Þjóðviljinn - 06.03.1965, Síða 4

Þjóðviljinn - 06.03.1965, Síða 4
4 SÍÐA MÖÐVILTINN Laugardagur 6. marz 1965 Otgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). 4skriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Sviptir ráði og rænu Jóhannes Nordal bankastjóri hefur skýrt svo frá í formlegri greinargerð frá Seðlabankanum að á síðasta ári hafi heildarverðmæti útflutnings- ins aukizt um hvorki meira né minna en 18% eða því sem næst 700 miljónir króna. Ekki stafaði þessi aukning af því að íslendingar hefðu lært nýjar aðferðir til þess að nýta aflann og gera hann verðmætari með vinnslu, heldur var ástæðan ein- göngu aukinn afli vegna bættrar fiskveiðatækni og hækkandi verð á öllum mörkuðum okkar. Hef- ur þessi þróun verið óslitin um mörg undanfarin ár, og öll almenn rök benda 'til þess að einmitt útflutningsafurðir okkar, fiskmeti, séu sú vöru- 'tegund sem mests öryggis muni njóta á heims- markaðnum um ókomin ár; þörfin á góðum mat- vælum eykst í réttu hlutfalli við fjölgun mann- kynsins og aukna velmegun í viðskiptalöndum okkar. Sú aukning sem orðið hefur á heildartekj- um sjávarútvegsins á undanförnum árum er miklu meiri en dæmi eru um í nokkurri stóriðju í víðri veröld. * J>að er furðulegt öfugstreymi að á sama tíma og þessir atburðir gerast skuli ráðamenn stærsta út- gerðarfyrirtækis landsins, Bæjarútgerðar Reykja- víkur, ákveða að selja tvo af togurum sínum án þess að gera nokkrar ráðstafanir til þess að kaupa ný framleiðslutæki í staðinn og að fulltrúar Al- þýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæð- isflokksins í borgarstjórn leggja blessun sína yf- ir þá ráðstöfun. Sízt skal dregið í efa að togarar þessir séu úreltir og erfiðir í rekstri, en þá bar Bæjarútgerðinni einmitt að hafa forustu um að kaupa ný og betri skip í samræmi við kröfur og tækni okkar tíma. Sú firra á ekki að heyrast að íslendingar geti ekki stundað togaraútgerð á sama tíma og aðrar þjóðir telja sér henta að senda tog- ara sína yfir hálft Atlanzhafið til þess að veiða umhverfis ísland. Enda höfum við fengið fréttir af því að undanförnu hvernig stærstu fiskvinnslu- fyrirtæki í Noregi hafa nú sístækkandi flota tog- ara í þjónustu sinni; af því ættu íslendingar að geta lært í stað þess að láta frystihúsin stand hrá- efnislaus verulegan hluta árs. Það sem aðrar þjóð- ir telja sér henta á þessu sviði er enn arðvænlegra fyrir okkur. bví hér eru aðstæður til fiskveiða og fiskvinnslu hinar hagstæðustu í heimi. * gtundum virðist manni að íslenzkir valdhafar hafi verið sviotir ráði og rænu. Á blómaskeiði sjávarútvegsins skerða beir togaraflotann jafnt og þétt, en þveitast síðan út um allar jarðir í leit að auðhrineum sem eiea að létta af okkur því verk- efni að halda uppi atvinnurekstri á íslandi. — m. j Kári Guðmundsson mjólkureftirlitsmaður Um meðferð miólkur ■ Fyrri hluti greinar Kára Guðmundssonar mjólkureftirlitsmanns um gæðamat mjólkur- framleiðslunnar á sl. ári o.fl. birtist hér í blaðinu í gær. Síðari hluti greinarinnar fer hér á eftir og er þar vikið nánar að tveim mikilsverðus'tu þáttum við meðferð mjólkur. Fyrra mcginatriðið: Að varna gerlum að komast í mjólkina, er í því fólgið að viffhafa fullkomið hreinlæt: við mjaltir, meðferð mjólkur og mjólkuríláta. Þess vegna er bezta vopnið gcgn gerlum — hreinlæti. Hrein fjós: Gerlar eru svo örsmáir, að þeir geta vel komið sér fyrir á rykkornum, hári, heyi, húsa- skúmi og köngulóarvefjum, sem og hinum ólíklegustu krókum og kimum. Er því bezt að sópa þessu beint út úr fjós- inu, en þó ekki fyrir mjaltir, því að ekkert á betur við gerla en að fá tækifæri til að svffa á rykkorni beint ofan í spen- volga mjólk. Fjósin skulu vera björt og vel loftræst. Nauðsynlegt er að kalka eða mála þau einu sinni á ári. Áriðandi er, að básar og flórar séu vatnsheld- ir. Varast ber að hafa salerni eða kamar í