Þjóðviljinn - 06.03.1965, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.03.1965, Blaðsíða 8
8 SlÐA ÞIÓÐVILÍINN Laugardagur 6. marz 1965 UNDIR MÁNASIGÐ Skáldsaga eftir M.M. KAYE auðvelt. Hann ætlaði að senda j boð eftir prestinum og segja honum að vígslan yrði að fara fram samstundis til að vemda mannorð ungu stúlkunnar. Hann yrði að láta hana trúa veikinda- sögunni, þangað til hún væri gengin í gildruna. Betra gat þetta ekki verið! Hress og endumaerður við til hugsunina reikaði hann aftur í rúmið og skipaði Ismail að senda boð eftir prestinum um að koma samstundis og önnur boð til Moulsons ofursta þess efnis að sendiherrann vildi tala við hann. Sendu rakarann hingað inn og komdu herberginu í lag og opn- aðu alla glugga .... nei, dragðu ekki tjöldin frá, svarti apinn þinn, og láttu ungfrú sahib ekki komast hingað inn, skilurðu það. Segðu að ég sofi .... eða sé í þaði — sama hvað er. En sjáðu um að hún komi ekki hingað. Og röskur nú! Presturinn — grannvaxinn, ungur maður — var lasinn og slappur af byrjandi malaríu og átti í erfiðleikum með að skilja útskýringar sendiherrans um hina óvæntu komu condessunnar. Honum var ljóst að bezta lausn- in væri að framkvæma hjóna- vígsluna heima, þar sem sendi- herrann væri svo veikur. Hann skyldi sjá um það sem gera þyrfti, en sendiherrann yrði að útvega tvo svaramenn. Þrem tímum seinna stóð dótt- ir Sabrínu fyrir framan bráða- birgðaaltari með logandi kertum í stóru, svölu dagstofunni og var vigð eiginkona bróðursonar Eb- enezers. Hún hafði ekki farið í brúðar- kjólinn, vegna þess að hún hafði enga kjólgrind og hún gat ekki staðið í að útskýra það eins og á stóð. Hún var klædd ljósu reiðfötunum og hélt á jasmínu- vendi úr garðinum. Hamida hafði skreytt dökkt hár hennar með jasmínum og fest hvítu 49 FLJÚGUM ÞRIÐJUDAGA FIMMTUDAGA LAUGARDAGA FRÁ RVIK KL. 9.30 FRÁ NORDFIRÐI KL. 12 FLUGSÝN SÍMÁR: 18410 18823 Smurt brauð Snittur brauð bœr við Óðinstorg Sími 20-4-90 HÁ POppmsLAN Hárgreiðslu- og snyrtlstofa STETNU og DÓDÓ Laugavegl 18 tll hæð flvftai «;TM1 2 46 16 P E R M A Garðsenda 21 - SIMl • 33-9-68 Hárgreiðslu- og snvrtistofa D 0 M U R I Hárgreiðsla vi? allra hæfi — TJARNAR.=TOFAN - Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — StMI' 14 fi 62 HARGREIÐSLUSTOFA AUST- URBÆJAR - Marfa Guðmunds- dóttiT Laugavegi 13 — SIMI 14 6 56 - NUDDSTOFAN ER A SAMA STAÐ. blæjuna á höfuð henni með ygglibrún. Að hennar áliti voru hvítar blæjur handa ekkjum en ekki brúðum. Hamida var áhyggjufull. Hún þekkti ekki venjur hvítu mann- anna, en þjónustufólk sendi- herrans virtist bera sáralitla virðingu fyrir húsbónda sínum og eftir hálftíma dvöl í húsinu vissi hún hvers konar kvenmað- ur það var sem átti heima í litla bibigarhinu (kvennahúsinu) á bak við aðalbygginguna, hulið bakvið pionsettiagerði og pipar- tré. En Vetra sjálf var i engum vafa. Einu áhyggjur hennar voru í Æambandi./yið heilsufar Con- ways. En hann hafði fullvissað hana um að kóma hennar hefði gert - é- honum kraftaverk, enda hefðf’~hann' verið á batavegi- hvort eð var. Presturinn, Eustace Chillingham, sem hafði verið viðstaddur þetta samtal í svefn- hérberginu fyrir brúðkaupið, hafði undrazt að heyra að sendi- herrann hefði verið veikur, en hann var sjálfur of lasinn til að veita því neina sérstaka athygli. Vetru hafði brugðið í brún þegar hún sá Moulson ofursta, sem kominn var til að