Þjóðviljinn - 03.03.1965, Blaðsíða 6
0 SÍÐA
ÞlðÐVIUlNN
- Miðvikudagur S. marz 1965
„Hið mikla
þjóðfélag"
Johnsons J
forseta *
Slagorðin hafa löngum haft
hlutverki að gegna í banda-
rísku stjórnmálalífi. Sérhver
-----------------------—<
Segir sig
úr mann-
félaginu
Bóndi nokkur í Gauldal í
Noregi hefur „sagt sig úr mann-
félaginu“ og hvorki skilað
skattskýrslu né borgað skatt i
fimm ár. Ástæðan fyrir þessu
er sú, að maðurinn telur sig
órétti beittan. Hann var lagður
inn á geðveikrahæli, slapp
þaðan að vísu fljótlega aftur
en var sviptur fjárforráðum
að ástæðulausu að því er
læknar telja. Fjárforráðin
hlaut hann aftur fyrir fjórum
Érum en síðustu þrettán ár
hefur hann herjað á öll hugs-
anleg og óhugsandi yfirvöld og
mælzt til þess að mál hans
væri tekið upp.
Án árangurs, og nú er hann
genginn úr mannfélaginu!
Skiljanleg
löngun...
í ríkisfangelsinu í Aug-
usta í Georgia í Bandaríkj-
unum neyddist lögreglan til
þess að reka fangana með
táragasi í klefa sina aftur.
Fangarnir heimtuðu það
að fá að sjá til enda sjón-
varpsdagskrá sem hét
„FIóttamennirnir“.
forseti telur sér skylt að hafa
sitt eigið slagorð, Woodrow
Wilson talaði um „nýtt frelsi“,
Franklin D. Roosevelt kvaðst
ætla að „gefa spilin á ný“ og
Kenncdy talaði um það sem
kalla mætti „Nýjar vígstöðv-
ar“ (New frontier). Og nú eri>
Johnson blessaður búinn að slá
fram slagorðinu um „Hið
mikla þjóðfélag“.
Nú hefur forsetinn að vísu
verið harla óljós þegar hann
rejmir að lýsa þessu komandi
þjóðfélagi. Svo mikið er þó
víst, að þvi er ætlað að verða
sem áður stéttaþjóðfélag undir
auðhringavaldi.
Byrjunin?
Johnson forseti hefur sagt,
að fjárlagafrumvarp það sem
hann lagði fyrir þingið nýlega,
sé byrjunin á því að grípa
tækifæri hins „mikla þjóðfé-
lags“. Og rétt er það, að með
fjárlagafrumvarpinu og öðrum
aðgerðum ; er forsetinn að
leggja fram ákveðnar tillögur
til þess að bæta, þótt í litlum
mæli sé, úr nokkrum þeim
þjóðfélagsmeinum sem hvað al-
varlegust eru í Bandaríkjunum
í dag. En vandséð er, hvemig
„mikið þjóðfélag“ getur risið
upp á jafn litilmótlegri um-
bótaviðleitni og hér um ræðir.
Það hefur verið almennt við-
urkennt af hinum skynsamari
forystumönnum Bandaríkjanna,
að vissar þjóðfélagsumbætur
yrðu vart öllu lengur tafðar.
Á síðasta ári lét William Ful-
bright, formaður utanríkis-
málanefndar Öldungadeildar-
innar, svo um mælt:
„Það er fjarstæðukennt, að
hermálafjárlög upp á 50.000
miljónir dala séu samþykkt af
þinginu nær umræðulaust með-
Siðvæðingarmenn
missa foringja
Eins og frá hefur verið skýrt
hér i blaðinu, er hinn nýi leið-
togi Siðvæðingarinnar, Peter
Howard, nýlega látinn í Lima.
Hann varð 56 ára gamall og
var banamein hans lungna-
bólga. Howard tók við af
Frank Buchman, sem er tóm-
látum Mörlandanum kunnast-
ur fyrir andlátsorð sín: Bjarg-
ið íslandi!
Þar eru nú nokkur ár frá þvi
Howard gerðist siðvæðingar-
leiðtogi, en áður var hann
blaðamaður og í mörg ár
stjómmálafréttaritari við Daily
Express. Auk þess liefur hann
ritað ævisögu Buchmans. Það
var árið 1940 sem Howard fékk
áhuga á siðvæðingarhreyfing-
unni, en þá fól blað hans hon-
ur.i að skrifa grein um starf-
semi hennar. Skömmu síðar
gerðist Howard svo meðlimur.