sambandi við fjós- ið. Safnþróm, mykjuhúsum og votheysgryfjum skal vera þannig fyrir komið, að ekki berist þaðan óþefur inn í fjós- ið. Hreinar kýr: Áríðandi er að bursta og þrífa kýrnar vel fyrir mjall- ir og gæta ber sérstaklega, að ekki berist í mjólkina ryk eða önnur óhreinindi, meðan á mjöltum stendur. Hirðing og fóðrun skal lokið eigi síðar en stúndarfjórðungi fyrir mjalt- Mjaltafólk: Mjaltafólk skal vera yzt klæða í hreinum slopp og bert upp að olnboga. Einnig skai það hafa höfuðföt. Fatnað þennan skal ekki nota nema við mjaltir. Ekki skal geyma föt þessi í fjósinu. Mjaltafóik skal þvo sér vandlega um hendur, áður en mjaltir hefj- ast, og eftir þörfum meðan á mjöltum stendur. Fyrsta mjólkin úr spenum: Fyrstu boga (bunur) úr spen- um skal hvorki mjólka saman við sölumjólk né niður á bás- inn og skal heldur ekki nota þá til að væta hendur eða spena, því að í fyrstu mjólk- inni, sem úr( spenunum kem- ur, er oft mikið af gerlum. Nota skal sérílát undir þessa mjólk. Geymsla mjólkur og mjólk- uríláta: Varast ber að hella saman volgri og kaldri mjólk. Við það spillist hún. Varast ber að geyma mjóik eða mjólkurílát í fjósi eða á hlöðum úti. Vandlega verður að gæta bess að eeyma ekki mjólk eða miólkurflát, bar sem hundar, kettir, etta önnur húsdýr ná til beirra. Ennfremur er árið- andi að eyða flueum og öðrum skordvrum úr fiósi og mjólk- urklefa. því að bau geta borið gerla og sýkla f mjólkina, svo og rottum og músum eftir föngum. M.ialtastólHnn: A.ríðandi er að mjaltastóllinn sé hreinn. bvf að handsnertine við hann er tíð, begar á mjölt- um stendur (handmjaltir). Aldrei skal hafa hænsni ' fjósum né aðra alifugla, og ekki skal hafa þar svín. Mjólk eftír burð: Varast ber að hella saman við sölumjólk mjólk úr kúm fyrstu 5 daga eftir burð. Gcldmjólk: Varast ber að hella saman við sölumjólk mjólk úr kúm, sem eru að verða geldar og eiga það skammt til burðar, að mjólkin hefur fengið ann- arlegt bragð, enda mjólki þær minna en 1 lítra á dag. Kýr haldnar sjúkdómum: Varast ber að hella saman við sölumjólk mjólk úr kúm, sem eru haldnar eða grunaðar um að vera haldnar sjúkdóm- um, er spillt geta mjólkinni. svo sem júgurbólgu. Ljóst er, að engin leiö er að útrýma lélegri mjólk, meðan júgurbólga reynist eins mikil í kúm og raun ber vitni. Er því áríðandi- að hefja sem fyrst allsherjarherferð gegn smitandi júgurbólgu í kúm um land allt. I þessari herferð þarf að skoða hverja kú í öllum fjósum landsins og lækna þær, er reynast veikar. Þeim kúm, sem eru með ó- læknandi sjúkdóma eða talizt geta hættulegir smitberar, verð- ur tafarlaust að farga. 'Nokkuð ber á því, að mjólic- urframleiðendur dæli sjálfir í ^ mjólkurkýr penicillini við júg- urbólgu eða öðrum skyldum lyfjum. Sú ráðstöfun verður að teljast varhugaverð, því að stundum er það gert í ó- hófi. Afleiðingin getur orðið sú, að kýrnar verða ónæmar fyrir lyfinu, þegar mest á ríð- ur. Ofnotkun þessa lyfs og skyldra lyfja, er mjög varhu’- averð, enda ættu mjólkur- framleiðendur ekki að nota bau nema í samráði við dýralækna eða aðra kunnáttumenn. Þó er æskilegast að láta dýralæknn annast slíkar lækningar, sem og aðrar dýralækningar. Júgurbólgulyf: Varast ber að hella saman við sölumjólk mjólk úr þeim kúm, sem fengið hafa lyf, er borizt geta í mjólkina, svo sem júgurbólgulyf. Fyrstu 3—i sól- arhringa eftir notkun slíkra lyfj i skal ekki blanda saman við sölumjólk nyt kúa þeirra, er til lækninga voru. Sótthreinsuð fjós: Nauðsynlegt er að sótthreinsa fjósin öðru hverju og alltaf eftir sjúkdóma. Bezt er að láta sótthreinsunarefnið í dælu og úða síðan allt fjósið, loft og veggi, bása, flór og gólf, Klipping júgra kúnna: Mikilvæg ráðstöfun til þess að vama gerlum að kcmast í mjólkina, er að klippa júgur, kvið og læri. Bezt er að gera það strax, þegar kýrnar eru teknar inn í hús að haustlagi. Löng hár vilja