Þjóðviljinn - 20.12.1964, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.12.1964, Blaðsíða 9
Sunnudagur 29. desember 1964 H6ÐVIUINN SIÐA 9 Þorsteinn Ö. Stephensen SEXTUGUR Á MORGUN I>að murfi’ sízt ofmælt að fáir listamenn íslenzkir séu þekkt- ari, ástsaelli og virtari af öll- um landslýðnum en Þorsteinn Ö. Stephensen, hinn margsnjalli leikari; hann verður sextugur á morgun. Á fimmtugsafmæli ■hans reyndi ég af veikum mætti að greina með örfáum orðum frá listamannsferli hans, helztu sérkennum, fjölþættum ' gáfum og miklum afrekum, og ætti að réttu lagi að freista þess að auka þá lýsingu og bæta, en til þess hvorki tími né rúm; og ætlun min sú ein að áma jþorsteini, ágætri konu hans og bömum allra heilla og þakka langa vináttu og liðna daga. Þrálátar spumingar munu vakna í hugum ærið margra á þessum merkisdegi: hversvegna fáum við aðeins sársjaldan að líta Þorstein á leiksviði, hvers- vegna. hefur hann ekki túlkað þau stórbrotnu og hugtæku hlutverk sem hann virðist bor- inn til, hvers vegna halda leik- húsin ekki sérstakar sýningar til heiðurs hinum fjölgáfaða og fræga leikara? Þessar dapur- legu staðreyndir fæ ég hvorki skýrt né skilið að neinu gagni, þó að einhverju leyti kunni að vera um vanmat og ónógan skilning leikrænna leiðtoga að ræða; spumingum þessum verð- ur alls ekki svarað af minni hálfu; en þótt við séum búin að sakna Þorsteins bæði oft og lengi, fáum við ekki sætt okkur við orðinne hlut. Hins ber að geta að hinn svipstóri leikari hefur ekki setið auð- um höndum síðasta áratuginn, heldur þvert á móti; hann hef- ur verið leiklistarstjóri Ríkis- útvarpsins, stærsta leikhúss þjóðarinnar alla þessa tíð sem alkunnugt er og innt af hönd- um tveggja manna starf að minnsta kosti, árvakur, ötull og gagnmenntaður forustumað- ur sem unnið hefur traust og virðingu samstarfsmanna sinna í ríkum mæli. Mörg ágætis- verk innlend og erlend hefur hann flutt íslenzkum hlustend- um við sjó og í sveitum og tíðast með ótvíræðum sóma, þótt eitthvað megi að öllu finna — hann hefur kynnt sér útvarpsleikrit erlendis af mik- illi kostgæfni, sett markið hátt, sótt fram jafnt og þétt og góð- um árangri náð, auðgað menn- ingu þjóðarinnar. Hann hefur þýtt mörg leikrit ágæta vel og að jafnaði farið öðrum leik- endum með fleiri hlutverk og stærri og mætti jafnvel ætla að einhverjum þætti nóg um, en svo er ekki; við hlökkum ætíð til að heyra raust Þorsteins og veldur því djúpstæður mann- legur skilningur h?ns á mönn- um og málefnum og sönn inn- lifun, nærri einstætt látleysi og öryggi og framsögn svo skýr, hnitmiðuð og fáguð að ekki á sinn líka; ég held að engum sé gert rangt til þótt sagt sé að hann beri af út- varpsleikendum á landi hér. En leikhúsin sjálf ættu samt að vera sjálfkjörin heimkynni hins skapandi og frábæra lista- manns, hann á að standa aug- liti til auglitis við áhorfendur, hrífa þá og gleðja; annars- staðar fá ekki glæ&ilegar gáf- ur slíks manns notið sín til fullrar hlítar. Ég hálfkveinka mér við að nefna furðulega lága tölu þeirra hlutverka sem Þorsteinn hefur túlkað á sviði á sjötta áratugnum — aðeins ellefu hlutverk að því ég bezt fæ séð og sum mjög smá eða lítt