Þjóðviljinn - 20.12.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.12.1964, Blaðsíða 1
DDMJMJ Sunnudagur 20. desember Í1964 — 29. árgangur — 279. tölublað. TÁ \ \ \ \ Magnús Kjartansson. Stefán ögmundsson. Páll Bergþórsson. SÓSlALISTAFÉLAG REYKJAVlKUR EFNIR TIL: ALMENNS BORGARAFUNDAR I DAG UM SKATTARÁN RÍKISSTJÓRNARINNAR Tryggvi Emilsson. □ í dag gengst Sósíalistafélag Reykjavíkur fyrir almennum borgara- fundi um skattarán ríkisstjórnarinnar og stríðsyfirlýsingu hennar á hendur launþegum í landinu. Er fundurinn haldinn í Austurbæjarbíói og hefst hann kl. 1.30 e.h. □ Ræðumenn á fundinum verða Magnús Kjartansson ritstjóri, Stefán Ögmundsson prentari og Páll Berg- þórsson veðurfræðingur. Fundarstjóri verður Tryggvi Emilsson varaformað- ur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. □ Ríkisstjórnin hefur með síðustu aðgerðum sínum í skattamálum, stór- hækkun söluskattsins, sém fylgir í kjölfar skattaránsins mikla síðastliðið sumar sem engin leiðrétting hefur fengizt á þrátt fyrir loforð ríkis- stjórnarinnar þar um, endanlega rofið júnísamkomulagið er hún gerði við al- þýðusamtökin og kastað stríðshanzk- anum í andlit alls almennings í land- inu. □ Á borgarafundinum í dag verð- ur um það rætt hvernig launþegarnir eigi að bregðast við þessari síðustu árás ríkisvaldsins á lífskjör alþýðunn- ar í landinu. □ Skattgreiðendur í Reykjavík. — Fylkið liði á fundinn í Austurbæjar- bíói í dag og sýnið ríkisstjóminni með því, að þið eruð einþuga úm að hnekkja árás hennar og krefjast rétt- ar ykkar til mannsæmandi lífs. ! I HIN ÓÐA SKATTHEIMTA HLlTUR AD KALLA A GAGNRÁÐSTAFANIR ■ Hin óða skatt- og útsvarsinnheimta hlýtur að kalla á 1 gagnráðstafanir verkalýðsfélaganna, ekki hvað sízt þegar hún er framkvæmd af því fullkomna miskunnarleysi gagn- vart verkamönnum og öðrum launþegum f desember, jóla- mánuðinum, sem raun ber vini, og á sama tíma sem ekki er hægt að hreyfa við öðrum tekjustofnum, stórgróðafyrir- tækjunum er hlíft. Eitthvað á þessa leið fórust Cuðmundi J. Guðmundssyni '’araformanni Verkamannafél. ^’igsbrúnar orð á borgarstjórn- ■'undinum á fimmtudag, er '' vrhagsáætlun Reykjavíkur fyr- ír- árið 965 var til síðari um- ræöu. Miskunarlaus skattheimta Guðmundur varaði alvarlega við þeim ásetningi borgaryfir- valdanna að ætla að halda á- fram hinni gengdarlausu útsvars- innheimtu hjá launafólki. Svo miskunnarlaus væri innheimtan, að nú — viku fyrir jól fengju verkamenn vart annað í launa- SUNNU- DAGUR 1 f dag fylgir „Sunnudag- ur“ ekki blaðinu, hann kemur á Þorláksmessu. Þess í stað fylgir því jólaþlað „Óskastundar- innar“, sem er mjög fjöl- breytt og skemmtilegt að efni. 1 Þar er meðal annars að finna vísur um jólasvein- ana einn og átta eftir Böðvar Guðlaugsson, sög- urnar: Jól hjá búálfum, Jólaljósið og Rauði bíll- inn, tvær síður með alls kyns heilabrotum, mynd- ir frá lesendum, skrítlur og fleira. umslögunum sínum en gjalda- kvittanir einar. Tekinn væri helmingur af kaupi þeirra, tveir þriðju eða jafnvól hver einasta króna upp í opinber gjöld! — J‘á, sagði Guðmundur, það er svo sannarlega greiðari Ieið borgaryfirvaldanna í launaum- slög verkamannsins í jólamán- uðinum cn í fjárhirzlur stór- gróðamannanna. Svo hróplegt cr ranglætið, að mcginhluti út- svars- og skattbyrðanna hvílir á launamönnum — en stórgróða- mennirnir og fyrirtækin sleppa, þeir aðilar sem sýnt hafa bók- haldslegt tap árum saman en hafa þó haldið áfram jafnt og þétt að auka við eignir sínar. Það er svo sannarlega