Þjóðviljinn - 10.04.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.04.1965, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. apríl 1965 HOÐVILIINN SIÐA Þegar geimfararnir komu til Moskvu 114.413 lestir framleiddar af Kjarna á tæpum 11 árum ijarnaáburði. Þeir geimfararnir Alexei Leonof og Pavcl Bcljaéf eru löngu alþjóð kunmir. — Myndin hér að ofan, er af því er samborgarar þeirra tóku á móti þeim í Moskvu. Kekkonen kominn til Svíþjéiar — ræðir kjarnorkuvopn STOKKHÓLMI 9?4 — Finn- landsforseti, U. K. Kekkonen, heimsótti í dag Gautaborg í fylgd með Tage Erlander, for- sætisráðherra Svía. Hér er um að ræða fimm daga óopinbera heimsókn Finnlandsforseta til Svíþjóðar. Um helgina mun Kekkonen dveljast á sveitasetri Erlanders, búgarðinum Harp- sund, sem er suðvestur af Stokk- hólmi. Á föstudag skoðaði Finn- landsforseti einnig Volvo-bíla- smiðjumar, sem eru skammt fyrir utan Gautaborg. Borgar- Stjórn Gautaborgar bauð Finn- landsforseta til miðdegisverðar. Stjórnmálafréttaritarar í Sví- þjóð búast við því, að Kekkon- en muni nú nota tækifærið til þess að skýra Eriandcr nánar frá viðræðum þeim, er hann átti við sovézka ráðamenn, er hann kom við í Moskvu í fe- brúarmánuði síðastliðnum á leið sinni frá Indlandi. Það vakti þá allnokkra athygli, er hann varp- aði fram þeirri tillögu, að kjarn- orkuvopn yrðu bönnuð í Norður- Evrópu. Njósnarar teknir á Kúbu í gær HAVANA 9/4 — Kúbustjóm til- kynnti það í gær að lögreglan hafi handtekið 53 menn sem meðlimir séu í njósnarhring er aflað hafi bandarísku leyniþjón- ustunni hernaðarupplýsinga. Með- al hinna handteknu er Baptista- prestur einn, Herbert Caudill að nafni og hefur hann verið á Kúbu í meir en tvo áratugi. Hin- ir handteknu em einnig sakaðir um andbyltingaráróður og gjald- eyrisbrask. Þrjátíu farast í miklu námuslysi Frá þessu var skýrt á aðal- undi Áburðarverksmiðjunnar 'f, sem haldinn var í Gufu- •?si 7. apríl s.l. Stjórnarformaður verksmiðj- nnar, Pétur Gunnarsson deild- '•stjóri setti fundinn, og var íörinn fundarstjóri, en Halldór T Jónsson arkitekt var tilnefnd- *• fundarritari. Mættir voru luthafar og umboðsmenn þeirra •rir 92% hlutafjársins. Þá flutti irmaður skýrslu stjómarinnar u.m hag fyrirtækisins og rekstur þess á árinu 1964. 214 lestir á 11 árum. I árslok 1964 hafði fyrirtækið starfað í tæp 11 ár og framleitt alls frá upphafi 214.413 smá- lestir af Kjarna. Á árinu 1964 framleiddi verk- smiðjan 20.853 smálestir Kjarna- áburðar og var það 519 smálest- um meira en framleitt var árið áður. Heildarorka notuð á árinu nam 132,3 miljónum kílówattst, er kostuðu alls 7,1 miljón kr. Vinnulaunagreiðslur ársins námu 20,4 miljónum króna. Seldar vom á árinu 19.949 smálestir af kjarna að söluverð- mæti 65 miljón króna, og var það 10,5 miljónum meira en ár- ið áður. Reksturskostnaður fyrirtækis- ins hafði hækkað um 6,7 miljón- ir króna frá fyrra ári. Afkoma ársins gerði unnt að greiða til varasjóðs fullt framlag að upphæð kr. 2.165.000,00 fyrir TÖKlÖ 9/4 — Þrjátíu námu- verkamenn létu líf sitt og 15 særðust, sumir alvarlega, er sprenging varð í námugöngum, 4.300 metra inni í fjalli nokkru í grennd við Nagasaki á föstu- dag. 45 námuverkamenn voru Úr kínverskum helli mm i namunm er sprengingin varð 33 þeirra sluppu út af eig- in rammleik en af þeim dóu 18 fljótlega af áverkum þeim, er þeir höfðu hlotið. Þúsund manna björgunarlið var fram eftir föstudegi önnum kafið við að bjarga þeim, er eftir voru, 12 