Þjóðviljinn - 03.03.1965, Page 9

Þjóðviljinn - 03.03.1965, Page 9
Miövifcudagur 3. ínarz 1963 ÞIÓÐVILIINN SlÐA 0 Útvarpsannáll Skúla Framhald af 7. síðu. um miðjan mánuðinn, Gunnar Finnbogason minnir mig hann heiti. Hann hóf mál sitt með þvi að átelja þann hátt, sem lengst af hefur verið á hafður um þenn- an þátt, að sömu menn önnuð- ust hann, og helzt þeir, er sízt skyldi. Var það að vísu al- gerlega rétt aðfinnsla. Hitt var aftur á móti hæpnara, að láta þau orð falla að sumir þeirra, er verk þetta önnuðust, væru ekki tii þess færir. Raunar má þó segja, að þetta geti í sum- um tilvikum til sanns vegar færzt. En nýliði er lætur sér slík orð um munn fara, fellir um leið á sig þá kvöð að gera betur. Þó má segja að maður- inn hafi sloppið allvel frá þessu. Margt var vel sagt í er- indi hans og sumt ágætlega. Hins vegar spillti það nokkuð fyrir honum, að flutningurinn var ekki góður og yfirleitt kenndi of mikillar ergi í hug- leiðingum hans. Hefði honum tekizt að ræða um viðreisnar- stjórnina, skattpíninguna og allt umstangið utan um Norð- urlandaráðið í svolítið léttari tón en raun varð á, myndu á- hrif erindisins hafa orðið eft- irminnilegri. En meðai annarra orða. Værj nú ekki ráð fyrir útvarpið að bregða á leik og efna til sam- keppni meðal hlustenda um dag og veg. Hlustendur hafa yfirleitt brugðizt vel við þegar til þeirra hefur verið leitað með slíkum hætti, og myndi svo enn verða, ef þeim gæfist kostur á að ræða hvað sem þeim kynni að liggja á hjarta. En hvað sem þessu líður, þyrfti útvarpið að hafa tiltæka menn til þessa starfa ekki færri en vikur eru í ári hverju, þannig að sami maður þyrfti ekki að koma að hljóðneman- um bessara erinda oftar en einu sinni ár hvert. Mikið var umleikis hjá fréttamönnum útvarpsins í þann tíð er þing Norðurlanda- ráðs sat hér á rökstólum. En þrátt fyrir allýtarlegar fregnir, sem við höfum fengið af sam- kundu þessari, finnst okkur svona eftir á að ósköp hafi þetta verið innantómt og meira til að sýnast en vera. Það er ef til vill mest áberandi hve hlutur landans hefur verið grátlega lítill og vesældarlegur á allan hátt. Og þegar mennta- málaráðherrann okkar segir í skálaræðu: Það er eins með finnskuna og konuna mína, ég elska hana, en hef hana ekki á valdi mínu, verður okkur innanbrjósts. eins og þegar við heyrðum prestinn líkja bæn- inni við nafnastreng guðs. En kannski er þessi fyndni ráð- herrans einn af þeim ávöxtum norrænnar samvinnu, sem við skiljum ekki eða kunnum að meta, svo sem vert væri. Félag járniðnaðarmanna Fréttirnar Framhald af 12. síðu. starfsárinu, og tókust samningar aftur 30. september s.l. á grund- velli samkomulags A.S.Í. og rík- isst j órnarinnar. Samkomulag var einnig gert við atvinnurekendur um stofnun nefndar til að vinna að því, að settir verði ákvæðisvinnutaxtar í járniðnaði. Félag járniðnaðar- manna skipaði strax fulltrúa í nefndina, en atvinnurekendur hafa ennþá ekki skipað sína fulltrúa, og hefur nefndin því ekki tekið til starfa. Á þessu starfsári var einnig gerður samningur við Félag ísl. iðnrekenda vegna félagsmanna er vinna að viðhaldi véla og tækja í verksmiðjum. Félagið hélt jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna, og árs- hátíð hélt félagið ásamt öðrum félögum í Málm- og skipasmíða- sambandi íslands í Reykjavík. Við getum ekki varizt þeirri hugsun. að einhver gloppa sé í fréttir útvarpsins af atburð- unum í Indókína, og þeim stórvirku aðgerðum Banda- ríkjamanna austur þar. Eink-1 um vantar allar fréttir af því, I hversu almenningsálitið og ■ blöðin á • Vesturlöndum hafa j brugðizt við hinum voveiflegu: atburðum Það væri eða hefði