Þjóðviljinn - 03.03.1965, Page 1
Miðvikudagur 3. marz 1965 — 30. árgangur — 51. tölublað.
Sósíalistar Reykjavík
Félagar í Sósíalistafélagi Reykjavíkur, Æskulýðsfylkingunni og
Kvenfélagi sósíalista; munið 2. erindi í erindaflokki ÁSGEIRS
BLÖNDALS MAGNÚSSONAR um MARXISMANN, sem flutt verð-
ur að Tjarnargötu 20 (salnum niðri) fimmtudaginn 4. marz kl. 9.
FRÆÐSLURÁÐ.
Stefnt vísvitandi út á heliarþröm kjarnorkustríðs
Baidarikiisljórn fæiir út strilii i
Vietnam með 2 nýjum loftárásum
Nú hefur hún ekki einu sinni reynt að afsaka
þœr með áhlaupum skœruliða í S-Vietnam
SAIGON og WASHINGTON 2/3 — Bandaríkjamenn gerðu aftur í dag
tvær miklar loftárásir á Norður-Vietnam, þær mestu sem þeir hafa gert.
Með þessum árásum, sem nú er ekki reynt að afsaka með því að þær séu
til endurgjalds fyrir áhlaup skæruliía á stöðvar Bandaríkjamanna í Suð-
ur-Vietnam, hefur stríðið þar enn verið fært út og er nú komið á nýtt
stig, sagði fréttaritari brezka útvarpsins í Washington í gær. Annað
sko.tmark Bandaríkjamanna, hafnarbærinn Quang Khe, var einnig all-
miklu norðar en þeir hafa áður farið og er það í samræmi við þá ákvörð-
un þeirra að fikra sig smám saman norður eftir landinu, allt að höfuð-
borginni Hanoi.
Suðurkóreskir hermenn sendir til Vietnams
Fréttaritari brezka útvarpsins
sagði að ákvörðun um þessar
síðustu árásir hefði verið tekin
fyrir hálfum mánuði, þegar
ákveðið hefði verið að halda á-
fram að gera loftárásir á Norð-
_■■■■■■■■■■■■■•«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•
LAUNA-
SKATTUR
ORÐINN
f gær var samþykkt sem
lög frá Alþingi frumvarp
um launaskatt, sem er eitt
af höfuðatriðum júnísam-
komulagsins. — Aðalefni
frumvarpsins er í því
fólgið að launagreiðend-
ur. nema í landbúnaði,
skuli greiða 1% af greidd-
um launum til launþega í
Byggingasjóð ríkisins.
Nánar verður greint frá
þessum lögum síðar.
ur-Víetnam með sívaxandi |
þunga, án þess að bíða nokk-
urra tilefna.
Árásimar væru einnig i fullu
samræmi við þá kenningu sem
Baudaríkjastjóm hélt fram í
„hvitbók" sinni um stríðið í
Vietnam sem gefin var út á laug-
ardaginn, að það sé stjórnarinn-
ar í Hanoi að láta þjóðfrelsis-
hreyfinguna í Suður-Vietnam
hætta skæruhernaði sínum eða
eiga annars yfir höfði sér sí-
vaxandi árásir Bandaríkjamanna.
Mestu árásirnar
Meira en 160 bandarískar og
suðurvietnamskar flugvélar tóku
þátt í árásarferðunum í dag,
sem sagðar eru þær mestu sem
Bandaríkjamenn hafa farið í
Vietnam. Bandaríski ofurstinn
sem stjórnaði órásunum, Price
að nafni, sagði að varpað hefði
verið 180—190 sprengjum á skot-
mörkin og að um tveir þriðju
þeirra hefðu hæft í mark.
Stórar sprengjuþotur af gerð-
inni B-57 voru nú í fyrsta sinn
notaðar til árása á Norður-Viet-
nam, en þeim fylgdu bandarísk-
ar orustuþotur og suðurviet-
namskar sprengjuflugvélar af
gerðinni Skyraider. Þessar flug-
vélar réðust á hafnarbæinn
Quang Khe, sem er tæplega 100
km fyrir norðan landamærin á
17. breiddarbaug. Bandaríkja-
menn hafa ekki fyrr farið í
árásarferð svo langt norður.
Mikið tjón er sagt hafa orðið í
hafnarbænum, 3—5 skipum úr
flota Norður-Vietnams er sagt
að hafi verið sökkt og 60 stór-
hýsi lögð í rúst.
Önnur árás var gerð á vopna-
búr við Xom Bang, um 20 km
fyrir norðan landamærin. Price
ofursti sagði að miklar spreng-
ingar í vopnabúrinu hefðu gefið
til kynna að sprengjurnar hefðu
hæft það.
Nokkrar skotnar niður
Eins og fyrri daginn ber ekki
saman fréttum af því hve marg-
ar árásarflugvélanna voru skotn-
ar niður. Bandaríkjamenn við-
urkenna að hafa misst tvær, auk
einnar suðurvietnamskrar, en
Tass-fréttastofan hélt fram í dag
að a.m.k. sjö flugvélar úr árás-
arliðinu hefðu verið skotnar nið-
ur.
Framhald á 9. síðu.