líkleg til afreka; en ein- staka sigra og sólskinsbletti geymum við í föstu minni. Á meðal viðfangsefna hans á þessum áratug er þingmaður- inn í „Kjamorku og kvenhylli“, Vérsjínin í „Þremur systrum'1 Og gamli maðurinn í „Stólun- um“, og ber þó einn haest af öllum menntaskólakennarann í „Browningþýðingu“ Rattigans, öðrum mannlýsingum máttugri, heilsteyptari og átakanlegri og tók leikgesti með töfrum. „Á- heyrendur sitja með öndina í hálsinum, gleyma stað og stundu. f ásýnd leikarans, hreýfingar og framgöngu er meitluð öll sorgarsaga hins mis- heppnaða kennara, veikindi og hyldjúp vonbrigði, þjáningar og alger ósigur'* ritaði ég á sínum tima og mun sízt af öllu of fast kveðið að orði. Það er -<& ■ ■ ■ ■ : fiK ■ Sjötugsminni ■ BENEDIKTS GÍSLASONAR ■ ■ 21. des. ’64 Hnútur úr heiðnum tröllum og harðsporar þeirra á fjöllum veðrast fádæma fljótt — eins og eilífu sporin elskendanna á vorin lögð út í ljósa nótt. En kannski’ er í knástu sveinum kalkdust úr trölla beinum og þáttur af þeirra tryggð við minni kær og kynni, við kjarnann í veru feinni, við fólk sitt og fósturbyggð? Raun má þá sögu sanna: Sá er hér gildra manna, , er birtir mér leynt og Ijóst í fegurðarógn og eyði þá álfta og trölla heiði, er lagði mig bam við brjóst. ÞORSTEINN VALDIMARSSON. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i Síðasti hellisbúinn á Islandi bokmenntir Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson: Grær undan hollri hendi. Setberg. Reykjavík 1964. „Þegar ég ek heim að höf- uðbólinu rudda slóð og sé þetta gamla hús standa þama umvafið gróanda, en framund- an hafið breitt og blátt, er ejns og ég gleymi ysinum, bíla- oi;ginu, hrópum útvarpsins, hemaðaraðgerðum og stórtíð- indum dagsins í dag. Og þeg- ar ég stíg inn fyrir þrösk- uldinn og fé þessa grönnu gömlu konu sitja í einu horni sinnar gömlu stofu, er eins og ég heyri andardrátt gamalla tíma og finni ilm af bikuð- um súðum þessa aldraða húss“ Þessi orð. 'á fyrstu lesmáls- síðu hinnar nýiu bókar Vil- hjálms SÍ* Vilhjálmssonar: Grær undarf,*hoilri hendi, eru táknræn fyrif meginefni henn- ar: svipmytídir frá liðnum tíma, — mðsta breytingatíma er orðið hefirf' í allri sögu þjóð- arinnar. I bókinni eru viðtöl við 28 menn og konur er lýsa lífinu á liðnum árum. I bók þessari segja ýmsir forystumenn þjóðmála. fjáðir menn, snauðir menn og valda- lausir frá starfi sínu og lífi, og það er einmitt þessi breidd í frásögnum er gefur bókinni mest gildi. Yfirlæknamir Sæ- mundur Bjarnhéðinsson, Sig- urður Magnússon og Þórður Sveinsson ræða þar baráttuna við holdsveiki, berklaveiki og geðveiki, en einmitt þessir menn mótuðu og stjórnuðu framkvæmdum f þessum mál- um á fyrri hluta aldarinnar — á þeim árum er við Islend- ingar lögðum grunndnn að nú- tímaþjóðfélagi. (Fráleitt þarf að segja neinum, að vænta þess ekki að lesa þarna alla sögu fyrrnefndra manna sé heldur mála í stuttum viðtöl- um). Okkur hættir við að gleyma því hve stutt er' liðið frá því að margt það, sem við telj- um sjálfsagt f dag, var ýmist ekki til eða þótti hin mesta fjarstæða. I einu viðtali bókarinnar, sem skrifað var fyrir aðeins 28 árum, segir Bríet Bjarn- héðinsdóttir frá