Þjóðviljinn - 06.03.1965, Blaðsíða 2
2 SlÐA
ÞIÖÐVIUINN
Wá
Laugardagur 6. marz 1965
Eg fæddist árið 1916 í rétt-
trúaðri fjölskyldu í Lithá-
en. Ég lærði í rússneskum
einkaskóla í Kaunas. Þegar ég
var sautján ára kynntist ég
Bucis erkibiskupi, fulltrúa
Vatikansins í Eystrasaltslönd-
unum og gekk í klaustur að
hans ráði. Árið 1937 bauð bisk-
upinn mér til ítalíu og þar hóf
ég nám í háskóla Dómíníkana,
sem nefnist Angelicum.
Mig langaði til að kynnast
Rússlandi betur, lesa rússnesk-
ar bækur, og ég fór í hús það
í Róm, sem rithöfundurinn Go-
gol hafði búið í. Þar var mikið
bókasafn rússneskt, kennt við
Gogol.
Fyrir því var ívanof nokkur,
fyrrverandi aðmíráll. Varla
hafði ég heilsað honum fyrr en
hann rétti mér spurningablað.
Þar var spurt: Hvar eru for-
eldrar yðar? hverjir i eru for-
eldrar yðar? hve mikið land
áttuð þér?, síðan hvenær eruð
þér í útlegð?, voru nokkrir ní-
hilistar í fjöiskyldunni?
— Gogol myndi neita að svara
slíkum spumingum, væri hann
á lífi, sagði ég.
— En þér verðið að útfylla
þetta.
— Þér eruð ekki fulltrúi
rússneskrar menningar.
— Þú talar eins og kommún-
isti, öskraði aðmírállinn.
Þá vissi ég ekki, að ég myndi
síðar bjarga kommúnistum, og
bera vopn undir minni svörtu
hempu.
Þegar styrjöldin hófst var ég
við stofnun eina í Vatikan-
inu sem nefndist Russicum.
Þar hékk þá uppi heimskort. Á
því voru litlir fánar sem tákn-
uðu víglínuna og voru færðir
til á hverjum degi — þessi sið-
ur var þá algengur.
Munkarnir voru oft á vappi
fyrir framan kortið. Þeir klöpp-
ítalskir andfasistar höfðu lengi hald ð' uppi fyrir-
spurnum um rússneskættaöan prest frá Litháen, sem
veitti þeim dýrmætan stuðning á stríðsárunum. Fyrir
skömmu fannst þessi maður, Dorofei Zaharovítsj Bess-
jastní heitir hann, og það kom á daginn að í allmörg ár
hafði hann í kyrrþey starfað í deild sjaldgæfra bóka
í ríkisbókasafninu í Litháen.
Hér fer á eftir viðtal blaðamanns við Bessjastní.
Blaðamaðurinn sagði einhverra hluta vegna fyrst af
öllu: Ég las í blöðum að þér væruð lotinn í herðum.
Bessjastní svaraði: Það er þung byrði að hafa hempu
á herðum og sjálfvirkan riffil um hálsinn ...
Hempu og riffil . . . Svo fór að þessi maður, sem hafði
frá barnæsku haft yfir boðorðið „Þú skalt ekki mann
deyða“ drap tuttugu og sex SS-menn og Gestapómenn.
þar sem bíll Henkes beið. Lykl-
ar að bílnum höfðu þegar legið
í vasa mínum nokkra daga. Ég
settist við stýri og ók út að
hliði. SS-mennirnir kvöddu mig
með virktum.
É*
Sýndar-
mennska
Þjóðvlljinn hefur nokkrum
sinnum spurt stjómarvöldin
hvað þau ætli að gera til þess
að hamla gegn sígarettureyk-
ingum, eftir að fullsannað má
telja að samhengi sé milli
þeirra og krabbameins í lung-
um. Hér á fslandi hefur rík-
isvaldið einkasölu á sígarett-
um, og var henni upphaflega
komið á í gróðaskyni, en eft-
ir að eituráhrifin hafa sann-
azt hlýtur það að vera verk-
efni ríkisvaldsins að nota
einkarétt sinn til þess að sala
á sígarettum verði sem allra
minnst; ríkisvaldið hlýtur að
eiga til þá siðgæðiskennd að
vilja ekki hagnast á þvi að
leiða sjúkdóma yfir begna
sína. En einu viðbrögð vald-
hafanna eru frumvarp sem
nú liggur fyrir alþingi og
leggur bann við tóbaksauglýs-
ingum. Virðast þau viðbrögð
þannig hugsuð að það sé ekki
verknaðurinn sem sé háska-
legur, heldur umtalið um
hann.
