Þjóðviljinn - 06.03.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.03.1965, Blaðsíða 1
Laugardagur 6. marz 1965 — 30. árgangur — 54. tölublað. Er fjórði hver bifvélavirki með einkenni atvinnusjúkdóms —10. síða Nýjar og ósvífnar kröfur auihringsins: Stórvirk/anir við Búrfell og Dettifoss í þágu alúmínhrin gsins Síðustu vikurnar hafa viðræðurnar við alúmín- hringinn komizt á nýtt stig. Þegar stóriðjunefnd fór til Svisslands um miðjan desember til við- ræðna við alúmínhringinn og fulltrúa alþjóða- bankans, bar hringurinn fram nýjar kröfur um ítali afhendir trúnaðarbréf ¦:.:v::::-:;o:^-::. ::::::;:¦:¦: >:¦;:.::¦:-:::•:::::¦>:::; Hinn nýi ambassador Italíu, Adalberto Figarolo di Gropello af- henti í gær forseta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, að viðstöddum utanríkisráðherra. — Á myndinni sjást frá vinstri: forseti, ráðherrann og Gropello sendiherra. — (Ljósm. Pétur Thomsen). .—-___________________________________________________________________> KYNNINGARMIBSTÖÐ Ingólfur Jónsson, landbúnað- arráðherra, skýrði fréttamönn- um í gær frá stofnun nýs ís- Ienzks fyrirtækis i London, Heií- ir það Iceland Food Center og Ekkert stað- fesr um emb- ættisskipan Þióðviljinn átti í gær- dag viðta] við Níels Sig- urðsson í utanríkisráðu- neytinu og spurðist fvrir um hvað liði stöðuveiting- um í ambassadorsembætt- in í Washington og Kaup- mainahöfn. Níels sagði, að þetta mál ætti talsvert f land enn bá. Ekki vildi hann neitt segja um hvaða menn kæm») helzt til greina og væru bað alþjóðareglur að starfs- menn ráðuneyta segðu ekki frá neinu fyrr en allt hefðj verið ákveðið í slíkum til- fellum. er hlutafélag með fimm miljóna króna hlutafé. Ríkið á helming hlutaf járins, SlS Vs, Framleiðslu- ráð landbúnaðarins Vn og Loft- leiðir Vm- Ráðherrann sagði megintil- gang þessa fyrirtækis vera bann að kynna íslenzkar afurðir og í annan stað að auglýsa land- ið sem ferðamannaland. Þetta er þvf í senn veitingahús og kynn- ingarmiðstöð. Hlutafélagið hefur nú fengið ákjósanlegan stað fyrir þetta fyrirtæki skammt frá Picca- dilly-torgi í London. Þarna verða framreiddir íslenzkir rétt- ir, bæði úr sjávar- og landbún- aðarafurðum. Þá verða kynntar framleiðsluvörur þessara at- vinnugreina svo og iðnaðarvör- ur íslenzkar. Aðrar þjóðir hafa sett upp slíkar stöðvar víða um heim t.d. mun vera í London slík mið- stöð á vegum Dana, Svía "g Norðmanna. Pyrirtæki þetta var stofnað í gærdag og er allt hlutaféð greitt og verður þegar harrt handa við framkvæmdir. Br búizt við því, að Iceland Food Framhald á 3. síðu. margfalt stórfelldari framkvæmdir en áður. Áætl- anir auðhringsins eru nú þessar: 1 Sú 30.000 tonna alúmínbræðsla sem rætí he'f- ur verið um að hringurinn fái að reisa við Straum verði á fáeinum árum stækkuð upp í 60.000 tonn. 9 Til þess að tryggja alúmínbræðslunni raf- magn verði fullvirkjað við Búrfell í síðasta lagi 1973, og fái auðhringurinn meirihluta rafork- unnar til sinna nota, 110.000 kílóvött af 210.000. Q Þegar þessum framkvæmdum er lokið býðst hringurinn til að koma upp 60.000 tonna al- úmínbræðslu við Eyjafjörð í tveimur áföngum. 