Þjóðviljinn - 20.12.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.12.1964, Blaðsíða 4
4 SÍÐA HÖÐVILIINN Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistafiokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Siguróur Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Préttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kl 90,00 á mánuði. Tveggja kosta vö/ J^íkisstjórnin hefur verið knúin til nokkurs und- anhalds í söluskattsmálinu vegna eindreginnar afstöðu stjórnarandstöðunnar og launþegasamtak- anna, sem fram hefur komið í baráttu Alþýðu- bandal. á Alþingi, í eindregnum mótmælum Sósí- alistaflokksins, Alþýðusambandsins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja; í hinni miklu andúðar- öldu sem risið hefur meðal almennings. Stjórnin virðist hafa ætlað að hún gæfi siglt gegnum Al- þingi með þessar verðbólguráðstafanir og gífurleg- ar nýjar skattaálögur nú rétt fyrir jólin án þess að mikið bæri á. Nú hefur öðru vísi við brugðið, enda koma þessar verðbólguráðstafanir ríkisstjórn- arinnar í kjölfar hinnar ósvífnu skattheimtu og út- svarsálagningar sem þjakað hgfur alþýðuheimilin alían síðara hluta þessa árs. Og vegna þess aið ríkis- stjórnin og flokkar hennar, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, hafa fundið reiðiöldu al- mennings skella fast á sér vegna þessa nýja ó- hæfuverks, hefur stjórnin tekið þann kost að láta lítið eitt undan. En þó slíkt undanhald fyrir v^pjýálýðshreyfingunni breyti ekki eðli málsins hefur þó með þessu tekizt að hrífa 68 miljónir krúnaoúr höndum hj-ris skaftgleiðasta fjármálaráð- herra sem í það embætti hefur komizt á íslandi. 0« ríkisstjórnin hefur sannarlega verið vöruð við því sem hún kann að uppskera vegna þessara verðbólguráðstafana. Það hefur verið gert með hvössum orðum á Alþingi og í blöðum og einbeitt- um mótmælum verkalýðshreyfingarinnar, og blöð ríkisstjórnarinnar kveinka sér undan og kalla hót- anir. Réttara orð væri þó aðvaranir. í nefndaráliti um söluskattsfrumvarpið minnir Björn Jónsson á aðaíatriði málsins með þessum orðum: „Ekki verð- ur annað séð en- ríkisstjórnin standi nú á mikil- vægum tímamótum varðandi alla þróun efnahags- málanna á næstu tímum og þá um leið varðandi afstöðuna til verkalýðssamtakanna og kjaramála vinnus'téttanna. Tveggja kosta er völ. Annar er sá að reyna enn á ný leið verðbólgustefnunnar, verð- hækkanastefnunnar og stríðsstefnunnar gegn al- þýðusam'tökunum. Hinn er að þrautreyna leið sam- starfs og samvinnu um vandamálin, sem við er að etja. Sú leið stendur ríkisstjórninni enn opin. Al- þýðusamtökin hafa nú með sérstakri samþykkt Al- þýðusambands íslands enn á ný boðið ríkisstjóm- inni inn um opnar dyr þeirrar leiðar. Rök eru því engin fyrir því að þvinga fram, í fullri andstöðu við almannasamtökin, slíka lagasetningu um verð- bólguaðgerðir, sem þetta frumvarp boðar. Þess vegna ber ríkisstjórninni að draga þetta frumvarp til baka nú og reyna samningaleiðina. Beri hún hins vegar ekki gæfu 'til að fara þá leiðina, ber Alþingi að taka af henni ráðin og fella frumvarp- ið.“ Enn hefur ríkisstjómin ekki séð að sér, en minna má á, að fyrir rúmu ári var þvingunarlaga- frumvarp þessarar sömu ríkisstjórnar gegn verka- lýðshreyfingunni stöðvað, þegar það átti ekki e'ft- ir nema eina atk”— ^agreiðslu við síðustu umræð- una í þinginu. — s. SPJALLAÐ UM BÓK VID BJÖRN Þ0RSTEINSS0N Á laugardaginn var, þann 12. þessa mánaðar, skrifaðir þú gredn um bókmenntir 1 Þjóð- viljann. Greinin fjallaði um bókina, Konur og kraftaskáld. Þú beittir' þínum góða penna til að sýna lesendum fram á að nú hafi í okkar hlut fallið góður fengur. Þú ferð á kost- imi við að lýsa þessu verki snillinganna og sérð ekki aðra galla á bókinni en smá agnúa á prófarkalestri. Björn minn: Ég get ekki kvalið þá hugsun