Þjóðviljinn - 10.04.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.04.1965, Blaðsíða 5
Laugardagur lö. apríl SlÐA g Greinargerð frá bffeseíáatryggfr>gefélögutium í Reykjavík: Ábyrgðartryggingar bifreiða hafa verið háðar opmberri endurskoðun stðan '52 Eins og toBaaagt ec, haf a orö- ið irtikiar amræðor randanfama daga á opinberum -vettvangi ran nýákveöna htekku-n idgjaida lögboðinna ábyrgdartryggmga béfreiða. Hafa meðal annars komið fram ýmsar furðnlegar jrfiriýsingar frá Félagi íslenzkra bifreiðaeigenda og telja bif- reiðatryggingarfélögin því rétt að gefa frekari npplý.singar »m umrædda hækkun til viðbötar við greinargerð þeirra til biað- arma 31. marz 1965. Opinbert eftirlit 1 lögum nr 7 frá 24. jan. 1951 er kveðið á am opinbert eftirlit með ábyrgðartryggingnm bifreiða. Samkvasmt lögum þessum skipar dómsmálaráð- herra tvo endurskoðendur trygginga þessara, annan eftir tilnefningu félagssamtaka bif- reiðaeigenda' meðal annarra F.l.B. Hafa endurskoðaðir reikningar tryggingafélaganna verið birtir árlega í Lögbirt- ingarblaðinu eins og lögboðið er. Endurskoðun þessi hefur verið svo ítarleg, að einstakar tjónagreiðslur hafa jafnvel ver- ið yfirfarnar. Með tilliti lil framangreinds verða yfirlýs- ingar F.I.B., sem birzt hafa í blöðunum undanfarið, að telj- ast stórfurðulegar, ef ekki beinlinis ósvífnar og þá ekki eingöngu í garð tryggingafé- laganna, heldur einnig gagnvart Dómsmálaráðuneytinu og hin- um lögskipuðu endurskoðendum. Yfirlýsingar F.Í.B. I sambandi við greinargerð F.I.B. frá 2. apríl s.l. skal eft- irfarandi tekið fram: 1. — Varðandi þá fullyrð- ingu F.I.B., að reikningslegan grundvöll skorti fyrir hækkun iðgjalda vilja félögin leggja á- það megin áherzlu, að slíkur grundvöllur er fyrir hendi. Hafa félögin þannig heildaryfirlit yf- ir iðgjöld, greidd tjón og á- ætluð og kostnað allra félag- anna. Ennfremur sundurliðun iðgjalda og tjóna eftir áhættu- svæðum og áhættuflokkum. Þá hafa félögin og yfirlit yfir heafektm- xneðaítjónsins og hækk- unlikostnaðarEða á wndangengn. um^árwm, 2. ) — Þá álftör F.I.B., að eigi komli fram, hvernig 45%, meðal- iðgjEftdahækkunin sé reiknuð út. Er hiér um mjög augljóst at- riðí alð ræða, þar sem prósentu- vís bækkun hinna einstöku á- hættwflokka var reiknuð af herldlariðgjöldum þerrra h-vers fyrir sig á síðastliðnu ári, hækkwn þeirra lögð saman og meðaJbækkunrn fundin með samarfljurði niðurstöðunnar við heildariðgjöld þess árs. 3. — Þá segir F.I.B. að skýr- ingu varrti á hækkun þeirri, sem naiuðsynleg er talin vegna hækktrnar vátryggingarupphæð- ar í kr. 2.000.000.00. Vilja fé- lögin þá fyrst undlrstrika, að hækkunin er eigi 10—14%, eins og segir í greinargerð F.I.B., heldur því næst 10%b en við- urkenna jafnframt, að hér er um áætiunaratriði að ræða, sem erfitt er að finna reikn- ingslegan grundvöll fyrir. Hér koma til greina ýmis óviss atriði, svo sem viðhorf dómstóla til skaðabóta og verð- þróun komandi ára. Undir þessa áhættu falla fyrst og fremst stór og alvarleg slys einstak- linga, seui. venjulega verða ekki bætt eftir verðlagi þess tíma, er þau gerast, heldur verðiagi þess tíma, þegar loksins er unnt að meta endanlegar afleiðingar þeirra. Má geta þess, að tekið hefur allt að 13 árum að meta endanlegar afleiðingar slyss, og liggur í augum uppi, hvílik á- hrif slíkur dráttur hefur óhjá- kvæmilega á bótaupphæð á verðbólgirtímum. Að lokum skal þess sérstaklega getið, að verð- hækkanir eru eitt þeirra atriða, sem áhrif hafa á bótaákvarðan- ir Hæstaréttar, sbr. nýupp- kveðinn dóm í máli nr. 1/1964. 