Þjóðviljinn - 08.01.1965, Síða 10
20 SlÐA
ÞI6ÐVILIINN
Föstudagur 8. janúar 1965
UNDIR
MÁNASIGÐ
Skáldsaga eftir M. M. KAY E
grófgerð hjáguðsmynd, máluð
ljótum gulrótarljt (og skrýdd
blómsveigum á hátíðisdögum).
Þegar augu hans höfðu vanizt
myrkrinu, gat hann greint fá-
einar v%rur í hnipri við aðal-
stofninn, þar sem guðslíkneskið
stóð. Ein þeirra talaði hvíslandi;
óljóst hvískurhljóð barst að eyr-
um Alexar. Hvíslandi röddin
talaði hratt og með ákafa og
virtist búa yfir vissum myndug-
leik.
Fyrsta hugmynd Alexar var
sú, að hánn hefði af tilviljun
komið að ræningjahópi að skipu-
leggja rán, en svo þótti honum
það ólíklegt þegar augu hans
fóru að venjast myrkrinu og ein
veran var greinilega Akbar
Khan, dyravörðurinn, og annar
hinn sleikjulegi khansamah
(kokkur). Hann gat greint þriðja
vangasvipinn, þegár tuglskinið
-féll á hann og þekkti þar sergent
úr sveit indverskra fótgönguliða
Lungjore.
Undir trénu voru að minnsta
kosti tiu eða tólf menn og Alex
hélt helzt að flestir væru úr
þjónustu sendiherrans. Flestir
voru þeir múhameðstrúarmenn,
fáeinir hindúar af lágri stétt, en
sergentinn var bramíni. En hvað
voru þeir að gera þarna á leyni-
fundi umhverfis guðslíkneski
hindúa? Og af hverju töldu þeir
nauðsynlegt að tala hvislandi?
Meðan hann stóð og hlustaði,
þagnaði sá sem talaði og menn-
imir fóru að tala saman í lágum
hljóðum og andartaki síðarhvarf
einn maðurinn úr hópnum og
hélt út í tijnglsljósið. Alex sá
sér til undrunar, að það var
sadhu (helgur maður). Hár,
beinaber líkaminn var nakinn
nema klæddur listilega vafinni.
lendaskýlu. Sítt, hrokkið hárið og
efri hluti líkamans var þakinn
FLJUGUM:
ÞRIÐJUDAGA
FIMMTUDAGA
LAUGARDAGA
FRÁ RVÍK KL. 9.30
FRÁ NORÐFIRÐI KL. 12
FLU.GSÝN
SÍMAR: 18410 18823
HÁRGREIÐSLAN
Hárgrei^slu og snyrtistofu
STEXNU og DÓDÖ t>augavegi 18
III hæð flvfta) SIMl 2 46 16
P E R M A Garðsenda 21 —
SlMI; 33 9 68 Hárgreiðslu og
snyrtistofa
D O M 0 R I
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN - Tjamar-
götu 10 — Vonarstrætismegin —
SlMI: 14 6 62
HÁRGREIÐSLUSTOFA AUST-
URBÆJAR — Maria Guðmunds-
dóttir Laugavegí 13. — SIMI:
14 6 56 — NUDDSTOFAN ER Á
SAMA STAÐ. . ,
ösku sem gerði veruna drauga-
lega og óhugnanlega.
Sadhúinn kom út á stíginn sem
lá upp að hvolfþakinu og gekk
hljóðlaust beint í áttina til Al-
exar. Langa perlufestin sem
hann bar um hálsinn glamraði
í kyrrðinni. Alex bjóst við að
maðurinn myndi stanza þegar
hann kæmi auga á hann. Hann
sá bregða fyrir gráu, drauga-
legu andliti með dökku stéttar-
merki og dökkum, glóandi aug-
um og svo — áður en hann
vissi af, var maðurinn horfinn
framhjá honum og út um dimmt
portið.
Alex snerist á hæli og gekk
á eftir ‘honum, en vegurinn fyr-
ir utan var auður, sadhúinn var
horfinn, rétt. eins og hann hefði
í raun og veru verið andi.
