Þjóðviljinn - 06.03.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.03.1965, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. marz 1965 ÞIÖÐVILJINN SlÐA 7 MeðferB mjólkur Framhald af 4. síðu. vatni til þess að skola burt mjólkurleifar. Hver mínúta, sem mjólk fær að þorna í i- látunum, bakar óþarfa fyrir- höfn, sem eyðir tíma og orku. Mjólk er vökvi en hefur þó föst efni aS gcyma, og þessi efni mynda þétta skán, og þorni þau alveg, mynda þau mjólkurstein. 2. llátin skulu síðan þvegin úr heitu vatni. Ágætt er að nota sápulaust þvottaefni, svo sem þvottasóda eða önnur skyld efni. Sápa hreinsar ekki eins vel og þvæst ekki heldur vel af. Hún skilur ávallt eftir þunna húð eða himnu, og miljónir gerla geta þrifist í þeirri himnu. Öll ílát skal þrífa með bursta, en ekki tusku. Nauðsynlegt er að sjóða burstann eftir hverja notkun. 3. Síðan skal skola ílátin með sjóðandi vatni. Það hef- ur tvennskonar áhrif. 1 fyrsta lagi skolar það burt síðustu leifum af mjólkurskán og þvottalegi, og ennfremur hitar það ílátin svo, að þau þorna miklu fyrr. 4. Því næst skal hvolfa ílát- unum á hreina grind eða hengja á vegg. Varast skal að þurrka ílátin mcð klút eða tusku. Þau ciga að þorna af sjálfu sér. 5. Áður en mjaltir hcfjast næst, skal skola ílátin með gerlaeyðandi efni. GÓÐ KÆLING: Síðara mcginatriðið: Að stöðva vöxt og viðgang gerla, sem komizt hafa í mjólk, er í því fólgið að kæla mjólk- ina vel, því að tímgun gcrla Landbúnaður í Vestur Evrópu er mjög ör, eins og fyrr seg- ir, í volgri mjólk. Þar eð spenvolg mjólk drekkur í sig hvers konar lykt eða daun, er áríðandi mjög að kæla mjólkina ekki í fjósinu, heldur í sérstöku mjólkurhúsi. Ágætt er að kæla mjólkina í sírennandi vatni, þegar að mjöltum loknum eða góðum kælitækjum, og nauðsynlegt er að hitastig kælivatnsins sé undir 10° C. Þess ber að gæta, að yfirborð vatnsins sé hærra en mjólkurinnar, og einnig að þéttloka ekki ílátunum meðan kæling fer fram. Kæling mjólkur í snjó á vetr- um er ófullnægjandi, því að brúsinn bræðir frá sér snjó- inn og myndast þá um hann lag af kyrru lofti, en það leið- ir mjög illa hita. Slík kæling er alltof seinvirk. Ennfremur er loftkæling mjólkur ófullnsegjandi, jafn- vel þótt hitastig kæliloftsins sé við frostmark. Eftirfarandi tafla sýnir glöggt, hve áríðandi er að kæla mjólkina vel strax eftir mjaltir, ef koma á í veg fyrir, að gerlafjöldi nái að aukast í mjólkinni: 1. Sé mjólk kæld fyrst niður í 5° C helzt gerlaf jöldinn nokk- urn veginn hinn sami fyrstu 12 klst. 2. í 10 stiga heitri mjólk fimmfaldast gerlafjöldinn á fyrrgreindum tíma. 3. I 15 stiga heitri mjólk 15-faidast gerlafjöldinn á sama tíma. 4. 