Þjóðviljinn - 15.04.1965, Síða 7
ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 15. apríl 1965 —
Svipmyndir frá Júgóslavíu
Framhald af 1. síðu.
um af tvennu; dreifingu valds
og hugkvæmri utanríkisstefnu.
Hefðarmenn lýðveldisins (ein-
ar 200 fjölskyldur) kusu sér
fyrirsvarsmann (rector eða
knez) sem fór með völd að-
eins einn mánuð. Sendimenn
Dúbrovniklýðveldisins voru á
sífelldu flandri milli nálægra
stórvelda með kurteisleg drög
að samningum og skattgreiðsl-
ur til beirra sem hættulegast-
ir voru á hverjum tíma. Á
þennan hátt tókst borgarbú-
um að vernda sína sjálfstæðu
tilveru fyrir ágangi Feneyinga
og Tyrkja allt til ársins 1808
að sá duglegi landskelfir Napó-
leon lagði þetta aldagamla
smáríki niður með einu para-
grafi í samningsgerð.
Ferðamenn
Nú er þessari borg einkum
valið það hlutverk að vera
helztur segull fyrir- ferða-
mannastraum til Adríahafs-
strandar Júgóslavíu, og enginn
fær neitað því að hún er vel
fallin til þess. Allsstaðar — í
Dubrovnik sjálfri, á ströndinni
fyrir norðan og sunnan og á
eyjunum er verið að reisa ný
hótel og endurbæta hin eldri.
Vegir eru lagðir af miklu
kappi; einn dag ókum við suð-
ur til Svartfjallalands og með
fárra kílómetra bili voru vega-
vinnuflokkar að verki. Nætur-
klúbbar rísa upp: í Dubrovník
ber mest á Labirint, sem er
eiginlega byggður inn í borg-
armúrinn og fullur með músík
úr öllum heimshornum: jazz,
ítölsk og grísk dægurlög, rúss-
nesk þjóðlög, rúmenskir fiðlu-
galdrar, sígaunalög. Á lítilli
eyju við strönd Svartfjalla-
lands, St. Stefan, er ævagam-
alt fiskimannaþorp múrum
varið, sem farið var í eyðl
fyrir nokkrum áratugum. Nú
hefur þorpinu öllu verið breytt
í voldugt hótel, sniðið fyrir
Bandaríkjamenn einkum —
“þar eru öll þau þægindi og
öll sú munaðarvara sem Am-
eríkanar hafa heima hjá sér,
því þeir eru með þeim ósköp-
um fæddir að vilja taka Guðs-
eigiðland með sér hvert sem
þeir fara. Og hafi menn geng-
ið eftir mjóu .eiði á land upp,
þá geta konungslausir menn
kitlað taugar sínar með því að
snæða í sumarhöll serbnesku
konungsættarinnar sem var.
St. Stefan verður ríkra manna
staður, en yfirleitt er verðlag
ákaflega hagkvæmt fyrir er-
lendan ges+ Hótelherbergi með
fæði getuv hann fengið fyrir
svo sem 150-250 krónur á sól-
arhring. Og slíkir snottprísar
eru á vínföngum, að það er
næstum bví gikksháttur að
tala urri ab'kt i íslenzku blaði.
Strandhanar
Nú geta menn að sjálfsögðu
spurt, hvort innborin kurteisi
og mannlegur virðuleiki suð-
urslavnesks bændafólks muni
ekki standa höllum fæti fyrir
þeim áhrifum sem fylgja jafn-
an miklum alþjóðlegum túr-
isma og birtast fyrst og fremst
í mjög harðsvíraðri peninga-
hyggju. Ég man að Engels
gamli var einhverju sinni að
skopast að þeim umhvörfum
sem straumur enskra bisness-
manna og kvenstelpna á fert-
ugsaldri olli í Sviss. Yfirmáta
heiðarlegir kofabúar Alpanna,
segir hann, sem áður vissu
varla hvað peningar voru,
breyttust á örskammri stund í
einhverja ágjörnustu og harð-
drægustu peningaskálka sem
til eru á jarðríki.
