Þjóðviljinn - 03.03.1965, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 03.03.1965, Qupperneq 7
V- Miðvikudagur 3. marz 1965 ÞJÓÐVILJINN SlBA 7 Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána: ...Seintog þungt með tímans göngulagi... Svo sem áin Tíber sigur dag- skrá útvarpsins fram, seint og þungt, með tímans göngulagi. Nánar tiltekið þó, með göngu- lagi þess tíma, er Einar Bene- diktsson lifði í og okkar ágæti útvarpsstjóri lifir í enn þann dag í dag. Þótt það sé í sjálfu sér guðsþakkarvert, að eiga út- varp og útvarpsstjóra, sem leit- ast við að draga úr hraða tím- ans, eða eru, vilji maður heldur orða það svo, mátulega mikið á eftir tímanum, getur okkur kannski stundum fundizt sem of mikið megi af öllu gjöra, einnig hinu góða. Útvarpið kvað eiga góða og gamla klukku. Jón Múli minn- ist hennar stundum á morgn- ana og ávallt með mikilli lotn- ingu. Þessi klukka vann það sér til ágætis einn morguninn, að slá átta, þegar hún var tutt- ugu mínútur gengin í níu, og þótti Jóni það að vonum vel af sér vikið. Ef til vill mætti skoða þetta háttemi klukkunn- ar sem teikn og sönnun þess, að tímaskyn þeirra, er stjóma þessari stofnun sé annað en hinna, sem bægslast áfram ut- an hennar í amstri og bardúsi daganna og aldrei hafa tíma til neins. Nafnaskipti Þótt okkur finnist sem breytingamar á dagskrá út- varpsins séu ekki hraðstígar, verðum við þeirra varir alltaf annað veifið. Oft eru þær þó aðeins fólgnar í því, að skipt er um nafn á einstökum dag- skrárliðum. Skákþátturinn heit- ir nú t.d. „Á hyítum reitum og svörtum,” bridgeþátturinn heit- ir nú „Við græna borðið“. Hljómlistarþættir skipta einn- ig alltaf um nöfn annað veifið, og þá gjaman eftir árstíðum. í stuttu máli stefna allar nafn- giftir dagskrárliða að aukinni sundurgerð, enda ekki óeðli- legt, því að sérhver vara er því útgengilegri sem hún er í smekklegri umbúðum. En stundum, þegar við hlust- um á dagskrá naestu viku og heyrum öll hin íburðarmiklu heiti, rifjast upp fyrir okkur það sem prófessor Jón Helga- son kvað um köttinn sinn; Aldrei fær mannkindin aftan- verð, á við þig jafnast að sundurgerð. Eitt hið tilkomumesta heiti á einum dagskrárlið var á þætti Sveins Ásgeirssonar, er hóf göngu sína á öndverðum vetri, en það var eins og menn muna: „Vel mælt“. Ekki ent- izt þó hið rismikla nafn þætt- inum til langlífis, því hann dó ganske pent og allt í einu og enginn vissi banameinið hans, svo sem Steinn Steinarr komst að orði um Kommúnistaflokk Gömul tréskurðarmynd íslands, endur fyrir löngu. Þótt ekki hefði verið nema sökum hins stóra nafns, hefði mátt aetla að útvarpið gerði einhverja grein fyrir hinu skyndilega fráfalli þáttarins og hvert banamein hans hafi raunverulega verið, eða hvort hann aðeins sofi og muni vakna endumærður innan tíð- ar. Eða ætlar Sveinn kannski að bíða, þangað til hann getur sýnt sig ásamt snillingum sin- um á sjónvarpsskerminum? En maður kemur í manns stað. í staðinn fyrir Svein er kominn maður með erlendu nafni, og stjórnar þætti er nefnist „Hvað er svo glatt“. Þetta er notalegur þáttur, og stjómandinn, Tage Amendrup, er viðfeldinn, yfirlætislaus