Þjóðviljinn - 20.12.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.12.1964, Blaðsíða 6
0 SÍÐA tmmm HÓÐVILIINN í ----------- Sunnudagur 20. desember 1964 Átta ævíntýra- bælcur fyrir börn : ti Bókamiðstöðin 'liefur sent frá sér heila syrpu ' af ævintýra- bókum fyrir yngstu lesendurna, átta bækur sem prýddar eru skemmtilegum telkningum eftír Baltasar. - - 2* • t bókum þessum eru sögð oevintýrin um risann og börn- ;n, Hvítfeld músástrák, galdra- nornina og gullfiskinn, kóng- inn Tuma þumaling, Hans og (Grétu og dvergána sjö, Hans og Grótu og ræníngjana, Ellu | munc.ðarlausu og Þumalínu 'og u'igarpúkann. Sovézkir /eiðtogar /eggja áherzlu á bœtt lífskjör MOSKVU 18/12 — Rússneska lýðveldið, sem er það stærsta í Sovétríkjunum ætlar á næsta ári að .reisa fleiri nýjar íbúðir en nokkru sinni fyrr. o Konstantin Gerasimof formaður áætlunarráðg, lýð- veldisins skýrði frá þessu á fundi í Kreml í gæn, þar sém "æðsta ráðið samþykkti fjárlög og efnahagsá- ætlun. — Íbúðabyggingar eiga að aukast um 13 prósent frá þessu ári. ,é< , Á fundinum voru m.a. Aleksei Kosygin forsætis- ráðherra og aðalritari flokksins, Bréznéf. í ræðum manna var sama áherzla lögð á bætt lífs- kjör, sem Kosygin gerði í ræðu sinn í æðsta ráði í fyrri viku. Brúttó iðnvöxtur er áætlaður 7,4 prósent og þjóð- artekjúr eiga að vaxa um 7,5 prósent. Framleiðslu neyzlúvámings á að auka um 6,8 prósent. ■ Polyfónkórinn í Reykjavík efnir til hljómleika f Kristskirkju þann þriðja og fjórða í jólum. Fluttir verða 1. og 2. hluti af jólaóratoríunni eftir Bach, fyrir einsöngv- ara, kór og hljómsveit. Xngólfur Guðbrandsson stjórn- andi Polyfónkórsins sagði á fundi með fréttamönnum í gær, að þetta væri verk, sem flytj- ast setti á hverjum jólum. En það hafi aðeins verið gert einu sinni áður hér á landi fyr- ir 20 árum á vegum Tónlistar- félags Reykjavíkur í Dómkirkj- unni. Undirbúningur að hljómleik- um þessum hófst í októbermán- uði, og hefur Þorkell Sigur- bjömsson æft kórinn í fjar- veru Xngólfs Davíðssonar. Ein- söngvarar verða þau Guðrún Tómasdóttir, sem syngur alt og sópran, Halldór Vilhelmsson (bassi) og Sigurður Bjömsson (tenór), sem fer með hlutverk guðspjallamannsins. Hann er kominn í tölu beztu orator söngvara á meginlandinu og mun aðeins dvelja stutt hér á landi, því að 10. janúar á hann I að syngja í seinni hlutanum af ! osatoriu Bachs í Munchen undir stjórn Carls Richter. Kammerhljómsveitin er skip- uð 22 sjálfboðaliðum og kór- inn 34 manns. Verkið verður sungið á þýzku. Eins og fym segir verða tón- leikamir í Kristskirkju þann þriðja og fjórða. í jólum og hefjast kl. 18 báða dagana. Bók Durants um Rómaveldi Menningarsjóður hefur, gefið út síðara bindi af verki Will Durants um Rómaveldi en hið. fyrra kom út fyrir ári og hlaut góða dóma. Þetta er mikið verk, yfir 400 .. blaðsíður og prýtt fjölda mynda. Hörður 'Ágústsson hefur séð um' útlit bókarinnar. Þýðandi er Jónas Kristjánsson. v . ’ sri h ~ ■ Will Durant hefur rilað fjölda bóka um sagnfrseði fyrir afe, menning. Bókin um Róirtíjy^ldf er hluti af miklu ritverkií sögu siðmenningarinnar. ---------1------— 1 Leikfélagið gefur í Minningarsiófc; Stefaníu Guðmd^ Á fundi sínum 13. des. ákvaÓ stjórn Leikfélags Reykjavíkur að gefa tíu þúsund krónur | Minningarsjóð frú Stefanfú Guðmundsdóttur, sem stofnaðúf var af Poul Reumert’-'í' þessa mánaðar. 