1 20 stiga heitri mjólk 700-faldast gerlaf jöldinn á sama tíma. 5. f 25 st. heitri mjólk 3000 faldast gcrlafjöldinn á sama tíma. Skulu þvf allir mjólkurfram- leiðendur hvattir til þess að kæla mjólkina vel og gæta þess sérstaklega, að sól nái ekki að skína á mjólkina, hvorki heima á hlaði, úti á þjóðvegi né á flutningatækjum. Framleiðum eingöngu 1. fl. mjólk, framleiðendum og neytendum til sameiginlegra hagsbóta. Árið 1958 fór ég víða um Bandaríkin til að kynnast nýj- ungum í mjólkurmálum. Það nýjasta og helzta, sem þar mátti sjá, var nýtt mjalta- kerfi (pípukerfi), mjólkurkæl- ar úr ryðfríu stáli og tankbíl- ar, er sáu um mjólkurflutninga frá bændabýlum til rajólkur- samlaga eða mjólkurstöðva. Þetta kerfi var nýjung þá og er þaS cnnþá. Ég leyfi mér að vbna, að þetta fullkomna kerfi verði komið á hvert bændabýli hér á landi eftir 5 til 10 ár. Er ég kom heim ritaði ég grein um þessi mál. Greinin birtist f dagblöðum bæjarins 1958. AS Iokum þetta: Mikið hefur að undanförnu verið skrifað um óhollustu mjólkur og sumra mjólkuraf- urða í sambandi við æðakölk- un og hjartaveilur. Þykir mér því rétt að benda á, hvað hinn frægi prófessor í lífeðlisfræði við háskólann f Westfalen, Þýzkalandi, Hr. Wolf Múller- Limroth, segir í frægu riti, sem heitir „Mjólk handa heil- um og veilum.” Hann segir m.a.: aS mjólk og mjólkurmatur sé góð fæða, er lækna skal hjartaveilur. Kári Guðmundsson. Framhald af 5. síðu. Byggftajafnvægi í fjórðu fjögurra ára áætlun Frakka fyrir árin 1962—’65 var mikil áherzla lögð á jafnvægi í byggð landsins. Athuganir hafa leitt í ljós að hinn mikli munur á tekjum manna fara eftir héruðum. Til þess að koma þessu á betri veg, eru hin fátækari héruð studd sér- staklega af ríkinu þ.e. meira en efnaðri héruð, sem njóta þó talsverðs stuðnings líka. HOLLAND f landbúnaðarkreppunni miklu 1880 — 1890 tóku ýmsar þjóðir upp þá stefnu að leggja vernd- artolla á innfluttar landbúnað- arvörur og hefur ekki tekizt að losa sig úr því síðan. Hollend- ingar hleyptu hins vegar ó- dýru korni frá löndunum fyrir vestan Atlanzhafið inn í land sitt hömlulaust en byggðu í stað þess upp mikla búfjáraf- urðaframleiðslu, sem þeir halda enn í dag. Af þeim sök- um flytja þeir mikinn hluta framileiðslu sinnar úr landi eða um 40% að meðaltali. Búfjárframleiðslan er svo að miklu leyti byggð á innfluttu fóðurkorni. Þannig eru 75% fóðurkornsins flutt inn. Þetta er líka í fyllsta samræmi við það hvemig landið er nýtt. Land það, er landbúnaðurinn S í M I 2 4 113 Sendibílastöðin Borgartúni 21 hefur til umráða, er ca 2,6 milj. ha, þar af er aðeins 0,9 ha akurlendi, en 1,33 milj. ha beitilönd, 0,13 milj. ha eru aldingarðar, en 0,27 ha eru til ýmislegra og breytilegra nota. Skóglendi er allis 0,26 milj. ha. Hér fer á eftir samanburður á uppskeru Hollendinga og annarra landa EBE af hverj- um ha að meðaltali, mælt í tonnum: Holl. Önnur Hveiti 41 23 Bygg 39 26 .Kartöflur 262 177 Sykurrófur 439 353 Þá má geta þess að meðalkýr- nyt yfir árið í Hollandi er 4193 kg en til samanburðar í öðr- um löndum EBE aðeins 2798. Efnahagur Árið 1950 voru tekjur af landbúnaði 14% þjóðartekn- anna en 1963 voru þær ekki nema 11%, en starfsfólki við landbúnað hefur fækkað veru- lega í Hollandi síðustu árin, Ef miðað er við, að afköst at- vinnuveganna í Hollandi hafi verift 100 1950 voru þau 1963 sem hér segir: f landbúnaði 162 í iðnaði og byggingariðn. 