útúr kollin- um á mér, að væna þig um, að þú hafir ekki lesið bókina nema einusinni, áður en þú skrifaðir þennan ritdóm, því að ég' þykist þess fullviss, að ef þú hefðir lesið hana tvisv- ar eða jafnvel þrisvar áður, þá hefði ritdómurinn orðið ögn öðruvísi orðaður en hann er. Það má vera að ég hefði betur gert að lesa ekki grein þína Bjöm, og heldur ekki bókina nema einu sinni, því að þá hefði ég ekki sezt niður með ritgögn til að segja mitt álit, en úr þessu verður ekki snúið við. Það leynir sér ekki að snill- mgarnir eru ekki að láta sagn- fræðina eina gilda, þeir skrýða frásagnirnar skáldlegum bún- ingi, áferðarfallegum en ekki ætíð haldgóðum. Höfundar segja í formála, að frásögu- þáttunum sé ætlað að skipa sögupersónum sínum á trúlegt svið og bregða þar upp minn- isverðum myndum úr lífi. þeirra Nú skulum við sjá hvernig snillingumun tekst þettá; ég skal ekki taka nema eitt dæmi^ úr hverjum kafla til að sýna við hvað ég á, þegar ég er efagjarn um hið trúlega svið myndarinnar. Við skulum þá fyrst skoða fyrsta kafla bókarinnar, um ættstóru konuna. Þú, Björn, segir að hann sé magur, mik- ið rétt, en að minni hyggju kemur það til af því að höf- undur hefur ekki staðið með báða fætur á herðum fróð- leikssafnara og hann hefur heldur ekki staðið öruggum fótum á slóðum þeim sem Látra-Björg var vaxin úr og dvelur mestan hluta ævi sinn- ar á, hann hefur ekki fengið nógu marga né nógu rétta sagnaranda, sem dæmi má svo nefna, að höfundur veit ekki um tilkomu þess manns er tal- inn var elskhugi Bjargar. Hann telur það ekki verða vé- fengt að honum hafi skotið upp úr hafinu, líklega sem sjóreknum skipbrotsmanni, seinna kemst hann svo í vand- ræði með þennan mann og til þess að lesandinn haldi ekki að þetta hafi verið marmennill þá kemst hann að þeirri nið- urstöðu að líklega hafi hann verið franskur. Ef nú höfundurinn hefði far- ið iiorður í Hrísey, Svarfaðar- dal eða Ólafsfjörð, fundið þar að máli greinargóða gamla konu, eina eða tvær, sem mundu vel kvöldvökurnar um síðustu aldamót, og rætt þetta mál við þær, þá eru miklar líkur fyrir að hann hefði feng- ið að vita, að að élskhuginn hafi verið bóndasonur á Látra- strönd, dálítið kvikur í ástum og síðar dugandi bóndi, sem nú eigi afkomendur á sögu- slóðum Látra-Bjárgar. Það er hægt að fyrirgefa mönnum það að þeir viti ekki, svo þeir klæði frásögnina í skáldaskikkju, en að þeir lendi í þeim vandræðum að grípa til reyfarastíls, það á ekki að afsaka. Með reyfarastíl verður frásögnin næsta ótrúleg. í öðrum kafla bókarinnar byrjar höfundur á því að segja frá Vatnsenda-Rósu þar sem hún er að velja sér leg- stað. Það hafa margir gert fyrr og síðar, svo að það atriði er ekki neitt sérkennilegt fyrir Rósu Guðmundsdóttur. En svo heldur höfundur áfram og þræðir nokkurnveginn rauna- sögu Skálda Rósu, um norður- og austurland, vesturland og suðurland og staðnæmist að lokum í þeim sama kirkjugarði og hann upphóf gönguna. Á þessari miklu ferð hefur margt skeð, en einna lengst. dvelur höfundur við ástamálin á Möðruvöllum, en margt brestur þar á sannar heimildir, hann styðst mjög við umtal, konur spjalla um ástand Önnu Sigríðar og hjal skrifarans og Rósu sem þá er aðeins sextán ára að aldri. Um þetta vefur höfundur skáldmáli sínu af mikilli kunnáttu, en hingað til hefur kvennaslaður ekki þótt góðar heimildir. Hápunkti nær þetta ástadrama á Ketil- stöðum þegar Rósa færir Páli kaffið í rúmið morguninn eft- ir að hann kom heim með sína ektakvinnu önnu Sigríði, sem hann hafði verið giftur um skeið. Þá hafi Anna Sigríður sofið svefni hinna réttlátu fyr- ir ofan PáL Þegar Rósa sá þau firn, þá var hún næstum því búin að missa bakkann. Það virðist stundum svo, að í líkum málum sem þessum þá þurfi skáld að fá útrás og sleppi örinni þegar þeir hafa spemnt bogann þó ekkert skot- mark sé. Höfundur þessa kafla fellur í þá freistni að segja að Rósa hafi átt að yrkja vísuna „Þó að kali heitur hver ...,“ þeg- ar hún var seytján ára og einnig vísuna „Þó verði sjór- inn vellandi....