því er hún skrifaði fyrstu greinina um mentun og réttindi kvenna f Fjallkonuna 1885. Þar segir hún einnig frá þvf er hún ræddi þetta mál við Grím Thomsen og hann sagði: „Hvf haldið þér ekki fyrirlestur um áhugamál yðar, réttindi kon- unnar?" Og Bríet lék ekki Viihjáhmir S. Vilhjálmsson. frýja sér hugar oftar, heldur hélt hinn fræga fyrirlestur sinn um þetta efni f Góð- temlparahúsinu 1887 — og kveikti þar með eld jafnrétt- isþaráttu kvenna; el(|, sem læsti sig á skömmum tíma um forpokuð þrældómshús eiginmanna. Árið 1895 stofnaði Bríet Kvennahlaðið, er hún seg- ir að hafi um skeið verið út- breiddasta blað landsins. Kosn- ingarétt fengu konur ekki fyrr en 1918. og sömu Iaun fyrir sömu vinnu hafa þær ekki fengið enn í dag. I þessari bók segir Bjarni Bjömsson leikari frá leikferli sínum í Kaupmannahöfn og Hollywood — þegar kvik- myndimar voru að hefja sig- urgöngu sfna. Þar koma einnig við sögu Ásgrímur málari, sr. Sigur- björn Ástvaldur, Hallgrímur Jónsson skólastjóri, Friðfinnur Guðjónsson leikari og Magnús Jónsson prófessor. En hér segja líka verkamenn frá „blóðugum hnúum", og kona ein, sem alin var upp í sveit, eignaðist barn í lausaleik og þoldi flesta grimmd fátæks þjóðfélags, segir í fápm orðum frá ævi sinni — og er það kannski eftirminnilegasta mynd bókarinnar. í lengsta kaflanum, sem er um 80 bls., segir góður sam- borgari okkar nokkuð frá ævi sinni, — hann var síðasti hella- búinn á Islandi. Bókinni lýkur svo með Eyr- arbakkarómantík þeirra æsku- vinanna Ragnars í Smára og V.S.V. Einstöku sinnum heyrast ergilegar raddir um að nóg sé komið af allskonar blaða- mannabókum, og undrun yfir því hve þær séu mikið lesn- ar, ekki betri en þær séu. Sú gáta er auðráðin: í frásögnum fólksins sjálfs birtist það líf sem ekki verður fundið í skýrslum hagfræðinga og valds manna — og þvf eru þær holl- ur lestur með viðskiptafræði og talnaspeki þessara gróða- hyggjuára. JJ3. Þorsteinn Ö. Stephensen auðgert að telja upp ófá stór- brotin hlutverk í verkum höf- uðskálda sem Þorsteini væri manna bezt treystandi til að túlka með ágætum — Shake- speares Ibsens, Tsékovs og, Brechts svo örfáir séu nefndir; en við verðum að vona og bíða. Ég vil enn óska Þorsteini Ö. Stephensen mikillar gæfu og gengis og þakka honum skira list í nafni íslenzkra leikgesta; og þess óskum við framar öllu að sviðsljósin megi sem oftast leika um hinn snjalla listamann á ókomnum árum. Á. Hj. * Þorsteinn Ö. Stephensen! í tilefni þess, að þú hefur fyllt sjötta tuginn langar mig til að senda þér kvéðju. Mér Hefur alltaf fundizt að við, sem á eftir komum, stönd- um í mikilli þakkarskuld við ykkur brautryðjendurna, meiri þakkarskuld en virðist í fljótu bragðL Þið lyftuð leiklistinni í land- inu úr áhugastarfi í atvinnu- mennsku. Þið fóruð utan til frekari fróðleiks og menntunar og fluttuð heim aukna þekk- ingu. Þitt hlutskipti varð meðal annars að móta leiklistarflutn- ing ríkisútvarpsins, sem er orðinn einn veigamesti þáttur útvarpsdagskrárinnar. Mig langar að hakka þér allt okkar samstarf og bera fram þá ósk, að íslenzk leiklist megi sem lengst njóta þinna sér- stæðu hæfileika. Baldvin Halldórsson. * Þeir eiga afmæli