kominn tími til, sagði Guðmundur, að rekstur fyrirtækjanna sera borgarstjómaríhaldið ber alltaf fyrir brjósti verði bættur og þau hætti að byggja afkomu sina fyrst og fremst á skattsvikum og lágu kaupi verkafólksins. Guðmundur J. Guðmundsson benti á að stjórnarvöldin hefðu alltaf, þegar þau boðuðu hækk- un tolla- og skatta, lofað því að tekjuskattyr og útsvör yrðu lækkuð að sama skapi. En þessum orðum hefði varla verið fyrr sleppt en hækkun væri ekki aðeins orðin á tollum og ó- beinu sköttunum heldur líka tekjusköttum og útsvörum! I sambandi við breytingu skatt- og útsvarsstiga hefði því t.d. verið lofað á sínum tíma, að útsvör og tekjuskattur yrðu lækkuð til mikilla muna, en f framkvæmdinni hefðu útsvörin almenni tvöfah' azt á Iauna- mönnum! Nú er ýmsu lofað, t.d. auknu skattaeftirliti, en verður fram- kvæmdin ekki svipuð og reynsl- an sannar? spurði Guðmundur. Eða er líklegt að skattalögregl- unni verði stefnt til rannsóknar á bókhaldi stórgróðafyrirtækj- anna, sem árum saman hafa sýnt tap á rekstri sínum en þó haldið áfram að margfalda 'eign- ir sínar? Hvar er bezt rukkað? Að gefnu tilefni frá ' einum borgarfulltrúa íhaldsins spurði Guðmundur J. Guðmuhdsson: Hvort hefur verið rukkað bet- ur ógreiddi stóreignaskatturinn cða útsvör verkamannanná nú fyrir jólin? Það varð heldur fátt um svör- in, en þó muldraði íhaldsfulltrú- inn í barm sér: Það munar engu! Afgreiðslutími styttist hjá F.l. Að undanförnu hafa staðið yf- ir breytingar og endurbætur á flugafgreiðslu Flugfélags Islands á Reykjavíkurflugvelli. Ipessum breytingum er nú að mestu lok- ið. Afstaða til afgreiðslu flug- farþega, hefir mjög breytzt til batnaðar og getur flugfélagið, af þeim sökum, stytt afgreiðslu- tíma farþega félagsins í milli- landaflugi. Hingað til hefur farþegum til útlanda verið gert að mæta í flugstöðinni 45 mínútum fyr- ir brottför, en frá næstu ára- mótum styttist afgreiðslutími þannig, að farþegar mæti 30 mínútum fyrir brottför flugvél- ar þeirrar, sem þeir ætla fneð. Um leið og afgréiðslutíminn styttist er það og mjög áríðandi, að farþegar mæti stundvíslega. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■>■■■■■■■■■■■■■■■■• i Jóhannes og Árstíðirnar A „Litlu jólunum” í Austur- bæjarskólanum í fycj-adag sýndu nokkrar stúlkur í 5. bekk F skemmtiþáttinn „Ars- tíðimar” eftir Jóhannes úr Kötlum. Jóhanncs, sem var viðstaddur sýninguna sagðist nú raunar hafa verið búinn að gleyma áð hann hefði ein- hverntíma samið þetta leik- rit. Börnunum fannst mikið til þess koma að höfundurinn sjálfur skyldi Vera viðstaddur og það lá við að Jóhannes vekti meiri athygli fyrst í stað en það sem fram fór á Ieiksviðinu. Hér á myndinni er Jóhannes ásamt stúlkunum sem léku Arstíðimar, en þær eru talið frá vinstri: Magga Alda Magnúsdóttir, sem lék Haust- ið, Rósa Björg Helgadðttir sem lék Sumarið. Sigrún Njálsdóttir, sem Iék Vorið og síðast er Asgerður Svavars- dóttir sem lék Vetur konung. A 3. síðu blaðsins í dag em fleiri myndir og frásögn af litlu jólunum í Austurbæjar- skólanum. *■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ )■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ □ 4 dagur eftir. — Opið kl. 2—5 e.h. í dag. — Ger- ið skil — Happdrá'tti í»jóðviljans, Týsgötu 3, ,ími 17514. □ Vegna þess hve blaðið fór snemma í prentun í gær var ekki hægt að birta deildasamkeppnina í blaðinu í dag. !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■) 1 /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.