Þjóðviljinn - 15.12.1964, Síða 12

Þjóðviljinn - 15.12.1964, Síða 12
Áðveitustöð og é- lagsstýríngarkerfí / Hafnarfírði Á laugardag minntist Rafveita Hafnarfjarðar 60 ára af- mælis almenningsrafveitna á íslandi með því að taka í notkun nýja aðveitustöð og álagsstýringarkerfi fyrir Hafn- arfjörð. Sextíu ár eru liðin frá því að Jóhannes Reykdal lét virkja laekinn í Hafnarfirði og kom á fót fyrstu rafveitu á íslandi. Rafveita Hafnarfjarðar minntist þessa atburðar með því að taka í notkun á laugardag nýja að- veitustöð og álagsstýringarkerfi. Var nokkrum gestum og fréttamönnum boðið að vera við- staddir vígsluathöfnina, sem hófst með því að Gísli Jónsson KR vann FH 1 gær lauk fyrri hluta afmæl- ismóts FH. Á þessum fyrsta degi voru leiknir fjórir leikir. f meistaraflokki karla KR:F'H, sem lauk 12:11 fyrir KR. í meistaraflokki kvenna Valur:FH, sem lauk 10:6 fyrir Val. f II. fl. karla Valur:FH, sem lauk 11:7 fyrir Val. Og að lokum í 1. fl. karla FH:KR, sem lauk 7:4 fyrir FH. — Nánar verður sagt frá leikjunum á íþróttasíðu á morgun. lýsti aðveitustöðinni og álags- stýringarkerfinu stuttlega. í>ví næst vígði Hafsteinn Baldvins- I son bæjarstjóri aðveitustöð og Vigfús Sigurðsson formaður raf- veitunefndar, álagsstýringarkerf- ið. Að þvi loknu var gesturn bo;ð- ið upp á hressingu í Alþýðu- húsinu, þar fluttu ávörp og ræð- ur Hafsteinn Baldvinsson bæj- arstjóri, Gísli Jónsson rafveitu- stjóri og Jakob Gíslason raf- orkumálastjóri. f ræðu sinni skýrði rafveitu- stjóri frá því að með núverandi útbúnaði hinnar nýju aðveitu- stöðvar mætti gera ráð fyrir að hún fulbiægði raforkuþörf orku- veitusvæðis Rafveitu Hafnar- fjarðar í 7—8 ár. Og þá yrði væntanlega bætt við 10 mega- vatta spenni og málraun stöðv- arinnar þannig tvöfölduð, sem ætti að duga næstu tíu árin þar á eftir eða þar til ca. 1982. Allur rafbúnaður stöðvarinn- Vigfús Sigurðsson formaður rafveitunefndar, vígir álagsstýringar- ar er innanhúss og þar með tald- kerfið með Því aá senda út fyrsta „programmið“. (Ljm. Þj. A.K.) Sovézkur HAMLET sýndur / Reykjavík A laugardag buðu sendiherra Sovétríkjanna, Túpitsín og sov- ézki verzlunarfulltrúinn, Grats- jof, til sýningar á nýrri sovézkri stórmynd, gerðri eftir harmleik Shakespeares, Hamlet. Sýningin fór fram í Háskólabíó. Margir ágætir kraftar hafa unnið að þessari mynd. Leik- stjóri er Grígorí Kozintséf, sem leikurum Listaleikhússins í Moskvu, en hann leikur konung- inn og einhver ágætasti fulltrúi leikhúsa í Leningrad, Tolúbééf, sem leikur Poloníus. En stærsta sigur vinnur ungur leikari. Inn- okentí Smotkúnovskí, sem fer með hlutverk Hamlets, og hefur hlotið viðurkenningu margra gagnrýnenda fyrir örugga og SíldtilBÚR Reykjavik 14/12 — Togarinn Pétur Halldórsson kom í gær kvöld til Reykjavíkur með 3600 tunnur af ísaðri sild og hafði togarinn lestað þessa sild á Nes- kaupstað fyrir helgi og var þá að koma úr söluferð til Eng- lands. f morgun var þegar hafin uppskipun á síldinni og henni ekið inn í fiskverkunarhús Bæj- arútgerðarinnar og þar verður hún söltuð og fryst til helm- inga á Rússlandsmarkað. Þjóðviljinn átti stutt viðtal við Martein Jónasson, forstjóra í dag og sagði hann, að hátt á annað hundrað manns ynnu við þessa verkun og yrði unnið fram eftir kvöldinu og á morgun líka. Ákvörðun verður tekin á morg- un um áframhaldandi flutninga á sild af Austfjarðahöfnum