Þjóðviljinn - 10.04.1965, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.04.1965, Blaðsíða 8
g SÍÐA ÞIÓÐVILIINN Laugardagur 10. aprfl. 1363 UNDIR MÁNASIGÐ Skáldsaga eftir M. M. KAY E FLJUGUM ÞRIDJUDAGA FIMMTUDAGA LAUGARDAGA FRÁ R VI K KL. 9.30 FRÁ NORDFIRÐI KL. 12 F L U G S Ý N SiMAR: 18410 18823 Smurl brauð Snittur við Óðinstorg. Sími 20-4-90 ust þeir sem allan daginn höfðu beöið árangurslaust, til að yfir-1 gefa hæðimar fyrir utan Delhi. ' Eftir hálftíma er komið myrkur, sagði hershöfðinginn. Konurnar verða að komast burt og þær verða að hafa vemd. Það er bezt að allir fari af stað, meðan vegurinn til Kamal er enn op- inn. Meðan opnir og lokaðir vagn- ar og ríðandi og gangandi menn streymdu burt í vaxandi myrkr- inu, var eldrautt skin á himni yfir logunum í íbúðarhverfi her- stöðvarinnar. Þama var lagt upp í langan, skelfilegan flótta sem átti eftir að kosta mörg þeirra lífið. Hershöfðinginn beið þar til allir voru á brott og þá sneri hann sér að eina liðsforingjan- um sem eftir var: Blástu merkið um að safnast saman, sagði hann og um leið ómaði hinn kunnug- legi lúðurhljómur út í kyrrðina. Einn einasti sepoy úr 74. fót- gönguliðssveit innfæddra, hlýddi kallinu. Einn einasti úr hinum þéttu fylkingum manna sem fyr- ir sólarhring hefðu flykkzt að við þetta merki. Hershöfðinginn fór burt af hæðinni og yfirgaf stöð sína og ofurseldi hana þjófum og ræn- ingjum og reið á brott. Bakvið hann sveif enn reykský yfir hinu sprengda vopnabúri, far sem sýnd hafði verið hin eina veru- HároTf‘i%iiistof5i Maria 'luðmundsdóttii Lauea vegi 13 SÍMl 14 fi 50 MUDD- STOFAN er á sama staí 78 lega mótspyma þennan skelfi- lega dag. HÁRGREIÐSLAN Hárgreíðdu- ag snyrtlstofa Steinu og Dódó Laugavegi 18. [II bæð (lyfta) SÍMI 24 5 16 PERMA Garðsenda 21 - SÍMl 33 9 68 — Hárgre^ðslu- og snyrtjstofa D Ö IVI (J R ? Hárgreiðsla víð allra hæfl — TJARNARSTOFAN - Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SÍMl 14 6 62 Vetra hafði ekki sagt margt í reiðferðinni og Alex var of niðursokkinn í eigin hugsanir til að taka eftir því. Hann vor- kenndi henni, en honum var ljóst að brátt myndi fleira bæt- ast við sem ástæða væri til að hryggjast yfir. Nú gat hann ekki lengur sent Niaz í herbúðimar og hinar ýmsu fréttauppsprettur í borginni og þorpunum urðu æ torgætari og fregnimar sem bár- ust uggvænlegri. Hann velti fyrir sér hvernig þeim Niaz eða Yusaf gengi; það hlaut að vera skelfi- lega heitt á sléttunum og þeir fengju hvorki vott né þurrt fyrr en um sólsetur. Fastan var mik- il þrekraun, þegar hana bar upp á heita tímann og hnífstunga Niazar var ekki fullkomlega gró- in. En þeir gátu sofið á daginn. Það gat Alex ekki. Hann stöðvaði hestinn fyrir framan embættisbústaðinn og tók til máls í fyrsta sinn í næstum klukkutíma: Hvenær farið þér upp í fjöllin? — Hinn tuttugasta og annan, svaraði Vetra kæruleysislega. Reiði hennar var horfin og hún var undarlega sljó: — Þá hafið þér viku til stefnu. Átta daga nákvæmlega. Það ætti að vera nóg. Ég geri ráð fyrir að við sjáumst fyrir þann tíma. Góða nótt. Hann sneri hestinum við og reið heim, og Vetra reið inn um reisulegt hvolfþakið, framhjá Akbar Khan sem hneigði sig djúpt. Fyr- ir klukkustundu hefði hún ekki tekið kveðju hans. Fyrir klukku- stundu hataði hún bæði Alex og Conway, vegna þess að þeir vildu ekki hengja hann fyrir morð. En hún hafði ekki sofið alla síðast liðna nótt og hún var svo sljó og niðurdregin og þreytt að henni stóð á sama um