Þjóðviljinn - 17.12.1964, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 17.12.1964, Qupperneq 6
5 SlÐA ÞIÓÐVILIINN Fimmtudagur 17. desember 1964 ■ Meðan yfir stóð „Vetrarstríðið“ 1939—40 milli Finnlands og Sovétríkjanna, voru blaðalesendur um heim allan fóðraðir á frásögnum um árás einræðisrfkisins á lýðræð- isríkið Finnland. Gleymd var nú með öllu ógnarstjóm h-vítliðanna eftir borgarastyrj- öldina í Finnlandi, gleymd var vopnuð, finnsk innrás í hið unga sovétlýðveldi, gleymd var hin fasistíska Lappo-hreyfing og samúð yfirvaldanna með þeirri hreyfingu. Eftir var aðeins „lýðræðið11 sem erlent ofbeldi tróð nú undir fótum. Raunverulega hafði lýð- ræðið búið við harla þröngan kost í hinu unga, finnska ríki. Það var afturhald og lýðræði „svartstakkanna“, sem með völdin fór og notaði þá aðstöðu á ýmsan þann hátt, sem minnti á þróun mála með hinum þýzku vopnabræðrum. — Frá því segir Helge Larsen í eftirfarandi grein. Myndin er af aðalstöðvum finnsku fasistasamtakanna IKL, cða Alþýðuhreyfingar föðurlandsins. Helge Larsen skrifar um aðdragandann að „vetrarstríðinu" 1939-40 LYÐRÆÐI SVARTSTAKKANNA Stór-Finnland Þeir menn, er með völdin fóru í Finnlandi, reyndu ekki árið 1918 að leyna hatri sinu á sósíalismanum, og var jafnt um að ræða sósíalisma innan landamæranna sem utan. íætta hatur birtist hvað greinilegast í borgarastyrjöldinni, og einn- ig þegar finnskar hersveitir reyndu að leggja grundvöllinn að Stór-Finnlandi með því að ráðast inn í Austur-Karelíu, sem ávallt hefur verið rúss- neskt landssvæði. Þessi innrás Finna fór út um þúfur eins og *®ðMr innrásir Vesturveld- anna í Sovétríkin — en draum- urinn um Stór-Finnland hvarf ekki úr sögunni með því, hann var lagður til hliðar og birt- ist æ oftar á ný eftir að naz- istar tóku völd í Þýzkalandi. Einn helzti talsmaður þessa draums var fyrrverandi liðs- foringi í keisarahemum, Mann- erheim, en um hann segir svo í bókinni „Finland och andra várldskriget”: — Hann skýrir svo frá, að hann hafi þegar í lok árs 1917 reynt að efla til vopnaðrar nppreisnar gegn bolsévika- stjórnbmi í Kússlandl, áður en hann yfirgaf rússneska her- inn og sneri aftur til Finn- lands. Eftir ósigur sinn við fyrstu forsetakosningar í Finn- Iandi 1919 reyndi hann sem einn áhrifamesti óbreyttur borgari landsins að koma þvf til Ieiðar, að Finnland tæki þátt í alþjóðlegri innrásarher- ferð til þess að vinna Petro- grad til handa rússneskri í- haldsstjóm. Og enda þótt þeir Manner- heim og Svinhufvud rsíkisstjóri væru um margt ósammála, voru þeir innilega sammála um það, að lýðræði væri óþörf vara í Finnlandi, eða kurteis- legar sagt, að „finnska þjóðin væri ekki nægilega þroskuð fyrir lýðræði". Þetta var meg- inatriðið í stefnuskrá Svinhufv- uds, en sú stefna setti svip sinn á fyrsta — og einnig síð- ara — sjálfstæðistímabil lands- ins. Þessi stefna hvatti til aft- urhalds og fasisma. Þessi stefna lýsti sér meðal annars í því, að Kommúnistaflokkur Finnlands sem stofnaður hafði verið ólög- lega 1918, gat ekki komið op- inberlega fram fyTr en 1944. Þar við bættist, að yfirvöldin ofsóttu á allan hugsanlegan hátt sérhverja flokksstofnun sem var til vinstri við hinn hægrisinnaða, nýstofnaða Sós- íaldemókrataflokk, en forystu- menn hans voru menn á borð við Váinö Tanner og aðrir uppgjafaspekúlantar. Þetta sannnðist einnig á Sósíalistíska verkamannaflokknum, sem stofnaður var í maí 1920. Stofn- þinginu var slitið af lögregl- imni, sem