Þjóðviljinn - 06.03.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.03.1965, Blaðsíða 10
 Itllill s» ' Blaðið símaði í gær til Þórð- Þórður sagði, að r.ú væri Þórður Kristjánssou sagði, diodviuinn Laugardagur 6. marz 1965 — 30. árgangur — 54. tölublað. Karfamarkaður yfirfullur í Þýzkalandi Togararnir verða að legg/a upp hérheima í klakabrynju Þetta er ekki óalgeng sjón við höfnina að afstöðnu kuldakasti samfara hávaðaroki eins og gerði nú í vikunni. Myndin var tekin í fyrradag um borð í dönsku fiutningaskipi, sem lestaði afurðir hér til útflutnings. — (Ljósm. A. K.). Heilbrigðiseftirlit til umræðu í borgarstjórn Fjórði hver bifvélavirki með greini leg einkenni atvinnusjúkdóms? Nú veiðist mikið af karfa við Grænland. Hefur tveim islenzk- um skipum verið skipað. að sigla heim með aflann I stað þess að leggja hann upp í Þýzkalandi eins og til stóð því þýzku tog- ararnir moka upp karfanum þessa dagana, t.d. fékk einn þeirra 365 tonn eftir 26 daga úti- vist og seldi svo aflann fyrir 233 mörk cða 242 milj. kr. Ingimar Einarsson hjá LlÚ sagði í viðtali við blaðið í gær, að karfamarkaðurinn í Þýzka- landi ' virtist eitthvað vera að dragast saman. Fyrir tveim ár- um var unnt að losa mun meira magn af karfa á Þýzkaland sér- staklega þó á þessum árstíma, sem nú stendur yfir því þá leggja kaþólskir sér helzt fisk til munns. Það voru togaramir Egill Skallagrímsson og Skúli Magn- ússon, sem fengu skipun um að landa karfanum hér heima. Egill var kominn suður fyrir land á- leiðis til Þýzkalands er honum var skipað að snúa við. Þor- steinn Ingólfsson mun landa hér á mánudaginn. Annars afla íslenzku togararn- ir lítið núna, sagði Ingimar. © Við umræður í borgarstjórn Reykjavíkur í fyrra- kvöld um tillögu Guðmundar J. Guðmundssonar, borgar- fulltrúa Alþýðubandalagsins, um endurskoðun heilbrigð- issamþykktar borgarinnar lét flutningsmaður þau orð falla að hann héldi að fjórði hver bifvélavirki væri með greini- leg einkenni atvinnusjúkdóms og þá sér í lagi einkenni kolsýrlingseitrunar. BS Guðmundur sagði, að sér virtist læknar vanrækja verulega skýlaust ákvæði laga og reglugerða um að til- kynna atvinnusjúkdóma til borgarlæknis. Tillaga Guðmundar var svo- hljóðandi: „Borgarstjórn samþykkir að skipa 5 manna nefnd. Hlutverk Forsætisráð- herrahjónunum boðið til Noregs Þjóðviljanum barst sú frétt í gær frá forsætisráðuneytinu, að ríkisstjórn Noregs hafi boðið Bjarna Benediktssyni forsætis- ráðherra og konu hans í opin- bera heimsókn til Noregs, Munu ráðherrahjónin dveljast þar dag- ana 15.-22. maí n.k. nefndarinnar skal vera að end- urskoða núgildandi Heilbrigðis- samþykkt fyrir Reykjavík. Nefnd i.n skal leggja áherzlu á að samræma Heilbrigðissamþykkt- ina breyttum þörfum og aðstæð- um, og leitast við að gera hana fyllri og nákvæmari í hinum einstöku þáttum, er breyttir tím- ar krefjast. Ekki sízt skal nefnd- ín leggja áherzlu á að semja skýrari og ýtarlegri ákvæði um heilbrigðiseftirlit og hollustu- hætti á vinnustöðum. Nefndin skal þannig skipuð: Öska skal við