allt. Ef til vill var' það satt, að allt væri fyrirfram ákveðið — eng- inn gæti flúið forlög sín. Það er skrifað sem skrifað stendur. Hún svaf vært um nóttina þrátt fyrir hitann og marrið í viftunni. Eins vært og Zeb-un- Nissa í múhameðska kirkjugarð- inum, sem heyrði ekki til sjakal- anna sem læddust um milli graf- anna. Eins vært og Lotta sem lá sofandi bakvið tjöldin í ekka með rifna skó og í sundurtætt- um kjól, rispuð og klóruð eftir byrna og kjarr og flekkuð af blóði og ryki. Hinn vingjarnlegi vagneíganli hafði fundið hana í skurði og hann hafði hjálpað þeim. — Ég held til Lunjore eins hratt og mér er unnt, sagði ek- illinn. Það verður ekki líft f Delhi mánuðum saman fyrir friðsaman mann og ég á bróður sem ég ætla til, meðan betta æði stendur yfir. — 29 — Alex ob Yusaf sneru heim til hússins s'undu fvrir dögun og eftir krókaleiðum. en Niaz lét ekki siá sig. Sagt var að hann væri með hitasótt og væri of veikur til að fara úr rúminu. Alex hafði vonazt til þess að geta sofið lengi, en skömmu eftir sólarupprás vakti Alam Din hann. Huzoor, sagði hann lágt. Það er rauður dreki fastur í kjarrinu við borgarveginn. — Fjandinn sjálfur, sagði Alex þreytulega. Jæja, gott og vel Acha Alem Din. Tuttugu mínútum seinna reið hann eftir veginum sem lá gegn- um akrana til Chunwar. Við vegarbrúnina, svo sem tvö hundruð metrum utan við her- stöðina, óx stakur runni og þennan morgun hafði ódýr papp- írsdreki eins og böm leika sér að, festst í þessum runna. Flug- drekinn var eldrauður og sást langt að. Svona litskrúðugir drekar voru sendir ””n yfir borgina allt árið um V' og það var ekki óal- geng' 'inna þá hanga í trján- um á tunni. Alex reið fram- hjá runnanum án þess að líta á hann. Hann beygði niður mjóan hliðarstfg gegnum sinnepsakur og stöðvaði öminn í háa fílgres- inu í skugga af villtu fíkjutré. Hann steig af baki og lét sem hann væri að herða hnakkólina. Skammt frá honum heyrðist rödd, en eigandi hennar var hul- inn; þetta var ofurlágt hvísk- ur. — Það er sagt á torginu að herdeildir innfæddra í Meerut hafi gert uppreisn og drepið alla angrezi og riðið þaðan til Delhi, sem líka er fallin. Sagt er að þeir hafi gert Bahadur Shah að mógúl og drepið alla feringiana með sverði. — Hvenær? spurði Alex og bjástraði við gjörð. — I gær. Fréttina sagði fakír við tröppumar að perlumosk- unni. — Það er ómögulegt. Delhi er langt héðan. — Tala ekki fuglar loftsins við heilaga menn? hvíslaði röddin. — Er nokkuð fleira? — Nei. Borgin suðar eins og býkúpa. — Gera þeir uppreisn? — Hver getur vitað það? Menn maulvians gefa skipanir um að bíða effír Orðinu en bað er bezt að enginn af þínu fólki láti sjá sig í borginni í dag. Sjáðu um -það. Bara ef steini er kast- að. getur enginn saBt fvrir um afleiðinsamar. Þú bekkir múg- inn. Ef hann sér blóð. verður hann trylltur eins og siakalar. Alex sasði ofurlágt: Farðu til haka og færðj mér boð í nótt. Ég mun riða til rústanna af Am- in-u-dín um sólsetur. — Ég skal reyna. En ég er hræddur — mjög hræddur! Ef bað kemst upp um mig, þá rífa þeir mig f tætlur. Alex heyrði tennumar glamra í manninum. Hann lagði hrúgu af silfurmynt á jörðina og sagði: I kvöld verða fimmtíu í viðbót. Hann steig á bak og reið í áttina að opna svæðinu, en sveigði fyrir akrana og sneri til baka yfir æfinga- svæðið. Klukkan var liðlega átta þeg- ar hann kom að embættisbú- staðnum. Hann kom að sendiherranum í rúminu, klæddum burmverskri lendaskýlu. Inni var megn þefur af alkóhóli