Víst væri það góðra gjalda
vert að banna tóbaksauglýs-
ingar ef það drægi úr sígar-
ettureykingum. en reynsla
annarra sýnir að auglýsinga-
þann er gagnslaust í því skyni.
Sígarettureykingar halda á-
fram engu að síður: það eitt
gerist að menn halda trvggð
við þær tegundir sem þeír
þekkia en láta ekki freistast
af nýium gerðum sem fram-
leiðendur reyna að koma á
markaðinn. Eru það raunar
alkunn sannindi. að begar um
er að ræða almennar nevzlt:-
vöntr auka auglýsinear ekki
heildarmacrn nerrzlnnnqr. held-
ur eru bær aðeins tæki fram-
leiðenda til þess að berjast
innbyrðis um þann markað
sem þegar er fyrir hendi. En
vissulega má það einu gilda
hvort menn láta Camel eða
Chesterfield eða einhverja
allt aðra tegund grafa undan
heilsu sinni.
Vilji stjómarvöldin ná
árangri væri viturlegra að
þau færu þveröfuga leið og
tækju sjálf auglýsingatæknina
í sína þágu. Erlendis hafa
komið fram tillögur um það
að sígarettuframleiðendur
yrðu skyldaðir til að skýra
frá niðurstöðum vísinda-
manna á greinilegan hátt á
hverjum pakka sem þeir
selja, svo að varan villti ekki
á sér heimildir. Auðhringarn-
ir hafa staðið gegn slíkum
kröfum af augljósum ástæð-
um, en hér á Islandi eru það
ekki auðhringamir sem selja
tóbak heldur sjálft ríkisvald-
ið. Hvers vegna er ekki skýrt
frá niðurstöðum vísinda-
manna á skýran og gagnorð-
an hátt á hverjum sígarettu-
pakka sem hér er hafður til
sölu ? Væri það ekki áhrifa-
meira en bann að skylda aug-
lýsendur til þess að greina
frá þessum sömu niðurstöðum
í hverri auglýsingu, ef þeir
vildu vekja athygli á fram-
leiðsluvörum sínum? Og hvers
vegna er ágóðinn af sígarettu-
sölu ekki notaður til auglýs-
ingastarfsemi gegn sígarettu-
reykingum, og er þá átt við
skynsamlegan áróður en ekk-
ert svartagallsraus úr mein-
tætamönnum sem spilla ein-
att fyrir málstað sínum?
Vilji ríkisvaldið í rauninni
takmarka sem mest gróða
sinn af sígarettusölu era
margar leiðir tiltækar. En
vilji menn aðeins þvo hendur
sínar eins oe Pflatus. er fram-
varpið sem nú lísaur fyrir
þingi tilvalið. — Austri.
uðu hver öðrum um axlir kátir
og sögðu: „Bráðum verður
Moskva tekin” ..
— En með hverjum er ég,
spurði ég sjálfan mig.
Einn af sendimönnum Vati-
kansins sneri heim frá austur-
vígstöðvunum. Hann sagði frá
villimannlegum aðförum fas-
ista.
Ég spurði einn prófessora
. rninna .. .hvernig slík villi-
mennska og trúarbrögð gætu
farið saman. Prófessorinn svar-
aði því til, að fasistar færðu
mönnum minna böl en komm-
únistar — þeir deyddu líkam-
ann, en kommúnistamir sálirn-
ar.
Fasistar deyða líkamann ....