handtók þingforset- ana, og í febrúar 1921 voru ellefu af hinum væntanlegu stofnendum dæmdir í saman- lagt 40 ára fangelsisvist. Fyrir lýðræðisöflin var það nokkur sigur, að Mannerheim, sem í lok ársins 1918 leysti Svinhufvud af hólmi sem rík- isstjóri, féll við forsetakosning- arnar næsta ár. Kosinn var Stáhlberg, sem var heldur meir hægfara. En afturhaldið hafði berg, en Relander hafði tekið við af honum sem forseti, var numinn á brott ásamt konu sinni og farið með hann að landamærum Sovétríkjanna, sama var gert við Hakkila, hinn sósíaldemókratíska varaforseta þingsins. Meðlimum í stjóm- arskrárnefnd þingsins var mein- að að mæta á fundum nefnd- arinnar og þeir numdir á brott. Til þess að þjarma nú veru- lega að stjóm og þingi og fá þessa aðila til þess að herða á baráttunni gegn kommúnism- ich, sem var þekktur fyrir and- stöðu sína gegn Lappo-hreyf- ingunni, halda þar ræðu. — Lappo-hreyfingin mótmælti, og krafðist þess, að fundurinn yrði bannaður. Nokkur hundr- uð manna vopnaður hópur Lappo-liða bar fram kröfuna, og þegar henni var vísað á bug, hófu fasistamir skothríð á fundarhúsið. Leiðtogar hreyf- ingarinnar notuðu tækifærið til að senda forsetanum símskeyti og krefjast þess að stjórnin yrðisettfrá völdum, og „stjóm- Ariö 1931 var fasistinn Pebr Evind Svinhufvud kjörinn forseti Finnlands. Á myndinni liér að ofan sést hann æfa skotfimi sína. hvorki misst kjarkinn né tapað orustunni, og 1923 lét stjóm Kallios fangelsa þá vinstrisinn- aða þingmenn, sem hún lýsti sem kommúnistum. Lappo-hreyfingin Undir slagorðum andkomm- únismans og með „frelsi“ á vörum tók afturhaldið á sig æ meiri fasistablæ. Lappo-hreyf- ingin, sem stofnuð var í lok áratugsins eftir 1920 Qg dreg- ur nafn sitt af bænum Lappo, þar sem stofnunin fór fram, var nákvæm hliðstæða við SA- sveitir Hitlers í Þýzkalandi. Það gaf hreyfingunni byr und- ir báða vængi, að menn eins og Mannerheim og Svinhufvud ásamt öðrum háttsettum stjóm- málamönnum lýstu yfir fylgi sínu við hana, enda væri hún „alþjóðarhreyfing” gegn komm- únismanum. Á sama hátt og í Þýzkalandi hófu fasistahópamir árásir á kommúnista og vinstrisinnaða menn. Prentsmiðjur vinstri afl- anna í landinu voru eyðilagð- ar, mannrán og morð áttu sér stað hvað eftir annað. Stáhl- anum, efndi Lappo-hreyfingin í júlí 1930 til bændagöngu til Helsinki — en þær aðgerðir fengu stuðning hægrisinna og að nokkru leyti bændaflokks- ins. f stað þess að láta til skar- ar skríða gegn Lappo-'hreyfing- unni, lét rikisstjómin undan kröfum hreyfingarinnar og herti á lagaákvæðum gegn starfsemi kommúnista, tak- markaði ritfrelsi og fangelsaði þá þingmenn, sem um þessar mundir höfðu fengið á sig kommúnistastimpilinn. Með öll- um þessum aðgerðum tókst Lappo-hreyfingunní að fá Svin- hufvud kjörinn forseta 1931 með atkvæðum 151 kjörmanns, Stáhlberg hlaut 149. Hreyfing- in hafði hér unnið nýjan sig- ur og komið sínum manni, en það var Svinhufvud fremur öllu öðru, á forsetastól. En fasistahreyfingin gekk svo langt, að ríkisstjómin taldi sig að lokum tilneydda til þess að snúast gegn henni, enda þótt það væri gert af ítmstu nær- gætni. 