Þjóðviljinn - 15.04.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.04.1965, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN Firamtudagur 15. apríl 1965 — ÖiSp-us bomirtgur eftár Sófó- kies, Vínar fíJiiarmoníuhljóm- sveitin heldur marga tónleika undir stjórn frægra stjórnenda og New York City ballettinn sýnir. Auk þess eru Ijóðakvöld, stofutónlist og emleikstónleik- ar, sem of langt væri upp að telja. Héraðið trmhverfis Salz- burg, Salzkammergut, er hríf- andi fagurt með vötnum sín- um og skógum milli tígulegra fjalla, og skammt er yfir landamærin til Berehtesgaden í Þýzkalandí og að Königssee. Það væri furðulegur maður, sem léti sér leiðast á slíkum stað. En Salzburg er aðeins einn áfangastaður í þessari ferð. Næst liggur leiðin til Vínar- borgar, sem um langt skeið var höfuðborg stórveldis og margir sögufrægir atburðir eru tengdir við. Leiðir ís- lenzkra ferðamanna liggja sjaldan til Vínarborgar, og er það furðulegt, því að fáar borgir Evrópu eru jafn skemmtilegar, auðugar að menningarverðmætum og heill- andi að yfirbragði. Eftir nokk- urra daga dvöl þar, heldur hópurinn áfram för sinni til Júgóslavíu, sem á síðustu ár- um hefur komizt í tölu vin- sælustu ferðamannalanda Evr- ópu, enda hið ódýrasta. Nátt- úrufegurð á Dalmatíuströnd Júgóslavíu er frábær, og perla Adríahafsins er Dubrovnik, vinsælasti baðstaðurinn, heill- andi miðaldaborg með hvítum virkisveggjum, þar sem ein af listahátíðum álfunnar er sett Starfslið Ferðaskrifstofunnar Útsýnar. Frá vinstri: Ingólfur Guðbrandsson, framkvæmdastjóri, Ulla Bertelsen, Theresa Mattingly, Kristin Aðalsteinsdóttir, Jón I. Sigurmundsson. á svið í júli og ágústmánuði ár hvert. Rómverjar, Mikla- garðsmenn, Tyrkir og Feney- ingar hafa allir sett mark sitt á Dubrovnik og skilið eftir hallir og voldug vígi. Fagurt landslag, litríkur suðrænn gróður, nýtízkuhótel, hvítar baðstrendur og glampandi sól- skin yfir dimmbláum haffleti er baksvið þess sumarleyfis sem hér verður eytt og unað. Komið við á Tónlistarhátíð Ingðlfur Guðbrandsson hjá ferðaskrifstofunni Útsýn sagði svo: Það er vandi á höndum að velja eina af hópferðum Út- sýnar og telja hana öðrum skemmtilegri, þegar í boði eru jafnvinsælar leiðir og hring- ferðin Skandinavía—Skotland, ferð um Rínarlöndin og Sviss. með dvöl í Kaupmannahöfn og París, eða þriggja vikna ferðir til fegurstu staða ítalíu eða Spánar, svo að eitthvað sé nefnt. Einna eftirsóknarverðasta af ferðum þeim, sem Útsýn býður upp á nú í sumar, tel ég þó ferð til Austurríkis og Júgóslavíu, sem hefst 23. júlí. Stanzað verður einn dag í London á útleið, en þaðan verður flogið til Salzburg, ætt- borgar tónskáldsins W. A. Mo- zarts. Það fer vart milli mála að Salzburg er ein fegursta og rómantískasta borg í Evr- ópu. Útsýnið af svölum gisti- hússins Stein, þar sem búið verður, er blátt áfram heill- andi, kastalinn Hochensalzburg gnæfir beint á móti handan árinnar Salzach, en hvert sem litið er, gefur að líta fagrar miðaldabyggingar, sem varð- veitt hafa svip sinn gegnum aldirnar og gefa borginni sér- stæðan svip. Þessi borg er ævintýri likust, kjörin um- gjörð eins mesta listaviðburð- ar ársins: Tónlistarhátiðar Salzburg, þar sem nokkrir af beztu söngvurum heimsins flytja óperur Mozarts, Strauss og Verdis undir stjórn Her- berts von Karajan, Karls Böhm og Wolfgangs Sawallis, leiksýningar verða, m.a. Faust eftir Goethe, Jedermann eftir Hugo von Hofmannsthal og Einar Guðjohnsen — Ferðafélag íslands. Til Grímseyjar um sólstöður Einar Guðjohnsen, Ferðafé- lagi íslands, svaraði spurningu Þjóðviljans með þessum orð- um: Það er varla hægt að taka eina ferð fram yfir aðra