Þjóðviljinn - 15.04.1965, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 15.04.1965, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJIÍtW — Fiiruntudagur 15. aprfl 1965 MESTU VARÐAR AÐ FERÐA- LAGIÐ VERÐI TIL ÁNÆGJU Einar Helgason í skrifstofu sinni, Rœtt við Einar Helgason hió Hugfélagi fslands ■ r ' iillli ... . . m, i ' :s:jS m ""'"WM"— '* "•. :;s Farþegarnir kunna flestir aö meta lipra og ljúfa þjónustu. ■ Á ýmsan hátt geta menn haft á- nægju af lengri og skemmri ferðum, en ánægjulegust hljóta þó ferðalögin að verða hverjum þeim sem getur í raun og sann- leika hafið þau áður en lagt er af stað og jafnframt notið góðra ferðaminninga löngu eftir að heim er komið! Og vissu- lega komast hrifnæmustu menn ekki í ferðahug nema vissum ytri skilyrðum sé fullnægt, til dæmis að traustið á farkost- inum og stjómendum hans sé óbilandi,- öryggiskenndin fullkomin eða því sem næst, og ekki minnast menn ferðar heldur með ánægju eftir á nema þeim hafi liðið vel á leiðinni. ■ Vitað mál er það að sitthvað er gert af hálfu þeirra mörgu aðila sem farþega- flutninga annast til þess að þessum grund- vallarskilyrðum ánægjulegrar ferðar sé fullnægt svo sem kostur er, enda hlýtur góð framkvæmd þessa þáttar í rekstri hvers slíks þjónustufyrirtækis beinlínis að skipta höfuðmáli um velgengni, þess þeg- ar til lengdar lætur: Menn leita ógjama aftur til þess aðila, sem glatað hefur trausti þeirra, ef annarra kosta er völ. SAMEINAÐA GUFUSKIPAFÉLAGIÐ AÆTLUN um ferðir milli Reykjavíkur, Færeyja og Kaupmannahafn- ar apríl-september 1965. M.s. „Kronprins 01av“ M/s „KRÓNPRINS OLAV“ farþegaskip Frá Kaupmannahöfn: 8. apríl, 22. apríl, 4. maí, 17. maí, 28. maí, 9. júní, 19, júní, 30. júní 10. júlí, 21. júlí, 31. júli, 11. ágúst, 21. ágúst, 1. sept., 11. sept, og 22. september. Frá Reykjavík: 17. apríl, 27. apríl, 10. maí, 22. maí, 3, júní, 14. júní, 24- júní, 5. júlí, 15. júlí, 26. júlí, 5. ágúst, 16. ágúst, 26. ágúst, 6. september, 16. september, og 27. september. Skipið kemur við í Færeyjum í báðum leiðum. Skipaafgreiðsla JES ZIMSEN, Tryggvagötu 23, Reykjavík. Símar: 13025, 23985 og 14025 En hvernig er þá að bessum málum unnið hjá stórum fyr- irtækjum sem ekki eru þekkt að öðru en reglusemi í rekstri sínum yfirleitt, t.d. Flugfélagi íslands? Ég hafði á dögunum sam- band við Svein Sæmundsson blaðafulltrúa félagsins og hann dreif mig þegar á fund Ein- ars* Helgasonar. Ríki Einars er ekki í Bændahöllinni við Haga- torg heldur í afgreiðsluskála félagsins á Reykjavíkurflug- velli, og hann veitir forstöðu þeim þætti í rekstri F. í. sem snertir sjálfa flutningana á farþegum og vörum. í ensku- mælandi löndum myndi starfs- heiti Einars Helgasonar vera „traffic manager“, en eitthvað hefur það vafizt fyrir mönn- um að finna rétta orðið á ís- lenzku. Farpantanir Hann segir svo frá: Eitt af meginverkefnum okk- ar, sem við þessi mál fáumst, er að sjálfsögðu að stuðla að því að ferðin geti hafizt á til- settum tíma og gengið alger- lega snurðulaust. í þessu sam- bandi er það ákaflega mikils virði að vandvirknislega sé unnið að öllu er lýtur að far- pöntunum, þær séu rétf geymd- ar og rétt framkvæmdar. Á þetta sérstaklega við um ut- anlandsferðirnar, þar sem menn þurfa að ferðast með flugvélum margra félaga, m.