Þjóðviljinn - 15.04.1965, Side 8
Sigfíngar Sameinaða
til íslands eina öld
í gær kom farþegaskip Sameinaða danska gufuskipa-
félagsins, Kronþrins Olav, til Reykjavjkur í sinni fyrstu
Islandsferð, en skip þetta leysir sem kunnugt er ms.
Dronning Alexandrine af hólmi. Af því tilefni birtir Þjóð-
viljinn hér á eftir stutt yfirlit um íslandssiglingar Sam-
einaða frá upphafi, í nærri eina öld, byggt á upplýsingum
frá skipafélaginu.
Landfestar Dronning Alexandrine í Reykjavíkurhöfn leystar í síðasta skipti við brottför skipsins
29. marz sl. — Ljós mynd Bjarnleifur.
Siglmgar milli fraendþjóð-
anna Danmerkur og íslands
eiga sér langa og merkilega
sögu að baki. Ekki skal gerð
hér nein tilraun til að rekja þá
sögu til hlítar, heldur aðeins
minnzt á nokkur atriði henn-
ar síðastliðin 100 ár.
t>að var um miðja síðastliðna
öld að sterkar raddir fóru að
heyrast um það að gufuskip,
sem þá voru algjör nýjung,
settu að leysa seglskipin af
hólmi í íslandssiglingum. Mörg-
um þótti þetta fjarstæða mik-
il og töldu siglingar gufuskipa
á þessum norðlægu siglinga-
leiðum hið mesta hættuspil.
Með tilkomu skipsskrúfunnaT
breyttist þetta og menn urðu
að viðurkenna að hin vélknúðu
skip væru framtíðarlausnin.
Útgerðarmaðurinn C.P.A. Koch
gerði sér fljótt grein fyrir
framtíðarmöguleikum gufu-
skipanna og vann vel og dyggi-
lega að því að sannfæra efa-
semdarmennina.
Á þessum'tíma — um miðja
nítjándu öldina — voru ís-
landssiglingar allar á vegum
fyrirtækisins Fried. E. Peter-
sen og voru þá eingöngu segl-
skip í förum milli landanna.
Árið 1857 fórst seglskipið „Sæ-
ljónið“ í snarvitlausu veðri
undan Snæfellsjökli. Árið eftir
kom Koch að máli við ríkis-
stjómina og bauðst til að sjá
um íslandssiglingarnar, sem
famar skyldu með gufuskipum.
Máli Koch var mjög vel tekið
og aðstoðaði stjómin hann við
að kaupa skip sem hentugt
þótti til þessara ferða. Fyrir
valinu varð skrúfugufuskipið
„Arcturus“, það var enskt,
smíðað árið 1857 og hét upp-
haflega „Victor Emanuel“. Um
1870 hóf skipið fastar ferðir
til íslands og fór árlega 6—7
ferðir.
í Kaupmannahöfn lá „Arct-
urus“, eins og önnur skip sem
í þá daga voru í siglingum til ís-
lands og Grænlands við bryggju
í skurðum og sýkjum við
Kristjánshöfn og em nöfnin
,,Trangraven“ og „Islands
Plads“ leifar frá þeim dögum.
Árið 1866 voru gkip Koch
sameinuð hinu nýstofnaða út-
gerðarfélagi Sameinaða gufu-
skipafélaginu en „Arcturus1
hélt áfram siglingum sinum til
fslands, ásamt gufuskipunum
„Anglo Dane“ og „Phönix“.
1870 yfirtók stjómin íslands-
ferðirnar og hafði leiguskipið
„Diana“ í förum til íslands með
viðkomu í Bretlandi. Skipið fór
7 ferðir á ári og varð þetta til
þess að íslandsferðimar urðu
strjálli og ófullnægjandi. Vakti
þetta tiltæki mikla gremju og
sá stjómin fljótlega sitt ó-
vænna og fékk Sameinaða
gufuskipafélagið til íslands-
ferða á ný. Þrjú skip félagsins,
„Arcturus", „Valdemar" og
„Phönix" vom í förum milli
landanna og fóru þau 7 ferðir
á ári með viðkomu í Bretlandi,
Færeyjum og Vestmannaeyj-
um en stjómarskipið „Diana“
fór aðeins 2—3 ferðir á ári.
Árið eftir varð félagið fyr-
ir miklu áfalli. Eitt af skipum
þess, „Phönix“ lenti í aftaka-
veðri, lokaðist inni í ís og rakrt
á blindsker. Áhöfnin komst í
báta og eftir langa hrakninga
náðu þeir inn til strandarinn-
ar. Það undarlegasta við þenn-
an atburð var að hásetamir
drösluðu skipstjóranum nær
dauðum með sér til byggða og
sungu hástöfum „Malebrok dó
í stríðinu". Það tókst að lífga
skipstjórann við, þannig að all-
ir sluppu lifandi úr þessu aev-
intýri nema kokkurinn, hann
fórst með skipinu.
