Þjóðviljinn - 08.01.1965, Blaðsíða 4
ÞJÖ9VILIINN
Föstudagur 8. janúar 1965
4 SÍÐA
Otgeíandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson Cáb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Snnnudags: Jón Bjarnason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsíngar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19.
Siml 17-500 (5 linur) Áskriftarverð fel. 90,00 á mánuði.
Litíar kröfur
£Jtgerðarmenn sýna engan lit á því að verða við
hinum litlu kröfum sem sjómannasamtökin
gera um lagfæringu á sjómannakjörunum. Hér er
þó af verkfallsmönnum aðallega farið fram á lítil-
lega hækkun á aflahlut við þær veiðar sem nú
eru mest stundaðar á bátum af meðalstærð, línu-
og netaveiðar. En einmitt nú undanfarin ár he'f-
ur verið að skapasí bil milli afkomu sjómanna á
þessari bátastærð og hinum stóru nýtízku fiski-
skipum, sem stunda síldveiðar og þorskveiðar
mestallt árið. Og hvað sem líður gasprinu í blöð-
um um hinar miklu tekjur sjómanna á bátaflot-
anum, mun staðreyndin sú, að þrír af hverjum
fjórum sjómanna bátaflotans hafa ekki haft nein-
ar sældartekjur undanfarin ár, margir jafnvel
lágar tekjur miðað við það sem nú gerist.
Eigi það ástand að haldasf áfram að sjómenn á
miklum hluta íslenzka fiskiflotans beri úr být-
um álíka eða jafnvel minna kaup en landmenn
fá fyrir miklu hægari vinnu nálægt heimilum
sínum er auðsætt að hverju stefnir. Það fer að
reynast ógerlegt að manna fiskiflotann, nema
þann hluta sem'skóflar upp ,mestum,‘vei:ðmætum
á stytztum tíma. Því má furðulegf kkllast, að út-
gerðarmenn skuli þverskallast við þeim litlu
breytingum sem lagt er til að gerðar verði á samn-'
ingunum frá 1961, en þá vildu sjómenn flest til
vinna að komast burt frá launakerfi sem var orð-
ið að einni flækju með þátttöku sjómanna í út-
gerðarkostnaði og tvenns konar fiskverði. Og frá
1961 hefur ríkisvaldið og Alþingi tvívegis ráðizt
á þau sjómannakjör sem samið var um, og í
reynd neytt sjómenn til verulegrar þátttöku í út-
gerðarkostnaði þvert ofan í samninga, en það hef-
ur verið gert með hækkun útflutningsgjaldsins,
sem látið er greiða tryggingagjöld útgerðarinnar
og styrkja togaraútgerðina.
v
£|ngin frambærileg rök hafa komið gegn því að
leiðrétta ætti samninga sjómanna svo sem nú
er farið fram á. Væri þó alltof lítið að gert til að
sjómönnum þau kjör sem þeim ber.
Stórveldi í fískveiðum
Með aflamagni ársins 1964, sem nálgast eina
miljón lesta, eru íslendingar orðnir ein mesta
fiskveiðiþjóð heimsins. Hversu gífurlegt fiskveiða-
afrek þetta er hjá þjóð sem ekki er 200 þúsund
manns, sést bezt ef litið er á 'tölur um heildarafla-
magn hinna miklu fiskveiðiríkja, Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna, en Sovétríkin öfluðu árið 1963
um fjórar miljónir lesta og Bandaríkin innan við
þrjár miljónir, Allir vita að með betri skipulagn-
ingu og rekstri þess skipaflota sem íslendingar
eiga nú, gæti heildaraflinn orðið mun meiri.
það sem erlendir menn furða sig mest á þegar
þeir ræða aflaafrek íslendinga, er hve lítill
hluti íslenzku þjóðarinnar stundar fiskveiðar. Og
sannarlega ætti íslendingum að skiljast að fiski-
mennirnir íslenzku hafa unnið til þess að hafa
mest kaup og bezt kjör íslenzkra starfsstétta. — s.
Lækka framlög til hafnarmannvirkja
á 3 stöðum á Norðurl. v. um 63 %
■ Hér fer á eftir ræða Ragnars Arnalds, er hann mælti
fyrir breytingartillögum sínum við fjárlagafrumvarpið.