Á árunum 1930
var Howard þekktur íþrótta-
maður og 1939 var hann með í.
brezka bobsleða-liðinu sem
setti heimsmet í Cortina d’Amp-
ezzo Á stúdentsárum sínum i
Oxford lék hann rugby og var
átta sinnum i áhugamanna-
landsliði Englands, eitt skipti
sem fyrirliði.
Peter Howard var einnig við
leikritun og gaf Siðvæðingar-
hreyfingin þau út. Öll eiga
leikrit hans sammerkt i þvi,
að megintilgangur þeirra er
sá að reka áróður fyrir sið-
væðingunni og sjálfsaga þeim,
er meðlimimir þykjast öðrum
fremur hafa til brunns að bera.
Á mótl Edinborgar-
hátíðinni!
Fyrir skömmu gerði Howard
harða hrið að tónlistarhátíðinni
í Edinborg, sem hann kvað
an áætlanir um menntamál og
velferðarmálefni — sem myndu
kosta aðeins brot af hemaðar-
útgjöldunum — em rannsakað-
ar niður í kjölinn og oftlega
minnkaðar fjárveitingar eða á-
ætlununum hafnað með öllu“.
Fulbright sér sem er, að
lausn aðkallandi vandamála
eru svo sannarlega næg.
Vandamálin
Fátækt er gífurlegt vandamál
í auðugasta landi veraldar.
Johnson forseti hefur sjálfur
gizkað á, að 35 miljónir manna
búi við fátækt í Bandaríkjun-
um. Aðrir gizka á enn hærri
tölu. Hver sem hin raunveru-
lega tala kann að reynast er
það fullvíst, að ömurleg fá-
tækt, einkum meðal blökku-
manna, útflytjenda frá Puerto
Rico og svq aldraðs fólks, er
alvarlegt. vandamál i „Guðs
eigin landi“
Atvinnuleysi heldur áfram
að vera stöðugt vandamál þrátt
fyrir tilraunir til lausnar. Sam-
kvæmt opinberum tölum em
nær fjórar miljónir manna í
Bandarikjunum atvinnulausar;
sumir hagfræðingar búast þó
við þvi, að talan sé nær sjö
miljónum ef með séu taldir
þeir er aðeins hafa vinnu öðm
hverju.
Kynþáttamisréttið er stöðugt
vandamál, sem leitt hefur til
biturra átaka ekki aðeins í
Suðurríkjunum heldur einnig í
stórborgunum í norðri. Mann-
réttindalöggjöf sú, er Johnson
fékk samþykkta, hefur harla
lítið innihald nema henni sé
stranglega fram fylgt, en því
er ekki að heilsa nú. Þegar for-
Framhald á 9. síðu.
Á smábát yfir
Atlanzhaf
24 ára gamall Englendingur,
John Riding, hefur nú ákveðið
að reyna að sigla yfir Atlanz-
haf á bát sem er litlu stærri
en venjulegt rúm. Ef af þessu
tiltæki verður þá er þetta
minnsti farkostur sem nokkru
sinni hefur verið reynt að
fleyta sér á yfir Atlanzála.
Síðast þegar við fréttum til
piltsins var hann kominn á
bátnum til Azoreyja en frá
Plymouth hélt hann fyrst til
Vigo á Spáni. Minnsti bátur
sem enn hefur verið siglt yfir
Atlanzhaf var 14,5 fet á lengd,
hét „Sapolio" og var eign
Bandaríkjamannsins William
Andrews sem fór í þessa
glæfraferð 1891.
I/
Drápum aldrei sjúklinga á
sunnudögum
//
— Við drápum aldrei sjúklinga á sunnudögum,
segir „hjúkrunarkonan“ Margarete Tunkowski.
