Þjóðviljinn - 03.03.1965, Síða 2
SÍÐA
ÞJÓBVIIJINM
Miðvikudagur 3. marz 1965
1377unglingar sóttu starfs-
fræðsludag s/ávarútvegsins
Myndin var tekin í sýningardeild Fiskideildar: Sven Maimberg
haffræðingur sýnir unglingunum hvernfg sýnishorn eru tekin
úr sjó.
Ekki
að ástæðulausu
Verkamannafélagið Dags-
brún hefur einróma samþykkt
að segja upp kjarasamning-
um og lagt áherzlu á kröfur
sínar um umtalsverða hækk-
un á kaupgjaldi. Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja
hefur látið fara fram alls-
herjaratkvæðagreiðslu um
uppsögn samninga sinna, og
urðu úrslit hliðstæð því sem
gerist austantjalds, 95.3%
meirihluti með samningsupp-
sögn. Þannig búast launþegar
nú til atlögu, og sízt barf að
draga í efa að atvinnurekend-
ur og stjómarvöld búi sig
einnig í brók að sínu leyti.
Munu brátt taka að birtast í
stjórnarblöðunum átakanlegar
lýsingar á því hve atvinnu-
rekendur séu bágstaddir og
snauðir, fjárhagsskuldbinding-
ar þeirra bungbærar og raun-
ar sligandi, auk þess sem
hagfræðingar munu sanna
með gildum rökum að þjóð-
félagið standi ekki undir
hækkuðu kaupi. Atvinnurek-
endum veiti sannarlega ekki
af því að fá f sinn hlut þá
18% hækkun sem í fyrra varð
á útflutningsvörum lands-
manna svo að þeir geti rækt
þau verkefni sem brýnust eru
í þjóðfélaginu.
Og vissulega má taka undir
það með atvinnurekendum að
þeir eiga bágt um þessar
mundir. Þannig skýrir Morg-
unblaðið frá því í gær að
nokkrir fjáraflamenn hafl
gert nýjan leigusamning um
Víðidalsá í Húnavatnssýslu,
en helzti útgerðarmaður á því
veiðisvæði er Sigfús Bjama-
son i Heklu, sá hinn sami
sem nýlega byggði sér snoturt
smáhýsi við Laugaveg af litl-
um efnum. 1 fyrra greiddu
þeir félagar kr. 300.000 fyrir
veiðiréttinn, en í ár var
hann næstum þrefaldaður í
verði, upp í kr. 1.151.000.
Jafnframt greinir Morgun-
blaðið frá því að undanfarin
sumur hafi veiðzt í ánni frá
100 til 1400 laxar árlega;
verði veiðin í lágmarki í sum-
ar getur hver lax þannig
komizt upp í kr. 11.510. Hér
er þó aðeins reiknað með
leigukostnaðinum, en annar
útgerðarkostnaður verður
naumast minni, þvl auðvitað
þurfa veiðimennimir að hafa
sómasamlegan aðbúnað í erf-
iði sínu.
Þannig er ekki alit sem
sýnist og kjör atvinnurekenda
mun bágari en menn ímynda
sér. Þegar launþegar kvarta
undan því að soðningin. sé
orðin býsna dýr, ættu þeir að
renna huganum til Sigfúsar í
Heklu og þeirra félaga sem
kunna að verða að greiða tugi
þúsunda króna fyrir hvem
lax sem þeir draga þó sjálfir
á land með súrum sveita. Það
er sannarlega ekki að tilefnis-
lausu sem stjómarblöðin
munu á næstunni prédika
hófsemi, stillingu, ábyrgðar-
tilfinningu og umhyggju fyr-
ir þjóðarhag.
— Austrl
■ Fjórði starfsfræðsludagur sjávarútvegsins var
haldinn í Sjómannaskólanum í Reykjavík á
sunnudaginn. Starfsfræðslan hófst kl. 2 síðdeg-
is og lauk kl. 5 og höfðu þá 1377 unglingar not-
fært's sér fræðsluna.
Þjóðviljinn hefur fengið
eftirfarandi uþplýsingar um
starfsfræðsludaginn hjá Ólafi
Gunnarssyni sálfræðingi, sem
hafði undirbúningsstarfið með
höndum.
