Þjóðviljinn - 15.04.1965, Side 6
0) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 15. apríl 1965
Rætt við Einar Helgason
Furamhald af 4. síðu.
sérstaka atriði, enda til þessa
oft gripið í harðri samkeppni
þegar mörg félög halda uppi
ferðum á svipuðum flugleiðum
með sama eða hliðstæðum
vélakosti.
Og það er ekki aðeins að
farþegar búist við betri þjón-
ustu um borð í flugvélum en
víða annarsstaðar, heldur eru
flugfarþegar oft óþolinmóðari
að því er þjónustuna varðar
en almennt gerist. Má rekja
hið síðastnefnda vafalaust oft
til þess að enn læðist tölu-
verður beigur að ýmsum
mönnum er þeir stíga upp í
flugvél og taugaóstyrkur þeirra
lýsir sér þannig að erfiðara
reynist að gera þeim til hæfis
en við venjulegar aðstæður.
Undirbúningur
— Við gerum okkur ljóst,
segir Einar Helgason ennfrem-
ur, hversu mikilvægt er að
þjónustan um borð í flugvél-
um sé jafnan í góðu lagi og
leggjum því í vaxandi mæli
áherzlu á að bæta hana.
í rauninni má segja að það
sé tvennt aðallega sem megin-
máli skiptir í þessu sambandi:
í fyrsta lagi framkoma og
hæfni þeirra sem þjónustuna
inna af hendi og í annan stað
þær aðstæður sem hún er
bundin á einn eða annan hátt.
Að því er fyrra atriðið snert-
ir þá er mikil áherzla lögð á
að ráða góðar flugfreyjur tii
starfa. Það er venjulega gert
einu sinni á ári hverju, þ.e.
skömmu eftir áramót. Eftir að
umsóknir hafa borizt þurfa
stúlkurnar að gangast undir
nokkuð strangt inntökupróf.
Með prófi þessu er reynt að
komast að því hvaða hæfni
ungu stúlkurnar hafa til þjón-
ustustarfa, en við teljum að
sá hæfileiki sé mönnum yfir-
leitt meðfæddur og ekki nema
að litlu leyti hægt að öðlast
hann, jafnvel þó góðrar
kennslu njóti við. Einnig eiga
inntökupróf þessi að gefa
nokkra hugmynd um almenna
þekkingu umsækjendanna,
einkum að því er varðar ís-
land og íslenzk málefni, þvi
að mjög mikið er um það að
flugfreyjur þurfi að svara hin-
um margvíslegustu fyrirspurn-
um farþega, einkum útlend-
inga, um ísland og íslendinga;
ekkert er eðlilegra en þeir
leiti upplýsinga hjá flugfreyj-
unum um ýmislegt er varðar
dvöl þeirra á Islandi o.s.frv.
Nú, tungumálakunnátta er að
sjálfsögðu nauðsynleg og
reyndar er góð kunnátta i
ensku og einu Norðurlanda-
málanna algert skilyrði fyrir
starfsráðningu.
„Kronprms Okv
■ ■
Framhald af 8. síðu.
ans og þóttu vistarverur far-
þega í senn þægilegar og íburð-
armiklar. 88 farþegar komust
fyrir á 1. farrými skipsins og
42 á 2. farrými. Auk þess var
í sumarferðunum hægt að fá
pláss í lestinni gegn vægu far-
gjaldi. Einkum var það unga
fólkið sem notfærði sér þessar
ódýru ferðir. Skipið er 1870
bfÚttórúmlestir og er ganghraði
þess 1214 sjómíla. Það þykir
—---------------------------
Drengjahlaup
Armanns fyrsta
sunnudag í sumri
Hið árlega drengjahlaup Ár-
manns fer fram að venju fyrsta
sunnudag í sumri, sem er þann
25. april.
Keppt verður í þriggja og
fimm manna sveitum og um
bikara sem Jens Guðbjömsson
gaf til keppni í þriggja
manna sveitum og Gunnar
Eggertsson til keppni í fimm
manna sveitum. Þátttaka í
hlaupinu tilkynnist fyrir 21.
apríl til frjálsíþróttadeildar Ár-
manns eða Jóh. Jóhanns-
sonar Blönduhlíð 12, sími 19171.
Hlaupið verður tilkynnt síðar.
ekki mikill hraði nú á dögum,
en nýsmíðuð var „Drottningin“
með hraðskreiðustu farþega-
skipum sem þá þekktust.
