Þjóðviljinn - 10.04.1965, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 10.04.1965, Qupperneq 1
Laugardagur 10. apríl 1965 — 30. árgangur 84. tölublað. Loftorusta háð yfir Kínahafi í gærdag SAIGON 9/4 — MIG-orustu- flugvélar réðust í dag á fjór- ar bandarískar orustuflugvél- ar af gerðinni F-4 Phantom yfir Kínahafi, aðeins nokkrar mílur frá kínverskri loft- helgi. Bandarísk hernaðaryf- irvöld í Saigon skýra svo frá, að ein MIG-flugvélanna hafi sézt í björtu báli. í NTB- frétt segir, að ekki sé unnt að gera sér grein fyrir því, hver hafi unnið þessa or- astu. Bandarísku flugvélarnar voru frá sjöunda flota Bandaríkjanna, en hann heldur sig sem kunnugt er í Kínahafi. Orustan átti sér stað ca 55 km frá Hainaneynni kínversk-u og bandarísku flug- vélarnar voru á heimleið frá sprengjuárás á Norður-Víetnam, er á þær var ráðizt. Bandarísk hernaðaryfirvöld í Saigon neit- uðu á föstudag að segja neitt um það, hvort bandarísku flugvél- amar hefðu allar komið aftur til bækistöðva sinna heilu og höldn-u. Ennfremur er svo frá skýrt í Saigon, að ekki sé þar vita-ð, hvort umræddar MIG-flugvélar hafi verið kínverskar eða frá Norður-Víetnam. Ekki gátu tals- menn bandarískra hernaðaryfir- valda heldur skýrt frá því, hvaða tegund MIG-flugvéla hér væri um að ræða. Þessi orusta er að sögn NTB- fréttastofunnar norsku hámarkið á atburðaríkum degi i Víetnam- deilunni. Bandaríkjamenn hafa gert miklar árásir á brýr og „hernaðarleg skotmörk“ í Norð- ur-Víetnam. Jafnframt þessu hefur verið frá því skýrt, að 3.000 bandarískir sjóliðar muni innan skamms fluttir til hinn- ar mikilvægu flugstöðvar Da Nang £ Suður-Víetnam. Ekki sér hann... Kínverska fréttastofan „Nýja Kína“ skýrir svo frá, að banda- rísk flugvél hafi fyrir misgán- ing verið skotin niður af lönd- um sínum er kínverskar orustu- flugvélar mættu bandarískum fyrir innan kínverska lofthelgi. í fréttinni segir ennfremur að átta bandarískar flugvélar Framhald á 7. síðu. !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■« Erindi um Sósíalista- flokkinn ★i A morgun verður haldið áfram fyrirlestraflutningi í erindaflokki Félagsmála- stofnunarinnar um stjóm- mál. -A-i Klukkan 4 e.h. flytur Einar Olgeirsson erindi um Sósíalistaflokkinn, sögu hans og megin- stefnu, en mun á eftir svara fyrirspurnum. 4i Fyrirlestrarnir eru fluttir í kvikmyndasal Austur- bæjarbarnaskólans og er öllum heimill aðgangur. Sovézka sendi- nefndin væntan- leg í kvöld Sovézka sendinefndin, sem hingað kemur í tilefni 15 ára afmælis Menningartengsla ls- lands og Ráðstjórnarríkjanna, er væntanleg til Reykjavíkur með flugvél í kvöld, laugardag. Eins og áður hefur veriðskýrt frá í fréttum eru í sendinefnd- inni tveir tónlistarmenn: Alex- ei Ivanof bassasöngvari frá Stóra leikhúsinu í Moskvu og píanóeikarinn Vladimír Viktor- of, balletdansmærin Elena Raja- binkina, G. Alexandrof kvik- myndaleikstjóri og S. Kamen- skij prófessor. Listamennirnir koma fram á tónleikum í Háskólabíói kl. 9 á mánudagskvöld. Uppsögn samninga bifvélavirkja Félag bifvélavirkja, sem nýlega varð 30 ára