Þjóðviljinn - 15.04.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.04.1965, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVtLJINN Fimmtudagur 15. apríl 1965 — (5 „Á vetrarferð er allur annar blær en á sumar- ferðum/' — í grein þessari og framhaldsgrein síðar rifjar Sigurður Guðmundsson upp nokkur atriði úr Norðurlandaferð með Gullfossi í vetur. í VETRARFERÐ Kristján Aðalsteinsson skipstjóri á Gullfossi frá 1958, með meir en 40 ára sjómannsferil að baki, og Erlendur Jónsson, 1. stýrimaður, sem verið hefur háseti á Gullfossi, 3., 2. og nú 1. stýrim. M.s. GULLFOSS. Á vetrarferð er sllur annar blær en sumarferðum, Islend- ingi er. gjamt að tengja vetr- arferð harðræði og illviðri, kulda og mannraunum. Sá sem leggpr , í. vetrarferð þurfti oft áður fyrr að herða hug sian og vanda búnað sinn, vera við öllu búinn. Þannig þurfa menn raunar enn að búast í vetrarferð á Islandi. Og enginn á víst að vetrarferð um Norður-Atlanz- haf verði skemmtiferð, þvflíkt veðravíti sem sá hafshluti er löngum og þarf varla vetur til. Þó mun flestum þeim sem hefja vetrarferð með Gullfossi létt í hug, menn hyggja gott til þess að viðra sig, í ýmsum skilningi orðsins, viðra af sér annir virkra daga, áhyggjur virkra daga, sjá ný andlit, kynnast nýju fólki og blanda við það geði, eða láta sér nægja að horfa á það, hvort- tveggja er jafneðlilegt í hóp- ferð og á ferðalagi almennt. Góð er líka tilhugsunin að á töskubotni liggja nokkrar vald- ar bækur sem maður hefur allt- af ætlað að lesa eða lesa aftur og betur, og um stundir í ein- veru þegar skipið ruggar manni notalega án þess að svæfa og hugurinn reikar víða. ★i Líklega er það vegna þess hve fátt ég hef farið um æv- ina að mér þykir enn jafn- gaman að ferðast, og tilhlökk- un ferðalags og ánægjan af ferðalagi, upplyftingin og upp- örvunin er mér jafnfersk og áður. Þeim sem þannig er far- ið hlýtur að getast vel að ferðum eins og þeim sem nú eru uppteknar af íslenzkum skipafélögum, hringferðir svo- nefndar: Maður fer í ferð sem heita má stanzlaus þar til mað- ur er kominn heim aftur, ferðataskan er ekki hreyfð úr skipinu, ekkert vastur með gistihús eða annað útlandsum- stang, ferðin sjálf og það sjó- ferðin með skipinu verður aðal- uppistaða ferðarinnar. Mér er nær að halda að fáir sem kunna að ferðast verði fyrir vonbrigðum af þess háttar ferð- um, hvort sem það er Esjuferð kringum land, Gullfossferð til grannlandanna eða farið er með íslenzku skipi til fjarlægari landa. Því maður ræður sjálf- ur að langmestu leyti hvernig ferðin verður, það fer svo vel um hann, vilji maður vera í næði og njóta hvíldar er ekk- ert auðveldara, vilji maður kynnast nýju fólki er það líka hægt. Og auk þess sem beint snertir farþegana og þeirra ferð: Hvert skip er heill heim- ur, smáheimur mannlegra sam- skipta og örlaga, og flestum Islendingum er sjómennskan og sjómannslíf svo kunnugt eða hugstætt að ólíklegt er að farið sé í langa ferð á sama skipi án þess að komast eitt- hvað í snertingu við þann heim sem er heimur skips og sjómanna. Og margt verður af þv£ lært. Hér og í framhalds- grein verða sundurlausir þank- ar frá ferð með Gullfossi, sem farin var um miðjan vetur, einni hinna svonefndu vetrar- ferða. ★ Meðal farþeganna í vetrar- ferðinni er Guðmundur Daní- elsson rithöfundur og kona hans Sigríður Arinbjamardótt- ir. Hvenær höfðum við annars kynnzt við Guðmundur Danísls- son? Svo mikið var víst að einhvern tíma höfðum við tal- azt við ungir menn, þvi þegar við mættumst á götu stöku sinnum gerðum við ævinlega tiltekna höfuðhreyfingu sem á vorum tímum táknar eins kon- ar viðurkenningu á kunnug- leika. En svo langt var síðan við höfðum talazt við að mér var lífsins ómögulegt að muna hvar eða hvenær við hefðum kynnzt svo mjög að þekkja hvor annan í sjón. En á útleiðinni á Gullfossi sátum við hvor á móti öðrum við máltíðir, og ekki að sökum að spyrja, við tökum að yrðast á þegar við lítum upp úr hin- um víðræga viðurgerningi á Gullfossi og konur okkar fara líka að tala saman. Og svo kom stund eftir stund þegar ég sat með bók í höndum einn míns liðs uppi í sal og kannski fátt í salnum, að þá kom Guð- mundur Daníelsson til mín, stundum með sakleysislegt glas í hendi, en alltaf fersk- ur og fullur áhuga, og konan hans hafði orð yfir þetta; Við „duttum í það“ hvað eftir ann- að, en það sem við duttum i var endalaust spjall um bók- menntir og aftur bókmenntir, um rithöfunda, dána og lifandi, um köllun rithöfundarins og vinnu hans, um bækur