á morgun, Þorsteinn Ö. Stephensen og Josef V. Stalín. Hug minn til Stalins þekkja allir. Varla má því minna vera en ég sendi þér Þorsteinn, sextugum, stutta vinarkveðju yfir hafið, þó ekki væri nema til að þakka góð og löng kynni og óteljandi á- nægjustundir. List þessa snill- ings er mér auðvitað efst í huga, en vornótt með fugli og kyrrð sól og kvæðum gleymist ekki. Það var gott að auka degi í æviþátt með slíkum manni. Ekki er hugmyndin að fara að gera listræna úttekt á Þor- steini. Yfirburðir hans eru svo alkunnir, að þess gerist ekki þörf, þjóðin hefur bókstaflega tekið ástfóstri við hann sem skapandi listamann. Allir þekkja hinn seiðandi galdur raddarihnar sem virðist til þess kjörin af æðri máttar- völdum að flytja allt hið göf- ugasta. úr bókmenntuna heims- ins eins og persónulegan boð- skap til hvers einasta hlust- anda. Hver gleymir skáldinu í Myndabók Jónasar Hallgríms- sonar eða kennaranum £ Browningþýðingunni? Og svo óendanlega mörgum persónum hans. Ætli sé hægt að komast lengra en Þorsteinn, þegar honum tekst bezt? Mér hefur stundum fundizt að aðeins eitt gæti réttlætt sjónvarp á ís- landi, og það er að allir lands- menn ættu kost á að sjá Þor- stein leika, gætu með eigin augum séð þá mannlegu hlýju, dýpt og skilning sem einkennir persónusköpun hans. En Þor- steinn hefur eiginlega sjálfur hrakið þessa hugmynd (sem ég hef hvergi hreyft). Það er eins og hann geti gert allt með röddinni. Útvarpsléikritin sanna þetta. Og hvenær opin- berast dýrð og tign íslenzk- unnar eins vel og í Ijóðalestri Þorsteins? En Þorsteinn hefur haft fleiri járn í eldinum. Það má beinlínis segja að hann hafi skapað hina menningarlegu barnatíma, sem um langt skeið voru eitthvert allra bezta og nytsamasta dagskrárefni Ríkis- útvarpsins. Og ekki taldi hann þá eftir sér að þýða sjálfur eða frumsemja vinsælustu ljóð- in. Eftir að Þjóðleikhúsið tók til starfa var Þorsteinn lengi ein- hver virkasti forystumaður Leikfélagsins og afkastamikill leikari. Hann mun manna fyrst- ur hafa áttað sig til hlítar á nauðsyn þess að koma hér upp borgarleikhúsi er hefði fast- ráðnum atvinnuleikurum á að skipa, en hafnaði auðvitað ekki samvinnu við áhugamenn. Fyr- ir þessari hugmynd hefur Þor- steinn barizt af kappi, og nú er málið fallið í réttan farveg. Aðalstarf Þorsteins er þó eins og allir vita forstaða leik- listardeildar Ríkisútvarpsins. Er það ærið verk hverjum manni og vandasamt. En þó að lengi megi deila um leikritaval, þeg- ar svo mörgum verður að gera til hæfis, hygg ég að leiklist- ardeildin hafi beinlínis lyft grettistökum undir stjórn Þor- steins. Ekki hvarflar að mér að gera lítið úr viðleitni Þjóð- leikhússins, en þó finnst mér að leikritaflutningur útvarps- ins sé hið eina raunverulega þjóðleikhús okkar enn sem komið er, að sjálfsögðu í bróð- urlegri samvinnu við leikhúsin og leikarana. Ánægjulegt var að Þorsteini var falin formennska £ hinum nýstoi.uaða minningar- sjóði Stefaníu Guðmundsdótt- ur. Þar er réttur maður á rétt- um stað. , Og svo er það hún Dórothea. Eg Iield ég verði að biðja þig fyrir kveðin til hennar, Þor- Framhald á 13. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.