gamalt, end- urkaus stjóm sína á aðalfundi 31. marz og samþykkti ein- róma að segja upp samningum við atvinnurekendur. Fé- lagsmenn eru nú 170. í fréttatilkynningu frá Félagi bifvélavirkja segir. Aðalfundur Félags bifvéla- virkja var haldinn 31. marz s.l. í Lindarbæ. Stjóm félagsins var öll endurkjörin og er hún þann- ig skipuð: Formaður Sigurgest- ur Guðjónsson, varaformaður Karl Ámason, ritari Kristinn Hermannsson, gjaldkeri Eyjólfur Tómasson, aðstoðargjaldkeri Gunnar Adólfsson. Gjaldkeri Styrktarsjóðs var endurkjörinn Ámi Jóhannesson. 1 varastjóm eru: Svavar Júlíusson, Kolbeönn Guðnason og Bjöm Indriðason. Félag bifvélavirkja varð 30 ára 17. janúar s.L og var þessa merka áfanga minnzt með veg- legu hófi í Tjamarlundi. Á að- alfundinum var samþykkt ein- róma að segja upp samningum félagsins við verkstæðiseigendur og falla þeir því úr gildi 5. júnf n.k. Ársgjald félagsmanna er kr. 1560.00 og félagsmenn eru nú 170 Aðsetur félagsins er £ Skipholti 19. ÁKVÆÐISVINNA / HÚSGA GNASMÍÐI? ■ Sveinafélag húsgagnasmiða í Reyk'javík hóf sl. ár at- hugun á því að taka upp ákvæðisvinnu í húsgagnasmíði. í stjóm félagsins voru á aðalfundi kosnir Bolli A. Ólafs- son formaður, Eyjólfur Axelsson, Ólafur E. Guðmunds- son, Jón Þorvaldsson og Ottó Malmberg. í félaginu eru DAGSBRÚNARMENN UNNU TRÉSMIÐi OG MÁLARA ☆ I fyrrakvöld fór fram í Hafn-Í?> ☆ arbúðum skákkeppni á milli ■4 Dagsbrúnar annars vegar og 'V trésmiða og málara hins veg- -4 ar. Var teflt á 50 borðum og 4r fóru leikar svo að Dagsbrún- ýr armenn sigruðu með 3214 ■ár vinningi gegn 1714. Var þetta -4 hin skemmtilegasta keppni og 4- ýmsir kunnir skákmenn í liði -4 beggja, svo sem Magnús Sól- -4 mundarson hjá málurum og -4 trésmiðum og Sturla Péturs- 4- son, Benóný Benediktsson og -4 Gylfi Magnússon hjá Dags- 4- brún, svo nokkrir séu nefnd- 4" ir. Skákstjóri var Jóhann Þór- 4- ir Jónsson Myndin sýnir V nokkra keppendur og áhorf- ■4 endur. - (Ljósm. Þjóðv. A.K,) 89 manns. Hér fer á eftir fréttatilkynning frá félaginu: Aðalfundur Sveinafélags hús- gagnasmiða £ Reykjav£k var haldinn 16. marz s.l. Á fundinum flutti Bolli A. Ölafsson formað- ur félagsins, skýrslu um starf- semi félagsins á liðnu starfsári og gjaldkerinn, Ólafur E. Guð- mundsson, lagði fram reikninga félagsins. Félagið gerðist á s.l. ári einn af stofnendum Sam- bands byggingamanna. Á árinu var hafinn undirbúningur og at- hugun á því hvort ekki væri hægt að taka upp ákvæðisvinnu i húsgagnasmiði hér á landi. Hagur félagsins er mjög góð- ur. Árgjald félagsmanna er kr. 1560.00. Félagsmenn eru nú 89. 1 stjórn félagsins voru kjömir: Formaður Bolli A. Ólafsson, varaformaður, Eyjólfur Axelsson, Gjaldkeri Ólafur E. Guðmunds- son, ritari Jón Þorvaldsson og aðstoðargjaldkeri Ottó Malm- berg. í varastjóm: Jón V. Jóns- Framhald á 7. síðu. Skákþingið hefst síðdegis í dag ■ Skákþing íslendinga hefst kl. 1,30 síðdegis í Breiðfirð- ingabúð. Keppt verður í landsliðsflokki, meistaraflokki, 2. flokki og unglingaflokki. 