Þjóðviljinn - 10.04.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.04.1965, Blaðsíða 4
SIÐA HÓÐVILJINN Laugardagur 10. apríl 1935 Otgefandi: Sameintngarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartánsson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnndags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 llnur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Vinnutíminn 'r\ J könnun sem kjararannsóknarnefnd hefur gert á vinnutíma verkafólks kemur í ljós að hann hef- ur sífellt verið að aukast síðustu árin. Meðal- vinnutími verkafólks jókst um nær 100 stundir á árinu 1963 í samanburði við árið á undan, og hlið- stæð þróun hélt áfram á árinu 1964. Er nú svo komið að aukavinnan er að verða ein meginuppi- s'taðan í árstekjum verkafólks. Á árinu 1963 fengu verkamenn til að mynda að jafnaði 55% af árs- tekjum sínum fyrir dagvinnu, 18% fyrir eftir- vinnu ‘og 27% fyrir næturvinnu, en í frystihúsun- um fóru dagvinnutekjur verkamanna allt niður í 40% af heildartekjunum. Verkakonur fengu 1963 50% af tekjum sínum fyrir dagvinnu, 19% fyrir eftirvinnu og 31% fyrir næturvinnu. Sama ár fengu verkstjórar 51% af tekjum sínum fyrir dagvinnu, 19% fyrir eftirvinnu og 30% fyrir næt- urvinnu. Og þannig mæt'ti lengi telja. þetta ástand er mjög alvarleg þjóðfélagsmein- semd. Það sýnir að kjör verkafólks hafa vérsn- að til muna á undanfömum árum, þótt benda megi á vaxandi heildartekjur í krónutölu, því lífskjör verða ekki sízt metin eftir því hvern kost menn éiga á að nota tekjur sínaf 'til menntunar, hvíld- ar og skemmtana, til þess að auðga anda sinn og njóta lífsins. Það er lélegt þjóðfélag sem neyðir þegnana til þess að lengja vinnutíma sinn í sí- fellu unz svo er komið að helmingur teknanna eða meira fæst fyrir stundir sem í siðuðum þjóð- félögum eru ætlaðar til hvíldar og tómstunda- iðkana. Hvarvetna í sæmilega þróuðum þjóðfélög- um þykir það sjálfsagt að nota aukið fjárhagslegt bolmagn til þess að stytta vinnutímann, og sýnir reynslan að hvorki atvinnurekendum né ríkis- valdi er sú þróun óhagstæð. En hér á íslandi leng- ist vinnutíminn jafnframt því sem þjóðartekj- urnar hafa vaxið um fjórðung á aðeins þremur árum. J^Jeginástæðan til þessarar öfugþróunar er sú hversu herfilega lágt dagkaup verkafólks er á íslandi. En þetta ástand sýnir einnig að atvinnu- rekendur geta greitt miklu hærra dagkaup en þeir semja um. Þeir hika ekki við að kaupa vinnu- afl á tvöföldu verði, svo að nemur fjórðungi eða þriðjungi af heildartekjunum, enda þótt augljóst sé og alkunnugt af reynslunni að starfsorka manna skerðist til muna með óhóflegum vinnutíma. Ef atvinnurekendur hugsuðu sig um og fylgdust eitt- hvað með reynslu annarra þjóða ættu þeir að geta skilið að þeir hagnast síður en svo á þessu þrælk- unarfyrirkomulagi; það væri einnig þeim í hag að skipuleggja atvinnurekstur sinn þannig að verka- fólk fengi óskertar heildartekjur fyrir eðlilegan dagvinnutíma einn saman. En ástandið er orðið svo alvarlegt að til þess að ná því marki einu