Alex horfði undrandi niður
veginn, sem var baðaður tungl-
skini. En rykug trén meðfram
honum vörpuðu skuggum og
sádhúinn hefði getað leynzt í
einum þeirra. Þá fyrst
varð Alex ljóst að hindúinn
hefði ef til vill alls ekki séð
hann, því að hann hafði komið
úr myrkrinu undir banyantrénu
og út í sterkt tunglsljósið, en
Alex hafði staðið í hvítum
strigafötum sínum upp við kalk-
aðan múrvegginn.
Alex heyrði dauft hljóð bak-
við sig og sneri sér við í skyndii
Akbar Khan, dyravörðurinn, stóð
í hliðinu og hneigði sig.
— Hvar hefurðu verið? spurði
Alex hörkulega á máli heima-
manna, og hvað hefur þú og þeir
hinir saman við sadhu að sælda?
Hvað er hér eiginlega á seyði?
— Ekkert illt, huzoor, herra,
svaraði Akbar Khan rólega. Við
erum aðeins að biðja um regn.
—'■ Hvaða þvættingur er þetta.
Þú ert áhangandi Spámannsins
og það eru Imal Din og Ustad
Ali líka. Hvenær varð það venja
að múhameðstrúarmenn sendu
bænir sínar til guða hindúa eða
umgengjust helga menn? Og
hvaða samband er milli havild-
ars (indverskur sergent) og Bul-
akis, götusópara? Ég þekki hav-
ildar Jodah Ram.
— Huzoor, sagði Akbar Khan.
Á erfiðum tímum, þegar regnið
bregzt, þá þjáumst við allir.
Monsúninn hikar og gróðurinn
visnar. Bráðlega, ef regnið hik-
ar of lengi, kemur mikil hung-
ursneyð og margir deyja — mú-
hameðstrúarmenn og hindúar,
shikar og bengalar. Þessi sadhu
sendir guði sínum bænir' um
regn. Við múhameðstrúarmenn
áköllum Allah og hindúamir í
borgunum biðia líka guði sína.
Þannig er það.
— Hm, tautaði Alex. Það er
ekki óhugsandi að þú segir satt.
En ég trúi þér ekki og mér lík-
ar þetta ekki. Skildu ekki
hliðið oftar eftir gæzlulaust,
gamli þrjótur.
Akbar Khan sem skildi ekki
þessar athugasemdir, sem sagðar
voru á ensku, hneigði sig djúpt
og steig yfir að múrveggnum,
meðan Alex gekk framhjá hon-
um upp langan, bugðóttan ak-
veginn að stóra hvfta einlyfta
húsinu.
Frá bakgarðinum heyrðjst
syngjandi kvenrödd með undir-
leik gítars. Allt í einu hætti
söngurinn eins og samkvæmt
skipun um leið og Randall kap-
teinn steig upp verandarþrepin.
Hvítklædd vera reis upp af
skrjáfandi mottunni, hneigði sig
og gekk buktandi að dyrum með
bambustjaldi fyrir, sem lágu að
dagstofu sendiherrans. Alex sá
punkahkuli sitja með krosslagða
fætur og beygja sig í takt við
hreyfingar snúrunnar og frá
stofunni heyrðist kunnuglegt
marr í punkah, glamur í flöskum
og glösum og tal þjónsins á
úrdú-máli.
— Hvað er? Hvað nú?
Rödd sendiherrans var loð-
mælt og óskýr og Alex kipraði
munninn fyrirlitlega.
Þjóninn lyfti forhenginu og
fyrirferðarmikill búkur sendi-
herrans birtist í dyrunum.
— Eruð það þér, Alex? Komið
inn, komið inn! Einmitt maður-
inn sem ég vildi finna. Fáið
yður sæti! Fáið yður drykk! Ger-
ið svo vel! Vitið þér af hverju ..
ég gerði boð eftir yður?
— Nei, henra Barton. Ég vona
að ekkert hafi orðið til að hindra
brottför mína?
— Nei, pei. Það er allt klappað
og klárt. Það er einmitt hún, sem
við þurfum að ta .. tala um ..
Þér eigið að gera mér greiða.
Löng saga. Það er í sambandi
við tilvonandi eiginkonu mína.
Hann drakk drjúgan teyg úr
glasinu sem hann hélt á og svit-
inn fossaði niður fölar, þrútnar
kinnar hans og vætti þunnan
ermastuttan indverskan búning-
inn, sem hann klæddist í stað
evrópubúnings.