Millifyrirsagnir eru blaðsins.
ÞINCSJA ÞJÓÐVILJANS
Breytingartill. minar snerta
allar hafnarframkvæmdir og
lendingabætur og þeir 4 staðir,
sem ég legg til, að fái nokkuð
hækkaða fjárveitingu til hafn-
arframkvæmda, eru allir í
Norðurlandskjördæmi vestra.
Norðurlandskjördæmi vestra er
sá landshluti sem að allra
dómi býr við lakast atvinnu-
ástand hér á landi, eins og
glöggt kom fram í bráðabirgða-
áliti atvinnumálanefndar, sem
kjörin var á síðasta þingi, til
að fjalla um þau mál. Ég sé
ekki ástæðu til þess að hefja
umræður um atvinnuástandið
í þessu kjördæmi. í fyrra voru
fjárveitingar til hafnarmann-
virkja og lendingarbóta sam-
tals um 17,5 milj. kr. og þar
af runnu í þetta kjördæmi um
1400 þús. kr. Nú hafa fjár-
veitingarnar í heildina verið
hækkaðar um 2 milj., en á
sama tíma skreppur framlag-
ið í þennan landshluta niður
í 1 miljón. Það er margrætt
mál af minni hálfu hér á Al-
þingi, en ég kemst hins vegar
ekki hjá að benda á, að ein-
mitt þessi landshluti, sem nú
á í slíkum erfiðleikum, fær
það nú í ofanálag, að fjárveit-
ingar til hafnarframkvæmda
eru skornar stórkostlega niður.
Það er að sjálfsögðu erfitt að
gera samanburð á kjördæmum
í þessum efnum. Það eru mis-
munandi margar hafnir I
kjördæmunum, mismunandi
stórar.
Lúsarframlag
Þörfin er ákaflega mismun-
andi o.s.frv og það er vissu-
lega ástæðulaust af einstökum
þingmönnum kjördæmanna að
fara að bítast um þessa 19
miljón króna fjárveitingu, en
hitt er þó staðreynd, sem við
hljótum að horfast f augu við,
að fjárveitingar til hafnarfram-
kvæmda í þetta kjördæmi, eru
slveg sérstaklega smávaxnar,
ef miðað er við önnur kjör-
dæmi. Það væri mjög freist-
andi að bera saman þennan
landshluta við aðra og sjá, hve
munurinn er gífurlegur, en ég
ætla nú ekki að gera það, því
að eins og ég sagði, tölurnar
eru villandi og samanburður-
inn ekki að öllu leyt.i sann-
gjam.
En hitt er þó ekki óeðlilegt
að mfnu áliti. að það sé reynt
að bera saman framlögin sein-
asta ár við það, sem nú á að
Á sameiginlegum fundi samn-
inganefnda útvegsmanna á
Vestfjörðum og sjómannasam-
takanna innan Alþýðusam-
bands Vestfjarða, sem haldinn
var á ísafirði 21. desember s.l.
var eftirfarandi samþykkt gerð
samhljóða:
„Undirritaðir samninga-
nefndarmenn Útvegsmanna-
félags Vestfjarða og samn-
inganefndarmenn sjó-
mannasamtakanna innan
Alþýðusambands Vest-
fjarða vilja hér með vekja
verða og þá kemur sem sagt
strax í Ijós, að það er alveg
furðulegur niðurskurður á fjár-
veitingum einmitt í þennan
landshluta, þar sem atvinnuá-
standið nú er svo bágborið. Á
sama tíma, eins og ég sagði
áðan, á sama tíma og heildar-
upphæðin vex töluvert. Ég vil
þá nefna þessa fjóra staði, sem
ég hef gert tillögur um.
Siglufjörður
Fyrst er þá að nefna stærsta
staðinn, þ.e.a.s. Siglufjörð.
Hann fékk á seinustu fjárlög-
um 600 þúsund kr. Nú á að
skera Sigluf jarðarbæ niður um
200 þúsund, þ.e.a.s. niður í 400.
Ég hef aðeins flutt tillögu um
það, að Siglufiörður haldi því,
sem hann hafði á seinasta ári
og fái 600 þúsund kr. f þetta
sinn einnig.
