Þjóðviljinn - 15.04.1965, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 15.04.1965, Qupperneq 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 15. apríl 1965 HVERT ER FERÐINNI HEITIÐ? Þjóðviljinn átti tal við forstjóra nokkurra helztu ferða- skrifstofa borgarinnar og bað þá að svara eftirfarandi spurningu: Hvert verður aðalverkefni — helzta ferðalagið hjá ferðaskrifstofu yðar í sumar? Rúmenía og Rúss land heimsótt Hjá ferðaskrifstofunni ,,L5nd og leiðir“ varð Ingólfur Blön- dal fyrir svörum. — Það eru einkum þrjár ferðir í sumar sem ég vil vekja athygli á. Sú fyrsta er 8 daga laxveiðiferð til írlands, sem farin verður 12. júní. Síðan er 22ja daga ferð til Norðurlanda og Rúss- íands. Lönd og leiðir fóru sl. sumar mjög vel heppnaða ferð til Norðurlanda þar sem höfð var þriggja daga viðdvöl í Leningrad. Þessi stutta heim- sókn austur fyrir tjald þótti í senn forvitnileg og skemmti- leg. Aðdáun þátttakenda á ballettsýningum, byggingum og annarri menningu Rússa hefur ekki aðeins orðið okkur hvatn- ing til að endurtaka ferðina, heldur og til að gera hana að alvöru Rússlandsferð með heimsókn til sjálfrar höfuð- borgarinnar, Moskvu. Síðast en ekki sízt eru svo Rúmeníuferðir, sem verðafjór- ar í sumar. Rúmenía var fyr- ir nokkrum árum alveg óþekkt ferðamannaland. Þetta hefur gjörbreytzt og í dag hafa Rú- menar manna mestan áhuga á að auka ferðamannastrauminn til lands síns. Þetta er þeim auðvelt þar sem náttúra lands- ins er fjölbreytt og fögur en loftslagið einkar hentugt og stöðugt. Ströndin við Mamaia er fjögurra kílómetra löng og talin ein bezta baðströnd í álf- unni. Lofthiti er venjulega um 30 gráður, en sjávarhiti um 25, en seltan minni en í Mið- jarðarhafinu. Allt tryggir þetta að jafnt börn sem fullorðnir geta verið þess fullvissir að koma sólbrúnir og úthvíldir heim. Hótelin á Mamaia liggja við ströndina sjálfa og þar eru matsalir, barir og sund- laugar en útikvikmyndahús, verzlanir og næturklúbbar eru í næsta nágrenni. í flestum hótelunum er líka dansað hvert kvöld. Við höfum sér- stakan íslenzkan fararstjóra, sem tekur á móti hverjum hóp í Rúmeiiíu og annast hann meðan á dvölinni stendur. Ævintýraferð til Austurlanda Guðni Þórðarson varð fyrir svörum hjá Ferðaskrifstofunni Sunnu: Við höfum ýmsar nýjungar á prjónunum í sumar, en sum- aráætlunin er því miður ekki fullfrágengin ennþá, svo að ég get lítið um þetta .sagt. Á veg- um Sunnu verða farnar fjöl- margar ferðir til útlanda, eins og verið hefur undanfarin ár. Hinn 26. ágúst n.k. verður far- in þriggja vikna ferð til Par- ísar, Rínarlanda og Sviss. 22. ágúst verður efnt til ferðar á Edinborgarhátíðina og svo eru hinar vinsælu ítalíu- og Norð- urlandaferðir. Allar þessar ferðir hafa verið farnar lítið breyttar í 4—5 ár. í fyrra efndum við til ferðar til hinna nálægari Austur- landa, þátttakendur voru 35 og þótti ferðin takast með af- brigðum vel. Þess vegna höf- um við ákveðið að efna til annarrar slíkrar ferðar í haust og verður að líkindum lagt af stað hinn 1. október. Þá verð- ur flogið til Amsterdam og þar dvalizt