158 f öðrum atvinnugreinum 140 Gildi landbúnaðarins i Hol- landi ber ekki að meta einvörð- ungu eftir hlutdeild hans í þjóðartekjunum. Þess ber einn- ig að gæta, að landbúnaðarvör- ur eru 25% útflutningsins. Þó að mikið sé flutt inn vegna landbúnaðarins er verzlunar- jöfnuður hans við önnur lönd mjög hagstæður móts við aðr- ar atvinnugreinar. Þá leggur landbúnaðurinn matvælaiðnað- inum, sem á mikla hlutdeild í útflutningi Hollands, til mikið af hrávöru. Þá á landbúnaður- inn mikinn þátt í siglingum þjóðarinnar. Það sem einkum hefur mótað landbúnaðarpólitík Hollendinga undanfarin ár, er þátttaka þeirra í Efnahagsbandalaginu- Vegna þess hafa verðlagsmálin verið efst á baugi innan land- búnaðarins en sjálf skipulags- málin verið láti'n sitja á hak- anum. Nú er hins vegar orðið ljóst, að úrlausn ýmissa vanda- mála þolir enga bið, ef bændur eiga að fá svipaðar tekjur af striti sínu og aðrar atvinnu- stéttir þjóðfélagsins. — Greinarhöfundur gerir sér tíðrætt um afstöðu Hollands til ESE og verður ekki farið út í þá sálma hér. íóskUum Talið er að tapazt hafi í fe- brúar sl. samþykktur víxill á- samt tryggingarbréfi að fjárhæð rúmar eitt hundrað þúsund krónur. Grunur leikur á, að skjöl þessi hafi fundizt og þeim verið skilað til manns, sem ekki hafði rétt á þeim. Rannsóknarlögreglan væntir þess, að ef einhver gæti gefið upplýsingar í þessu máli, geri hann það án tafar. TIL SÖLU: Einbýlishús. Tvíbýlis- hús og íbúðir af ýmsum stærðum í Reykjavík, Kópavogi og nágrenni. FASTEIGNASALAN Hús o? eicnir BANKASTRÆTI 6 SÍMI 16637. Nei, félagipáfí... Framhald af 2. síðu. þessu og setti mér yfirheyrsl- ur. Mocutti sór við Biblíuna að hann hefði séð mig og engan annan. Samdægurs var ég kallaður fyrir Tisserant kardi- nála. — Þvi trúi ég gjarna, sagði kardínálinn með þungri á- herzlu í hverju orði. En þér skulið í framtiðinni ekki svara föður Rektor fyrir gjörðir yðar. Ég skal benda yður á mann sem þér getið skriftað fyrir án þess að óttast. Þér skulið fara varlega barnið mitt. Ég mun minnast yðar í bænum mínum. .... Og aldrei gleymi ég Um- berto, hógværum djákna i Vati- kaninu. Honum á ég líf mitt að launa. I Róm höfðu verið festar upp tilkynningar: lofað var tiu þúsund ríkismörkum þeim sém næði mér. Einhverju sinni geng ég mig inn um að- aldyr „Russicum” og sé þá fyr- ir mér þrjá Gestapómenn. Mér datt strax í hug að þeir væru að sækja mig. Ég vissi ekki hvað gera skyldi — Hlaupa út á götu? Þeir mundu ná. mér. Hlaupa eftir ganginum til vinstri? Þá lendi ég í gildru. — Hafið þér ekki séð padre Dorotheo? heyrði ég þá Um- berto segja. Ég leit á hann og sá að mér var borgið. — Hann var að ganga upp hringstigann, sagði