þyrftu dagvinnutekjur því sem næst að tvöfaldasí að meðaltali. Sú leiðrétting mun að sjálfsögðu ekki nást í einum áfanga, en að henni verður að stefna afdráttarlaust á sem állra skemmstum tíma. — m. Hvort sigrar Valur eða FH í kvennaflokki? Úrslitaleikir í handknatt- leiksmótinu um helgina f kvöld og annað kvöld fara fram siðnstu leikir íslands- mótsins í handknattleik 1965. í kvöld verða leiknir 5 leik- ir og eru allt úrslitaleikir, og héfst keppnin kl. 8 (ekki 8,15). Sá leikurinn sem beðið mun éftir með mestum spenningi er leikurinn í meistaraflokki kvenna, en hann er á milli Vals og F.H. Er ekki að efa að það verður hressilega leikinn úr- slitaleikur. Síðast þegar þessi lið áttust við tapaði Valur með eins marks mun, og síðan hef- ur FH borizt góður liðsauki, sem er Sigurlína, en hún kom heim frá Noregi til að taka þátt í úrslitaleik þessum. Ómögu- legt er að spá hvort liðið beri sigur af hólmi. í báðum lið- um eru góðar handknattleiks- konur, sem kunna mikið fyrir sér. Þá má gera ráð fyrir skemmtiegum úrslitaleikjum í þriðja og öðrum flokki karla, þar eru skemmtilegir leikmenn, sem lofa mjög góðu um það að handknattleiknum aetti ekki að hraka á næstunni. í þriðja flokki verða í úrslitum ÍR og Víkingur, en í öðrum flokki Valur og KR. í fyrsta flokki karla keppa svo Fram og KR, Skí&amót Islands hefst á mi&vikud. Mi Dagskrá Skíðamóts íslands 1965 sem fram fer í næstu viku á Akureyri, hefur verið ákveðin þannig: MIÐVIKUDAGUR 14. apríl Kl. 14.00 Mótið sett: Stefán Kristjánsson, form. SK.Í. Kl. 15.00 Ganga 10 km, 17—19 ára. Kl. 16.00 Ganga 15 km, 20 ára og eldri. FIMMTUDAGUR 15. apríl. Kl. 14.00 Stórsvig kvenna. Kl. 14.30 Stórsvig unglinga. Kl. 15.00 Stórsvig karla. FÖSTUDAGUR 16. apríl. Kl. 9.30 Skíðaþing í Skíðahótelinu. Kl. 11.30 Guðsþjónusta í Skíðahótélinu. LAUGARDAGUR 17. apríl. Kl. 10-30 Boðganga. Kl. 15.00 Svig kvenna og unglinga. SUNNUDAGUR 18. apríl. Kl. 13.00 Svig karla. Kl. 16.00 Stökk, allir flokkar og norræn tvíkeppni. MÁNUDAGUR 19. apríl. Kl. 10.30 30 km ganga. Kl. 15.00 Flokkasvig. Kl. 21.00 Verðlaunaafhending í Sjálfstæðishúsinu. ★ ☆ ☆ ÖLL KEPPNI FER FRAM í HLÍÐARFJALLI. ★ ☆ ☆ Mótsstjórn áskilur sér rétt til breytinga á dagskránni, ef þörf krefur. Nafnakall í svigi, stökki og göngu fer fram á keppnis- stað klukkustund áður en keppni hefst, en í stórsvigi tveim stundum fyrir. Sigurlína og fyrsti leikur kvöldsins verð- ur svo millí Fram og Kefla- víkur í öðrum flokki kvenna, og er það eina liðið i yngri flokkunum, sem er utan Reykjavíkur. Hefnir Fram harma með sigri yfir FH? Annað kvöld fara fram tveir leikir, en hvorugur þeirra get- ur haft nein áhrif á röð lið- anna í fyrstu deild. Þar hefur FH þegar tryggt sér sigur, en spumingin er hvort Fram tekst að ná „sér svolílið niðri“ á FH með því að sigra svona að lokum. Ekki er að efa að Fram leggur sig fram til að sigra í þessum leik. Fyrri leikur kvöldsins er á milli Víkings og Hauka, og þar er sama sagan að vafalaust mun Víkingur reyna að kveðja fyrstu deildina að þessu sinni með sigri. Má því búast við skemmtilegum leikjum og tvísýnum. fslandsmótið í bridge að hefjast Fimmtánda fslandsmótið í bridge verður gpilað á Hótel Sögu dagana 12.