Bandaríkjamenn hafa Iengi nauðað á bandamönnum sínum að senda herlið til Suður-Vietnam, en
fengið dræmar undirtektir. Leppar Bandarikjanna í Asíu, Park í Suður-Kóreu og Sjang Kajsék á
Formósu, hafa einir viljað verða við þeim tilmælum og nú eru suðurkóreskir hermenn komnir til
Saigon. Myndin er tekin þegar fyrstu 600 þeirra af 2000 sem ætlað er að senda þangað gengu á land.
ÓFÆRT FYRIR HORN
Hafísinn rekur aö landi
■ Ekkert ísflug var í gær sökum veðurs og því erfitt
að henda nákvæmlega reiður á ferðum hans en þó bentu
allar líkur til að ísinn ræki upp að landi. Ófær ís var við
Kögur í gærmorgun og búast mátti við ís til Austfjarða.
ÍSINN
Veður var mjög vont og því
lítt hægt að fylgjast með ísnum
fyrr • en hann var kominn al-
veg upp að landinu. Þannig voru
nokkrir jakar landfastir við
Harðbak á Melrakkasléttu. ís-
hrafl var við land á Hrauni á
Skaga og jakar á reki úti fyrir.
Þá var og íshrafl úti fyrir Eyja-
firði og Skagafirði.
Frá Grímsey bárust þau tíð-
indi að ís þar í kring ræki hratt
til suðvesturs og voru skipa-
ferðir til eyjarinnar taldar ó-
færar með öllu.
Litlafellið, sem er á leið til
Akureyrar, sá jaka út af Gjögri
austan Eyjafjarðar og skammt
norðvestur af Flatey á Skjálf-
anda.
Þegar í gærmorgun var ófær
ís við Kögur og töldu varðskip
að siglingaleiðin fyrir Horn væri
með öllu ófær. Stapafellið sá
einstaka jaka inni á ísafjarð-
ardjúpi, en þaðan var ísinn tal-
inn horfinn í gær, og gætu
þessir jakar orðið hættulegir
skipum.
Allar líkur voru því á því
að ísinn myndi reka upp að
víða. Og sá ísfláki sem kominn
var suður með Austurlandi gæti
vel lagt leið sína inn á Aust-
firði.
Veður var hið versta, norð-
austan stormur alltað tíu-ell-
efu vindstigum út af Straum-
nesi og á Hvallátrum og tíu
vindstig voru á Hornafirði. Bú-
izt var við því, að þessi átt
héldist í nótt og á morgun, að
því er Veðurstofan taldi er blað-
ið hafði samband við hana laust
eftir kl. 18 í gær.
/ Framhald á 9. síðu.
Spurt um hinn ógnarlega leyndardóm
hernámsflokkanna:
Sölunefnd varnarlfðseigna
!
!
■ í gær var útbýtt á Alþingi fyrirspurnum frá
Hannibal Valdimarssyni til ríkisstjórnarinnar um
verzlunarstarfsemi Sölunefndar setuliðseigna. — Fyrir-
spumirnar eru svohljóðandi:
1. a. Hverjir eru nú aðal-
menn í svonefndri
Sölunefnd setuliðseigna,
sem annazt hefur nokk-
uð á annan áratug sölu
á hvers konar úrgangs-
varningi frá herstöð-
inni og varnarliðinu í
Keflavík?
b. Hverjir hafa átt sæti
í nefndinni sl. 10 ár?
2. Hvernig er vali manna í
nefndinni háttað, og hvaða
stjórnarvöld ákveða menn
í þessa þýðingarmiklu
nefnd?
3. Starfar Sölunefnd setu-
liðseigna samkvæmt lög-
um, og undir hvaða ráðu-
neyti heyrir starfsemi
hennar?
4. Hverjar hafa tekjur orðið
af sölustarfsemi nefndar-
innar ár hvert, síðan hún
hóf sölustarfsemi sína?
5. Hafa nefndarmenn þóknun
fyrir störf sín í Sölunefnd
setuliðseigna, og ef svo er,
þá hverja, hvort sem vera
kynni í fríðindum eða
beinni launagreiðslu?
6. Hversu fjölmennt starfs-
lið er í þjónustu nefndar-
innar við skrifstofustörf,
afgreiðslu, flutninga vör-
unnar og alla dreifingu
hennar?
7. Hvernig er háttað verð-
lagningu og bókhaldi vegna
söluvörunnar við afhend-
ingu hennar í hendur
nefndarinnar, svo og við
endursölu varningsins til
landsmanna?
8. Hvarjir annast endur-
skoðun á bókhaldi, vegna
þessarar víðtæku verzlun-
arstarfsemi?
9. Hvar hefur nefndin
geymslustaði fyrir varn-
ing sinn?
10. Hefur sölunefnd setuliðs-
eigna komið sér upp eig-
in vöruskemmum og verzl-
unarhúsnæði, eða hefur
hún einungis leiguhúsnæði
til afnota?
Ef aðeins er um leigu-
húsnæði að ræða, hverjir
eru þá eigendur þess, og
hve hárri upphæð hefur
leigan numið ár hvert?
11. Er það rétt, að Sölunefnd
setuliðseigna hafi í önd-
verðu byrjað sölu sjón-
varpstækja, er hentuðu
Keflavíkurstöðinni, og ef
svo er, hversu mörg sjón-
varpstæki hefur nefndin
þá selt á sínum vegum
sem menningartæki til
heimilis þarfa hér á landi?
!
I
i