0 ' Batik og steintau í GALLERY 16 fl Um þessar mundir halda tvær listakonur sýningu á verkum sínum í Gallery 16. — Eru það frú Heidi Guð- mundsson, sem sýnir muni úr steintaui og frú Sigrún Jónsdóttir, er sýnir batik. Við skyggndumst inn á sýning- una til þeirra einn daginn og bar þar margt fallegt og óvenjulegt fyrir augu. Hér getur að líta kirkjumuni úr batik og steintaui. Altari með iýstri batikskreytihgu, — veggskreytingar, — og kertastjakar úr steintaui. Steintauið hefur allt notagildi, sagði frú Heidi — hér sést bollastell úr steintaui, könnur, skáiar og bakkar. Einnig lampí með batik- skermi og veggskreyting úr batik. Sýilingarherbergin eru þrjú. Á lágum borðum standa kaffi- og tesett, skálar, vasar, kerta- stjakar, vínflöskur og staup. Smekklegir hlutir í þægilegum litum og hafa það sameiginlegt, að allir hafa þeir notagildi, segir listakonan frú Heidi Guð- mundsson, sem unnið hefur þessa muni úr steintaui. En það er unnið úr sérstakri teg- und af leir, sem hefur þann eiginleika að vera sterkari og ekki eins gljúpur og venjuleg- ur keramSdeir, má því brenna hann við mun hærra hitastig. Xbeirinn fær hún frá Þýzka- landi. — íslenzka leirinn er ekki hægt að nota í steintau, þar sem hann er of gljúpur og Tsjombe sagðist vera þakklát- ur fyrir þá hjálp, sem Kongó hefði þegar hlotið frá vissum löndum — sérstaklega neyzlu- vaming. En hann sagði að það drægi skammt. Prú Heidi er fædd og upp- alin í Austurríki, stundaði þar nám í listgrein sinni og vann síðan nokkur ár í keramik- verksmiðjum í þýzkalandi og Svíþjóð til þess að kynnast listgreininni frá grunni. Hingað til lands kom hún árið 1960, sem ferðamaður. En Amor komst í spilið, ári síð- ar var hún gift íslenzkum manni og setzt að á íslandi. Um tíma vann hún hjá keram- ikverksmiðjunni Glit h/f, en kom sér síðan upp eigin ofni- og starfar nú sjálfstætt. Er við innum hana eftir, hvemig henni finnist lista- smekkur fslendinga, segir hún, að íslendittgar séu ákaflega , nýjungagjamir og fremur ó- smekkle.gir, en það stafi ef til vill af því hve fjárráð þeirra séu lítil. — Harður dómur, en eftir að hafa litið- á hina 150 muni, sem eftir hana eru á sýningunni, álítum við að margt gætu íslendingar af henni lært. Batik frú Sigrúnar Jónsdótt- ur hefur áðúr verið minnzt á hér í blaðinu. Hún hefur um árabil fengizt við ’gerð kirkju- muna úr batik og er 'í einu sýningarherberginu upplýst alt- ari með batikskreytingum, veggskreytingar ætlaðar fyrir kirkju og* Iveir messuhöklar úr batik. . ,Einnig eru á sýningunni elúggatjöíd, veggtepþi. kjólar, skermar á lampa, tehettur, . -seryíettur og dúkar' úr batik. *! Hnúfremur ..sýnir frú Sigrím Rya-teppi, öll ofin Og hnýtt úr íslenzku bandi. — Batik Sigrúnar og steintau Heidi falía einkar vel saman og er sýningin, sem.*ér sölu- =;ýning, um margt óvenjuleg. Hún ' verður ooin til 23. des. frá kl. 1—19 daglega. brothættur. Tsjombe ræðir við Þjóðverja ÖUSSELDORF 18/12 » I Moise Tsjombe' bað í gaer um nýja Marshalláætlun til þess að koma í veg fyrit að Kongó falli í hend- ur kommúnista. „Við höfum bara nokkra mán- uði enn til þess að bjarga Kongó, bjarga Afríku", sagði Tsjombe í ræðu sem hann hélt yfir vest- ur-þýzkum kaupsýslumönnum í strengilega vörðum húsakynn- um UTrosseldorf í dag. Réft eftir að "hann hóf ræðu sin^jj^’... hópur úr salnum, en þeir að Tsjombe og kölluðú ’m.a.: Hann myrti Dumumba. Bajazzo TS MEÐ BÁTABYLGJU-SVIÐI Transistor viðtæki sem hlotið hafa viðurkenningu sem ,,World-Class“ Fullkomnústu eiginleikar sem Transistor-teknik ræður yfir. Stílfagurt útlit vekur almenna athygli. Móttaka á talstöðvabylgju fiskiskipaflotans er hið vinsælasta atriði, sem veldur stöðugt vaxandi eftirspum. # Baja^zo er ákjósanlegt gæða-tæki fyrir næma, langdræga móttöku á bátabylgjusviði. Bajazzo er mjög sterklega byggt tæki, sem jafnframt er ætlað til afnota, sem bíltæki. — Sérstök grind til festingar undir i 4 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.