og moskus, og græn- leit tjöldin fyrir lokuðum glugg- unum útilokuðu næstum alla birtu. Alex steig ofaná ökla- hring og það glamraði í litlum silfurbjöllum; hann varð að taka sig á til að láta ekki viðbjóð sinn í Ijós. — Nú, nú? spurði herra Bart- on önuglega. Hvað er nú? Fleiri grillur? — Ég vona að það sé ekki ann- að, sagði Alex þungbúinn. Það ganga sögusagnir um uppreisn í Meerut og Delhi. Það er hugsan- legt að þær hafi ekki við rök að styðjast eða séu ýktar. En sagt er að hersveitimar hafi á báðum stöðum gert uppreisn og drepið alla evrópubúa og Ba- hadur Shah hafi verið útnefnd- ur konungur. — En þáð dómsdags kjaftæði, sagði sendiherrann og settist upp í rúminu. Hreyfingin virtist valda honum óþægindum, þvf að hann greip um ennið með hend- inni. Hann leit reiðilega á Randall kaptein: Meerut! Ekki nema það þó! Þar er allt fullt af brezkum hermönnum! ......... að minnsta kosti tvö búsund. Sterkasta virkið í öllu Indlandi! Þvættingur! Þetta er ekki annað en tilhæfulaust slúður. — Ef til vfll, sagði Alex stutt- ur f spuna. Það skiptir ekki öllu máli hvort það er satt, heldur það að allir í borginni trúa því. Slíkar sögusagnir valda mikilli ólgu og mig langar til — með yðar leyfi — til að lýsa borgina bannjvæði fyrir Evrópubúa þar til ólgan er um garð gengin. — Af hverju? Guð gefi mér þolinmæði, hugs- aði Alex. Hann beit á jaxlinn og útskýrði rólega: Það þarf lít- ið til að koma af stað uppreisn meðal fólks sem æst hefur verið upp í ákveðnum tilgangi eins og þarna. Hvítt andlit í borginni undir þessum kringumstæðum getur orsakað grjótkást, og eins og þér vitið er bilið stutt milli þess og morðs hjá múgnum. Við getum ekki átt neitt slíkt á hættu nú. Eftir fáa daga í mesta lagi, fáum við að vita hvort nokkuð er hæft í þessum orð- rómi, og ef hann er tilhæfulaus, þá lægir ólguna brátt. Má ég vænta leyfis yðar til að banna Evrópubúum aðgang aðboTginni? — Nú, jæja, gerið það þá, sagði sendiherrann með semingi. Ég trúi ekki einu orði af þessari vitleysu, en .... Jæja .... gerið eins og yður sýnist og leyfið mér að vera í friði! Alex fór strax til skrifstofu sendiherrans, þar sem hann skrifaði afdráttarlaus fyrirmæli á opinberan pappír sendiherrans og fór aftur inn í svefnherbergið með blek og penna og bað sendi- herrann að skrifa undir. Þegar hann hafði sent chuprassarm af stað með innsiglaða bréfið, spurði hann eftir frú , Barton, en hún var ekki heima. SKOTTA CONSUL CORTINA bflalelga magnúsai* sklpholtl 21 slmar; 21190-21185 HHaukur ^u&mundóóon HEIMASÍMI 21037 Nælonstyrktar gallabuxur i öllum stærðum. Molskinnsbuxur í stærðunum 4 til 16 og m.fl. Mjög hagstætt verð. Verzlunin Ö. L. Traðarkotssundi (á móti Þjóðleikhúsinu). I © King Features SynJicate, Inc., 1964. 'WorM rígbts reserved. Jú, hann var SVOLÍTIÐ erfiður. Ég gerði ekki arraiað allt kvöldið en anza í símann, og fullvissa nágrannana um að ég væri ekkl að myrða hann. í yðar þjónustu alla daga Hjólbarðaverkstæðið HRAUNHOLT Auglýsingasími Þjóðviljans er 17-500 fyrir neðan Miklatorg (gegnt Nýju sendibílastöðinni). ír Eigum ávallt fyrirliggjandi ☆ flestar stærðir af hjólbörðum ☆ og felgum. Opið alla daga frá kl. 8 til 23. — Sími 10-300. * BILLINN Rent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 FlugferBir um heim ullan Flugferð strax — Fargjald greitt síðar. Viðskiptavinir eru beðnir að hafa sam- ^nd í síma 228PO no óorrp (oftjr ^ 7). KKDASKRirSiOir k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.