kleprast mykju og öðrum óhreinindum og gera miklu erfiðara fyrir um að halda kúnum hreinum. Rannsóknarstofa ein erlendis hefur komizt að þeirri niður- stöðu, að svo sem ein fingur- biörg af mykjuskán þeirri.sem 1 sezt á lærin á ifla brifmim kúm innihaldi um * r'r'r' gerla. Miattax'élar: Þótt notaðar séu mialtavé'- ar, eru engu að síður nauðsyn-1 legt að þrífa kýmar, því að mjáltavélin vinnur eins og ryksuga. Hún sogar allfi ryk, sem fýrir er, og önnur ó- hreinindi. Júgurþvottur: Mikilvægt atriði er að þvo spena og júgrið og í kringum það rétt áður en mjólkað er, þessi ráðstöfun kemur ekki einungis að haldi gagnvait gerlum, heldur er hún hreinn tímasparnaður við mjaltir. Vit- að er, að ekkert örvar kýr eins mikið til að selja og ef júgrið er þvegið úr volgu vatni. Ágætt er að láta í vatnið lít- ið eitt af gerlaeyðandi efni. tlm Ieið og óhreinindi kom- ast í mjólkina, er ógæfan vís: Víðast hvar er mjólkin síuð á framleiðslustað til þess að skilja úr strá og önnur ósýni- leg óhreinindi, en gerlar eru svo smáir, að þeir fara í gegn um hvaða mjólkursíu, sem er. Höfum því alltaf í huga, að ógæfan er vís um leið og ó- hreinindi komast í mjólkina. Þótt unnt sé að sía frá hin grófari óhreinindi, verður það þó ekki gert fyrr en nokkuð af þeim hefur leystst upp og blandast mjólkinni. Sprungur og rifin samskeyti í mjólkurílátum: Sprungur og rifin samskeyti í mjólkurfötum, mjólkurbrús- um, síum og öðrum mjólkurí- látum eru ákjósanlegar vistar- verur hvers konar gerltrm. Þar una þeir hag sínum, auk- ast og margfaldast, af því að ekki er hægt að ná til þeirra. Mjólkurílát: Sínkhúðuð ílát skal aldrei nota, t.d. venjulegar vatnsföt- ur, því að sink leysist upp í mjólk og myndar í henni sölt, sem eru skaðleg heilsu manna. Ennfremur er erfitt mjög að þrífa slík flát, því að yfirborð þeirra er svo óslétt. Sömuleiðis skal aldrei nota gleruð (emailleruð) ílát, því að glerhúð vill brotna og fara í mjólkina. Bezt er að nota í- lát úr ryðfríu stáli. BaðmuIIarflóki í síur: Aldrei skal ncta léreft né aðrar tuskur í síur, en nota í þess stað baðmullarflóka (vattplötur). — Varast skal að sía mikla mjólk í gegnum sama baðmullarflókann, því eftir því, sem meiri óhreinindi safnast fyrir í flókanum og meiri mjólk streymir í gegnum hann, leysist meira upp af ó- hreinindum, ér berast í mjólk- ina. Bezt er að skipta um baðm- ullarflóka, sem oftast, meðan á mjöltum stendur. En höfum ávallt í huga, að hrein mjólk er betri en hreinsuð mjólk (sí- uð mjólk). Ein aðalorsök mjólkur- skemmda: Óhrein mjólkurílát eru ein aðalorsök mjólkurskemmda. Þetta er svo mikilvægt at- riði, að fyllilega er þess vert að eyða nokkru rúmi í að ræða það nánar. Mjólkurhús: Við hreinsun mjólkuríláta er áríðandi mjög að hafa gott- mjólkurhús. Varast ber aðhafa það í beinu sambandi við fjós- ið, því að tryggja verður ór- ugglega, að fjósaþefur berist ekki inn í það. I mjólkurhúsi þarf að vera útbúnaður til þvotta á mjólkur- ílátum, handlaug, handþurrkur, burstar og þvottaefni, enn- fremur grind til að hvolfa i- látum á eftir hreinsun, þó er betra að hengja þau á vegg. Þar þarf einnig að vera góð kæliþró. X. Þegar eftir mjaltir skal skola öll mjólkurílát með köldu Framhald á 7. síðu. Fiugfreyjur ■ Loftleiðir óska að ráða flugfreyjur til starfa frá 1. maí n.k. Umsækjendur séu ekki yngri en 20 ára. Góð al- menn menntun, svo og staðgóð kunnátta í ensku og einhverju Norðurlandamálanna, er lágmarks- skilyrði, en æskilegt að umsækjendur tali að auki annað hvort frönsku eða þýzku. Þriggja vikna undirbúningsnámskeið í byrjun apríl. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofum félagsins Lækjargötu 2 og Reykjavíkurflugvelli, svo og hjá umboðsmönnum félagsins út um land- Umsóknir skulu hafa borizt ráðningadeild Loftleiða fyrir 15. þ.m. ■f 4 f r• i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.