Þjóðviljinn - 08.01.1965, Síða 12
I
• r'
Urskurður í máli stjórnar Starfsmannafélags Utvegsbankans:
Stjórninni boðið að sæta áminningu
Hér situr stjórn Starfsmannafélags tJtvegsbankans á sakamannab ekk í ofanverðum nóvcmbermánuði og bíður eftir yfirheyrzlu hjá
sakadómara og var formaðurinn þá stundina inni í yfirheyrzlu.
Sakadómaraembættið í Reykja-
vík kvað upp úrskurð í gærdag
yfir stjórn Starfsmannafélags Út-
vegsbankans út af verkfallinu
annan dag nóvembermánaðar á
síðasta ári, en starfsfólk bankans
hér í Reykjavik og útibúum hans
út um allt land var þá að mót-
mæla óhæfri mannaráðningu i
stöðu útibússtjóra bankans á Ak-
ureyri.
Meginefni þessa úrsk-urðar er
að falla frá öllum refsingum til
handa starfsfólkinu samkvæmt
gömlum og úreltum lögum er
varða rétt opinberra starfsmanna
til verkfalla og bjóða stjórninni
upp á sættir með þeim skilyrðum
þó að sæta áminningu fyrir
verknaðinn, en það þýðir á
mæltu máli, að starfsfól'k bank-
ans lofi því að efna ekki aftur
til verkfalla.
Sakadómaraembættið fékk
málið til rannsóknar á sínum
tífna og yfirheyrði Halldór Þor-
björnsson, settur yfirsakadómari
þá stjórn starfsmannafélagsins
og sendi síðan niðurstöður til
Saksóknara ríkisins og hann
vísaði því áfram til bankamála-
ráðherrans og þannig hefur mál-
ið hlaupið upp og niður emb-
ættisstigann undanfarnar vik-
ur með þessum meinlausa endi.
Seint í gærkvöld náði Þjóð-
viijinn loks tali af Adolfi Björns-
syni, formanni Starfsmannafélags
Útvegsbankans og viðurkenndi
fcrmaðurinn, að stjórn sín hefði
fengið tilkynningu þá um dag-
inn um þennan úrskurð og lægi
hann enn ósnertur í bréfi hjá
embættinu og væri ætlunin að
lesa úrskurðinn í dag yfir stjóm
félagsins.
Þjóðviljinn spurði Adolf, hvort
hann myndi sæta áminningu og
kvað hann litlar líkur á því og
ekki sagðist hann kveljast af
samvizkubiti. Hinsvegar vildi
Adolf nota tækifærið fyrst þetta
væri til umræðu og sagðist skora
á Braga Sigurjónsson, settan úti-
bússtjóra að hverfa þegar úr
starfi eða heita minni maður ella.
Um 737. þús. tn af fiski unnin hér
lendis 1963,25 þús. meira en 1962
■ Alls var 736.731 tonn af fiski tekið til hagnýtingar á íslenzkum höfnum árið 1963.
Árið áður, 1962, voru alls 711.083 tonn tekin til hagnýtingar eða liðlega 25 þús. tn. minna.
■ í’rá þessu ségir í nóvemberhefti Hagtíðinda 1964- Þar er tafla um hagnýttan fisk
á íslenzkum höfnum þessi tvö ár og líka tafla um ísfisk fluttan á erlendan markað
þessi ár með íslenzkum fiskiskipum, flokkað eftir útgerðarhöfn skipa og sölulandi.
1 skýrslunni með töflunni um
hagnýttan fisk á íslenzkum höfn-
úm segir svo: „Tafla þessi er
gerð eftir skýrslum Fiskifélags-
ins. Humar er talinn með, en
rækjur hins vegar ek'ki. Loðna
er talin með síðara árið, en
ekki hið fyrra. tsfiskur og ísuð
síld, sem siglt er með á erlend-
an markað. er ekki talið með
f þessari töflu og er sérstakt
yfirlit um það i annarri töflu,
þ. e. um ísfisk fluttan á erlend-
an markað; 4
Taflan gefur ekki að öllu leyti
rétta mynd af þýðingu hafnanna
sem verstöðva, því að Fiskifé-
lagið skiptir aflamagninu niður
eftir vinnsluhöfnum, en ekki
löndunarhöfnum. Oftast nær fer
þetta þó saman. I einstaka höfn-
Fýrsti borerar-
ársins stnttnr
Borgarstjórn Reykjavíkur hélt
fyrsta fund sinn á nýbyrjuðu
ári í gær og stóð hann aðeins
í 20 mínútur.^Er fyrsti borgar-
stjómarfundur hvers árs að
jafnaði sá stytzti, en síðasti
fundurinn nær alltaf lengstur,
enda frumvarp til fjárhagsáætl-
unar borgarsjóðs þá, rétt fyrir
jólin. til síðari umræðu Frá
þeim umræðum sem urðu á
borgarstjórnarfundinúm í gær
er sagt á öðrum stað í blað-
inu.
um er þó landað mun meira
fiskmagni en taflan gefur til
kynna, einkum þó f Griiídavík.“
Hér fer á eftir yfirlit um fisk
tekinn til vinnslu á þeim höfn-
um, sem unnu yfir 10 þús tn.