og hlýr. Samtalsþættir Nú er byrjuð önnur umferð í keppni kaupstaðanna, og áttust við í fyrstu lotu Norð- firðingar og Hafnfirðingar. Fóru Hafnfirðingar með mik- inn sigur af hólmi, en þó ekki að fullu verðskuldaðan, því að spumingarnar virtust hafa verið skrifaðar fyrir þá, hina sögufróðu menn Magnús Má og Ólaf Kristjánsson. Við verðum að trúa því, að á einhverju sviði þekkingarinnar, hefðu hinir norðfirzku keppendur átt að geta Staðið himím hafn- firzku jafnfætis, eða jafnvel framar. í siðari umferðum, þegar vitað er fyrirfram hverj- ir mæti til leiks, er óþarft að láta svona mistök koma fyrir. Samtalsþættir og viðtöl fylla æ meir af dagskránni, og er í rauninni ekki nema gott um slíkt að segja. Yfirleitt er slíkt útvarpsefni skemmtilegt á að hlýða, ef undan er skilið sumt af því er birtist í fréttaaukum. Slík viðtöl eru oft þurr og lít- ið á þeim að græða. Þeir Matt- hías Johannessen og Sigurður Benediktsson hafa oft gert vel í þættinum „Tveggja manna tal“, og er það að vonum, því að yfirleitt taka þeir til við- mælis stórmenni í heimi anda eða efnis, svo sem listamenn og athafnamenn á sviði ver- aldlegra umsvifa. Stefán Jónsson hefur hins- vegar valið sér hina óbrotnu alþýðumenn og nær oftast býsna góðum árangri. Og ef maður á að vera al- veg hreinskilinn, eru hinir venjulegu menn yfirleitt skemmtilegri en hinir stóru á sviði anda eða efnis. í framför Þessi fallega tréskuröarmynd er frá því í lok fimmtándu aldar, þýzk að uppruna en listamaðurinn ókunnur. Fæstir kunnu að lesa á þessum tímum og tréskurðarmyndir höfðu því mikilvægu hlut- verki að gegna í trúarlífi alþýðu manna. — Myndin er af Kristi á milli þeirra Maríu og Jóhannesar. Þá verður að geta þess, sem vel er gert. Lárus Halldórsson, sem fór svo gleiðgosalega af stað með pósthólf útvarpsins, tók sig mjög á þann 23. febr. Fór hann að öllu með meiri gát en áður, er hann opnaði pósthólfið og las úr bréfum hlustenda. Komu þar í leitim- ar ýms allgóð bréf, er þeir í útvarpinu gætu margt af lært og munu vonandi gera. Heimiliskross Ég hefi hingað til leitt hjá mér að skrifa um hljómlist út- varpsins, minnugur þess að ég hefi ekkert vit á slíku fyrir- bæri. í þetta sinn skal ég þó gera þá játningu, að meginið af þeirri hljómlist, sem útvarp- ið flytur, er mér þyngri raun en svo, að með orðum verði lýst. Því er það, að ég vildi mega taka undir þá ósk, er fram kom í einu hlustenda- bréfi, er lesið var í síðasta þætti, að útvarpinu yrði lok- að svo sem þrjá tíma á dag. Eins og þessi bréfritari tekur réttilega fram, þýðir ekki að segja fólki að skrúfa fyrir við- tækin. Þeir sem vilja hafa út- varpið opið ráða alltaf og al- staðar. Ég hefi heldur ekki viljað ræða um þætti þá sem ætlaðir eru ungu fólki. Ég hefi lifað í þeirri trú, að svona vildi unga fólkið hafa þetta. Og hver skyldi svo sem vilja setja sig upp á móti óskum og þörf- um æskunnar. Hitt skal ég játa, að þessir þættir eru mér sem hver annar þungbær heim- iliskross. Nú fullyrðir einn hlustandi, sem skrifar pósthólfi útvarps- ins, að margt ungt fólk vilji alls ekki hafa þetta svona. Og sé þetta svo, væri þá ekki á- stæða fyrir