Þjóðviljinn - 15.04.1965, Side 1

Þjóðviljinn - 15.04.1965, Side 1
Pdskablaö um Fimmtudagur 15. apríl 1965 — Skírdagur HAFOG HÁIR MÚRAR Aðaltorgið í gamla borgarhlutanum í Dubrovník. Byron og íslenzkur læknir Á stuttri ferð til Júgóslavíu fyrir skömmu, heyri ég, að fyrir fáum árum hafi íslenzk- ur læknir látizt í sveitaþorpi í Serbíu, sem stærst er hinna sex júgóslavnesku sambands- ríkja. Hann hafi verið í námi í Vín nokkru eftir aldamót, og gerzt sjálfboðaliði í serbneska hernum í heimsstyrjöldinni fyrri og fcekið þá þátt í frægri og hörmulegri göngu yfir Ál- baníu. Síðan hafi þessi maður gifzt serbneskri konu og stund- að lækningar í sveitaþorpi þar í landi lengi vel og ekkert samband haft við fólk sitt uppi á íslandi. Það fylgir og sög- unni að á heimsstyrjaldarár- unum seinni hafi hann gert að sárum skæruliða Títós. Líklega eru þetta mestu af- skipti íslenzk af málefnum Suður-Slafa. Enn í dag leggja fáir íslendingar leið sína suð- ur þangað og er þó landið for- vitnilegt fyrir sakir fjölskrúð- ugs mannlífs og fagurrar nátt- úru. Að því leyti hefur ekkert breytzt síðan Byron lávarður gerði strandhögg á Dalmatíu- strönd, dáðist að hrikalegum fjöllum og yfirmáta fjörlegum þjóðdönsum, naut einlægrar gestrisni ítalsk-slavneskra höfð- ingja. Og þó — ekki getum við í dag látið fara um okkur rómantískan hroll vegna blóð- hefnda Svartfjallamanna. Sem betur fer, því engri þjóð, ut- an Gyðinga, var tekið svomik- ið blóð sem Júgóslövum í síð- asta stríði: það er vel ef Dauð- inn verður fyrir vonbrigðum á þessum slóðum. Amen. Fjöll og frúlur Já, það er fallegt á Dalma- tíuströnd. Dimmblátt Adría- hafið skolast upp í vel tennta kjafta fjarðanna. Myndarleg fjöll rísa ljósgrá og hálfnakin upp af svo til engu undirlendi og ekkert bendir til þess að þau kikni undan minningum um allan þann hetjuskap að fornu og nýju sem íbúar lands- ins hafa. sýnt í viðureign við árásarmenn — einkum Hund- tyrkjann og Hitler. Og úti fyr- ir eru grænar eyjar og efst á þeim rísa klausturmúrar, mett- ir af andvörpum niðurbælenda holdsins frammi fyrir togin- leitum bílætum Krists. Á ströndinni dedúa fiskimenn við net sín og eru hreyknir af 10 kílóum af makríl sem þeir veiddu í gær. Og á torginu fyrir utan krána sitja strákar og leika þjóðlög á harmóniku og þjóðlega tréflautu, frúlu, yfir sínu plómubrennivíni og það má engu muna að karl- mennirnir stökkvi ekki á fæt- ur, grípi um axlir hver ann- ars og stígi kolo með f jörlegu hvíi. En upp þrönga götu ríð- ur þrifleg kona í svörtum kró- atískum þjóðbúningi asna, þessari elskulegu skepnu sem þræðir einstigin þolinmóð jafnt með skæruliðavélbyssur frels- isstríðsins og hænuegg friðar- ins. Jarðvegur er þarna rýr og undirlendi lítið sem fyrr segir — þetta land hefur ekki stað- ið fyrir mikilli auðsöfnun. Við litum inn í sumarhöll göfugr- ar ættar sem kallaði sig ýmist Gozzi eða Búétítsj eftir því við hverjum var brosað. Þetta fólk gaf Byron lávarði að éta og Franz Jósef Austurrikis- keisari sótti það heim, þetta voru svo sem engin Þríhross smárra sveita. En samt var þarna furðulítið af þeirri vest- urevrópsku munaðarvöru sem gjarna má finna í slíkum að- alshúsum: líklega