Bærinn hefur vissulega
mikla þörf fyrir þetta fé, sér-
staklega varðandi uppbyggingu
svonefndrar innri hafnar, og
þó að 600 þúsund kr. væri að
sjálfsögðu allt of lítil fjár-
upphæð, þá væri það allmiklu
skárra heldur en Iáta skera
hana niður f 400. Ég endurtek
sem sagt, að ég legg til að
Siglufjörður fái bað sama og
hann fékk í fyrra, en verði
ekki skprinn niður um einn
þriðja.
Sauðárkrókur
Þá er- að nefna-Sáuðárkrók.
Hann fékk seinast 450 þúsund
kr. Nú á hann að fá 100 þús.,
skorið niður um 350 þúsund á
einu bretti. Ég hef flutt till.
um það einungis, enda þótt
þörfin sé mikil á þessum stað,
að hann haldi þvi sama og
hann fékk í fyrra og verði
ekki skorinn niður um þessi
350 þúsund, sem enginn getur
neitað, að er allverulegur nið-
urskurður. Á Sauðárkróki enj
ýmis bráðnauðsynleg verkefni
að vinna að, sem ég hirði ekki
að rekja hér og bærinn hefur
vissulega þörf fyrir að fá þetta
fé, þótt það verði ekki nema
450 þús.
Skagaströnd
Þá er að nefna Skagaströnd,
þriðja staðinn. Hann fékk í
fyrra 250 þús. kr. á fjárl., en í
þetta sinn á Skagaströnd ekki
að fá grænan eyri og þetta er
athygli ríkisvaldsins og
fiskkaupenda á þeirri stað-
reynd, að rekstursgrund-
völlur línuveiðiútgerðarinn-
ar á Vestfjörðum á nú við
svo alvarlega örðugleika
að etja vegna aflatregðu,
stóraukins tilkostnaðar og
of lágs aflaverðs, að gera
þarf nú þegar raijnhæfar
aðgerðir útgerðinni til
stuðnings.
Þar sem hér er um að
ræða grundvallaratvinnu-
Ragnar Arnalds
einn af örfáum stöðum á
öllu Iandinu, sem ekki fær
eina einustu krónu, til hafnar-
framkvæmda, cr gersamlega
skorinn niður í ekki neitt. Ég
held, að það sé alls ekki til of
mikils mælzt, að Skagaströnd
fái það sama og í fyrra og þó
að ég viti, að 250 þús. kr.
dugi að vísu ekki mikið, þá
held ég, að ég geti fullyrt það
af upplýsingum, sem ég hef
fengið frá Skagaströnd, að þar
eru fjölda mörg smærri verk-
efni að vinna að og mikil þörf
fyrir fjárveitingu, enda bætist
það ofan á með Skagaströnd
eins og reyndar hina staðina,
sem ég hef nefnt, að þeir eiga
allir inni verulegar frjárhæðir
hjá ríkinu fyrir verk, sem
þegar hafa verið unnin og rík-
ið skuldar þessum stöðum. Það
er vissulega ástæðulaust að
láta þau miklu mannvirki sem
rhafa verið byggð á Skaga-
strönd grotna niður.
63 % lækkun!
Ég hef nefnt héma þrjá
staði, sem samtals fengu í
fyrra 1350 þús., en fjárveitinga-
nefnd gerir nú ráð fyrir, að
þessir staðir verði skornir nið-
ur um talsvert meira en helm-
ing, þ.e.a.s. alveg niður f 500
þús.
Ég verð að segja það, að það
eru heldur kaldar kveðjur frá
Alþingi, ef þeir staðir, sem
eiga núna í tímabundnum erf-
iðleikum í atvinnumálum og
það meira að segja næstum
einu staðirnir á landinu, þar
sem menn ganga atvinnulausir,
eru skornir svo miskunarlaust
niður, á meðan heildarfjár-
veitingin er hækkuð.