Og hún bætir við: Ég vil vinna mitt starf með^
kærleika. Hún er ein af þeim fjórtán „hjúkrun-
arkonum“ frá „heilsuhælinu“ Obrawelde-Meser-
itz í Brandenburg sem nú er fyrír rétti í Miinch-
en. Þær eru sakaðar um að hafa verið þátttakend-
ur í því að útrýma því fólki sem nazistar töldu
„óæðra líf“.
að því til sönnunar, að ekki
svo mikið sem einn háttsettur
Iögfræðingur mótmælti euthan-
asi-áætluninni á leynilegum
fundi i þýzka dómsmálaráðu-
neytinu. Og hvernig er þá hægt
að heimta það af hjúkrunar-
konunum með snökktum minni
menntun að þær skilji a-3 þetta
sé rangt, spyr verjandinn. —
Við getum ekki varið það sem
við gerðum fyrir guði, en við
vorum neyddar til þess að
fylgja skipunum Iæknanna og
laganna, segir ein þeirra með
tárin í augunum. Sjálf man
hún það ekki lengur hve marga
sjúklinga hún drap.
(Úr „Dagbladet“ eftir frétta-
ritara þess í Bonn, Jon-
Hjalmar Smith).
Það sem hér um ræðir er hin
svonefnda „euthanasi-áætlun
nazistanna. Að því er systir
Margarete segir, lét hún sér
nægja að svipta geðveika og
sinnisveika lífi þegar „yfir-
hjúkrunarkonan“ var vant við
látin. Hún hefur þannig verið
nokkurs konar íhlaupamorð-
ingi.
— Frá 1942 voru vanalega
drepnir tveir eða þrír sjúkling-
--------------------------------
Peter Howard.
vera studda af „bítnik-biskup-
um“ og andlegum falsspámönn-
um. Einnig réðst hann að
hæðnis- og ádeiludagskrá í
sjónvarpinu, „Þetta var vikan
sem leið“, og kvað hana gera
gys að boðorðunum tíu.
ar daglega en talan óx upp í
fjóra þegar leið að lokum
stríðsins. En það skeði aldrei
að neinn væri drepinn um
helgar, fullvissar Margarete
Tunkowski réttinum. Sjálfminn-
ist hún þess að hafa svipt eitt-
hvað á milli tíu og tuttugu
sjúklinga lífi en var auk þess
þátttakandi í morði um 150
annarra.
Skyldan kallar
Ég varð að gera skyldu mína
sem hermaður á vígstöðvunum.
Við hjúkrunarkonumar fram-
kvæmdum skipanir yfirboðara
okkar. Mér vöknaði um augu
þegar ég gaf sjúklingunum
dauðasprautuna. En þá hélt ég
ekki að það væri refsivert. Það
er ekki svo auðvelt að vita,
hvort það sem maður gerir er
rétt eða rangt. Við myrtum að
minnsta kosti ekki okkur til
ánægju en einfaldlega af þvi
að okkur var fyrirskipað það,
segir Margarete Tunkowski
ennfremur.
Samvizkukvalir
Marta Elizabeth Glawinski
kveðst hafa liðið samvizkukval-
ir, hún sneri sér því til sálu-
sorgarans við hælið en fékk að
sjálfsögðu enga lausn þar. Allt
og sumt sem hann 'gat sagt var
þetta: „Við verðum að biðja til
íuðs að striðið taki enda“. Og
hún bætir því við, að hún hafi
setið og klappað sinnisveiku
bami á kollinn meðan hann
borðaði eiturgrautinn. — Ég
1 hélt í hönd hans og vissi að
hann átti að deyja.
Lögfræðingarnir
samþykkir
Verjendur „hjúkrunarkvenn-
anna“ ætla sér að leiða vitni
VARNARRÆÐA MANDELA
NÚ Á HLJÓMPLÖTU
Nýlega er komin á markaðinn erlendis merkileg hljómplata,
hæggeng. Hér er um að ræða stytta útgáfu af hinni frægu varn-
arræðu Nelsons Mandela við „réttarhöldin” yfir honum í Rivonia
í Suður-Afríku. Sú ræða var áhrífamikil vöm fyrir almennum
mannréttindum án tillits til hörundslitar. Það er enski leikarinn
Peter Finch sem lesið hefur ræðuna inn á plötu. Hvert plötualbúm
hefur auk þess stuttan, undirritaðan boðskap frá Harold Wilson,
forsætisráðherra, Páli páfa VI., Sir Lawrence Oliver og L.J. Coll-
ins, sem er leiðtogi andstöðuhrcyfingarinnar gegn Apartheid í
Englandi. — í lok plötunnar er svo upptaka sem var gerð með
Ieynd i Suður-Afríku, þar era flutt bönnuð, afrísk þjöðlög.
■ t
t
I