hafa króat- ískir höfðingjar verið heldur lélegir keppinautar til að mynda rússneskra óðalsherra fram á markaðstorginu. Þar var rifizt um gæði grænmetis og minjagripasalar voru að fara á kreik með útskorna tré- fleyga og þjóðleg teppi: einn höndlaði með kringlóttar myndir sem felldar voru í ó- hóflega plastumgerð, þar voru myndir frá Dubrovnik, af Tító oddvita og — „þið ráðið hvort þið trúið því“ — Kennedy sál- uga (eftir þær upplýsingar urðu amerískir ferðafélagar fullkomlega forvirraðir). En á torginu miðju sat heljarmenni og seldi brýni, langa sand- steinsmola sem hann hafði klofið og prófað sjálfur. Öðru hvoru stóð hann upp ogbrýndi ljá með einum molanum, risti síðan í sundur með honum dagblöð eða rakaði á sér hand- arbökin og horfði á viðstadda með yfirburðasvip. Þetta er bezta vara í heimi, sagði hann. Og, sagði hann með þótta við væntanlega kaupendur, þú skalt ekki reyna að velja þér brýni sjálfur, þú getur aldrei valið betur en ég. Þessi mað- ur, silfurmedalíuhafi fyrir brýningarsnilld, átti torgið á þessum morgni. Við erum aDt- af jafn vamarlausir fyrir ör- uggum og sannfærandi hand- brögðum. Napóleon enn Þessi borg byggir á gamalli og gróinni velmegun. Landið umhverfis var ekki auðugt að náttúrugæðum en Dubrovnik- menn urðu snemma atkvæða- menn um siglingar og verzlun, floti þeirra plægði Miðjarðar- haf allt og vöruiestir þeirra þrömmuðu víða um Balkan- skaga. Þeir stofnuðu snemma í skjóli sinna miklu múra menningarlegt aristókratískt lýðveldi: þeir afnámu þræla- hald og pyndingar fyrr en flestir aðrir og hér stóð vagga slavneskra bókmennta. Stjórn- arfar þeirra einkenndist eink- Fran*ald á 7. siðu. um hylli kátra kvenna í Par- ísarborg. Háir múrar Þó hefur allmikill auður verið saman kominn í borg- inni Dubrovnik, sem nú er mikil ferðamannaparadís og reyndar kölluð Perla Adría- Eftir ÁRNA BERGMANN oivcmimueg Dorg. Hun er ekki stór, í henni allri búa um 22 þúsundir og í gamla borgar- hlutanum, sem umkringdur er voldugum múrum, búa sex þúsundir. Hún er meira að segja svo lítil, að áður en ferðamannastraumurinn hefst er ákaflega auðvelt að koma auga á þann kvenmann sem helzt er líklegur til að standa fyrir lauslæti í bænum svo og þá stúlku sem tvistar af mestum tilþrifum. Múrarnir eru breiðir og háir og bjóða upp á kostulega spásséringu: annarsvegar himinn og haf og eyjar, hinsvegar friðsældarleg miðaldaborg sem varla hefur breytzt neitt síðustu fimm ald- irnar. Eftir henni miðri er sæmilega breitt aðalstræti og út frá því ganga skuggsælar götur upp brekkur, svo mjóar að fullur maður getur ekki slagað þar neitt að ráði. Hús- in eru myndarleg, hóflegur gotneskur stíll í bland við skynsamlega endurreisn, mjó- ir skáldakvistir taka við stjörnuskini, Júlíusvalir fjörga veggfletina, blómapottar raða sér á gluggasillur — vítamín gegn innilokunarkennd í þessu gráhvíta ríki steinsins. Og akkúrat engir bílar. Á sumarkvöldum eru haldn- ir tónleikar á torginu og Ham- let er leikinn í gömlu virki, en að slíkum tíðindum var ekki enn komið í aprílbyrjun. Mest sjónarspil fór líklega SVIPMYNDIR FRÁ JÚGÓSLAVÍU Júlíusvalir lífga veggfletina.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.