árið 1963 í réttri röð og er tal-
an frá 1962 í svigum fyrir aftan
Reykjavík 112.236 ( 74.552)
Vestmannaeyjar 75.201 ( 51.587)
Seyðisfjörður 46.745 ( 20.563)
Neskaupstaður 45.761 ( 35.613)
Keflavík 42.fc56 ( 33.270)
Raufarhöfn 41.439 ( 59.143)
Hafnarfjörður 41.264 ( 30.878)
Akranes 30.878 ( 32.837)
Siglufjörður 27.864 (114.396)
Grindavík 20.970 ( 16.190)
Vopnafjörður 20.754 ( 32,129)
Eskifjörður 20.158 ( 12.038)
Sandgerði 15.762 ( 11.812)
Búðir v. Féskrfj. 14.316 ( 11.759)
Ake. og Krossan. 12.981 ( 16.927)
Reyðarfiörður 12.106 ( 4.035)
Olafsvík 11.512 ( 9.331)
Lítið af þessum fiski er tog-
arafiskur, en hann er mestur í
Reýkjavík eða 24 þús. tn 1963
og 11 þús. tn árið áður. í Hafn-
arfirði er togarafiskur tæp 7
þús tn. 1963, en hálft fjórða
1962. Togarafiskur unninn . á Ak-
ureyri er rösk 8 þús. tn 1963 en
rösk tvö þús. 1962. Annars stað-
ar nær hagnýttur togarafiskur
pkki þúsund tonnum.
Af töflunni hér að framan
sést að sveiflan milli ára hefur
verið hvað mest á Siglufirði,
Seyðisfirði og Reyðarfirði. Rétt
er að géta þess að Hjalteyri vann
14.103 tn af fiski 1962 en aðeins
rös'k 6 þús. 1962.
Samkvæmt Hagtíðindunum
voru 41.789 tn af ísuðum fiski
flutt til V.-Þýzkalands og Bret-
lands 1963 með fslenzkum fiski-
skipum en 37.961 tn 1962.
1 þessum tölum er talin ísuð
síld en ekki loðna. ísfiskur flutt-
ur á aftnan hátt, þ. e. með er-
lendum og innlendum flutninga-
skipum og með flugvélum var
enginn árið 1962 en 323 tn. 1963.
Mestur er útflutningur ísaðs
fisks með reykvískum skipum
eða tæp 26 þús. tn 1963 og rösk
22 þús. tn 1962. Næst kemur
Hafnarfjörðui^ með liðlega 6 þús.
1963 og um 5 þús. 1962.
DUMNN
Föstudagur 8. janúar 1965 — 30. árgangur — 5. tölublað.
BLAÐADREIFING
Þjóðviljann vantar nú þegar blaðbera í
eftirtalin hverfi:
VESTURBÆR:
Seltjarnarnes 2.
Skiólin
Melarnir
Tjamargata.
i
AUSTURBÆR:
Laufásvegur
Þórsgata
Meðalholt
Skúlagata
Höfðshverfi
Brúnir
Miklabraut
Mávahlíð
KÓPAVOGUR:
2 hverfi laus í
Auslurbæ.
Umboðsmaður:
Ásbraut 19, —
Sími 40319.
HAFNARFJÖRÐUR:
Laus hverfi í aust-
ur og vesturbæ.
Umboðsmaður:
Hringbrauf 70 —
Sími 51-369.
Sími 17-500.
Drukku mjólkina úr kúnum og drápu hænsnin
Hafa játaSá sig átta innbrot
Tveir .piltar af Suðurnesjum
voru handteknir af Sandgerðis-
lögreglunni í fyrradag í Reykja-
vík og voru þeir fluttir til yf-
irheyrzlu á lögréglustöðina í
Keflavík sama kvöld og viður-
kenndu þá um kvöldið innbrot-
ið í Axelsbúð í Sandgerði.
En ,svo. fyjgdu. í kjölfasið
raunalegar játningar og játuðu
þeir á sig hvorki meira né minna
en átta innbrot á Suðurnesjum
'síðan á Þorláksmessudag fram á
þrettánda dag jóla og hafa þeir
heldur betur látið hendur standa
fram úr ermum alla jóladagana.
Búizt er þó við, að þessir pilt-
ar hafi jafnvel fleiri innbrot á
samvizkunni og ekki sé allt kom-
ið á hreint ennþá.