hjá okkur, þær eru allar góðar hver á sinn hátt. Áætlunar- ferðir félagsins hófust 28. marz og lýkur 18. september. Þær stytztu taka yfir einn dag en sú lengsta 13 daga. Sumar- leyfísferðir okkar eru mjög fjölbreyttar að vanda og ætti þar að vera eitthvað við hæfi flestra. Fyrst vil ég nefna Grímseyjarferð sem er nýjung í ferðaáætlun okkar. Ferð þessi verður farin um sólstöður. Ek- ið yerður í bíl til Siglufjarð- ar, en þaðan farið með skipi til Grímseyjar og eyjan skoð- uð. Það er svo farið til Dal- víkur og ferðazt um Svarfað- ardal, Hörgárdal, Inn-Eyjafjörð og Skagafjörð og síðan haldið vestur sveitir og suður um Kaldadal. Áætlað er að þessi ferð taki 5 daga. Margar ferðir okkar eru farnar ár eftir ár og eiga allt- af jafn miklum vinsældum að fagna. Skemmtileg er t.d. Homafjarðarferðin, sem farin verður 26. júní. Við fljúgum til Hornafjarðar og síðan verð- ur ekið um sveitirnar beggja vegna Hornafjarðarfljóts og austur um Lónssveit allt til Egilsstaða, og þaðan verður flogið heim. Síðan eru Öræfa- ferðir, Askja — Ódáðahraun — Sprengisandur, Fjallabaks- vegur nyrðri o.fl. o.fL 4. ágúst er ráðgerð Miðlandsöræfaferð. Farið verður austur yfir Tungná og til Veiðivatna, en þaðan um Illugaver og Jök- uldal. Síðan austur í Ódáða- hraun og til Öskju og Herðu- breiðarlinda og um Mývatns- sveit eða Axarfjörð. Heimleiðis verður ekið um Kúluheiði og Kjalrveg. Þetta er afar fjöl- breytt og tilkomumikil hálend- isferð. Síðast vil ég aðeins minnast á ferð að Lakagígum sem farin verður 10. ágúst. Ekið verður austur að Kirkju- bæjarklaustri. Þaðan verður haldið norður um Síðuheiðar og öræfin inn til Lakasvæðis- ins og eldsvæðið skoðað. Síð- an verður ekið vestur óbyggð- irnar og komið inn á Land- mannaleið austan Jökulgils- kvíslar og farið til Land- mannalauga m.a. Þessi ferð tekur að líkindum 6 daga. Ferð til Mexíkó í september Hjá Ferðaskrifstofunni Sögu varð Njáll Símonarson fyrir svörum. Ferðaskrifstofan Saga ráð- gerir nokkrar hópferðir til út- landa í sumar eins og undan- farin ár. Markverðustu ferðina má eflaust telja hópferð til Mexíkó, sem farin verður seinni hluta september. Verð- ur þetta í fyrsta skipti sem íslenzk ferðaskrifstofa efnir til ferðar þangað suður, en vart hefur orðið við talsverðan á- huga hér heima fyrir skipu- lagðri ferð á þessar slóðir. Ferðalagið mun taka þrjár vik- ur, og verður flogið héðan um New York til Mexico City. Sérstök móttökuathöfn verður á hótelinu sem hópurinn dvel- ur á í Mexico City, strax eft- ir komuna þangað, en Mexíkó- búar eru manna gestrisnastir og höfðingjar heim að sækja. Meðan dvalið verður í höfuð- borginni eru ráðgerðar kynnis- ferðir ýmsar, t.d. verður tekið þátt í „fiiesta" í hinum við- fræga vatnagarði, Xochimilco, horft á þjóðdansa í Palacio Bellas Artes og nautaat á stærsta nautaatsleikvangi í heimi, svo eitthvað sé nefnt. Þá verður ekið með langferða- bifreiðum um sum af fegurstu héruðum Mexikó, og komið m. a. til hinna víðkunnu ferða- mannastaða Toluca, San Jose Purua, Ixtapan og Taxco. Enn- fremur er ráðgert að koma til Acapulco, baðstaðarins heims- fræga á Kyrrahafsströndinni. Njáll Símonarson — Saga. Þar verður dvalið í þrjá daga, og gefst því fólki gott tæki- færi til að sóla sig og synda í hlýjum sjónum. Mexíkó er óðum að verða eftirsótt ferða- mannaland, enda þótt Evrópu- búar hafi enn sem komið er ekki fjölmennt þangað svo teljandi sé. Þótt fjarlægðirnar séu miklar milli íslands og sólarlandsins Mexíkó, er ekki lengur verið að fljúga milli þessara landa í dag en það tekur að aka milli Reykjavík- ur og Akureyrar. 1 * » t *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.