Við skulum vona að Dal-
matíumenn hafi meira við-
námsþrek. Svo mikið er víst,
að enn var Dubrovník ekki
orðin þrælskipulögð plokk-
stassjón, þjónar meira að segja,
virtust taka ákaflega lítið til-
lit til þess hvort pantanir voru
smáar eða stórar, hvort þjórfé
fylgdi eða ekki. En það er
kannske ekki úr vegi að minn-
ast á eitt fyrirbæri sem fylgt
hefur alþjóðlegum túrisma á
baðströndum Miðjarðarhafs-
landa. í vertshúsi rákumst við
á náunga af þeirri tegund sem
ítalir kalla strandhana. Þetta
eru ungir menn sem hafa það
sér til munaðarauka og lífs-
þæginda eða þá beinlínis sér
til framfæris, að sitja um
kvenfólk frá Þýzkalandi og
Norðurlöndum og ligg.ia það.
Ég er Geliebter, sagði þessi
náungi, sjálfumglaður, snoppu-
fríður og heldur heimskur. Ég
vil ekki vinha, til hvers ætti
ég að gera það? Pabbi er með
sinn rekstur og lætur mig fá
fimm þúsund þegar ég þarf.
Ég er að vísu í sjómannaskóla,
og ef kallinn hrekkur upp af
get ég farið að vinna, ekki
fyrr. Til hvers? Og á hverju
kvöldi í þrjá mánuði fæ ég
stelpu — ég fer á ströndina
um morguninn og tala við þær,
kannske tala ég við tuttugu,
kannske við þrjátíu, en alltaf
kemur ein. Ale sjo? C’est la
vie....
Þetta var heldur leiðinlegur
fugl og tveir íslenzkir títóist-
ar sem hann hittu máttu helzt
hugga sig við það, að hann
væri þó ættaður úr einka-
framtakinu.
Stúlkan sem söng
Og auðvitað er fleira vara-
samt í heiminum en alþjóð-
legur ferðamannastraumur
(sem auðvitað hefur sínar á-
gætu hliðar, óþarft að fjölyrða
um það). Af sjálfu sér leiðir
að það hljóta að koma upp
ýmisleg sérkennileg mannleg
vandamál einmitt í landi eins
og Júgóslavíu. Með þjóð sem
hefur fyrir skömmu sýnt af
sér ósvikinn og mikilfenglegan
hetjuskap og fórnfýsi og fyrir
tilstilli þessa bæði tekizt að
tryggja tilveru sína og börn-
um sínum betra, eða a.m.k.
auðveldara líf, á grundvelli
nýrra þjóðfélagshátta. Júgó-
slavía var eina landið sem
frelsaði sig sjálft undan fas-
ísku hernámi og sá sigur varð^-
dýrkeyptur eins og fyrr segir,
og uppbyggingin eftir stríð
var heldur enginn rósadans.
En nú hefur þetta land um
hríð notið ávaxta friðar, sósí-
alisma og skynsamlegrar utan-
ríkisstefnu, ýmisleg velmegun
er þegar innan dyra eða
skammt undan. í slíku landi
verða mikil og að mörgu leyti
erfið kynslóðaskipti.
Serbneskt skáld, Destovnik-
Kahuj, yrkir um brennd þorp
og yfirgefin, um þá ungumenn
sem prýddu hár stúlknanna en
féllu í fyrra í skóginum, um
stúlkurnar sem bíða aftöku i
fangelsunum. Kvæðið heitir
Söngur vindsins og því lýkur
á svofelldum orðum: „dag
nokkurn mun ég blása yfir
landið í sigursöng og aftur
munu ungir menn skreyta hár
stúlkna með blómum í öðr-
um og nýjum heimi." Annað
skáld, Króatinn Zlatko Gorjan,
yrkir hinsvegar um nælonöld,
þegar glæsilegar myndir tizku
og neyzluhugsjóna hræra
hjörtu ungra stúlkna, sem láta
sig dreyma um flugferðir, um
smartar ferðatöskur, um ljóm-
andi fegurðarglös og um
heimsk hjörtu karlmanna á
löngura sjóferðum, og ímynda
sér að allar strendur séu gul-
ar, hafið alltaf blátt og skipin
hvít....