leiða hana inn í dagstofuna. Henni hafði aldrei fallið við hann, og þótt hún vissi að hann var kunningi Conways, hafði hún ekki átt von á því að hann yrði valinn sem svaramaður hennar. En Conway hafði trúlega gert það af tillitssemi, vegna þess að hann vissi að þau höfðu hitzt. Vetra fylgdi honum og í hug- anum sá hún hina kunnuglegu mynd af bláeygða, ljóshærða riddaranum, Conway, sem flutti hana burt frá einmanaleikanum og Júlíu frænku. Og þessi mynd stóð henni fyr- ir hugskotssjónum, þegar hún sá gegn-’m blæjuna feitan og slyttislegan manninn með út- stæðu augun, hæruskotið hárið og slappan, grettinn munninn við hlið sér fyrir framan altarið. Það var ekkert í fari þessa grófgerða manns sem hún kann- aðist við. En þetta var Conway og hann var veikur. Hann hafði ekki viljað að hú sæi hann af- myndaðan af sjúkdómum; það bar vott um ást hans. Hann yrði bráðlega hraustur og sterkur aftur. Hún leit niður á hringinn, sem var of stór á fingur hennar — eins og fyrsti hringurinn sem hann hafði gefið henni — og augu hennar fylltust gleðitárum. Presturinn fór heim að athöfn- inni lokinni, en Vetru til sárrar raunar tók Conway ekki í mál að fara aftur í rúmið. — I rúmið? Þvættingur! Mér hefur aldrei liðið betur á ævi minni. Maður giftir sig ekki á hverjum degi. Ég er búinn að senda boð eftir nokkrum vinum; beir geta komið á hverri stundu. Nú ert þú sendiherrafrú og verð- ur að læra að taka á móti gest- um. Komdu nú, drekktu glas af kámpavín! Það er bráðhress- andi. Hæ, Rassul, flösku í við- bót! Hann drakk Vetru til og horfði á hana viðurkenningaraugnaráði. Þegar fyrsta skelfingin og hræðslan við að missa auðinn var liðin hjá, virti hann brúði sína fyrir sér og komst að þeirri niðurstöðu að forlögin hefðu sannarlega verið honum hliðholl. Hver hefði trúað því að þessi renglulega, ófríða stelpa með ugluaugun yrði svona snotur? Að vísu ekki beinlínis eftir hans höfði. Það var nóg af svarthærð- um konum í Indlandi, ljóshærð- ar bústnar voru meira hnossgæti — en hún var alls ekki svo af- leit, sú litla. Augun voru falleg, og munnurinn lofaði góðu. Og það virtist hreint ekkert út á vöxtinn að setja. — Pred sagði mér að þú vær- ir orðinn hreinasta fegurðardís, og hann hefur svei mér á réttu að standa! Ríkur erftngi og feg- urðardís! Ég er sannarlega lukk- unnar pamfíll. Hann lagði hand- legginn um grannt mittið á Vetru og kreisti hana og kampa- vínið sullaðist yfir fötin hans. Vetra sagði áhyggjufull: Seztu niður, Conway, þú ert ekki nógu frískur til að standa. Moulson ofursti, hjálpið mér til að telja hann á að fara í rúmið. — Telja hann á að fara í rúm- ið? sagði ofurstinn og hló, en hann var þegar búinn að drekka þrjú glös af kampavíni blönduðu konjaki. Ég get ekki ímyndað mér að þér verðið í vandræðum með að koma honum í rúmið. Ef ég væri 1 hans sporum, væri erfiðara að halda mér frá rúm- inu — hann er svei mér hepp- inn! Vetra skildi ekki hvað hann átti við, en ruddalegur hláturinn sem fylgdi orðunum vakti and- styggð hennar og hún sneri sér frá honum með viðbjóði. En Conway hló bara og sagði: Nógur tími til þess, Fred — nógur tími Svo fóru vagnar og hestar að hópast að og stofan fylltist af ókunnugu, háværu fólki. Þama voru víst tíu eða tólf gestir, en Vetru fannst þeir vera tyisyar eða þrisvar sinnum fleiri. Hávært talið, gjallandi hláturinn, hamingjuóskimar og forvitnis- augnaráðið og ódulin