j verið fróðlegt að vita hvort j borgaraleg blöð Vesturlanda, j hafi sýnt jafnmikinn lágkúru-j skap og blöð borgaraflokkanna! hér heima, sem guldu loFárás-' unum jákvæði strax á fyrsta degi. ! Þó skýrði útvarpið frá því, að páfinn í Róm hrökk við og bað stjórnarherra stórveldanna að fara að öllu með gát og út- hella ekki að ófyrirsynju blóði og tárum Þá hefur útvarpið okkar var- izt allra, frétta um það, hvert manntjón hafi orðið í loftárás- unum. Má slíkt furðulegt heita og vekur margvíslegar grun- semdir. Ef til vill hefur páfinn vitað betur en þeir á frétta- stofu útvarpsins, þegar hann sendi út boðskapinn, þann er áður er nefndur. Hins vegar hafa engar fregn- ir af því borizt, að atburðimir í Indókína hafi valdið hérlend- um kirkjuleiðtogum andvökum, né áhyggjum. En undarlegast af öllu er þó það, að enginn hefur enn get- að upplýst hver hinn eiginle.gi tilgangur Ioftárásanna hafi verið. Þeir í þættinum „Efst á baugi" gátu sér þess til, að þær hofðu verið gerðar til bess að auðvelda Bandaríkjamönn- um setu v’-a mmniogaborð með fullum heiðri. Hvað myndi prófsssor Jóhann Hannesson segja um slíkan siðalærdóm. Skúlj Guðjónsson. ÓFÆRT FYRIR HORM TIL SÖLU: Einbýlishús. Tvíbýlis- hús og íbúðir af ýmsum stærðum í Reykjavík, Kópavogi og nágrenni. FASTEIGNASALAN Hús og eknir BANKASTRÆTI 6 SÍMI 16637. S I M I 24113 Sendibílastöðin Borgartúni 21 Framhald af 1. síðu. Hræsnj í Washington Blaðafulltrúi Johnsons forseta, George Reedy, sagði í Washing- tO;n í dag að engin stefnubreyt- ing væri fólgin í þessum síðustu árásum Bandaríkjamanna á Norður-Vietnam. Þær væru í samræmi við yfirlýsingar forset- ans um að Bandaríkin vildu forðast að færa út stríðið, en myndu gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til vemdar frelsinu í Suðaustur-Asíu. Aðspurður kvað hann ákvörðunina um árás- irnar hafa verið teknar af for- setanum sjálfum. Þjóðfélag Johnsons Framhald af 6. síðu. setinn flutti innsetningarræðu sína og talaði um „Hið mikla þjóðfélag" voru á þeirri sömu stundu 150 blökkumenn teknir höndum í Selma í Alabama, fyrir það eitt að krefjast kosn- ingaréttar. Of lítið, of seint Fleira mætti telja, en þetta látið nægja. Um fyrirhugaðar umbætur forsetans gildir að þær koma seint og eru of litl- ar. Séu tillögur Johnsons grandskoðaðar kemur nefnilega í ljós, að þær eru einkar hóg- værar tillögur um smávægileg- ar lagfæringar — ef þær kom- ast þá í gegn um þingið. Og það er enda vafamál, að Bandaríkjamenn geti nokkur þjóðfélagsvandamál leyst ef þeir halda áfram að kasta þrem fimmtu hlutum ríkistekn- anna í striðsundirbúning. Og þrátt fyrir alla frasa- kvoðu forsetans eru Bandarík- in þjóðfélag með djúpstæðar stéttaandstæður þar sem fram- leiðslutækin eru í höndum fá- einna auðhringa. „Mikið þjóð- félag" er ekki þyggt á slíkum grundvelli. CótlMll ferðaritvélar Fyrirliggjandi. HANNES ÞORSTEINSSON Heildverzlun — Sími 2á455. SjóSir félagsins Fjárhagur félagsins er góður. Sjúkrasjóður félagsins festi kaup á þrem sumarhúsum hjá Orlofsheimili ASÍ við Hvera- gerði, og hefur þegar greitt % af kaupverði húsanna, en þau verða væntanlega tilþúin næsta sumar. Úr styrktarsjóðum félagsins var greitt til félagsmanna um 250 þúsund krónur. Eignaaukning á árinu var um 730 þúsund krónur. Bókfærðar eignir félagsins eru nú um fimm miljónir króna. Stjómarkjör Skýrt var frá stjórnarkjöri. Auglýst hafði verið allsherjar- atkvæðagreiðsla við stjórnar- kjör, en aðeins einn framboðs- listi kom fram, listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs og varð hann sjálfkjörinn. Snorri Jóns- son, sem verið hefir formaður Félags járniðnaðarmanna í 18 