Allt er í deiglunni. Ég man
unga stúlku á glæsilegum veit-
ingastað, Völundarhúsinu í Du-
brovník. Hljómsveitin gerði
sitt til að „fylgjast með tíman-
um“ og stúlkan dansaði af
allsendis voðalegum tilþrifum
einhverskonar tvist, eða þá
hoppaði afglapalega um gólfið
gjarna á öðrum fæti eins og
vissir nytjafuglar. Þetta var
einkennileg sjón — maður vissi
varla hvort hlæja skyldi eða
gráta.
En svo þagnaði hljómsveit-
in. Stúlkukindin settist við
langborð með löndum sínum
og eftir nokkurt hljóðskraf j
voru þau farin að syngja.
Stúlkan var forsöngvari. Þau
sungu þjóðlag sem virtist
jafngamalt Slöfum sjálfum —
ef það minnti á nokkuð þá
var það helzt á rétttrúaðan
tíðasöng í fimmtán alda gam-
NÚ
E R HVER SÍÐASTUR AÐ
TRYGGJA SÉR FAR
með m/s Gullfossi
I S U M A R .
H.F. EIMSKIPAF^LAG ÍSLANDS
SlMI 21460.
alli kirkju einhversstaðar uppi
í Kákasusfjöllum. Þau sungu
ákaflega vel og stúlkan þó
bezt, rödd hennar sveif titr-
andi einhversstaðar hátt uppi
yfir snyrtilega höggnu grjóti
borgarinnar og svörtu hafinu
og fiðlum sígaunans og ljós-
myndum af Tító og skeggjuð-
um skandínaviskum blaða-
mönnum í SAS-boði. Og
augnalaust andlit misheppn-
aðrar tvistskvísu var á
skammri stundu gjörbreytt,
lifandi og með nokkrum hætti
merkilegt — og eru þó mörg
andlit merkileg í þessum fjöl-
menna heimi.
Fjórir dagar eða fimm við
Adríahafsströnd líða hratt. í
þessu landi væri fróðlegt að
dvelja mánuð og ár.
Á. B.
FERÐIST
ALDREI |
ÁN
FERÐA-
TRYGGINGAR
FERÐA
SLYSA-
TRYGGING
ALMENNAR
TRYGGINGAR HF.
PÓSTHÚSSTRÆTI 9
Sími 17700
/ vetrarferð
Framhald af 5. síðu.
verkalýðshreyfingin unnið í
samstarfi við alþýðusamtök
annarra landa, sem víða hafa
þegar tekizt á við þessháttar
skipulagningu, en það þyrfti
að verða í stórum stíl, þannig
að sem flestir félagar í verka-
lýðsfélögunum ættu þess kost
að njóta slíkra ferða.
★
Lokun 2. farrýmis á útleið-
inni kom á því lýðræðisfyrir-
komulagi, sem þegar mun all-
víða tíðkast á farþegaskipum,
að farrýmið sé ekki nema eitt,
að allir hafi sama aðbúnað.
Þetta hefur sjálfsagt líka orð-
ið til þess að farþegahópurinn
var blandaðri og skemmtilegri
en vant er á 1. farrými, mjög
ólíkur því sem Louis MacNeice
kallar í Islandskvæði „the
first class crowd” og þakkar
sfnum sæla að vera laus við.
Hér voru meðal farþega
spænskir og þýzkir sjómenn af
strandskipinu frá Raufarhöfn,
„Susanne Reith”, á heimleið,
og voru prúðir menn og af-
skiptalausir, dálítið utan við
fyrst, en svo fór að þeir spjöll-
uðu við ýmsa og höfðu frá
mörgu að segja.