Ég hef oft heyrt talað um
það af hálfu ríkisstjórnarinnar
að stjórnarandstöðuþingmenn
séu að flytja tillögur, sem séu
ekkert annað en gaspur og
yfirboð, en ég held ég geti
leyft mér að segja, að þessi
veg Vestfirðinga, sem er
undirstaða fiskiðnaðarins
mikinn hluta ársins, verð-
ur ekki hjá því komizt að
skapa honum örugg starfs-
skilyrði, er tryggi þeim
sem við bessi st.örf vinna.
b'fv.T>nle? launakjör.
Á bað skal einnig bent,
að afli vestfirzku línubát-
anna er viðurkennd sérstök
gæðavara. sem er útflutn-
ingsframleiðsiunni ómiss-
andi“
tillaga mín og kráfa sé hvorki
yfirborð né óraunhæf ósk-
hyggja, heldur fyrst og fremst
sanngjörn og sjálfsögð krafa,
að þessir staðir fái það sama
og þeir fengu í fyVra og ég
trúi ekki öðru en alþingis-
menn styðji þessa tillögu.
Hofsós
Fjórði staðurinn er svo aft-
ur á móti Hofsós. Ég get leyft
mér að fullyrða, að óvíða á
landinu er annað eins ástand
í hafnarmálum, eins og á Hofs-
Framhald á 9. síðu.
Einar, Jón
og Gnnnar
«■
■
■^•1 Hinn 14. nóv. sl. var ■
2. umræða um fjárlaga- ;
frumvarpið fyrir árið :
1965 og mæltu þingmenn |
þá fyrir breytingartillög- ;
um sínum. f Þingsjánni •
hefur verið gerð grein 5
fyrir þeim tillögum, er j
þingmenn Alþýðubanda- «
lagsins fluttu við umræð- ■
una.
■
■
-fc Ragnar Arnalds einn j
þingmanna Alþýðubanda- j
lagsins, flutti nokkrar j
breytingartill. um aukn- :
ar fjárveitingar til hafn- j
arframkvæmda á Norð- j
urlandi vestra, þar sem ■
atvinnuástand er með •
því allra versta á land- j
inu.
■
■
i ' ' ■;
Neyðarástand á þessu •
landssvæði er gífurlegt ;
og hefur hvað eftir ann- j
að verið rætt á Alþingi j
og þá oftast að frum- •
kvæði Ragnars. Nú í vet- »
ur voru þessi mál fyrst j
rædd á Alþingi vegna fyr- j
irspumar Ragnars um !
hvað gcrt hefði verið í ■
atvinnumálum þessara •
staða og svaraði iðnaðar- j
málaráðherra, Jóhann j
Hafstein, fyrirspuminni. ■
I máli Jóhanns þá kom ■
ekkert nýtt fram, aðeins ■
undirstrikun á hinu bága j
ástandi, sem hann byggði j
á skýrslú frá nefnd er j
kynnti sér ástand þessa •
landssvæðis.
■
■
■
'A' Saklaus heimamaður j
þar nyrðra hefði máske j
getað gert sér hugmynd- •
ir um að ríkisstjórnarlið- j
ið á þingi samþykkti til- j
lögur Ragnars um aukið j
fjárframlag til Siglufjarð- i
ar, Sauðárkróks, Skaga- :
strandar og Hofsóss. En j
því var ekki að hcilsa. j
Og meðal þcirra, sem j
stóðu að því að fella til- :
lögumar voru: Einar j
Ingimundarson, 4. bingm. j
Norðurl. vestra, Gunnar j
Gfslason, 2. þingm. NI.v. :
og Jón Þorsteinsson 9. :
Iandskjörinn fyrir AI- j
býðnflokkinn í þessu ■
kjördæmi.
Leitað að öku-
manni og vitnum
Hinn 17. desember. síðastliðinn
var ekið á fullorðna konu á
Snorrabrautinni. Ökumaður ók
konunni heim af slysstað, en
hún er búsett að Njálsgötu 26,
og gerði lögreglunni ekki að-
vart um slysið. Síðan betta
gerðist hefur konan legið rúm-
föst og et það ósk lögreglunnar
að umræddur ökurftaður gefi
sig fram við lögregluna hið
fyrsta svo os vitni að atburðin-
um.
Krafa útvegsmanna og sjómanna á Vestfjörðum:
Raunhæfar aógerðir út
gerðinni til stuðnings
«
\
*
I