4. — Varðandi þá ábendingu F.I.B., að fullnægjandi skýr- ingu skorti á meiri hækkun ið- gjalda einkabifreiða en leigu- bifreiða, vilja félögin benda á, að mismunandi hækkun hinna ýmsu áhættuflokka byggist á statistik fyrir hin ýmsu áhættu- svæði og flokka. Það skal þó tekið fram, að enn eru iðgjöld leigubifreiða verulega hærri en iðgjöld einkabifreiða. 5. — F.l.B. setur fram þá fullyrðingu, að rekstrarhalli tryggingafélaganna sé ekki ætíð raunverulegt tap, og er helzt að skilja, að það sé vegna þess, að liðurinn „tjón“ innifeli venju- lega bæði greidd og áætluð tjón, og að félögin géti ekki lát- ið sjóði sína „vaxa svo sem ætlast er til‘V Ber sérstaklega að átelja það athæfi F.I.B. að reyna að gera þessa liði tor- tryggilega í augum almennings, þar sem það er beinlínis skylda félaganna að taka fullt tillit til óuppgerðra tjóna og fyrir- framgreidds iðgjafds fyrir óút- runnin hluta tryggingartíma- bilsins við lok reikningsársins. Er það höfuðverkefni opin- bers eftiriits með tryggingafé- lögum t. d. hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum að sjá svo um, að jafnan sé nægilega lagt í sjóði tryggingarfélaga, til þess að tryggð sé örugg greiðsla þeirra kraína, sem tjónþolar á hverjum tíma kunna að eiga á þau. Til fróð- leiks má jafnframt geta þess, að nýlega hafa fimm bifreiða- tryggingarfélög erlendis orðið gjaldþrota vegna vanmats á ó- uppgerðum tjónum. Er vonandi, að fyrirhugað bifreiðatrygginga- félag F.I.B., haldi ekki svo gá- lauslega á málunum. 6. — Sú fullyrðing F.Í.B., að hækkun iðgjalda sé tvöfalt meiri en nauðsyn beri til, er algjörlega úr lausu lofti grip- in, enda hafa þeir engan reikn- ingslegan grundvöll að byggja á, svo sem upplýsingar um ið- gjöld og tjón. Engar viðhlýt- andi ályktanir er því hægt að draga af þeim ófullkomnu töl- um, sem F.I.B. birtir í grein- argerðinni. Hin almenna ið- gjaldshækkun Tap á ábyrgðartryggingmn bifreiða varð á árinu 1963 um 9 miljónir kr. (um 12 miljónir ef tap endurtryggjenda er reiknað með). Samanlagðar töl- ur félaganna á árinu 1964 voru, sem hér segir: Iðgjöld Yfirf. frá fyrra ári 19.713.062.- Iðgjaldatekjur ársins 76.967.538,- Iðgj. yfirf. til n.árs 30.787.014,- Iðgjöld ársins 65.893.586.- ÚTB0Ð Tjón Tjón greidd á árinu 24.876.853,- Tjón áætluð ógreidd 41.021.606,- 65.898.459,- Bréf stjórnar Húseigendafél. Reykjavíkur til Alþingis Stjórn Húseigendafélags R- víkur hefur sent Alþingi eft- irfarandi bréf: „Stjórn Húseigendafélags R- víkur hefur á fundi í dag gert svohljóðandi samþykkt: I tileíni af framkomnum breytingartillögum ■ meirihluta heilbrigðis- og ■ félagsmála- nefndar efri deildar Alþingis við frumvarp til laga um Hús- næðismálastofnun ríkisins, þar sem svo er að orði kveðið: „Til þess að mæta þessum útgjöld- uni skal miða eignarskatt við gildandi fasteignamat þrcfald- að. Þetta gildir þó ekki fyrir þá