í einn sólarhring. í Egyptalandi verður dvalið í viku. í Kairó verður búið á hóteli sem áður var ein af viðhafnarhöllum Farúks kon- ungs. Þarna gefst fólki kostur á að komast á úlfald.abaki út í eyðimörkina. Síðan verður farið til Suður-Egyptalands og stórfenglegar konungagrafir í „Dauðadalnum“ handan Nílar skoðaðar. Síðan getur fólk val- ið um dvöl á glæsilegu bað- strandarhóteli við Miðjarðar- hafið eða ferðalag til Biblíu- landanna, Jordaníu, Sýrlands og Líbanons. Á heimleiðinni verður höfð viðdvöl í London. Þessi ævintýraferð til Austur- landa mun taka um 20 daga og er einstaklega ódýr vegna þess að Sunna hefur gert samning við enskt-egypzkt fyrirtæki sem skipuleggur í stórum stíl ferðalög Evrópu- búa til landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins. í þessa ferð geta 32 þátttakendur komizt auk fararstjóra. Guðnl Þórðarson — Sunna. Ferðamálaráðstefna á Þingvöllum Geysir í Haukadal — þangað Ieggja flestir útlendir ferðamenn, sem hingað koma á sumrin, leið sína. Þjóðviljinn hefur fengið þær upplýsingar hjá form. Ferða- málaráðs að það hafi ákveðið að hafa forgöngu um að boða til ferðamálaráðstefnu á Þing- völlum á vori komanda. Ætlazt er til, að ráðstefnu þessa sæki fulltrúar þeirra að- ila, sem ætla má, að hag hafi af auknum ferðamannastraumi til landsins og um landið svo og fulltrúar frá bæjarfélögum og byggðarlögum, sem hug hefðu á að stofna hjá sér sam- tök (ferðamálafélög), sem vildu vinna að bættum skil- yrðum til móttöku ferðamanna í sínu byggðarlagi. Ferðamálaráð hefur þegar á- kveðið að ráðstefnan hefjist í Valhöll á Þingvöllum föstu- daginn 7. maí n.k. kL 3 e.h. og standi til jafnlengdar laug- ardaginn 8. maí. Þessum aðilum hefur verið boðin þátttaka í ferðamálaráð- stefnunni: Samgöngumálaráðherra Ráðuneytisstj. samgöngumála Flugmálastjóra Vegamálastjóra Bankastjóra Seðlabankans Forstj. Ferðaskrifstofu ríkisins Forstj. Eimskipafélags íslands Forstj. Skipaútgerðar ríkisins Formanni Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda Formanni Ferðamálaráðs og ráðsmönnum . Forstjórum ferðaskrifstofa Formanni Félags sérleyfishafa Form. Verzlunarráðs íslands Blaðafulltrúa ríkisstjórnar Blaðamönnum Ritstjóra Iceland Review Formönnum ferðamálafélaga Ferðafélagi íslands Húsameistara ríkisins Fr æðslumálast j óra Félagi ísl. bifreiðaeigenda Sambandi ísl. samvinnufélaga Landssambandi stangveiðifél. Fulltr. bæjar- og sveitarfélaga Alþýðusambandi íslands. Framangreinda aðila hefur Ferðamálaráð beðið að íhuga málið og senda ráðinu síðan svar um þátttöku fyrir 20. þ. m. Þeim tilmælum fylgja m.a. þessar línur: Hlutverk Ferðamálaráðs er m.a. að gera tillögur um end- urbætur og skipulagningu allr- ar ferðamannaþjónustu í land- inu svo og að taka þátt í land- kynningarstarfseminni. Þetta er mikið verkiefni og verður ekki unnið, svo vel sé, án skilnings og þátttöku þjóðar- innar allrar. Ferðamálaráð leyfir sér þess vegna að leita til yðar með ofangreint erindi og vonar, að skilnings og á- huga sé að vænta frá yður.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.