Til þess að geta haldið uppi
stöðugum ferðum til fslands
lét Sameinaða gufuskipafélagið
smíða 679 tonna skip sérstak-
lega til fslandssiglinganna. Far-
kostur þessi hlaut nafnið
„Laura“ og fór sína fyrstu ferð
til fslands 1882. Árið 1887 var
„Arcturus" kafsigldur af
skozku gufuskipi við Falsterbo.
Tvö sænsk leiguskip, „Ceres“
og „Vesta“, vo:ru einnig í förum
til íslands á vegum félagsins.
Um aldamótin keypti félag-
ið tvö lítil gufuskip frá Nor-
egi. Hlutu þau nöfn eftir bisk-
upssetrunum íslenzku „Skál-
holt“ og „Hólar“. Þau voru
höfð í ferðum milli Kaup-
mannahafnar og íslands.
í fyrri heimsstyrjöldinni,
nánar tiltekið 1917, missti fé-
lagið fjögur skip. Þrem þeirra,
„Ceres“, „Vesta“ og „Hólar”,
var sökkt af kafbátum en
„Skálholt" strandaði við Far-
sund. Það má geta þess að
„Vesta“ og „Ceres“ var sökkt
af sama kafbátnum, 13. og 16.
júlí.
Fyrir stríðið, eða 1910, fórst
„Laura“, en þá hafði „Tjald-
ur“ um nokkurra ára skeið
haldið uppi föstum ferðum til
og frá Færeyjum — svo ekki
reyndist nauðsynlegt að kaupa
nýjan farkost í staðinn fyrir
„Lauru“.
Árið 1914 var Eimskipafélag
fslands stofnað og hóf sigling-
ar til Danmerkur. Sameinaða
gufuskipafélagið hafði árið
1898 keypt þrjú skip af skipa-
félaginu „Tingvalla“. Þau hétu
öll íslenzkum nöfnum, „Ting-
valla“, „Hekla” og „Island”, en
að því er bezt er vitað voru
þau aldrei í fslandsferðum.
Nokkur samkeppni var auð-
vitað milli danska gufuskipafé-
lagsins og Eimskipafélagsins,
en í mesta bróðerni þó. Vegna
þessarar samkeppni og til að
mæta kröfum farþega um auk-
in þægindi á langri gjóferð, lét
félagið smíða stórt og mikið
farþegaskip árið 1915 og var
það einnig látið heita „Island",
Á „íslandi“ var pláss fyrir 172
farþega. Þetta var mjög tign-
arlegur farkostur og þegar
Kristján konungur heimsótti
fsland og Grænland árið 1921
valdi hann skipið til fararinnar.
f þessari ferð kom „Island”
sænska skipinu „Belle“ til að-
stoðar er það var í nauðum
statt á siglingaleiðinni til
Grænlands. „Island“ hlaut sorg-
leg endalok árið 1937 en þá
strandaði það við Skotlands-
strendur og gjöreyðilagðist.
Allir sem um borð voru þegar
skipið strandaði komust lífs af.
Um það bil 10 árum áður
hafði Sameinaða ákveðið að
láta smíða nýtt skip til íslands-
og Færeyjasiglinga. í hátíða-
blaði félagsins frá 1926 getur
að líta eftirfarandi frétta-
klausu: „Nýtt, hraðskreitt far-
þegaskip með dísilvél er í
smíðum og mun það í fram-
tíðinni verða í ferðum milli
Danmerkur og íslands. Allra-
náðarsamlegast hefur fengizt
leyfi til að gefa skipinu nafn-
ið „Dronning Alexandrine".
„Drottningunni” var gvo
hleypt af stokkunum hjá
skipasmíðastöðinni í Helsingja-
eyri við hátíðlega athöfn, þar
sem konungurinn sjálfur var
viðstaddur ásamt helzta fyrir-
fólki ríkisins með Stauning
forsætisráðherra þar í íarar-
broddi. „Drottningin“ var af-
hent Sameinaða gufuskipaféL
hinn 18. júní 1927 og hóf hún
þá strax siglingar til Færeyja
og íslands. „Drottningin" var eitt
glæsilegasta skip danska flot-
Framhald á 6. síðu.
15 DAGA
SPÁNARFÍRD
MEÐ VIÐSTÖÐU I LONDON
BROTTFÖR 14. MAÍ
Ferðast um fegurstu héruð Spánar. —-
Madrid — Malaga — Torremolinos —
Sólarströndin — Granada — Cordoba
— Sevilla — Cadiz — Algericas.
Glæsileg ferð mót sumri og sól!
FERÐASKRIFSTOFAN
Hverfisgötu 12 — Símar 17600 & 17560
4