skrifað- ar og óskrifaðar. ★ Og þarna spratt upp á milli okkar nýr kunnugleiki, og Guðmundur Daníelsson varð nýr og skýr persónuleiki í vit- und minni, að ferðalokum þótt- ist ég skilja margt í rithöf- undarferli hans og bókum betur en áður. Vmislegt kom mér á óvart, svo sem hvað mér fannst það fast í Guðmundi hversu van- búinn hann hefði verið sem ungur maður til rithöfundar- starfsins, hve mikils hann hefði farið á mis miðað við aðra höf- unda sem alast upp í fjöl- menni og nálægt listalindum og njóta greiðlega skólamennt- unar. Framan af ævi hans varð allt að beinast að erfiðis- vinnu, hann missti ungur föð- ur sinn. Kennaranámið og síð- ar kennarastarfið varð út- gönguleið hans frá erfiðisvinn- unni svonefndri; en kennara- starf og skólastjórastarf er líka tímafrekt og lýjandi. Og við ræðum af kappi vandamálið hvort rithöfundi sé farsælast að vera rithöfundur eingöngu, og viljum hvorugur afgreiða það mál afdráttar- laust. Hlýtur ekki rithöfundur margslungna dýrmæta lífs- reynslu af ýmis konar störf- um venjulegs starfsmanns á ólíkum sviðum þjóðlífsins? Hlýtur ekki slíkt starf að auðga þá lífsreynslu höfundar sem hann vinnur verk sín úr? Hitt getur orðið torleyst eða óleysandi vandamál ‘í okkar bjóðskipulagi að finna hæfi- lega skiptingu tfmans milli slíks starfs og bókmennta- starfa. Guðmundur Danfelsson sagði mér, að þann tíma árs sem skóli stæði, ynni hann alltaf reglulega að bókum sfn- um, sæti langoftast við skriftir eða aðra vinnu að bók eftir skólatíma fram að kvöldmat, kl. 4—7. Þann tíma reyndi hann að hafa sem truflana- lausastan við bókmenntastarf sitt. En hann ynni sfður við bækur í sumarfríum eða ferða- lögum erlendis. Þá væri hann fremur að safna í sarpinn. ★ Og vandamálið um tíma skáldsins hélt áfram að ásækja mig, ekki sízt vegna þess að ég var með í höndunum fjórða bindið af „Bréfum og ritgjörð- um” Stephans G. Stephansson- ar og endurlas það með slíkri áfergju að það varð mér eins og ný bók. Og átakanleg finnst manni margendurtekin afsökun Stephans til vina sinna á „bréfaleti”, allt fram á síðustu æviár. Skriftir verða að sitja á hakanum, vegna þess að bóndinn um sjötugt þarf að hirða 20 kýr í fjósi og svínin og eldivið. Og gagnvart vissu skilningsleysi á gildi þess sem gamli maðurinn er sýknt og heilagt að pára, rís metnaður hans að láta ekki standa upp á sig við skyldustörf erfiðismanns- ins. Og hverjum sem les flýg- ur í hug: Hvað hafði Stephan G. Stephansson skrifað meira og ort hefði hann ekki verið rígbundinn erfiðinu alla ævi sína að heita má? Og hvernig hefðu ritverk og rithöfundar- ferill Guðmundar Danfelsson- ar orðið til þessa, ef hann hefði frá unglingsaldri setið við lista lindir, áhyggjulaus um daglegt brauð? Það getur verið lærdómsríkt að hugleiða slfk viðfangsefni þó hitt sé vitatilgangslaust að reyna að svara spurningunni, nema þá í sjálfs sín huga. ★ Stundum var fátt appi, í hinum stóra og vistlega íveru- sal farþeganna, og gat þá hvarflað að manni hugmynd úr bók eftir Martin Andersen Nexö: Farþegar auðu sætanna. Hann segir þar frá því hvern- ig hann hafði eins og fyrir kraftaverk komizt ungur í Suð- urlandaferð, sem var honum lífsnauðsyn vegna heilsu sinn- ar. Og sem hann lætur fara vel um sig í lestinni á leið suður, sér hann raðast um bekki þá sem ekki sáfcu þar en hefðu átt að vera með f ferð til Suðurlanda, alþýðu- fólk, sem þurft hefði að fara svona ferö. Frá því þessi bók kom mér í hönd ungum hefur hugmyndin verið áleitin f ferðalögum, hvað eftir annað hef ég tekið að fvlla auðu sæt- in í kringum mig, á skip- um, í bílum, í flugvél- um með því samferðafólki sem ég hefði helzt kosið að geta boðið með mér í ferð, til að viðra af sér gráma virkra daga, til að fara sfna fyrstu, kannski einu ferð út í heim. Þarna á íslenzk verkalýðs- hreyfing stórt verkefni óunn- ið, verkefni sem hægt er að fara að glíma við strax, þó hreyfingin sé enn ekki orðin ráðandi í þjóðfélaginu: Sumar- frí og vetrarfrí alþýðufólks, færi á að ferðast út í lönd, hvílast, njóta nýrrar sýnar, nýrra 'landa. Að þessu gæti Framhald á 7. síðu. Reynir Garðarsson heitir þessi ungi Gullfossmaður, hann spilar lag á silfurskært klukkuspil um alla ganga þegar kalla skal farþega til borðs. Guffmundur Þórðarson, bryti, var einn þeirra er sóttu nýja Gullfoss. Undir hans stjórn er um helmingur sjö- tíu manna á- hafnar skips- ins, það sem sinnir matar- gerð, fram- reiffslu og allri þjónustu við farþegana.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.