útvarpið að koma einnig til móts við óskir slíks fólks, eða jafnvel að minnka ögn hraðann og spennuna í slikum þáttum og sjá hversu hinir ungu og óstýrilátu hlust- endur bregðast við. Trúfrelsið Ég hefi mjög sjaldan getað komið þvi við á þessum vetri, að hlusta á hann Jónas, þenn- an, sem vinkona hans Lárusar Halldórssonar vill láta stytta. Þó er mér nær að halda, að Jónas sé í framför og vildi þvi ekki leggja það til, að svo komnu máli, að hann verði styttur Vonandi er hann bú- inn að leggja niður þann leiða sið. er hann hafði stundum hér áður fyrr, að spyrja þá er hann ræddi við, hvort þeir væru hamingjusamir. Slík spurning er eiginlega fyrir neðan allar hellur. Enginn maður getur verið þekktur fyr- 'r að játa það fyrir alþjóð, að hann sé óhamingjusamur Hann hefur ekki um neitt að velja Hann verður að játa sig hamingjusaman, hvort sem honum finnst svo vera eða hið gagnstæða. Hljómsveitarmenn minntust látins starfsfélaga Óskar Cortes fiðluleikari, einn af kunnari tónlistarmönnum lands- ins, lézt hinn 22. fyrra mánaðar. tJtför han.s fór fram frá Dóm- kirkjunni í Keykjavík sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Við kirkjuathöfnina léku sveitir blásara og strengjaleikara úr Sinfón- íuhljómsvcit íslands; vottuðu hljómsveitarmennimir minningu hins Iátna starfsfélaga virðingu sína á þann hátt, en Óskar heit- ínn Cortes hafði leikið með Sinfóníusveitinni frá stofnun hennar. — A myndinni sjást nokkrir fiðluleikaranna við orgelið á kirkju- Ioftinu. — Ljósm. Þjóðv. A.K. Guðmundur Kjartansson jarðfr.: Tökum upp orð- myndina alúmín Spumingin, sem rædd var í síðasta þætti Sigurðar Magnús- sonar, var vægast sagt furðu- leg, en hún var efnislega eitt- hvað á þá leið, hvort fullt trú- frelsi væri tryggt með ákvæð- um stjórnarskrárinnar þar að lútandi. Það ætti þó að vera hafið yfir allar deilur, að með- an ein stofnun, þjóðkirkjan, nýtur forréttinda og fjárhags- legrar aðstoðar ríkisins, er ekki um fullt trúfrelsi að ræða. Um hitt mætti svo deila, hvort rétt og réttlætanlegt væri, að við- halda hinu takmarkaða trú- frelsi eða gera þar á aðra skip- an. Þó brá svo undarlega við, að einn þátttakanda í þessum um- ræðum bar það blákalt fram að hér ríkti algert trúfrelsi. Umræður þessar sýndu því j bað eitt, hvað frelsi er óákveð- j ið og teygjanlegt hugtak og að j aukið frelsi eins þýðir venju- lega skerðing á frelsi annars, samanber fagnaðarboðskapinn um hið frjálsa framtak einstak lingsins. Dagur og vegur Það verður að teljast til nokkurrar nýlundu í dagskrá útvarpsins. þegar nýr maður kveður sér hljóðs í „Degi og vegi“. Einn slikur kom fram Framhald á 9. síðu. P.t. Borgarspítalanum, R- vík, 26. febrúar 1965. Herra ritstjóri. Þó að málmur sá, er mefnd- ur hefur verið alúmíriíum,'' sé algengastur allra málma og hið þriðja algengasta frumefni jarðskorpunnar, var hann 6- þekktur fram á síðast liðna öld. Nú er hann orðinn einn af mestu nytjamálmum mann- kynsins, eins og alkunnugt er, og nafn hans á hvers manns vörum. Fyrirsjáanlegt er, að vegur hans fer enn vaxandi. Síðustu vikurnar hefur nafn þessa málms — af ærnu tilefni, sem hér er óþarft