1 febrúar 1932 höfðu sósíaldemókratar boðað til fundar í bænum Mantsala, og skyldi þingmaðurinn Mikko Er- arstefnunni breytt“. Fleiri og fleiri Lappo-liðar söfnuðust saman í Mantsála, sem að lok- um var í nokkurskonar umsát- ursástandi. Ríkisstjómin neydd- ist til þess að „gera vamar- ráðstafanir" til þess að hindra hergöngu til Helsinki, og nokkr- ir leiðtogar hreyfingarinnar voru handteknir. Þetta hafði það í för með sér, að tveir hægrisinnaðir ráðherrar hurfu úr stjórninni í mótmælaskyni við þessar „óréttmætu" hand- tökur. Eftir viku tíma gafst Lappo upp og hreyfingin var „leyst upp“. „Upplausnin" var þó ekki betur framkvæmd en svo, að önnur fasistasamtök vom mynduð í staðinn, hin svo- nefnda Alþýðuhreyfing föður- Iandsins (HCL), sem hélt áfram baráttunni gegn lýðræði og kommúnisma — með sömu að- ferðum. Er sósíaldemókratar héldu þing í Tammerfors í maí 1933 réðust IKL-liðar á hina rauðu fána, afleiðingin varð sú, að hert var á þeirri lög- gjöf, sem framar öllu var beint gegn vinstrihreyfingunni. Ognarstjórn f fangelsunum var einnig hert óhugnanlega á ógnar- stjóminni gegn pólitískum föng- um. Á þingi kröfðust hægri menn þess, að þá mætti berja með svipum (það var leyfilegt við óbreytta glæpamenn), og í fangelsinu í Ekenás hafði þeg- ar verið aflað nauðsynlegra verkfæra. Starfsmenn fangels- isins, en margir þeirra klædd- ust svartstökkum til þess að sýna stjórnmálaskoðanir sínar, ræddu það hástöfum sín á milli, hvaða fangar ættu að verða svipunnar aðnjótandi. í júní fékk fangelsið nýjan vara- fangelssistjóra, sem alræmdur var frá dvöl sinni í Svea- borg fyrir grimmd. Víðsvegar í fangelsinu var komið fyrir hríðskotabyssum til þess að tryggja „röð og reglu“. Pólitískir fangar voru eitt- hvað um 400 í fangelsinu. 12. júlí 1933 hófu þeir hungur- verkfall og 16. sama mánaðar bættust ca. 130 konur, sem sátu í fangelsinu Tavastehus fyrir stjómmálaskoðanir sínar, í hópinn. Á sjöunda degi hungur- verkfallsins var farið með rúm- fötin fanganna út svo þeir skyldu ekki freistast tii þess, örmagna cins og þeir voru, að hvíla* si£ í ‘ rúminu. Nokkrum dögum síðar var það ráð upp tekið af fangavörðunum að mata fangana með valdi og sparka í þá og misþyrma þeim um leið. Fjórir fangaverðir héldu hverjum fanga, en lækn- ir og hjúkrunarkona sáu um mötunina á svo hrottaiegan hátt, að allmargir fangar veikt- ust alvarlega. Allmargir þeirra fengu mjólk í Iungu og fljót- lega dóu fjórir af völdum með- ferðarinnar. Hálfum mánuði síðar lézt hinn fimmti, og ýms- ir biðu fangavistarinnar aldrei bætur. ITungurverkfallið vakti at- hygli langt út fyrir finnsk landamæri, og erlendis að bár- ust mótmæli. Mary Pekkala, sem var enskættuð og gift dómsmálaráðherranum í fyrstu stjóm Finnlands eftir „fram- haldsstríðið", reit pésa um á- standið í fangelsum Finnlands. Hún hafði rétt lokið við að senda þingmönnum eintök þeg- ar öryggiSlögreglan lagði hald á það sem eftir var af upplag- inu. f bæklingi sínum hafði hún m.a. borið saman pynding- amar á vinstri sinnuðum póli- tískum föngum og þá vægu meðferð, sem hinir sárafáu handteknu fasistar hlutu eftir uppreisnartilraunina í Mánt- sálá. Þeir höfðu líka farið i hungurverkfall o-g verið sleppt úr haldi að heita má öllum eftir fáa daga. Albjóðlega lögfræðingasam- bandið sendi fulltrúa — franska lögfræðinginn Villard — til Finnlands um sumarið 1934 og átti hann að rannsaka málið, en yfirvöldin neituðu honum að starfa. Verri útreið fékk ritarinn í hinni sænsku Finn- lands-nefnd, Johen Anders- son, sem kom til Finnlands í október sama ár. Strax eftir að Andersson var kominn til hótels síns fékk hann þau skila- boð frá öryggislögreglunni, að ef hann ekki hefði sig strax á burt úr landinu yrði hann handtekinn. Sama ár ferðaðist Martin