Ég vildi sjá það með eigin aug-
um. Ég vildi rækta með mér
hatur. Og ég bað um að vera
gerður hjálparmaður kapeláns-
ins í Forto Brevetto, þar sem
saklaus fómarlömb fasista vora
skotin. Ég sá að óbreyttir her-
menn skutu yfir höfuð þeirra
— hver um sig vildi trúa því
að hann hefði ekki orðið til
þess að drepa mann. En SS-
mennimir skutu hiklaust og án
þess að missa marks. Og ég
ákvað að drepa SS-menn. Fyrst
var ég einn. Á kvöldin sat ég
fyrir þeim á leiðinni frá járn-
brautarstöðinni að bækistöðv-
um þeirra. Hinum nýkomna
skyldi útrýmt áður en hann
hefði látið skrásetja sig, áður
en nokkrum dytti í hug að
leita hans.
Eftir ýmsum flóknum leiðum
komst ég í samband við ítölsku
andspyrnuhreyfinguna. Ég
kynntist Alexei Fleischer, sem
var húsvörður í yfirgefnu
sendiráði Síam, og stjómaði
þaðan leynilegu starfi meðal ^
sovézkra hermanna, sem flúið ‘ý
höfðu úr herbúðum. (Hann er
nú á ellilaunum og á heima í
Tasjkent). Þeir börðust við hlið
ítalskra föðurlandsvina. Og nú
vissi ég hverjir samherjar mín-
ir vora.
Dorofei Zahrovítsj benti
mér á flösku með olífu-
smjöri í matvöraverzlun einni
í Vilnus.
— Þetta smjör drakk ég í
heilum glösum.
— Til hvers?
— Til að geta drukkið konjak
án þess að verða fullur. Ég
bragðaði þá á fleiri og ágæt-
ari víntegundum en frá verði
sagt. Verst er að ég neyddist
til að drekka í félagi við SS-
menn. En þetta var mitt starf.
Einhverju sinni kom Otto
Henke til Rómar. Honum hafði
verið falið að skipuleggja úr-
slitaatlögu við ítölsku and-
spymuhreyfinguna. En mér og
tveim ítölskum félögum var
falið að koma Henke þessum
fyrir kattarnef. En majórinn
var varkár. Hann fór í lokuð-
um bíl jafnvel frá gistihúsi
sínu til veitingahússins sem var
fiarilgð.^113.....-ty£a
Ég fór úr hempunni þegar
börf krafði. Og þá fór ég alltaf
í einkennisbúning manns af
einni gráðu lægri tign, en sá
sem ég drakk með. í þetta
skipti var ég höfuðsmaður. Ég
drakk nokkrar flöskur með
þessum legáta Hitlers. Þegar
hann gerðist drukkinn tók
hann að lýsa „afrekum” sínum
í Hvítarússlandi. Ég hlustaði á
hvemig hann hrósaði sér af
barnamorðum og neyddist til
að drekka honum til.
Ég þurfi einhvernveginn að
gabba hann út úr veitingahús-
inu.
—■ Ég þekki tvær snotrar ít-
alskar stelpur. sagðí ég. Eigum
við að skreppa til þeirra?
— Nei, það er of mikið af
skæruliðum í Róm, svaraði
hann.
Þar kom, að hann sagði mér
að hlutveríri sínu væri lokið
á ftalíu og vrði hann að snúa
aftur til Hvítarússlands. Nú
mátti engan tíma missa. Ég
gekk til yfirþjónsins, Razatti,
og bað hann að hækka f út-
varpinu. Sfðan Ieit ég fram á
gang og sá að Henke var á
leið til salemis. Ég náði hon-
um, gekk fast upp að honum
og skaut. Sfðan stökk ég út um
gluggann ng niður í húsagarð
"’g tók eftir þvf, að Bessjastni
er dálítið haltur.
Særðust þér?
Bessjastni kinkaði kolli.
Ég var á banntíma á ferð
með ftalanum Turoni. Tveir
lögreglumenn stöðvuðu okkur,
og heimtuðu skilríki. Skilríki
höfðum við, en ekki leyfi til að
vera á ferli á slíkum tíma.
Turoni var vopnlaus, en ég var
með skammbyssu undir hemp-
unni. Venjulega var ég með
hægri hendina í vasanum —
vísifingur minn var venjulega
krepptur um gikkinn. Ég gekk
til hliðar til að geta hæft báða
í einu. Ef ég dræpi annan,
myndi hinn skjóta mig um-
svifalaust. Annan gat ég dren-
ið en hinn særðist. Um leið
og hann féll gat hann hleypt
af sjálfvirkum riffli. En kúla
hans fór í gegnum lík hins
Þjóðverjans og settist undir
vöðva rétt fyrir ofan. hné á
vinstra fæti mínum. Þar situr
hún enn. Og hún gerir vart
við sig þegar veðrabreytinga er
von.