4 Til þess að tryggja þeirri bræðslu rafmagn verði ráðizt í nýja stórvirkjun við Dettifoss, samtals 165.000 kílóvött, en af þeirri orku vill hringurinn fá mikinn meirihluta eða 110.000 kíló- vött í sinn hlut. C Hringurinn vill fá samning um raforkusölu á föstu verði til 50 ára, en íslendingar eiga að taka á sig alla áhættu, ef virkjanirnar verða dýrari eða óhagkvæmari en áætlað er á pappírn- um, og þótt verðið til hringsins verði verulega undir kostnaðarverði. Það verð sem hringurinn býður er um það bil helmingur þess sem íslend- ingum er æílað að greiða! Sú erlenda fjárfesting sem felst í tveimur stór- um alúmínbræðslum er yfir 6.000 miljónir króna, en það er hærri upphæð en öll f járfesting íslend- inga sjálfra bæði í sjávarútvegi og iðnaði. Hring- urinn vill fá í sinn hlut meirihluta allrar þeirrar raforku sem framleidd verður við Búrfell og Detti- foss, 220.000 kílóvött af 375.000 kílóvöttum. Þannig yrðu virkjanirnar í þágu auðhringsins, en þarfir íslendinga aðeins aukageta. Stóriðjunefnd ríkisstjórnarinnar undir forustu Jóhannesar Nordals bankastjóra hefur í skýrslu til ríkisstjórnarinnar sem dagsett er 6. febrúar síðastliðinn mælt með því að gengið verði að fullu að þessum nýju kröfum alúmínhringsins. Dvelst stóriðjunefnd nú í Bandaríkjunum til þess að ræða þessi málefni sérstaklega við alþjóðabankann og tryggja hjá honum lánsfé til framkvæmdanna. Þessi nýju viðhorf eru ástæðan til þess að rík- isstjórnin hefur ekki enn gefið alþingi þá skýrslu um stóriðjumálin sem Jóhann Hafstein iðnaðar- málaráðherra hafði lofað þegar er þing kæmi sam- an eftir áramól Nánar verður rætt um þessar nýju kröfur auð- hringsins í næstu blöðum. ísinn á undanhaldi fyrir NorSurlandi Bölsýnar spár um hal'ís á hverjum firði Norðanlands og stórfellda samgönguörðugleika hafa ekki rætzt, sem bctur fer. Eins og sagt var frá í blöðum í gær, reyndist ísmagnið fyrir norðan og austan minna og dreifðara en ætlað var. Og ¦ gær kom það í Ijós, að suðlæg átt hafði gert sitt til að i'.jar- lægja ísinn og draga úr áhrif- um hans á vellíðan norðan- manna og búskaparhætti. Þegar í gærmorgun bárust Veðurstofunni fréttir um að all- ar líkur bentu til þess að þétt- an ís væri aðeins að finna við Hornstrandir. Og var þó ekki talið ólíklegt, að einnig þar færi senn að losna um vegna sunnanáttarinnar. Stakir jakar og ísspangir voru fyrir öllu Norðurlandi og norð- Framhald á 3. síðu. ENGAR BYGGINGALOÐIR TILBUN- AR Á F0SSV0GSSVÆÐIÁ ÁRINU D Borgarstjóri gaf þær upplýsingar á fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur í fyrrakvöld, að engar lóðir yrðu til- búnar til afhendingar á Fossvogssvæðinu á þessu ári. Upplýsingar þessar komu fram í svörum Geirs Hallgríms- sonar við fyrirspurnum Guð- mundar Vigfússonar, borgarfull- trúa Alþýðubandalagsins, um skipulag Fossvogssvæðisins og hvort gert sé ráð fyrir að bygg- ingar á svœðinu geti hafizt á þessu ár'i. Borgarstjóri gat þess að skipu- lag svæðsins hefði dregizt og gagnrýndi Guðmundur Vigfús- son harðlega þann mikla drátt. Benti hann á að nú væru lið- in um 3 ár' síðan borgaryfir- völd lögðu grundvöll að því að einstakir arkitektar skipulegðu Fossvogssvæðið og enn í dag lægi skipulagið ekki fyrir. Kvað Guðmundur brýna nauðsyn til að skipulagsdeild borgarinnar yrði efld svo að hún gæti sinnt sínum verkefnum, því að skipu- lagsstörf verði ekki unnin í hjáverkum af mönnum sem eru önnum kafnir við önnur störf. Sagði Guðmundur að borgar- stjórnin gæti ekki skotið sér undan því að láta fara fram athugun á því hvernig ef'.a mætti skipulagsdeildina og bar fram tillögu um skipun nefnd- ar í því skyni. Borgarstjóri gerði mikið ur því að deilur innan Arkitekta- félagsins hefðu tafið fyrir því að skipulagið af Fossvogssvæð- inu yrði tilbúið; lagði hann til að tillögu Guðmundar yrði vis- að til borgarráðs, hún ætti ekki betri máÍsmeðferS skiliö! Og að s.iáifsögðu var sú tillaga borg- arstjóra samþykkt af íhalds- meirihlutanum. &)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.