ö. o. hvert félagið tekur við af öðru. Það hafa orðið verulegar breytingar á ferðalögum_ ís- lendinga á síðustu árum. Áður fyrr lagði langmestur hluti farþega Flugfélagsins í milli- landaflugi leið sína til enda- stöðva okkar erlendis, en nú hin síðari ár hefur sá fjöldi alltaf farið vaxandi sem flýg- ur aðeins fyrsta áfanga lengri ferðar með „Föxunum“, og er þá frumskilyrði þess að slíkt ferðalag gangi snurðulaust að með hina upphaflegu farpönt- un hafi verið farið á réttan hátt. En óaðfinnanleg framkvæmð í sambandi við farpantanir er að sjálfsögðu ekki einhlít. Þó að allt kunni að hafa verið vandlega undirbúið, hvað það snertir, getur snurða engu að síður hlaupið á þráðinn og al- gengasta orsök slíks er seink- un á brottför flugvélar. Yið leggjum ríka áherzlu á að allt sé gert sem mögulegt er til að slíkt komi ekki fyrir. Flug- vélarnar eru skoðaðar af tækni- fróðum mönnum fyrir hverja einustu ferð og jafnframt er leitazt við að flýta afgreiðsl- unni innan þeirra takmarka sem aðstæður allar setja okk- ur. í sambandi við afgreiðslu flugfarþega kemur líka ýmis- legt til greina sem kannski er ekki augljóst í fljótu bragði. Þyngd flutningsins og hvern- ig þunganum er dreift á vél- ina skiptir miklu máli við hleðslu og afgreiðslu flugvéla, og ef að þessu leyti frábrugð- ið afgreiðslu skipa og bíla. Þegar vitað er hversu margir farþegarnir verða í flugvélinni og hve þungur farangur þeirra er þarf því. að reikna út svo- kallaða hleðsluskrá, sem flug- stjórinn les yfir og undirritar síðan áður en lagt er af stað og eftir að hafa fullvissað sig um að hleðslan sé á allan hátt innan reglubundinna tak- marka. Þessvegna er það ekki alveg út í bláinn, þegar far- þegar eru beðnir að koma út á flugvöllinn til okkar nokkru áður en flugferð hefst. Við höfum þó reynt að stytta þennan tíma eins og mögulegt hefur þótt, svo að í dag er miðað við að farþegar Flug- félags íslands séu mættir til afgreiðslu í síðasta lagi 30 mínútum fyrir brottför, en það er nokkru styttri tími en víða gerist í millilandaflugi. Þrátt fyrir vandlegan undir- búning og nauðsynlegar varúð- arráðstafanir er því miður aldrei hægt að fyrirbýggjá áð ekki geti eitthvað það komið upp sem töfum valdi; smábil- un getur komið í ljós á síð- ustu stundu hversu nákvæm sem vélarskoðunin hefur ver- ið o.s.frv., en við viljum gjarna geta staðhæft að slíkt stafi af óviðráðanlegum orsökum en hvorki fyrir slóðaskap starfs- fólks né vegna skipulagsleysis. Ótrygg og umhleypingasöm veðráttan á íslandi veldur svo að sjálfsögðu miklu um allt það er varðar stundvísi í inn- anlandsfluginu; það hefur hinsvegar ekki áhrif á utan- landsflugið. Við væntum þó stórra bóta í þessum efnum á næstunni, bæði með tilkomu nýrra flugvéla í innanlands- flugi og vegna batnandi að- stæðna til flugsamgangna úti á landi, bættum flugvöllum og öryggistækjum. Þjónusta um borð Til þess að ferð verði mönn- um ánægjuleg er ekki nægi- legt að hún hefjist á réttum tíma og að allar sætapantanir standist frá upphafi til enda. Meðan á ferðinni stendur verða farþegarnir að fá þá þjónustu sem þeir hafa reikn- að með. Nú er það svo í sam- bandi við flesta þjónustu í flugvélum, að slíkt orð fer af henni víða1 um heim að menn búast yfirleitt við betri þjón- ustu þar en almennt gerist í öðrum farartækjum. Þetta stafar af þeim gífurlegu aug- lýsingum sem ýmis flugfélög hafa í frammi varðandi þetta Framhald á 6. síðu. Fyrsta flugvél Flugfélags íslands. I * f

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.