“ Því hefur oft og mörgum sinnum verið mót- mælt að Rósa hafi gert þessar vísur. Margir hafa talið sig geta fært óyggjandi sannanir fyrir því að þær séu eftir Sig- urð Ólafsson í Katadal; hvað sem(um það er, þá bera þær hljómblik af öðrum vfsum hans. Það er fullmikið gert að ætla ómenntaðri seytján ára stúlku að yrkja þennan óð, en ef svo væri, hvernig má það ske að hún gat ekki síðar á ævinni ort sambærilegar vísur? Svo segir þáttarhöfundur að Rósa hafi verið á báti á Breiða- firði og gert þá visuna „Ég að öllum háska hlæ“. Nú er nóg að gert, þetta hef ég aldrei heyrt fyrr, enda er vísan afbökuð í mínum eyrum eins og hún birtist þama. Björn minn, hvi tekur þú þetta gott og gilt? Þú hefur þá ekki lesið greinarkorn í Sunnu- degi, fylgiriti Þjóðviljans, í maí s.L, þar sem engum getum var að því leitt hver hafi gert vísuna, óvéfengjanleg sögn er þar um að Látra-Björg gerði þessa visu í sjávarháska norð- ur á Eyjafirði. Ennfremur hef- ur þú ekki munað eftir bók- inni Fólk og fjöll eftir Rósberg Snædal, en hann heldur því fram að Níels skáldi hafi gert vísuna. Þessi tvö dæmi nægia til þess, að ef þú hefðir þekkt þetta, þá hefðir þú ekki sem sagnfræðingur látið það henda þig, að samþykkja orðalaust þessa meðferð Tómasar á vís- unni. Að vísan sé afbökuð er eng- Sunnudagur 20. desember 1964 inn vafL það er önnur hending hennar sem verður fyrir mis- þyrmingu: Hjá Níels er hún svona : Eg að öllum háska hlæ á hafi sóns óþrðngvu. hjá Rósu: Eg að oílum. hása|ilæ heims á leiðum þrongvu. .. Hjá Björgu: N. Eg að öllum háská hlæ, á hafi kólgu ströngu 9 en síðairi helmingurinn eins: mér er sama nú hvort næ nokkru landi eða öngvu. »8 Það sjá allir þann mikla mun sem er á þessum hending- um, hjá Níels og Rósu eru þær úrskeiðis, ef þau hafa þá nokk- urntíma afbakað hendinguna, en Látra-Björg brosir út yfir ólgandi hafið, lyftir vísunni yfir freyðandi röstina, kveður hana í land, inní þjóðarbrjóst- ið. Með kafla þessum fylgir svo hin kunna mynd af úngfi stúlku í íslenzkum búningi og umhverfi. Það hafa verið leiddar getur að því að Sigríð- ur Rósudóttir hafi verið fyrir- myndin að þessari mynd, full- yrt hefur það ekki verið fyrr en nú. En, en, en??? Gott fólk! Lofið Rósu að hvíia í friði í sjálfsvöldum legstað, vekið hana ekki upp af þeirri moldu til að kasta henni aftur milli kannski mis- góðra manna, það verður henni engin raunabót. Þriðji og síðasti kafli bókar- innar er um Bólu-Hjálmar. Höfundur fer útí grenjandi stórhríð til að fylgja umkomu- lausri og jóðsjúkri stúlku til bæja, það tekst honum vel, en þegar hann fer að lýsa Mar- gréti Jónsdóttur, þá er eins og Framhald á 13. síðu. SPARIÐ SP0RIN Kaupið í KJÖRGARÐI NEÐSTA HÆÐ Fjölbreytt húsgagfna- úrval á 700 fm. gólffleti Borðstofuhúsgrögn 8 gerðir Sófasett — mjög glæsilegt úrval 80 gerðir af áklæðum Svefnherbergishús- gögn, 10 gerðir Svefnsófar eins og tveggja manna Sófaborð og smáborð í mjög fjölbreyttu úrvali. Seljum frá flestum húsgagnwfr" ’«ið- endum landsins. I. HÆÐ Karlmannaföt Drengjaföt Frakkar Skyrtur Bindi Nærfatnaður Peysur Sportfatnaður Vinnufatnaður Sportvörur Jólaskraut RitfÖng Leikföng Búsáhöld Glervörur Í3tÍS Inngangur og bílastæði Hverfisgöt umegin. II. HÆÐ Kvenkápur Kvenhattar Regnhlífar Kventöskur Kvenhanzkar Kvenskófatnaður Inniskófatnaður f r Kjólar Kjólasaumur Undirfatnaður Lífstykkjavörur Sokkar ^(.1 Peysur Blússur ‘b Greiðslusloppar Snyrtivörur i Hárgreiðslustofa Gam og smávörar Ungbarnafatnaður Telnnafatnaður Tækifæriskjólar Vefnaðarvará Gluggatjöld. KJÖRGARÐUR 4 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.