSSON TEKUR SÆTI Á ALÞINGE □ Björn Jónsson, 4. þingmaður Norður- landskjördæmis vestra fyrir Alþýðubandalag- ið hefur nú tekið sæti á Alþingi. Fram að þessu hefur Arnór Sigurjónsson, fyrsti vara- maður Björns, skipað þetta sæti í hans stað. Hafnarstræti, þar sem safnið er ekki opið nema 3 daga £ viku> sunnudaga, þriðju- og fimmtu- daga frá kl. 1,30—4. Eitt skip yfir 50 þús. mál I gær sendi Landssam- band fslenzkra útvegs- manna frá sér sfðustu aflaskýrslu sfna á sildar- vertíðinni Norðanlands- og austan sem nú er að ljúka. Samkvæmt henni fékk 41 skip einhvern afla f sfðustu viku en eins og skýrt var frá hér £ blaðinu i gær eru flest skipin nú hætt veiðum nema nokkr- ir Austfjarðabátar. Eitt skip var um sfð- ustu helgi búið að afla yf- ir 50 þúsund mál og tunn- ur á vertfðinni, Jón Kjart- ansson fra Eskifirði, og fimm önnur hafa aflað yf- ir 40 þúsund mál og tunn- ur f sumar og haust. Er hér um algeran metafla á síldveiðum að ræða. Skipin 6 sem aflað hafa yfir 40 þús. mál og tunn- ur eru þessi: « Jón Kjartanss., Eskif. 50.478 Snæfell, Akureyri 44.430 Bjarmi II., Dalvík 43.656 Sig. Bjarnas., EA 42.675 Þórður Jðnass., RE 42.601 Hannes Hafstein, EA 42.022

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.