talsins. Þó var augljóst oi'ðið, er líða tók á daginn að enginn þeirra myndi lifa slysið af. Sprengingin varð, er beðið var eftir því að skipt yrði um vinnu- flokk í námunni. Þeir, er leysa skyldu af, voru rétt komnir inn í námugöngin er sprengingin varð. Ekki er lengra um liðið en frá 22. febrúar síðastliðinn, er tilsvarandi slys varð í námu á eynni Hokkaido. Sprenging sú er hér um ræðir, varð á eynni Kyushu. árið 1964 og kr. 1.035.000,00 upp í vangoldið framlag til vara- sjóðs fyrir árið 1963. Fullnýtt afköst verksmiðjunnar Þá skýrði formaður frá því að lokið væri uppsetningu 1000 lesta ammoníakgeymslu. Þetta tryggði _ að með innflutningi ammoníaks til viðbótar eigin framleiðslu yrðu afköst verk- smiðjunnar til Kjamaframleiðslu fullnýtt, enda þótt sú raforka, sem til vinnslunnar fengist færi minnkandi með hverju ári sem líður. Framleiðsla áburðar í verksmiðjunni úr innfluttu amm- oníaki eins og nú væri gert, væri landinu hagkvæm miðað við innflutning fullunnins köfn- 3 Á þeim tæpum ellefu árum, sem liðin eru íðan Áburðarverksmiðjan hf. tók til starfa, íefur verksmiðjan framleitt 214.413 lestir af unarefmsaburðar. J Þa ræddi formaður um koma- stækkun Kjama, sem unnið hefði verið að á undanfömum árum af fyrirtækinu Allis Chal- mers og verkfræðingum verk- smiðjunnar. Taldi formaður, að eftir allt þetta, sem gert hefir verið að undanfömu til að korna áburðinn á viðhlýtandi hátt, ríkti nú fullkomin óvissa um hvort það mundi takast í þeim tækjum, sem til þess voru ætluð. Hins vegar tók hann fram, að takist það ekki muni kornastækkunarmálið leyst eftir öðrum þekktum leiðum, í sam- bandi við stækkun verksmiðj- unnar. Formaður gat þess að þetta Framhald á 7. síðu. Vestur-Þýzkaland: Þingið samþykkir fyrningarfrest BONN 9/4 — Efri deild vestur- þýzka þingsins, sem saman stendur af fulltrúum frá fylkj- um vestur-þýzka ríkisins, sam- þykkti á föstudag, að leitin að stríðsglæpamönnum nazista skuli enn standa í fimm ár. Eins og kunnugt er af fréttum, voru stríðsglæpir fyrndir, samkvæmt gildandi lagaákvæðum, þann 8. maí næstkomandi. Efri deildin féllst með þessn á ákvörðun neðri deildar þings- ins, sem tekin var fyrir nokkru. Þá var ákvcðið, að fyrningar- tíminn skyldi framlengdur til 31. des. 1969. Það eitt sem þarf nú til þess að þetta Iagafrumvarp nái fram að ganga er það, að forseíi Vestur-Þýzkalands, Hein- rich Liibke, staðfesti það með undirskrift sinni. Sönmrarinn var innbrotsbjófur STOKKHÓLMI 9/4 — Sænska lögreglan leitar nú dyrum og dyngjum að hálfþrítugum dæg- urlagasöngvara, sem ásamt hljómsveit sinni hefur vakið mikla hrifningu í Svíþjóð. Það er nú komið í ljós, að þessi vin- sæli söngvari er illræmdur inn- brotsþjófur með peningaskápa að „sérgrein”. Undanfarna mán- uði hefur hann framið allmörg „velheppnuð” innbrot. Þessi mynd ber þess merki, að Kínverjar, eins og við dauðlegir vesturlandabúar, eru vcikir fyrir hellum, eða heliirum eins og það mun heita í gaggóum Reykjav.'kurborgar. Þessi mynd, sem okkur cr sen,d frá Kína, segir það eitt um viðkomandi helli, að hann hafi verkað forvitnilega á margan ferðamanninn. Pillu-rannsókn LONDON 9/4 — Hafin verður í dag umfangsmikil rannsókn til þess að komast að raun um það, hvort skaðleg áhrif ha£i „pillur” til frjóvgunarvarna. Einstaka at- huganir benda til þess, að slíkar pillur geti orsakað blóðt-ppa með konum. Höfum opnaö Raftækjaverzlun aö Ármúla 3 RAFBUÐ SÍS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.