skattgreiðendur, sem eiga lög- heimili á sveitabæjum“, vill félagsstjórnin skora á Alþingi að fella þessa tillögu. Leyfum vér oss að íæra eftir- farandi rök fyrir mótmælum þessum: Hæstu lögleyfðu leigulekjur af íbúðarhúsum eru nú kr. 11.00 pr. ferm. Liggur nærri, að hús- eigandi tá\2°ln vexti af fé sínu á þennan hátt. Af þessum 2°/(i þarf hann í flestum tilfellum að standa skil á eftirfarandi gjöldum: a. Húsaskatti. b. Lóðarskatti. c. Lóðarleigu. d. Brunabótaiðgjaldi. e. Gangstéttargjaldi. f. Eignaútsvari. g. Sérstökum eignaskatti — lög 22/1950. h. Sérstökum eignarskatti — lög 44/1957. i. Eignaútsvari. j. Viðhaldi og fyrningu. Gjöldin a-e hafa nýlega ver- ið hækkuð að miklum mun, en viðhaldskostnaður allur hækk- ar stórkostlega með hverju árinu. Húseigendafélag Reykjavík- víkur hefur ár eftir ár sent áskorun til Alþingis og ríkis- stjórnar um afnám laga um hámark húsaleigu, en því hef- ur ekki verið sinnt. Vér teljum rangt og fái eigi staðizt, að á eignir séu lögð hærri gjöld en hægt er að standa undir með lögleyfðum tekjum af eigninni. Endur- skoðun fasteignamats stendur nú yfir. Það er algert handa- hóf og óverjandi aðferð, að þrefalda gamla fasteignamatið sem sköttunargrundvöll, án nokkurra athíugunar og tillits til staðhátta. Ennfremur bendum vér á það sem brot á þeirri meginreglu, að allir séu jafnir fyrir lögun- um, þegar frumvarpið gerir ráð fyrir mismunun á skatti, eftir lögheimili skattþegna. Þannig er bónda í Árnessýslu, sem á húseign í Reykjavík, stórlega ívilnað á kostnað hús- eigenda á Siglufirði eða í Höfðakaupstað, sem e.t.v. situr uppi með óseljanlega húseign. Eðlilegt virðist að afla hinna 40 miljóna í Byggingarsjóð með erlendri eða innlendri lántöku, svo sem aðrir sjóðir gera. Treystir stjórn Húseigenda- félags Reykjavíkur því, að hæstvirt Alþingi sjái sér fært að fella tillögu þá, sem hér greinir að framan, en fjár afl- að í þess stað með lántökum. Reykjavík, 6. apríl 1965, 1 stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur. Páll S. Pálsson, Friðrik Þorsteinsson Leifur Sveinsson. Ólafur Jóhannesson. Jón GuSmundsson. Það skal skýrt tekið fram, að hér er emgöngu um að ræða tjón, sem orðið hafa á árinu 1964, og er tjónum fyrri ára ekki blandað rnn í þessar tölur. Jafnframt skal þess getið, að hlutfallið milli greiddra og ó- greiddra tjóna er ekki óeðli- legt, miðað við reynslu und- angenginna ára. Samkvaemt framansögðu er tjónaprósenta ársins 100, og er þá eftir að gera ráð fyrir rekstrarkostnaði, sem er var- lega áætlaður 25% af iðgjöldum ársins. Til þess að tjónaprósenta lækki niður í 75°/f( þarf að hækka iðgjöld ársins um 3.3.33% en þar að auki þótti óhjákvæmilegt að taka tillit til orðinna og fyrirsjáanlegra hækkana fram ttl 1. maí 1966, sem var áætlað 17.5%, en það kallar á 23.33 hækkun iðgjald- anna, þegar tillit er tekið til rekstrarkostnaðar. Nauðsynleg hækkun á ið- gjöldum ársins er því 56.66%, sem jafngildir 48.5% af brúttó- iðgjaldatekjum. Eins og þegar hefur komið fram, hefur meðalhækkun ekki orðið 48.5%, heldur því áem næst 45% með þeim mismun- andi iðgjaldabækkunum, sem áður er að vikið. Þess skal get- ið, að áhættuflokkar samkvæmt iðgjaldaskrá eru 30 og áhættu- svæði 3, og yrði of