og verður sú ákvörðun byggð á gæðum síldarinnar. ir spennarnir. Rekstrartruflanir í aðveitustöðinni vegna sjávar- seltu, sem verður talsverð í Hafnarfirði i hvassri suðvestan átt, eru því alveg útilokaðar. Rafbúnaður aðveitustöðvarinn- ar er framleiddur af Siemens og Schuchert í Þýzkalandi, en umboðsfirma þeirra hér á landi er Smith og Norland h.f. Um álagsstýringarkerfið sagði rafveitustjóri, að það hefði fyrst og fremst verið keypf til þess að no.ta í stað rofaklukkna til þess að rjúfa strauminn hjá þeim, sem kaupa raforku til hit- unar. Ennfremur verður kveikt á eötulýsiogu bæjarins með því. Álagsstýringarkerfið er keypt hjá svissneska fyrirtækinu Zell- weger en umboðsfirma þeSs hér á landi er G. Marteinsson h.f. í ræðu sinni skýrði rafveitu- stjóri einnig frá því að síðan bygging aðveitustöðvarinnar hófst fyrir um fimm og hálfu ári hafi byggingarkostnaður stöðvarinnar, sem var áætlaður upphaflega 3. milj. kr. hækkað upp í 11 miljónir króna. var einn þeirra er hófu sovezka kvikmyndagerð til mikils vegs og virðingar um og eftir 1930, og hefur margt afrekað síðan. Tónlistina gerði Dmítri Sjostako- vítsj. Margir þekktir leikarar koma fram í myndinni eins og t.d. Nézvanof, einn af fremstu- frumlega túlkun. Viðstaddir sýninguna voru ma. forseti íslands, ráðherrar og sendiherrar erlendra ríkja. Gengið mun hafa verið frá samningum um að þessi kvik- mynd verði sýnd í Laugarás- bió. Skip í sjávarháska og fíóð / Bretlandi LONDON 14/12 — Mörg skip hafa orðið að leita aðstoðar vegna ofsaveðurs á Norðursjó og Eystrasalti. 1 Bretlandi hefur orðið mikið tjón af völdum flóða eftir úrhellisrigningar síðustu vikurnar. 5.000 lesta skip frá Líberíu, Navidad, strandaði á sandrifi við eina af frísknesku eyjunum og tvö lítil skip rak upp í land- steina við Ijmuiden í Hollandi. Mörg önnur skip hafa gefið frá sér neyðarmerki. Eldur logar í sænsku skipi í höfninni í Le Havre og er það að sökkva. Einnig hefur frétzt af skipum í sjávarháska á Eystrasalti og Varð fyrir reiðhjóli Laust fyrir klukkan fjögur í gærdag varð það slys á Lauga- vegi, við hús númer 72, að kona varð fyrir reiðhjóli og hlaut höf- uðáverka. Konan sem fyrir slys- inu varð heitir Sigriður Jóns- dóttir til heimilis að Háaleitis- vegi 20. Hún var flutt á Slysa- varðstofuna. tjón hefur orðið af völdum ó- veðurs síðustu daga í suðurhluta Svíþjóðar og í Póllandi. í Englandi og Wales hafa ven- ið úrhellisrigningar undanfam- ar vikur og meiri en dæmi eru til á þessum tíma árs síðustu 35 árin. Hefur víða orðið mik- ið tjón af völdum flóða, eink- um í Wales. Rapacki mælir gegn MLF í SÞ NEW YORK 14/12 — Adam Rapacki, utanríkisráðherra Pól- lands, gagnrýndi á þingi SÞ f dag áformin um stofnun kjam- orkuflota Nato, MLF, og sagði að ef úr þeim yrði myndu við- sjár vaxa aftur í Evrópu. Eng- inn gæti ætlazt til að rfki Aust- ur-Evrópu gerðu ekki sínar var- úðarráðstafanir. Hann ítrekaði pólsku tillöguna um bann við staðsetningu kjarnavopna í Mið- Evrópu og lagði til að haldinn yrði fundur allra ríkja Evrópu, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna til að fjalla um öryggismálin. Jóhannesarkvöid Sovézk-íslensska vináttufélagió gekkst í miðjum síðasta mán- uði fyrir samkomu ásamt Er- lenda bókasafninu til heiðurs Jó- hannesi úr Kötlum hálfsjötugum. Formaður félagsins, Nikolaj Gontsjarof, flutti ávarp og ræddi einkum