ég. Gestapómennimir hlupu upp til að leita að „föður Doroteho” En ég gekk rólegur út úr Vati- kaninu og sté þar ekki fæti mínum fyrr en Róm hafði ver- ið frelsuð. Dorofei Zakharovítsj, ég hef heyrt að sovézkir herfang- ar hafi kallað páfann „félagi páfi”. Já, það er rétt. Eftir að Róm hafði verið frelsuð undan fasistum, lét Pacelli páfi í Ijós ósk um að blessa sovézka stríðsfanga. Ég skrapp út í Thai-villuna þar sem allmargir þeirra héldu til og spurði: Langar ykkur ekki til að sjá páfann; strákar? Og svo labba sjötíu sovézkir hermenn sig í Vatikanið undir rauðum fána, syngjandi „Kat- júsju’” Klukkan ellefu gekk Píus 11. í salinn. Ritari hans hélt á talnaböndum og myndum af páfanum. Samkvæmt siðareglum átti að krjúpa á kné og kyssa spennuna á skó páfa. En ég gat ekki fengið mig til þess að hinum sovézku hermönnunum viðstöddum. Ég hneigði mig að- eins lítillega og varð þess var að fylgdarlið páfa horfði á mig með mikilli hneykslun í aug- um. — Eruð þér trúaður? spurði páfinn fyrsta hermanninn í röðinni. — Nei, félagi páfi, svaraði hann. Ég þýddi: Non, compagno papa. Og hönd Píusar tólfta, sem var reiðubúin að afhenda hermanninum litla mynd af sér, stirðnaði á miðri leið. — Trúið þér?, spurði Pacelli annan hermann. — Nei, félagi páfi, sagði sá aðspurði. Og er páfinn spurði annan hvern, þriðja hvem mann þá fékk hann allsstaðar sömu svör. Aðeins einn, riskinn hermaður, svaraði játandi. Og páfinn flýtti sér að fá honum nokkrar myndir af sér og skundaði miður sín út úr saln- um. Blessunin gleymdist. FL0KKAGLÍMA REYKJAVÍKUR ■ Flokkaglíma Reykjavíkur verður háð í íþrótta- húsinu að Hálogalandi 1 dag, laugardag, kl. 4 síðdegis. Keppt verður 1 þyngdarflokkum og tveim drerigjaflokkum. Meðal keppenda eru skjaldarhafar síðustu ára. Örlagastund í lífi mannsins nefnist erindi sem O. J. Olsen flytur { Aðventkirk';vvm sunnudaginn 7. marz kl. 8,30 e.h. ALLIR VELKOMNIR, ★ |inni Bessjastnls er furðu- ■ gott — einhverju sinni lenti hann í námuslysi, og mundi ekkert heilan mánuð eftir að honum var bjargað. Hann hafði meira að segja gleymt sínu eigin nafni. En nú man hann hvert nafn, hvert stræti, dagsetningar. Og nú vinnur hann að endurminning- um sínum. Þar mun hann segja frá vinum og óvinum. Líka frá þeim vinum sem álitnir voru „óvinir fólksins”. „Börnin þurfa að vita sann- leikann um feður sína, segir Dorofei Zaharovitsj. Fyrir þau, fyrir afkomenduma skrifa ég bók mína .... Verkakvennafélagið Framsókn Aðalfundur félagsins verður í Iðnó. sunnudaginn 7. marz kl. 2.30 s d. Fundarefni; Venjuleg aðalfundarstörf. Konur, mætið vel og stundvíslega. STJÓRNIN. BLADADREIFING Þjóðviljann vantar nú þegar blaðbera í eft- irtalin hverfi: VESTURB/ER: Framme'ívesrur Tjarnargata AUSTURBÆR: Brúnir Freyjuerata Skipholt. ÞJÓÐVILJINN — Sími 17-500. 6. ron) ^ Skolavörðustíg 12 I.V.V.’.V.V.WV'V.V.V.'.TíV.W.V.V,* ■ t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.