„Drottningin“ er okkur ís-
lendingum að góðu kunn eftir
nær 40 ára samfelldar sigling-
ar milli Danmerkur og íslands
og óþarfi er að rekja sögu
hennar nákvæmlega. Á stríðs-
árunum eða 1944 var „Drottn-
ingin“ hertekin af Þjóðverjum
og þegar Sameinaða fékk það
í hendur hálfu öðru ári síðar
var það í mjög slæmu ástandi.
Af skiljanlegum ástæðum höfðu
ferðir til fslands verið mjög
slitróttar og þótti mikið við
liggja að koma þeim j viðun-
andi horf hið bráðasta. Var
undinn bráður bugur að því að
standsetja „Drottninguna“ og
gera hana sjófæra. Og ekki leið
á löngu þar til „Drottningin“
hóf reglubundnar ferðir til
Færeyja og fslands og hefur
haldið þeim síðan. Þegar
„Drottningin" hættir nú áætl-
unarferðum til fslands eftir
giftusamlegar siglingar á þess-
ari leið áratugum saman, tek-
ur annað „konunglegt“ skip
við. „Kronprins Olav" er að-
eins 10 árum yngri en „Drottn-
ingin“ en er enn þann dag í
dag fyllilega í samræmi við
kröfur tímans.
AKIÐ SJÁLF
nýjum b/t
Almenna bifreiðaleigan h.f.
Klapparstíg 40 — Sími 13776.
KEFLAVÍK
Hringbraut 106 —
Sími 1512.
A K R A N E S
Suðurgata 64 — Sími 1170.
Þær sem standast þetta inn-
tökupróf ganga síðan á nám-
skeið og ef þær hafa staðizt
próf þaðan eru þær fyrst ráðn-
ar til starfa. Aðalnámsgreinar
eru framreiðsla og þjónusta,
fæðingarhjálp og landafræði
sem miðast aðallega við flug-4>
leiðir Flugfélags Islands inn-
anlands og utan, hjálp í við-
lögum og svo nákvæm kennsla
í öllu er lýtur að neyðarút-
búnaði flugvélanna. Þegar
stúlkurnar hafa verið ráðnar,
fljúga þær síðan nokkurn
tíma með eldri og reyndari
flugfreyjum áður en þær taka
við starfinu upp á eigin spýt-
ur.
Við höfum yfirleitt verið á-
kaflega heppnir með stúlkur
í þessi störf; þær veita að
okkar dómi oft mjög góða
þjónustu við heldur slæmar
aðstæður, því að erfitt getur
verið að vinna störf sem þessi
um borð í flugvélum, sérstak-
lega vegna þess hversu at-
hafnasvæðið er þar lítið og
framreiðsla þarf að ganga fljótt
fyrir sig, vera unnin á stutt-
um tíma.
Hvað snertir sjálfa fram-
reiðsluna um borð, þá er hún
því miður aðeins á utanlands-
leiðum; hér innanlands er ekki
um neinar veitingar í flug-
vélunum að ræða og er orsök-
in fyrst og fremst sú að erfitt
er að koma þeim við í þeim
vélum sem notaðar hafa verið
á þessum flugleiðum og eins
hitt að ekki virðist vera brýn
þörf á þessari þjónustu vegna
þess hversu flugleiðirnar eru
hér stuttar. Enda mvndi slík
þjónusta, ef upp yrði tekin í
innanlandsfluginu óhjákvæmi-
lega hafa í för með sér hækk-
uð. fargjöld.
Á millilandaflugleiðum er
hinsvegar framreidd hressing
eftir því sem við á á hvaða
tíma sólarhringsins sem flogið
er: Morgunmatur að morgni
dags, hádegisverður og kvöld-
verður. í ferðirnar héðan að
heiman tökum við þennan mat
í eigin eldhúsi á Reykjavíkur-
flugvelli, en kostinn í heim-
ferðirnar fáum við á enda-
stöðvum okkar erlendis, þ.e. í
London og Kaupmannahöfn.
Við reynum að hafa það sem
fram er borið um borð eins
gott og kostur er á og mér er
óhætt að fullyrða að við höf-
um mjög færa menn í þessum
störfum.
Enn er að minnast á einn
þátt þjónustunnar um borð, en
það er salan á ýmsum varn-
ingi, aðallega áfengi, tóbaki
og snyrtivörum. Þessi þjón-
usta hefur orðið ákaflega vin-
sæl en óneitanlega er hún
ýmsum erfiðleikum bundin og
því er ekki að leyna að við
höfum orðið óánægju varir
þegar þurrð hefur orðið á þeim
varningi sem farþegarnir hafa
ætlað að kaupa. Þessa óánægju
er auðvelt að skilja, en næst-
um ómögulegt að fyrirbyggja
að slikt geti komið fyrir. Þar
segir enn til sín plássleysið i
flugvélunum og jafnframt það
hversu þyngdin skiptir ætíð
miklu máli við hleðslu vélanna
sem fyrr var ^repið á.