um þýðingar á íslenzk- um bókmenntum í Sovétríkjun- um og áhuga á þeim. Hann gat þess meðal annars, að bækur eítir íslenzka höfunda hefðu nú komið út i tæplega hálfri ann- ari miljón eintaka þar austurfrá. Nemandi við Heimsbókmennta- ■ stofnunina, Alexei Kítlof, flutti ! ræðu um Jóhannes úr Kötlum, j líf hans og starf. Hann las og ; upp úr eigin þýðingum á kvæð- um skáldsins og svo kvæði sem hann hefur sjálfur ort til Jó- hannesar. Fundi þessum lauk með því að sýndar voru tvær stuttar kvik- myndir frá fslandi. ætur afmælisfundur Trésmiiafélais Rvíkur Hátíðafundur Trésmiðafélags Reykjavíkur I tilefni af sextíu og fimm ára afmæli félagsins var hinn virðulegasti og vel til hans vandað. Var fundurinn haldinn í Gamla bíói s. I. laug- ardag og um kvöldið héldu tré- smiðir afmælishóf í Sigtúni. Sviðið í Gamla bíói var fall- ega skreytt, nafn Trésmiðafé- lags Reykjavíkur með stórum stöfum yfir sviðinu, baksviðs fánaborg úr íslenzkum fánum og hinum rauða fána verkalýðs- hreyfingarinnar, en ræðustóll skreyttur íslenzkum fána, en sinn hvoru megin sviðsins fremst voru fánar félagsins, gamli fáninn frá 1908 og nýi fáninn, hvor um sig einkenn- andi fyrir sinn tima. Og fremst á sviðinu fagrar blómakörfur. sem félaginu hafði borizt að gjöf og framan á sviðsþilinu blasti við merki félagsins. Benedikt Davíðsson stjórnaði fundinum. Fyrst lék Lúðrasveit verkalýðsins undir stjórn Sig- ursteins D. Kristinssonar nokk- ur lög og þakkaði Sigursveinn Trésmiðafélaginu stuðning við rrenningarviðleitni verkalýðs- samtakanna og árnaði félaginu allra heilla. -ir Heillaóskir og gjafir. Benedikt Davíðsson skýrði því næst í fáum orðum frá tilhög- un afmælisins og minnti á sögu félagsins, sem Gils Guðmunds- son hefur skráð og út kom á afmælisdag félagsins. Heillaósk- ir bárust frá fyrrverandi for- mönnum félagsins, sem ekki gátu verið viðstaddir og frá Ragnari Þórarinssyni hinum mikilsvirta starfsmanni félag-;- ins um áratugaskeið. Minnti Benedikt á afmælis- gjafir sem félaginu hefðu borizt, m. a. frá Meistarafélagi húsa- smiða. Málarafélagi Reykjavík- ur, Sambandi byggingamanna, Vinnuveitendasambandinu og Múrarafél. Reykjavíkur. Finnur O. Thorlacius hafði gefið fé- inu silfurbikar sem á að vera farandgripur til verðlauna fyrir sveina sem smíða óvenjugott sveinsstykki og hafa líka gott próf úr Iðnskólanum. Vcrkefnin næg. Þá tók Jón Snorri Þorleifsson formaður Trésmiðafélags Reykja- víkur til máls og flutti aðal- ræðu fundarins. Rakti hann til- drögin að stofnun félagsins og minnti á nokkur atriði úr ævi- ferli þess. Meginkafli ræðunnar fjallaði þó um félagið eins og það er nú og verkefni þess, og skýrði ræðumaður loks frá til- drögum að stofnun Sambands byggingamanna. Lagði Jón Snorri áherzlu á að ráða yrði bót á skipulagsleysinu í bygg- ingarmálum landsmanna og úti- loka að hægt yrði að gera hús- næðisþörf manna að gróðalind. Hvatti hann trésmiði til að fylgjast vel með í tækniþróun á sínu sviði og vera reiðubúna að leita nýrra leiða, jafnframt því Framhald á 9. síðu. Frá hátíðafundi Trésmiðafé- lags Reykjavíkur í Gamla bíói, Iaugardaginn 12. desem- ber 1964. — Lúðrasveit verka- lýðsins, stjómandi Sigursveinn D. Kristinsson, á sviðinu, sem er fagurlega skreytt. Séð yfir nokkurn hluta af fundi trésmiðaima í Gamla bíói. — Ljósm., A.K..

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.