langt mál að gera grein fyrir afkomu hinna einstöku flokka eða svæða Til fróðleiks vilja félögin benda á, að meðaltjónið hefnr á tímabilinu 1958—1964 hækkað um ca. 160% og útseld vinnu- stund itm alit að 214%. Á sama tíma hafa ábyrgðariðgjöld bif- reiða hækkað um ca, 1090,0 (miðað við iðgjöld einkabif- reiða af meðalstærð). Sameiginleg iðgjaldaskrá Vegna rammagreinar á for- síðu Alþýðublaðsins hinn 6 apríl s.l. um, að verðeinokun hafi nú verið komið á við á kvörðun bifreiðagjalda, vilja félögin upplýsa, að bifreiða- tryggingafélög á Islandi, £ fyrstu dönsk en síðar íslerizk, hafa ætíð starfað eftir sameigin- legri lágmarksiðgjaldaskrá, að einu ári undanteknu. Hins vegar hafa Samvinnu- tryggingar, í samræmi við rekstrarform sitt, áskilið sér rétt til þess að endurgreiöa tekjuafgang, eftir því sem af- koma ársins 1965 betri en á hin félögin aö sjálfsögðu haft frjálsar hendur um veitingu af- sláttar til samræmis við það. Er ekld að efa, að reynist af- koma ársins 1065 betri en á horfist, verður sami háttur hafður á til lækkunar trygg- ingarkostnaðar bifreiðaeigenda á árinu 1966. Varðandi einokunarskrif Al- þýðublaðsins, vilja félögin að lokum ítreka, að áhyrgðartrygg- ingar bifreiða hafa verið op- inberu eftirliti háðar sfðan 1952. Fyrirhusrað Trygrginga- félag F.Í.B. Við fyrirhugaða stofnun bif- reiðatryggingafélags F.I/B. hafa Framhald á 7. síðu. Tilboð óskast í að byggja dreifistöðvahús fyrir Raf- magnsveitm Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, Vonar- stræti 8, gegn 1500,00 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Höfum opnuð nýja verz/un að SUÐURLANBSBRAUT 32, og verzlum þar með járnvörur, verkfæri, búsáhöld o.fl. Símanúmer nýju verzlunarinnar er 38775 JES ZIMSEN Hafnarstræti 21 og Suðurlandsbraut 32. Húsnœði óskast SJÓNVARPSDEILD RlKISÚTVARPSINS óskar að taka á leigu húsnæði, um 1000 ferm. að gólffleti. Um það bil 200 ferm. af húsn.æðinu eru ætlaðir fyrir upptökusal og þyrfti lofthæð þar að vera a.m.k. 5 metrar og skemmsta hlið eigi styttri en 10 metrar. Æskilegt er að salurinn sé rétthyrndur og að engar súlur séu í honum. 1 um það bil 800 ferm. þyrfti lofthæð að vera a.m.k. 3.5 metrar. Hús- næðið þyrfti að vera laust á hausti komanda. Tilboð ósk- ast send Sjónvarpsdeild Ríkisútvarpsins, Pósthólf 120, Reykjavik, fyrir 14. þ.m. UNDIRBÚNINGS- STOFNFUNDUR tryggingafélags verður haldinn í Tjarn- arbúð (OddfellowhúsinuJ í dag, laug- ardaginn 1 0. apríl kl. 14. FUND AREFNI: 1. Skýrt frá skoðanakönnun F.Í.B. varðandi stofnun tryggingafélags. 2. Kosning undirbúningsnefndar fyrir stofn- fund. Allir þeir sem hafa skrifað sig fyrir hlut í vænt- anlegu tryggingafélagi á vegum F.Í.B. hafa að- gang að fundinum. Áskriftarlisti liggur frammi í skrifstofu F.Í.B„ Bolholti 4. — Skrifstofan er opin til kl. 12 á há- degi í dag, laugardag. Stjórn F.I.B. Er hægt að ná sambandi við dána menn? nefnist erindi sem O. J. OLSEN flytur í AÐVENTKIRKJUNNI sunnudaginn 11. apríl kl. 8.30 e.h. ALLIR VELKOMNIR. Sturfsstúlku óskust Starfsstúlku vantar í eldhús Landspítal- ans- —■ Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 24160. Skrifstofa ríkisspítalanna. I I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.