Innan veggja Vatikansins átti
ég ekki aðeins óvini heldur
og vini. Traustastir þeirra vora
skólabræður mínir úr „Russ-
icum“ Búlgarinn Mírko Van-
gelof og Rússinn Ilja Markof.
Mírko ætlaði að yfirgefa Vati-
kanið. En ég bað hann að vera
um kyrrt. Með honum var mér
dvölin auðveldari. Þeir flja
skýldu mér oftar en einu sinni.
Óvænt fann ég enn einn
bandamann.
Einhverju sinni var ég á
gangi í borgaralegum búningi
ásamt tveim dulbúnum sovézk-
um stríðsföngum. Allt í einu
mættum við Mocutti kennara
við „Sussicum”. Hann þekkti
mig og varð mjög forviða.. Ég
gat ekki annað gert en að
bretta upp kraganum og ganga
framh.iá honum. Rektor. sem
var ' Hitlersvinur, komst að
Framhald á 7. síðu.
tíf er komið nýtt hefti af fs-
landsbæklingi þeim sem fyrir-
tæki Anders Nyborgs og Flug-
félag fslands hafa haft sam-
vinnu um að gefa út siðan 1962.
Þessi bæklingur er allstór, 96
blaðsíður ofsetpren/aður og
prýddur mörgum litmyndum. í
honum er að finna greinar og
upplýsingar um ýms þau efni
sem ætla má að útlendingar,
sem freistast til íslandsferðar,
hafi þörf á að vita eitthvað um.
Allmörg innlend og erlend fyrir-
tæki auglýsa í ritinu.
Sá háttur er hafður á um út-
gáfuna, að Anders Nyborg er
ritstjóri og ábyrgðarmaður en
Flugfélag fslands sér um dreif-
ingu bæklingsins á þann hátt,
að hverjum farþega sem upp í
vélar Flugfélagsins stígjir í er-
lendum borgum er fengið i hend
ur eitt eintak. Upplag bæklings-
ins er nú tuttugu þúsund ein-
tök, en var tíu búsund er út-
gáfa hans hófst árið 1962. Kostn-
aður við útgáfuna nemur nú um
790 þúsund ísl. krónum. Auk
Flusfélagsins hafa ýms fyrirtæki
leigfélagsins
og opinberir aðilar keypt nokkuð
magn af upplaginu til dreifingar
á sínum vegum — þannig hef-
ur stjóm bæjarAkureyrar Akur-
eyrar það fyrir sið að afhenda
erlendum gestum staðains eintak
af þessari bók.
Anders Nyborg sagði frétta-
mönnum í fyrrad. að fyrirtæki
hans hefði gefið út hliðstæðan
bækling um Finnland og hefði
finnska utanríkisráðuneytið
keypt tæp 7000 eintök af honum
og dreift á sínum vegum. Og lét
hann í Ijós von um að íslenzka
utanríkisráðuneytið fengi áhuga
á svipuðum viðskiptum.
I bæklingnum era greinar og
upplýsingar um íslenzka náttúra
og loftslag, fiskveiðar og hesta-
mennsku, hótel og ferðaskrif-
stofur; þar er og viðtal við
B.jarna Benediktsson forsætis-
ráðherra. Anders Nyborg sagði
að útlendingar hefðu áhuga á
því, að fá inn í bækling þennan
sem nákvæmastar upplýsíngar
um ferðalög hérlendis, kostnað,
vegalengdir, þjónustu.
■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Til vinar míns og afmælisbróður, Kjart-
ans Ólafssonar skálds og brunavarðar, H1 -
á sjötugsafmæli hans. ■ ■ ■ *
■ ■ ■ Þótt heyrum við deila Pétur og Pál
og pólitíkin sé miður hrjál, ■
það mengar ei okkar afmælisskál,
okkar sem skiljum fuglamál.
■ v Jón Rafnsson. ■ • i
V