Áberandi var að þessu sinni
að meira bar á unglingum,
sem komnir voru að tvítugs-
aldri en áður. Má gera ráð
fyrir að þar hafi verið á ferð-
inni piltar, sem komið hafi
fyrstu dagana um eða innan
við fermingaraldur og hafi þá
gert sér grein fyrir hversu víð-
tæka fræðslu er hægt að sækja
til fagmannanna, sem svara
hverri spurningu unglinganna
fljótt og vel.
1 Sjóvinnustofu Stýrimanna-
skólans voru unglingar að
verki undir stjóm Harðar
Þorsteinssona.r, sem drengirmr
kölluðu gagnlegasta kennara
iandsins því að hann kenndi
þeim svo margt, sem væri
virkilega gagnlegt. Þessir ung-
lingar, sem stunda nám á Sjó-
vinnunámskeiðum Æskulýðs-
ráðs og Sjóvinnudeild Linda-
götuskólans sýndu jafnöldrurn
sínum vinnubrögðin og var
sýnilegt að verklega kennslan
hafði þegar lagt traustan grund-
völl að framtíðarstarfi á sjón-
um.
1 Matsalnum á fyrstu hæð
varð fyrst fyrir sýning Fisk-
mats ríkisins, en þar voru
sýndar ýmsar fisktegundir og
hvernig fiskurinn er flokkaður
eftir gfeðum -og útliti til út-
flutnings. Meðal þeirra fyrstu
sem gengu á fund hinna ötulu
fiskimatsmanna vom allar
námsmeyjar Húsmæðrakenn-
araskólans með skólastjórann í
fararbroddi. Taldi skólastjóri
og námsmeyjar að heimsókn-
in á starfsfræðsludaginn hefði
verið mjög gagnleg.
1 sama sal voru veittar upp-
lýsingar um Matsveina- og
veitingaþjónaskólann og störf
matsveina, framreiðslumanna
og bryta. Hörgull er á fólki í
þessum starfsgreinum, enda
hefur bæði skinum og veitinga-
húsum fjölgað mjög á seinni
árum.
Vélsmiðja Sigur^ar Svein-
biörnssonar sá um fræðslu-
sýningu járniðnaðarins og var
þar margt gimiiegt til fróð-
leiks. Sérstaka athygli vakti
nýtt tæki sem dregur hand-
færi þannig að beir sem stunda
færaveiðar þurfa ekki lengur
að neita handaflsins við að
draga.
Eimskipafélag íslands og
Skipadeild SÍS önnuðust sam-
eiginlega fræöslusýningu og
voru það bæði skipslíkön og
kort sem sýndi leiðir íslenzkra
skipa um höfin. Einkennis-
klæddir yfirmenn á skipum
fræddu unga menn um störfin
sem unnin eru um borð.
Loftskeytaskólinn sýndi nú í
fyrsta sinn tæki sín og fengu
drengimir að leika loftskeyta-
menn og gaf svipur þeirra til
kynna, að ekki skorti áhuga á
þessari fræðsluleið.
f sambandi við prófun tækj-
anna ræddu drengirnir við
fulltrúa loftskeytamanna, sem
einnig gaf þeitn upplýsingar
um félagsmál sjómanna. Efni-
legir nemendur úr Vélskólan-
nm undir stjórn kennara sinn-’
og skóiastjóra fræddu gestin-
’’m nám f skólanum, fvrst
'o'stlegri skólastofu og síðon
tfélasal, þar sem vélar vo-
öðru hvoru f gangi.
í myrkvaðri stofu gefst unv-
lingunum kostur á að sjá lit-
myndir af fslenzkum skipa-
smíðum og þótti mörgum sú
sýning forvitnileg, en þann
fróðleik, sem þar var mátti
síðan auka með því að ræða
við tæknifræðinga.
Fisksölusamtökin SH, SÍF og
SSF höfðu sameiginlega mjög
fróðlega og smekklega fræðslu-
sýningu og mátti þar sjá hvert
við seljum fiskinn okkar, hváða
tegundir við seljum og hvað
við fáum fyrir þennan aðalút-
flutning okkar. Margur nem-
andi myndi óska að svo vel
unnar fræðslumyndir fyndu
einhverja leið inn í skólastof-
ur landsins.
Nemendur, i kennarar og
skólastjóri Stýrimannaskólans
sýndu hverskonar tæki sem
notuð eru við kennsluna í
skólanum og veittu upplýsing-
ar um nám innan vébanda
skólans auk starfa háseta,
stýrimanna og skipstjóra.