Þetta var svar Einars Helga-
sonar við spurningunni í upp-
hafi, og bar reyndar sitthvað
fleira á góma í viðræðu okkar
sem ekki er kostur að rekja
hér að sinni. En máli sínu
vildi Einar ljúka á þessa leið:
— Okkur Flugfélagsmönn-
um er fullljóst að ýmislegt af
því sem nefnt er hér að fram-
an er ekki alltaf í eins góðu
lagi og æskilegt væri, en við
höfum fullan hug á þvi að
bæta úr því sem aflaga fer
og vonumst við til að geta
veitt þjónustu sem sambæri-
lega má telja við það sem ger-
ist annarsstaðar. Og sem þátt
í slíkri viðleitni er gott og
æskilegt að fá sem oftast heil-
brigða og sanngjarna gagnrýni
frá viðskiptavinum okkar.
í. H. J.
LOND & LEIDIR - FERDIR 1965
í sumaráætlun okkar er að finna yfir 20. hópferðir til landa í þremur heimsálfum. Úrval okkar
hefur aldrei verið meira og verðin aldrei hagstæ®arú Þ^r ©r að finna langar ferðir og stuttar,
ferðir þar sem dvalizt er um kyrrt á vinsælustu baðströndum, ferðir þar sem farið er um og
enn aðrar þar sem stórborgir eru heimsóttar. Ferðir við allra hæfi.
Rússland - Norðurlönd
f þessari 22 daga ferð er m.a. heimsóttar: Malmö — Kaupmanna-
höfn — Stokkhólmur — Helsinki — Leningrad — Moskva — Kiev.
Ferðazt er með þotum — glæ.silegu farþegaskipi og bifreiðum.
Dvalið er nægilega lengi á hverjum stað til að kynnast öllu því
merkasta. Verð kr. 19.874, — Brottfarardagur 5. ágúst.
Hópferðir L&L 1965
1. Heimssýningin í New York og
. Miami 22. maí 14 dagar
2. Rínarlönd — Hamborg — Kaup-
mannahöfn 24. júní 15 dagar
3. Svartahafsstrendur — Kaup
mannahöfn 8. júlí 22 dagar
4. Norðurlandaferð 22. júlí 15 dagar
5. ftalíuferð 22. júlí 22 dagar
6. Mallorca — Kaupmannah. 29. júlí 22 dagar
7. Stórborgir Evrópu 3. ágúst 19 dagar
8. ítalíuferð 5. ágúst 22 dagar
9. Rússland — Norðurlönd 5. ágúst 22 dagar
10. Grikklandsferð 12. ágúst 22 dagar
11. Mallo>rca — Kaupmh. 12. ágúst 22 dagar
12. Ítalíuferð 19. ágúst 22 dagar
13. Norðurlandaferð 19. ágúst 15 dagar
14. Mallorca—Kaupmannah. 26. ágúst 22 dagar
15. París — Hamborg — Kaup-
mannah. — Briissel 26. ágúst 15. dagar
16. Danmörk — Bretland 2. sept. 15 dagar
17. Spánarferð 9. sept. 20 dagar
18. Mið-Evrópuferð 18. sept. 14 dagar
19. Heimssýningin í New York og
Miami 25. sept. 14 dagar.
R
Svaríahafsstrendur - Kaupmannahöfn
í þessari ódýrustu ferð sumarsins er dval-
izt hálfan mánuð á einni beztu baðströnd
álfunnar .við Svartahafið. síðan fylgir viku-.
dvöl í Kaupmannahöfn. Famar eru ferðir
lengri og styttri frá báðum stöðum. Er þann-
J.g komið til Istanbul, Bukarest, siglt um
Dóná, ekið um Norður-Sjáland og flogið til
Odessa. Verð kr. 12.874,— Brottfarardagar
8. og 22. júlí — 5. ágúst og 19. ágúst.
FERÐASKRIFSTOFAN
LÖMD & LEIÐIR
AÐALSTRÆTI 8
SÍMI 20800
FLÝGUR FISKISAGA!
Landburbur af síld?
Ball um næstu helgi?
Nei, -
nú talar allt plássib
um vorfargjöld
Flugfélagsins.
Flugfélagið býður 25 °}o afslátt af fargjöldum
til útlanda í apríl og maí.
Leitíð upplýsinga um lágu fargjöldin hjá
Flugfélaginu eSa fer'Baskrifstofunum.
Ik//Æ
j/s:
iCELAJVDJVIf
er flugfélag íslands
4
*