aðdáun karlmannanna gerði hana ringl- aða og hrædda. Þama voru aðeins tvær konur, ög hvorug þeirra féll Vetm í geð. Henni fannst hún verða stirðleg og klunnaleg í návist þeirra. Þær virtust þekkja Conway sérlega vel, því þær kölluðu hann — og reyndar alla karlmennina — skímarnafni. Frú Wilkinson var lítil og bústin en lagleg. Hún bar ó- grynni af armböndum og af henni var sterkur fjóluilmur, röddin var há og skerandi og augun blá og fjörleg. Frú Cottar var há og grönn, rauðhærð, græneygð og ófríð. Hún var afar vel klædd, næstum um of. En karlmennimir virtust hafa dálæti á henni. Allar at- hugasemdir hennar fengu að launum hlátur og fagnaðarlæti, en þær voru sagðar í lágum hljóðum, svo að Vetra heyrði að- eins fáar þeirra og þær skildi hún ekki. En allir drukku hvert orð af vörum hennar og allir karlmennimir kölluðu hana Lou. Vetra sjálf stóð þögul með uppgerðarbros á andlitinu og virti Conway fyrir sér áhyggju- full. Einu sinni þegar hláturinn hafði verið sérlega hávær, tók hann eftir því að brúður hans tók ekki þátt í hinum almenna gleðskap og hann hafði beðið hana að vera ekki svona mikill sakleysingi. — Það stendur ekki lengi í þínum félagsskap, sagði Moulson og hikstaði. — Haltu kjafti, Fred! En þú hefur nokkuð til þíns máls. — Ég held að mjólk og vatn sé tæpast nógu kjamgott handa þér, sagði ofurstinn. — Við skulum vona að hann leggi ekki niður vínkjallarann sinn, sagði frú Cottar. Conway fór að skellihlæja og frú Cottar leit af honum á brúð- ina og hnyklaði brýrnar. Frú Cottar var meinfyndin og illkvittin og hún var ekki sér- lega hlýleg í garð kynsystra sinna, enda var þeim ekki um hana, en þrátt fyrir ófríðleika hennar þótti karlmönnum hún að- laðandi og skemmtileg og henni þótti gaman að leika að eldinum, hvort sem kvæntir eða ókvænt- ir menn áttu í hlut. En hún fann til votts af samvizkubiti þegar hún sá svipinn í augum Vetm. — Con, sagði hún lágt. Þú get- ur ekki látið þér þetta sæma. Þetta ef' áýTVifðiTdgt. " " — Hvað er svívirðilegt? — ^syívirðilegur! Hvern- ig de’ttur "ættin'gjum þessa bams í hug að senda hana hing- að til þin? Þekkja þeir þig ekki? — Ég sá auðvitað um að þeir fengju ekki tækifæri til þess. sagði Barton og hristist af hlátri. Hann var hreykinn og sigrihrósandi. Nú vom allir erf- iðleikar um garð gengnir. Hann var ríkur maður — og fjandan- um slyngari. Allt hafði gengið til ?KOTT Stúlkur vantar til frystihúsavinnu. — Mikil vinna fram- undan. FROST H.F. Hafnarfirði — sími 50165. VÖRUR Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó. KROJN *BtIÐIRNAR CONSUL CORTINA bflaleiga magnúsar skipholti 21 sfmapt 21190-2118S ^íauhur ^juómundóAon HEIMASÍMl 21037 Ég verð líka að fara að borða Bogga . . . en þá fáum við tíma til að hugsa upp eitthvað meira til að tala um! * BILLINN Rent an Icecar Símí 1 8 8 3 3 Opnum í dag opnum í dag kl. 13 bón og þvottastöð. Opið alla virka daga frá kl. 8—19. Fljót og góð afgreiðsla. BÓNSTÖÐIN Tryggvagötu 22. Selt/arnarnes Frá og með 7. þ.m. munu strætisvagnaferðir vera sem hér segir: Leið 2 Seltjarnarnes. Frá Lækjartorgi Á heila tímanum, að skóla, nema vagnar kl. 6,55, 12,00 og 24,00, fara hringinn. Á hálfa tímanum fer vagninn hringinn. Leið 24 Hagar—Seltjarnarnes. Frá Lækjargötu. Allar ferðir hringinn. Brottfartími úr Lækjargötu 10 mín. yfir heila og hálfa timann. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.