ár, baðst undan formannsstarfi vegna mikilla annarra starfa á vegum verkalýðshreyfingarinn- ar. Var honum þakkað á aðal- fundinum mikið og gott starf í þágu félagsins. Stjórn Félags járniðnaðar- manna fyrir næsta starfsár er þannig skipuð: Formaður: Guðjón Jónsson, sem jafnframt er starfsmaður félagsins. Varaformaður: Tryggvi Bene- diktsson. Ritari: Theódór Óskarsson. Vararitari: Karl Finnbogason. Fjármálaritari: Gunnar Gutt- ormsson. Gjaldkeri: Ingimar Sigurðsson. Meðstjórnandi: Snorri Jónsson. Framhald af 1. síðu. Nokkru áður var spurt eftir skipaferðum og fengust þær upplýsingar er hér skal greint frá. SKIPAFERÐIR Guðjón Teitsson hjá Skipaút- gerðinni hafði í gækvöld er blaðið hafði samband við hann, þungar áhyggjur af þeirri norð- anátt sem nú hefur tekið hönd- um saman við hafísinn um að ’pilla samgöngum landsmanna. Hann sagði að nú hefðu allar áætlanir Skipaútgerðar ríkisins raskazt mikið. Og þar eð þú- skaparhættir margra væru mjög háðir þeim prentuðu áætlunum sem fyrirtækið dreifir út, þá hefði gildi þjónustunnar, sem það veitir, minnkað töluvert. Guðjón Teitsson sagði að ýms- ar tafir hefðu orðið. Þó myndi Herðubreið fara austur í gær- kvöld samkvæmt áætlun, en auðvitað mætti búast við því að áætlunin raskaðist þegar norðar dregur. Esjuna kvað hann vera' á Akureyri og óráð- ið enn hvenær og hvert hún beindi för sinni næst. Þó væri ólíklegt að hún yrði látin fara vesturfyrir, því horfur væru slæmar út af Horni um þessar mundir. Þá vissi Guðjón það og tíð- inda af Þyrli, að hann hefði átti að koma til Raufarhafnar í gærkvöld einhverntíma milli kl. 6 og 8 en væri enn látinn bíða á Seyðisfirði vegna storms og dimmviðris. Þyrill er ný- kominn frá útlöndum. Guðjón kvaðst óttast að svo gæti farið að norðanáttin hrekti rekís inn á firði og ef þessum gestum báðum fylgdi mikið frost, þá gæti hann orðið sam- fastur, myndað eina hellu. Ekki kvaðst hann vita af skipi sem gæti tekið að sér hlutverk ís- brjóts í slíku tilviki, og grunaði sig reyndar, að venjulegur ís- brjótur myndi varla ráða við þykkan ís, rekinn norðan úr Dumbshafi. En, bætti hann við, spádómar eru allir erfiðir um þessi mál, og við verðum með hverjum nýjum degi að taka ákvarðan- ir um það hvernig mæta beri nýjum vanda. Kjartan Iijartansson hjáSkipa- deild Sambandsins sagði, að á siglingaleiðum þeirra Sambands- manna hefði allt gengið þolan- lega fram að þessu. Litlafellið væri nú á leið til Akureyrar og færi austurfyrir með olíu, en óttazt hefði verið, að nú færi mjög að ganga á olíubirgðir þar nyrðra. Stapafellið var á norð- urleið í gær, en seinni hluta dags var ákveðið að snúa því við og átti það að losa sinn farm á Vestfjörðum. Jökulfellið var þá einnig að sigla upp með Vestfjörðum, og átti að reyna að koma því austurfyrir Horn í björtu, en um kl. 5 í gær var þegar talið vafasamt að sú til- raun yrði gerð, og yrði skip- inu þá snúið aftur til Reykja- víkur og þá reynd austurleið- in. Jökulfellið flytur meðal annars fóðurblöndu handa bændum og sagði Kjartan að þeir Sambandsmenn hefðu vilj- að hafa vaðið fyrir neðan sig og birgja bændur upp af slík- um nauðsynjum til að firra vandræðum ef ísinn gerði fulla alvöru úr framsókn sinni. ABÁLFnmm Félags íslenzkra bifreiðaeigenda verður haldinn í Skátaheimilinu við Snorrabraut í kvöld, 3. marz, kl. 20,45. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Reikningar félagsins liggja frammi í skrifstof- unni Bolholti 4. Stjórnin. B-deíld SKEIFUNNAR Sófasett, stakir stólar, símaborg, borðstofuborð, radíófónar o.m.fl. á tækifærisverði. B-deild SKEIFUNNAR Kjörgarði i 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.