Andersen-Nexö til Finnlands á leið frá Danmörku á rithöf- undaþing í Sovétr. Frú Pekkala skýrði honum þá frá því, hvemig komið væri fyrir hin- um pólitisku föngum og f sænska blaðið Social-Demokrat- en reit hann mótmælagrein, sem var þrungin heilagri vand- lætingu. Greinin var endur- prentuð i finnska blaðinu Ar- bctarbladet, sem skrifað var á sænsku. og hafði það i för með sér, að yfirmaður finnskra fangelsismála svaraði greininni og reyndi að gera sem minnst úr þeim staðrcyndum, sem Nexö hafði lagt fram um mál- ið. í svari sínu til fangelsastjór- ans skýrði hið danska slcáld frá ýmsum atriðum viðvikjandi hræðilegu ástandi innan veggja fangelsanna og benti á, að fangelsastjórinn hefði ekki svarað meginatriðunum í fyrstu grein sinni. Samtimis þessu hélt áfram handtökum kommúnista og vinstrisinnaðra stjórnmála- manna, og fjölgaði jafnt og þétt eftir því sem samstarfið varð nánara við nazistaríkið Þýzkaland. Með hjálp þessa sama nazistaríkis vonuðust finnskir fasistar til að vinna það. stríð gegn kommúnisman- um, sem þeir stefndu blint að. Meðal þeirra, sem handtekinn var um bessar mundir, var m. a. núverandi formaður í Komm- únistaflokki Finnlands, Aimo Aaltonen og núverandi aðalrit- ari, Ville Pesse. J>eir sátu báð- ir í fangelsi frá 1935 til 1944. ,,Ég sver við fánarm ... // f áróðrinum gegn Ráðstjórn- arríkjunum en fyrir Stór-Finn- landi höfðu hin fasistísku stúd- entasamtök AKS miklu hlut- verki að gegna, og létu til sín taka snöggtum meir en vaninn er um venjuleg stúdentasam- tök. Stofnuð voru þessi þokka- samtök árið 1933 af finnskum hermönnum, sem tekið höfðu bátt i innrás Finna í Austur- Karelíu. í áðumefndri bók sinni lýsir prófessor Lund þessum samtökum á þennan hátt: — Að stjómmálastarfi og stjórnmálasamtökum slepptnm voru önnur safntök áberandi i Finnlandi á árunum 1930—40, nefnilega stúdentasamtökin AKS, en vart er unnt að ýkja þjóðrembing og afturhaldssemi þeirra. Tæpast hefur háskóla- líf í nokkru öðru frjálsu landi verið svo háð þjóðernissinnuð- um einræðis- og afturhalds- samtökum og hér ... Eiður sá, sem meðlimir sam- takanna urðu að sverja til að teljast fullgildir félagar, var svohljóðandi: — Undir fánanum og við fánann sver ég, við allt sem mér er heilagt, að helga líf mitt og starf föðurlandinu og þjóðernisvakningu þess í nafni Karclíu. Ingermanlands og Stór- Finnlands. Svo sem ég á guð trúi. trúi ég og á mikið Finn- land og framtíð þess. Það voru slíkar kenningar sem þessar er með fullu sam- þykki stjórnmálaleiðtoganna var haldið að • íinnskri æsku. Og það var frá álíka fasista- samtökum og þessum sem finnskir liðsforingjar komu. — Það vakti vissa ánægju, einnig með þeim er litu með tortryggni á nazismann, að hið nýja nazistaríki komst á fót. Það var almennt í Finnlandi að lita á Þýzkaland sem mót- vægi gegn öflugu hervaldi Sov- étríkjanna, ow begar Þriðia rík- ið var að verða helmsveldi sem sneri geirum sínum til aust- urs, þá jókst enn samúðin með Þýzkalandi Þetta ritar sænski rithöfundurinn Bertil Fast í bókinn) „Stormaktarna och Norden“ sem út kom i Malmö 1942. Og þessi samúð hefur án efa verið ein helzta orsökin til bess, að finnska stjórnin mátti ekki heyra það nefnt, að Sovét- ríkin tryggðu landamæri sín gegn hugsanlegri árás frá finnsku landi. Það var þessi neikvæða afstaða, sem endan- lega leiddi til ,.Vetrarst.ríðsins“ fyrir aldarfjórðungi. Helge Larsen, * I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.