—16. apríl. Keppt er í tveimur flokkum, meistaraflokki og I. flokki. í meistaraflókki spila sex sveit- ir og eru spiluð 48 spil milli sveita. íslandsmeistaramir frá því í fyrra, sveit Benedikts Jó- hannssonar, mun verja titil sinn og auk þess má nefna eina utanbæjarsveit, sveit Ólafs K. Guðmundssonar frá Hafnar- firði, sem vann sér meistara- flokksréttindi í fyrra. í I. fl. keppa 20 sveitir og eru mætt- ar sveitir víðs vegar að af landinu. Má þar nefna sveit- ir frá Akureyri, Siglufirði, Sél- fossi, Akranesi, Hafnarfirði, Keflafvík og Kópavogi. Sýningartafla (Bridgerama) Hjalta Elíassonar verður í gangi allt mótið en það auð- veldar áhorfandanum til muna og fylgjast með gangi leiksins. Dokahóf verður haldið í Sig- túni á 2. í páskum og hefst það með borðhaldi kl. 19. Allt bridgefólk er hvatt til þess að fjölmenna, enda verði aðgöngu- miða mjög í hóf stillt, aðeins kr. 250 og er matur innifalinn. Tvímenningskeppni fslands- mótsins lauk um g.l. helgi og urðu úrslit þau að Hilmar Guðmundsson og Jakob Bjama- son frá Bridgefélagi Reykja- víkur sigruðu. í öðru sæti voru Símon Símonarson og Þorgeir Sigurðsson, einnig frá Bridge- félagi Reykjavíkur og þriðju Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson einnig frá Bridgefélagi Reykjavíkur. í I. flokki sigr- uðu Sveinn Helgason og Ólaf- ur Þorsteinsson frá Bridgefé- lagi Reykjavíkur. Æfingar eru hafnar á hinu ný/a íþrótta- svæði Þróttar ■ Knattspyrnuæfingar eru nú hafnar á hinu nýja íþróttasvæði Þróttar við Njörvasund. Var fyrsta æfing hjá 4. og 5. flokki sl. þriðjudag, en önnur æfing var í gær, föstudag. Æfingar verða sem hér segir; Á sunnudögum kl. 10—12 ár- degis, á þriðjudögum kl. 7,30 —9 síðdegis og á föstudögum á sama tíma. Það er eindregin ósk gtjóm- ar Þróttar að drengir og ung- lingar í Kleppsholti, Vogum og Heimum og öðrum nærliggj- andi hverfum, sem ekki eru fé- lagsbundnir í öðrum félögum og áhuga hafa á knattspymu, notfæri sér þessa æfingartíma og verði með frá byrjun. Þeir foreldrar sem hug hafa á því að rétta félaginu hjálp- arhönd og taka vilja þátt í starfsemi félagsins og stuðla með því að bættri aðstöðu fyr- ir unglingana í leik og starfi eru hvattir til þess að gefa sig fram við forsvarsmenn fé- lagsins í æfingartimunum. Allar nánari upplýsingar um starfsemi Þróttar eru fúslega veittar hjá formanni knatt- spyrnunefndar Steinþóri Ing- varssyni í síma 35444. Heimsmeistarar í íshokkí. Þama er sovézka liðið, sem hreppti heimsmeistaratitilinn í íshokkí á mótinu, sem fram fór i Finnlandi fyrir fáum vikum. Heimsmeistararnir heita,, frá vinstri: Alexandrof, Firséf, Bresnéf, L. Volkof, Kuskin, Konvolenko, Zinger, Davídof, (önnur röð) Loktéf, I. Volkof, Mayorof, Ionof, Jukuséf, Ragulín, Ivanof, Starsjinof, Almetof og þjálf- ararnir Sjerniséf og Tarasof.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.