Þannig hafa þeir játað á sig
innbrot í Friðjónskjör í Njarð-
víkum og tóku þar ófrjálsri
hendi nokkrar lengjur af sígar-
ettum og flugelda, þá brutust
þeir inn í bifreiðaverkstæði Guð-
mundar Sigurðssonar í Kefla-
vík og stálu þar áhöldum til
viðgerðar á eigin druslu, þá
brutust þeir inn í frystihúsið í
Gerðum og stálu þaðan útvarps-
tæki og heimsóttu um hábjart-
an dag Nýjabæ á Vatnsleysu-
strönd og stálu frá heimilisfólk-
inu öðru útvarpstæki og þaðan
fóru þeir á hænsnabú í Garð-
inum og drápu þar nolskur
hænsni og báru við eggjatöku.
Þá fóru þeir heim á bæinn Holt
í Garðinum og tóku enn eitt
útvarpstækið og forláta ávaxta-
skál. Þá fóru þeir í fjósið að
Meiðastöðum í Garði og mjólk-
uðu kýrnar og drukku ósleitilega
mjólkina úr kúnum og hélt
bóndinn, að kýrnar væru allar
orðnar steingeldar að morgni.
Þessir piltar hafa verið á far-
aldsfæti síðustu vikurnar og er
annar seytján ára og dvaldi í
sveit sér til upjpbyggingar í sum-
ar og hinn er tuttugu og eins
árs og teljast báðir Suðurnesja-
menn.
Framkvæmdastjórn almannavarna er
aukaembætti hjá slökkviliðsstjóra
□ Allir 12 borgRrfulltrúar hernámsflokkanna
þriggja staðfestu á fundi borgarstjórnar Reykja-
víkur í gær ráðningu eins æðsta og tekjuhæsta
embættismanns borgarinnar í aukaembætti: fram-
kvæmdastjórn svonefndrar almannavamanefndar.
Eins og Þjóðviljinn hefur áður
skýrt frá, féllst borgarráð á
fundi sínum rétt fyrir áramótin
á tillögu almannavarnarnefndar
um að Valgarð Thoroddsen
slökkviliðsstjori yrði ráðinn
framkvæmdastjóri nefndarinnar.
Greiddu 4 borgarráðsmenn í-
halds og Framsóknar atkvæði
með þessari ráðningu en Guð-
mundur Vigfússon, borgarráðs-
maður Alþýðubandalagsins. var
ándvígur embættisveitingunni
og óskaði að bókað yrði eftirfar-
aj.di: „Ég lít svo á, að stofnun
þessa nýja embættis sé óþörf og
þau útgjöld megi spara sem þvi
er samfara“.
Fyrsta skrefið
Á. borgarstjómarfundinum í
gær ítrekaði Guðmundur þessa
afstöðu sína í borgarráði og
flutfi tillögu til frávisunar.
Minnti hánn á að síðan lögin um
almannavarnir hefðu verið sett
1962 hefði ekki verið talin
ástæða til að setja sérstakan
framkvæmdastjóra fyrir um-
rædda nefnd, enda starfsemi
hennar tiltölulega lítil og' litlu
eytt af því fé, sem til hennar
hefði verið veitt á fjárhagsáætl-
un borgarsjóðs undanfarin ár.
Nú væri ekki annað að sjá en
stefnubreyting ætti að verða í
málinu og mætti ætla að ráðn-
Valgarð Thoroddsen
ing framkvæmdastjóra nefndar-
innar með 70—80 þús. kr. árs-
launum yrði aðeins fyrsta skref-
ið á lengri braut, og. ef að lík-
um léti myndi þetta fyrsta skref
draga dilk á eftir sér, í kjölfar
ráðningar framkvæmdastjóra
mætti ætla að fylgdi skrifstofu-
hald með tilheyrandi kostnaði,
ráðning skrifstofufólks, bíla-
kostnaður o.s.frv. Utan á þetta
myndu óhjákvæmilega hlaðast
kostnaðarliðir, og kvaðst Guð-
mundur e'kki sjá neina ástæðu
til að eyða takmörkuðu fé borg-
arsjóðs í stofnun sem ekki væri
meir aðkallandi en raun ber
vitni, allra sízt nú er friðvæn-
legar horfir í heiminum en oft-
ast áður.
Annað mál er það svo, sagði
Guðmundur Vigfússon, að fela
þetta starf einum æðsta og
tekjuhæsta embættismanni
Reykjavíkurborgar. Munu þó
flestir borgarbúa telja að
slökkviliösstjóri hafi um ærið
starf að hugsa þó að aukaemb-
ætti séu ekki á hann hlaðin.
Geir Hallgrímsson borgarstjóri
Framhald á 9. síðu.