að rifja upp — gerzt rúmfrekara í dálkum íslenzkra dagblaða, en nokkurt annað efnisheiti, og gæti svo orðið enn um sjnn. Af þessari ástæðu virðist mér nú réttur tími til að reyna að koma fram dálitlu áhugamáli. Hið alþjóðlega nafn þessa á- gæta málms er óhóflega langt og auk þess mjög óþjált í ís- lenzku máli. Við verðum að stytta það og aðlaga. Sóma- samlega framborið er al-úm- in-í-um fimm atkvæða orð og verður sex atkvæði í þágufalii. En raunar eru þeir margir, sem stytta þetta orð og afbaka a ýmsa lund, af því að þeir hafa ekki tíma til að bera fram öli þessi atkvæði eða hafa aldrei lært það. Úr því verða orð- skrípin „alómíum”, „almini- um” og fl. Algengt er að sleppa þágufallsendingunni og segja, t.d. um smíðisgrip, að hann sé „úr alúminíum" (i stað „úral- úminíumi"). Varla getur það talizt rétt mál, en þeim, sem svo tala eða skrifa, er þó nokkur vorkunn, vegna þess hve íslenzka þágufallsendingin i-i) fer illa aftan í latneskri nefnifalls- og þolfallsendingu (-um). Þeir fáu afar okkar og langafar, sem voru latínulærð- ir og könnuðust auk þess við alúminíum, hefðu ekki verið i neinum vandræðum með þágu- rallið, heldur sagt (ofur ein- 'aldlega!) að hluturinn væri 'ir alúminíó". Enginn mun nú "'■amar mæla með þeirri þágu- fallsmynd. Ráðið til að losna úr öllum þessum vanda er að sniða aft- an af latneska heitinu tvö síð- ustu og meiningarsnauðustu atkvæðin. Eftir stendur þá alúmín. Það er í alla staði þjált orð og sómir sér vel f hinum stóra hópi nýlegraefna- heita af erlendum uppruna, sem enda á -ín, t.d. aspírin, penisillín, gaberdín, ólívfn. Fallbeyging þessara orða veld- ur engum erfiðleikum. Þau eru öll hVjorugkynsorð, bæta við sig i í þágufalli og s í eignarfalli, öll óþörf (og flest ekki til) í fleirtölu. 1 náttúru- og tæknifræðum ýmiss konar og þó sérstaklega í sjálfri efnafræðinni eru afar mikið notuð orð samsett úr efnaheitum. Hér skulu tínd til nokkur dæmi, þar sem al- úmín er fyrri (eða fyrsti) Iiður í samsetningunni. Bið ég les- anda dæma sjálfan hvort þessi löngu orð eru ekki ívið lögu- • legri og þjálli, eins og þau eru hér skrifuð, heldur en þegar íum er skotið inn miðsvæðis i hvert þeirra, eins og tíðkazt hefur til þessa: Alúmínvinnsla, alúmíngrýti, alúmínkanna, al- úmínoxýð (= alúmínildi), al- úmínhýdroxýð, alúmínklóríð. Hin stytta orðmynd alúmín, sem hér er verið að mæla með, hefur raunar fyrr verið notuð og komizt á prent. 1 hinni nýju Orðabók Menningarsjóðs er hún aðaluppsláttarorðið, en einnig gefnar upp myndirnar alúminíum (óstytt latina) og alúm (að mínum smekk of- stytt). I þessu var farið alveg eftir minni tillögu. En mér þykir næsta sennilegt, að rit- stjóri Orðabókarinnar, Árni Böðvarsson, hefði að eigin frumkvæðj eða annarra ráðum valið bessa sömu leið. bó að ég hefði ekkert, lagt til mál- anna. Vissulega er mörgum hinna alþjóðlegu efnafræðiheita ærin börf bæði styttingar og aðhæf- ingar að íslenzku máli. En hér skal staðar numið að sinni — •’lúmíninu liggur mest á. Bréf samhljóða þessu sendi ég einnig ritstjórn Morgun- '■'laðsins. Guðmundur Kjartansson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.