Læknafélag Reykjavíkur, að það tilnefni einn mann í nefndina, og Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík sumar Grænlandsferðir Flugfélags Is- lands með skemmtiferðafólk, hafa frá upphafi átt vinsældum að fagna og eftir því sem árin líða hafa fleiri og fleiri lagt þangað le.ið sina. Á sumri kom- anda ráðgerir Flugfélag íslands sextán ferðir til Grænlands með skemmtiferðafólk, þar af tíu eins dags fcrðir til austurstrandarinn- ar og sex fjögurra daga ferðir til hinna fornu tslendingabyggða á vesturströndinni. Eins dags ferðirnar hefjast 27. júní. Lagt verður af stað frá Reykjavík klukkan 8.30 að morgni og flogið til Kulusuk, þar sem dvalizt verður um daginn. M. a verður þorpið Kap Dan heimsótt. Fjögurra daga ferðir Flugfé- lagsins 'til hinna fornu íslend- ingabyggða við Eiríksfjörð hefj- ast 4. júlí. Frá Reykjavík verður flogið til Narssarssuaq, þar sem ferða- tólkið dvelst að Artic Hotel. Viðdvölin í Grænlandi verður m.a. notuð til þess að heim- sækja Brattahlíð, hinn foma bú- stað Eiríks rauða, ganga á Grænlandsjökul og ennfremur verður farin daglöng bátsferðum Eiríksfjörð. Þá verður m.a. kom- :ð við í Narssaq og farið í heim- -^Jrn að Görðum. Allar verða Grænlandsferðir Flúgfélags Islands farnar undir leiðsögn reyndra og kunnugra fararstjóra. tvo menn, einnig eiga sæti í nefndinni borgarlæknir og borg- arlögmaður, sem jafnframt er formaður hennar. Nefndin skal leitast við að skila tillögum hið fyrsta og eigi síðar en 1. marz 1966“. Breyttir tímar I framsöguræðu sinni kvað Guðmundur tillöguflutning sinn sprottinn af því, að hann áliti núgildandi heilbrigðissamþykkt orðna á margan hátt úrelta og ó- fullnægjandi. Samþykktin hafi tekið gildi árið 1950, en síðan orðið ör þróun í þorgarlífinu og miklar breytingar átt sér stað í atvinnulífinu: nýjar atvinnu- greinar risið upp og breytingar orðið á framleiðsluaðferðum í hinum ýmsu þáttum atvinnulífs- ins. Guðmundur sagðist vilja leggja áherzlu á að borgarlækn- isembættið hefði á margan hátt náð mjög góðum árangri í störf- um sínum. Á sl. 15 árum hefði hvað snerti hollustuhætti og hreinlæti orðið gjörbreyting í matsöluhúsum borgarinnar, verzl- unum, samkomuhúsum o. fl. stöðum. Hinsvegar væri hægt að fullyrða að úrelt heilbrigðis- samþykkt háir starfsmönnum embættisins mjög og veikasti hlekkurinn i heilbrigðiseftirlitinu værl eftirlit með hollustuháttum á vinnustöðum. — það eftirlit virðist hafa verið látið sitja á hakanum í heilbrigðiseftirlitinu, sagði Guðmundur. Vlnnustaðimir útundan. — Mjög víða hafa að vísu orð- ið gjörbreytingar á síðustu árum með nýjum byggingum og á fiölmörgum vinnustöðum eru bessi mál í sæmilegu lagi, saaði Gxiðmundur ennfremur. — En beir vinnustaðir eru ótrúlega margir, þar sem hreinlæti og hollustuháttum er mjög ábóta- vant, og borgarlæknisembættið þarf að taka mikla rögg á sig, Framhald á 3. síðu. .h- »______________-___ „Saga úr dýra- garðÍHum" í ssð- asta sinn í dag Kl. 5 síðdegis í dag sýnir Leikfélag Reykjavíkur einþátt- ung Albees „Sögu úr dýragarð- inum“ í 