1 landsliðsflokki eru keppend- ur þessir: Helgi Ólafsson, núverandi Skákmeistari Islands, Björn Þorsteinsson og Freysteinn Þor- þergsson, en þessir þrír menn FULLTRUARÁÐSFUNDI SAMB. SVEITARFÉLAGA LAUKIGÆR B Fundi fulltrúaráðs Sambands sveitarfélaga lauk hér í Reykjavík í gaer. Voru þá gerðar ályktanir um ýmis mál, sem vænt- anlega verður getið hér í blaðinu síðar. SjáSívirk símstöð á Hásavík í dag, 10. apríl um kl. 10.00 verður opnuð sjálfvirk símstöð á Húsavík. Stöðin er gerð fyrir 400 númer, en nú komast um 270 notendur í sarhband við hana með því að klippa þá á merktan vir, sem er hjá talfær- um þeirra. Símanúmer þessara notenda verða á milli 41100 og 41499, en svæðisnúmerið er 96, eða hið sama og fyrir Akur- eyri. Þess skal getið, að númerin 02 og 03 á Húsavík, fyrir beint samband við handvirku lang- línuafgreiðsluna á Akureyri, verður ekki tekin i notkun fyrst um sinn. Við sjálfvirku langlínuaf- greiðsluna verður gjaldið fyrir 3ja minútna símtal svipað og áður, en styttri simtöl hlutfalls- lega ódýrari. (Frá póst- og símamálastjórn) Á fundinum í gærmorgun var m.a. til umræðu „Staða sveitar- félaga í þjóðarbúskapnúm og hlutverk þeirra í stjóm efna- hagsmála”, en framsöguerindi flutti Bjarni Bragi Jónsson hag- fræðingur. Róttækar tillögur Eins og skýrt var frá hér i blaðinu í gær fluttu ávörp við setriingu fulltrúaráðsfundarins á fimmtudag þeir Geir Hallgríms- son borgarstjóri, Gunnar Thor- oddsen fjármálaráðherra og íslenzkra Hiálmar Vilhjálmsson ráðuneyt- isstjóri í félagsmálaráðuneytinu. Síðar um daginn var flutt erindi Gylfa Þ. Gíslasonar mennta- málaráöherra um sveitarfélögin. 1 fyrrgreindum ávörpum og ræðum kom fram sitthvað sem til tíðinda má telja. Meðal ann- ars lýsti Hjálmar Vilhjálmsson ráðuneytiéstjóri persónulegum til- lögum sínum um skiptingu sveit- arfélaga hér á landi. Taldi hann að þrennt kæmi einkum til greina £ þessu sambandi: 1. Sveitarfélögunum verði Framhald á 7. síðu. eru í landsliðinu frá fyrra ári. Hilmar Viggósson varamaður í landsliði. Jón Hálfdánarson og Bragi Þorbergsson, sem efstir urðu í meistaraflokki á síðasta skákþingi. Guðmundur Sigur- jónsson haustmeistari Taflfélags Reykjavíkur. Hjálmar Theodórs- son skákmeistari Norðurlands. Jón Kristinsson, sem varð annar i meistaraflokki á síðasta Rvík- urmóti. Ennfremur keppa £ landsliðsflokki eftirtaldir þrír menn, sem Skáksambandsstjóm- in bauð til þátttöku: Magnús Sólmundarson, Bjöm Jóhannes- son og Haukur Angantýsson. 1 meistaraflokki eru skráðir 1S keppendur, í 1. flokki 6, í 2. flokki 8 og unglingaflokki 4. Gert er ráð fyrir að skákþinginu ljúki 19. apríl, á annan í pásk- um. Aðalfundur Skáksambands I®- lands verður haldinn laugardag- inn 17. apríl. Sambandið verður 40 ára á þessu ári. FÉLAGSFUNDUR í SÓSÍALISTA- FÉLAGI REYKJAVÍKUR Á MORGUN Félagsfundur verður haldinn í Sósíalistafélagi Reykjavíkur á morgun, sunnudag, í Skátaheimilinu við Snorrabraut og hefst hann kl. 2 e.h. — Rætt verður um félagsmál. FÉLAGAR! Sýnið skírteini við innganginn. •■■■■■■■■■■■■■■(■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i í 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.