Alex settist þreytulega og
bjóst til að hlusta á útskýring-
ar hins þreytandi og hégómlega
sendiherra, sem hann vissi að
yrðu auk þess sagðar drafandi
og hikstandi. Hann vissi líka —
og hver vissi það ekki? — að
sendiherrann var trúlofaður fjair-
skyldri frænku sinni, dóttur-
dóttur jarlsins af Ware.
Conway Barton var breykinn
af sambandi sínu við Ware lá-
varð og notaði hvert tækifæri til
að hafa orð á þeim ættarbönd-
um. En í raun og veru voru þau
ekki sérlega náin. Lafði Emilyt
Grantham, eina dóttir fimmta
jarlsins af Ware, hafði gengið
eiga roskinn og auðugan ná-
unga, sir Ebenezer Barton.
Yngsti bróðir þessa sir Eben-
ezers var faðir Conways Bartons.
Bróðurdóttir lafði Emily, Sabrina
Grantham, virtist hafa gifzt
spönskum aðalsmanni, og það
var bróðurdóttir þeirra sem var
unnusta herra Bartons.
Hjónabandið hafði verið á-
kveðið fimm eða sex árum áð-
ur, þegar herra Barton var sið-
ást í leyfi í Engl^idi, og hann
sagði að alltaf hefði staðið til
að þetta yrði löng trúlofun —
sem var alvanalegt undir slíkum
kringumstæðum — og það stóð
til að brúðkaupið færi fram
þegar hann kæmi næst til Eng-
lands í leýfi. En þangað til yrðu
mörg ár og nú var jarlinn af
Ware, frændi ungu stúlkunnar
og fjárhaldsmaður, orðinn mjög
heilsutæpur og hafði skrifað og
sárbænt herra Barton að koma
til Englands og ganga sem fyrst
í hjónaband við unnustu sína.
En slíkt kom ekki til greina,
og hann hafði því hugsað sér
aðra tilhögun ..
Randall leyndi geispa. Hann
fann svitann streyma niður á
milli herðablaðanna og hann
klæjaði í hitaútbrot. Marrið í
Punkaviftunni var hætt. Alex
velti fyrir sér, hvers vegna
sendiherrann teldi sig ekki geta
farið heim. Fyrir mann í hans
stöðu ætt.i að vera auðvelt að
koma því í kring. Það var álltaf
óþolandi skortur á liðsforingj-
um í héraðinu, en Conway Bar-
ton var ekki í svo miklu áliti
að hann gæti talizt ómissandi.
Og hvers vegna hafði sendiherr-
ann gert boð eftir honum á
þessum tíma sólarhrings? — til
þess eins að ræðá væntanlegt
hjónaband sitt?
— Fjallið verður að koma til
Múhameðs! sagði Conway Bar-
ton og hló dátt að sinni eigin
fyndni.* Og þar, kæri Alex, kom-
ið þér inn í spilið ..
— Ég? Alex rétti úr sér i
stólnum og nú var hann glað-
vakandi.
— Já, ungi maður. Ég myndi
ekki tre..treysta neinum öðrum
En þér eruð heiðursmaður —
það sama verður ekki sagt um
ýmsa aðra. Og þótt þér séuð
full myndarlegur, eða væruð það
ef þér væruð ekki svona snoð-
inn í framan .. fjandakomið,
það er næstum' ósæmilegt að
,raka á sér andlitið eins og nigg-
araskratti. — Þér gangið alls
ekki í augun á kvenfólkinu!
Aldrei séð yður með pils —
Meira en sagt verður um ýmsa
aðra: Óeðlilegt' — en svona er
það nú samt. Sjáið þér til
þess vegna sagði ég við sjálf-
SKOTTA
Brunatryggingar
Vöru
Heimilis
Innbús
Afla
Veiðarfæra
Glerfryggingar
Heimisfrygging
hentar yður
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR"
IINDARGATA 9 REYKDAVlK SÍMI 212 60 S |M N BþTI) i S U R E T Y
Hún er tveim bekkjum á eftir mér og þegar hálftrúlofuð. Maður
hefði nú haldið að við efribekkingar værum rétthærri!
* BILLINN
Rent an Icecar
Sími 1 8 8 3 3
FERDIZT
MEÐ
LANDSÝN
• Seljum farseðla með flugvélum og
skiþum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
LAN D SYN t
TÝGGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465
UMBOÐ LOFTLEIÐA,
REYKJAVÍK.
*