Heyra mátti á tali ungling-
anna að margt fannst þeim
ævintýri líkast í þessari há-
borg sjávarútvegsins.
Garðar Pálsson skipherra hjá
Landhelgisgæzlunni hafði í til-
efni dagsins tekið saman mik-
inn fróðleik um sögu Land-
helgisgæzlunnar, þýðingu henn-
ar fyrir þjóðina og störfin sem
unnin eru á vegum hennar.
Kynning þessi hófst með fjör-
legri hljómlist og síðan tók við
skýr rödd rþularins, sem - aldrei
þreyttist að endurtaka fyrir
unglingana þennan vel samda
ÍlJ'l
Myndasýning Landhelgis-
gæzlunnar var eins og áður
vel sótt og þá þótti tundurdufl-
ið, sem Landhelgisgæzlan hafði
tekið með sér ekki síður for-
vitnilegt, mun það, hafa verið
emna vinsælast af einstökum
hlutum sem þarna voru til
sýnis.
Ef dæma má eftir þeim
mikla fjölda, sem skoðaði
stórfróðlega sýningú Fiski-
deildar, má ætla að áhugi ung-
linga á vísindastörfum og skiln-
ingur á gildi þeirra fari vax-
andi. Þarna var um einstakt
tækifæri að ræða til þess að
kynnast hinum vísindalega
grundvelli sjávarútvegsins, en
auk Fiskideildar hafði Fiskifé-
lag Islands fróðlega sýningu,
er m.a. sýndi þróun í matvæla-
tækni og sýnishorn íslenzkrar
matvælaframleiðslu. Þar var
einnig hægt að fræðast um
mótornámskeið. sem Fiskifé-
lagið stendur fyrir.
Hampiðjan hafði nú í fyrsta
sinn smekklegá og fróðlega
fræðslusýningu og var hún vel
sótt. Einnig var Hampiðjan
sjálf sýnd þeim sem vildu fá
frekari fræðslu um þetta þarfa
fyrirtæki.
Tækniskóli íslands átti nú
í fyrsta sinn fulltrúa á starfs-
fræðsludegi f Reykjavík, en hiá
skólastjóra hans var mikla
fræðslu að fá um þessa stofn-
un.
I sambandi við Starfsfræðslu-
daginn var unglingum boðið að
heimsækja Fiskverkunarstöð
Bæjarútgerðar Reykjavíkur,
Sfldar- og fiskimjölsverksmiðj-
una í örfirisey, togarann Þor-^
kel Mána, Fjallfoss, Vélsmiðju
Sigurðar Sveinbjörnssonar og
Hampiðjuna.
Langflestir höfðu áhuga á
að fara um borð í skipin og
höfðu yfirmenn þeirra aerið að
vinna að leiðbeina far- og
fiskimönnum framtíðarinnar.
Vélasalur Vélskólans í Rvík
býður upp á kennslutækni, sem
enn er næsta fátíð hér á landi
og þar er einnig að finna rann-
sóknarstofu, sem ílytur mikinn
Ung stúlka virðir fyrir sér af athygli kort af veiöistöðvum búr-
hvalsins við Islan.d.
Smásjártæki i Fiskideildarsýningunni vakti mikia athygli hinna
ungu.
fróðleik, sem ekki er auðfeng-
inn annarsstaðar.
tAt
Segja má að fræðslusýningar
starfsfræðsludagsins hafi verið
ein samfelld kynning á því
hvernig hugvit mannsins leys-
ir stritið af hólmi og gerir um
leið líf mannsins auðveldara
en áður var.
Vingjarnlegar leiðbeinlngar
hinnæ fjölmörgu fagmanna
sýna, að eldri kynslóðin telur
ekki eftir sér mikla vinnu til
þess að búa æskuna sem bezt
undir eitt vandasamasta val
ævinnar, val ævistarfsins.
öll var þessi mikla fræðslá
látin í té ókeypis, en óumflý'-
anlegur sameiginlegur kostnað-
ur var greiddur af fé, sem
veitt var til þess á fjárlögum.
Fyrirtæki, félög og félaga-
samtök lögðu auk vinnunnar
mikla fjármuni í að gera
þennan starfsfræðsludag sjáv-
arútvegsins að glæsilegum
fræðsludegi, Sem væntanlega
hefur orðið mörgum unglingi
til heilla.
VÖRUR
Kartöflumús * Kófeómalt * Kaffi * Kakó
KROIS - BtÐIRNAR.