17. og síðasta sinn í Iðnó. Sýning þessi hlaut eins og lesendur muna mjög góða dóma gagnrýnenda á sínum tíma og hrifning áhorfenda hef- ur ætíð verið mikil á sýning- unum í Iðnó. Leikendur eru að- eins tveir: Guðmundur Pálsson og Helgi Skúlason. úr kventösku íLídó Nýlega komu tvær ungar stúlkur að máli við rannsókn- arlögregluna og sögðu sínar far- ir ekki sléttar. Höfðu þær ver- ið á dansleik í Lídó sl. þriðju- dagskvöld og þar hafði verið stolið frá þeim 1100.00 krónum þar að auki var seðlaveski msð ýmsum skilríkjum tekið frá annarri þeirra. Stúlkurnar geymdu veskin s£n á borði skammt frá mjólkurbarnum, en voru sjálfar lítið við borðið. Þegar þær síðan héldu he!m komust þær að raun um að ein- hver hafði gert sér lítið fyrir og stolið þúsund krónu seðli úr öðru veskinu og seðlaveski sem í voru 100.00 krón- ur. Lögreglan biður þá sem einhverjar upplýsingar geta gef- ið um þetta mál að hafa sam- hand við sig hið fyrsta. Tapaði seðlaveski og 20.066 kr. Á fimmtudagskvöldið tapaðist seðlaveski með 20.000.00 krónum í peningum og ýmsum persónu- Iegum skilríkjum. Veskið var nýlegt, brúnt og úr svínaleðri. Maðurinn sem fyrir tjóni þessu varð var gestkomandi í húsi vestur á Holtsgötu umrætt kvöld og þar man hann síðarí eftir að hafa haft hönd á vesk- inu. Þaðan fór hann í leigubíl að veitingahúsinu Nausti við Vesturgötu £>g stuttu siðar ók hann í öðrum leigúbíl að Hótel Sögu. Eftir stutta dvöl þar fór hann heim til sín, en hann býr í Lauganesinu og var því í þriðja leigubílnum. Bílana borg- aði maðurinn með peningum sem hann hafði lausa í vösun- um og þurfti því aldrei á vesk- inu að halda um kvöldið. Morg- uninn eftir verður hann þess var að veskið er horfið úr jakka- vasanum og gerði rannsóknar- lögreglunni aðvart. Þeir seni einhverjar upplýsingar kynnu að geta gefið um mál .þetta qru beðnir að. hafa samband við lögregluna. Flokkurinn Sósíalistafélag Reykjavíkur tilkynnir: Nýju félagsskírteinin cru komin. Sparið félaginu tíma og tilkostnað með því að koma sjálfir í skrifstofuna o? vitja þeirra. — Opið alla virka daga ltlukkan 10—12 og 5—7, nema laugardaga klukk- an 10—12 f.h. — Sími 17510. Búið að steypa grunninn undir Loftleiðabótelið Á ekki nema V* hlutafiárins I frétt á forsíðu Þjóðviljans í gær um umræður í borgar- stjórn var það ranglega haft eftir Gi’ðmundi Vigfússyni, að Einar ríki ætti helming hluta- fjárins í Jöklum h/f. Ræðumað- ur sagði það sem rétt er að Einar ætti Vs heildarfjárins. ar Kristjanssonar, bygginga- meistara, sem ásamt Þórði Þórðarsyni hefur með að g-ra byggingu hótels þess, ^em Loft- leiðir eru nú að reisa á Kefla- víkurflugvelli fyrir vestan flug- turninn. rétt lokið við að steypa undir- stöðurnar og að í þann veginn væri verið að ganga frá botn- unum. Núna vinna við þessar frambvæmdir 2« -30 manns að jafnaði. að ef reiknað væri með ein- hverjum töfum á framkvæmd- um mætti búast við því, að hótelið yrði fullbyggt og notk- unarhæft síðari hluta næsta árs, 1966. — Ljósm. A.K.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.