Spánverjamir kváðu margt
sjómanna spánskra sigla á er-
lendum skipum, vegna mun
hærra kaups, þeir kæmu árum
saman lítið heim og sialdan;
þó gat einn þeirra, maður um
fertugt, meðalmaður á hæð,
þreklegur, andlitið rist djúpum
rúnum, sýnt mér mynd af sér
og fjölskyldu sinni, traustlegri
spænskri alþýðukonu og sex
myndarbörnum þeirra. Félagi
hans sagði mér að hann kynni
allt til sjómennsku, hvert verk
léki í höndum hans. Fiölskyldu-
myndin gat ekki verið margra
ára, en á henni brosti sjómað-
urinn okkar af svo einlægri
gleði að lítið virtist eftir af
djúpu hrukkunum. Greindarleg-
ur. harður, stoltur, en líka vin-
hlýr, þegar yzta skelin var
brostin, — rpér varð hann
persónugervingur spánskrar
alþýðu, eins og maður kynnist
henni í skáldmenntum Spán-
verja fyrr og síðar. Megi þér
&rnast vel, Juan Molina frá
Ceúta, og konu þinni og böm-
(im.
+
Og dagarnir líða á sjónum
og eru langir og góðir fyrir
farþega sem ekki hafa annað
að gera á ferðinni en njóta
með úufífossi
útivistar og sjávarlofts og
hvíla sig og skrafa saman og
spila og tefla og kynnast, i
stuttu hléi frá erli virkra starfs-
daga. Dagar sjómannsins eru
allt öðru vísi, enda er hér
tvennt á ferð og þó eitt, skip-
ið og fljótandi hótel, og verða
sjómennirnir líka varir við
það. Sumir hafa af því til-
breytni, aðrir vildu fegnir
verða lausir við allt farþega-
stúss af þeim vinnustað sem
skipið er þeim.
Enginn þarf að vera ein-
samall á ferðaiagi sem þessu,
smám saman kynnist maður
einhverju af samferðafólkinuj
eitt kvöld eru tvær virðuleg-
ar konur farnar að kenna konu
minni og dóttur heldur óvirðu-
legt spil, sem heitir „sjóræn-
ingi”, og þegar búið er að
hlæja yfir þessu góða stund,
er eins og menn séu ekki ó-
kunnugir framar. Konumar
tvær ætluðu að reyna að hafa
gagn af stuttri utanlandsferð
og líta á einhverjar nýjar að-
ferðir í starfi sínu, sjúkra-
þjálfun. Þannig er hægt að
nota tímann til nyt&emdar þó
stuttur sé. Það varð mér enn
Ijósara af dæmi annars sam-
ferðamanns. Ymprað var á því
á heimleiðinni að hann hefði
sjálfsagt slegið sér fallega upp
í Kaupmannahöfn! Hann svar-
aði því í sama dúr, en seinna
sagði hann frá að hann hefði
gengið milli líkhúsa þeirrar
miklu borgar Kaupmannahafnar
og varið Hafnardögunum til að
kynna sér blómaskreytingar
við jarðarfarir og á líkkistum.
Gagnvart slíkri alvöru átti
léttúðartal að sjálfsögðu illa
við, en hver gat varazt að stutt
vetrarferð með Gullfossi gæti
verið til svona margra hluta
nytsamleg.
★
Svo eru til ferðafélagar sem
eiga dýrmætan hæfileika að
koma öllum f gott skap f
kringum sig, og að öllum öðr-
um ólöstuðum fannst mér
ungu hjónin Bergsveinn Jó-
hannesson og Fríða Bjömsdótt-
ir starfssystir mín, og önnur
reykvísk hjón, s.em við höfðum
ekki áður þékkt, Jóhann V.
Sigurjónsson kaupmaður og frú
Lára Ámadóttir kona hans,
gegna bezt þessu ómissandi
blutverki í okkar félagshóp.
Betri ferðafélagar en þessi
tvenn góðu hjón munu vand-
fundnir.
S.G.
Ferðaslysatryggingar
Munið okkar hagkvæmu
ferðaslysatryggingar
Sími 2 11 20 Laugavegi 178 Sími 2 11 20