Þjóðviljinn - 18.05.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.05.1965, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 18. maí 1965 — 30. árgangur — 110. tölublað. Erindi Einars Olgeirsson: Staða verkalýðsstéttar- innar á íshndi í dag ■ N.k. miðvikudaffskvöld kl. 8,30 flytur Einar Olffeirs- son, formaður Sósíalistaflokksins, síðasta erindið í fræðslu- flokki þeim sem haldinn hefur verið í vetur á vesum fræðsluráðs Sósíalistaflokksins, Æskulýðsfylkingarinnar og Kvenfélags sósíalista í Tjamargötu 20. Nefnist erindi Ein- ars: Staða verkalýðsstéttarinnar á íslandi í dag. ■ Sósíalistar ættu að fjölmenna á þetta fróðlega erindi því hér er um að ræða mál sem alla alþýðu varðar miklu nú í dag. Nánar verður sagt frá erindi Einars í blaðinu á morgun. Cumby skipstjóri dœrodur í deg: Sýknaður af fandhelgisbroti - dæmdur fyrir mótþróann? B Um klukkan 5 síðdegis í gær, mánudag, lauk málflutn- ingi fyrir sakadómi Neskaupstaðar í máli Cumby, skip- stjóra á brezka togaranum Aldershot frá Grimsby. Var þá málið tekið til dóms og verður dómur væntanlega kveð- inn upp í dag. Réttarhöldunum í máli skip- stjórans var haldið áfram um helgina og þegar yfirheyrslum var lokið í gærmorgun höfðu allir skipverjar á brezka togar- anum komið fyrir dóm nema aðstoðarmatsveinninn, ungur piltur, auk þess sem varðskips- menn voru einnig kvaddir fyrir réttinn sem vitni. Sú yfirlýsing var lögð fram í réttinum að tvö varðskipanna hefðu leitað árangurslaust að að vörpunni í 3 sólarhringa og Þór í einn, en ekkert fannst. Að yfirheyrslum loknum var Bíll veltur Á sunudag valt fólksbifreið á þjóðveginum til Dalvíkur við Arskógsströnd. í bifreiðinni voru fjórir farþegar og meiddist eng- inn þeirra alvarlega, aftur á móti er bifreiðin stórskemmd. Loftleiðir afturkalla upp- sögn aðstoðarflugmannsins Deilan unrt vakttima flugmanna á RR-vélunum lögS undir úrskurS flugmálastjóra Islands B Eins og frá var skýrt hér í blaðinu á sunnudaginn blossaði deilan milli Loft- leiða og flugmanna á Rolls Royce-vélum félagsins upp að nýju fyrir helgina vegna þess að félagið sagði upp ein- um af aðstoðarflugmönnun- um á vélum þessum, Inga Kolbeinssyni, sl. föstudag þar eð flugmenn neituðu að vinna lengur en 12 tíma í einu. Svöruðu flugmennirnir Arás yerí á lögregluþjin I gær átti rannsóknarlög- reglumaður leið fram hjá Arnarhvoli og sá hann bá mann sem átti í einhverjum stimpingum við 8 ára strák- polla. Við nánari athugun kom í Ijós að maður þessi hafði staðið drenginn að því að fara inn f bíl sem þarna stóð mannlaus. Drengurinn hafði 1 fórum sínum loftmæli sem hann fullyrti að móðir sín hefði gefið sér. Rannsókn- arlögreglumaðurinn brá við og ætlaði að rannsaka málið en lenti þá í stimpingum við bifreiðastjóra eins ráðherr- ans sem virtist hafa þá bj arg- fösfcu trú að lögreglumaður- inn ætlaði að misþyrma drengnum. Lögreglan kom fljótlega á vettvang og náð- ist þá einnig í annan jafn— aldra og félaga drengsins og hafði hann undir höndum útvarpstæki sem drengirnir höfðu stolið úr mannlausum bíl inn við Borgartún. uppsögn starfsbróður síns með því að mæta ekki til vinnu á laugardaginn án þess þó að boða verkfall. Fyrir milligöngu flugmálastjóra náðist samkomulag í deilu þessari í fyrrinótt. Aftur- kölluðu Loftleiðir uppsögn Inga en deilan um vakta- tíma flugmanna var lögð undir úrskurð flugmála- stjóra. f gær sendu deiluaðilar sam- eiginlega eftirfarandi fréttatil- kynningu til dagblaðanna um þetta mál. „Eins og kunnugt er af frétt- um hefur staðið yfir deila milli Loftleiða og Félags íslenzkra at- vinnuflugmanna vegna uppsagn- ar Inga Kolbeinssonar. aðstoðar- flugmanns. Ósamkomulagið varð upphaf- lega vegna þeirrar ákvörðunar Félags íslenzkra atvinnuflug- manna, að hámark vakttíma skyldi verða 12 klukkustundir á sólarhring í stað þeirra 17 ,sem farið var eftir til 3. apríl s.l., er flugmannaverkfallið hófst. Það atvikaðist þannig, að í þrem tilfellum er flugi var frestað vegna 12 tíma reglunn- ar var Ingi Kolbeinsson aðstoð- arflugmaður. Það er nú upplýst, að frestun þessara þriggja flug- ferða hafi verið ákveðin af við- komandi flugstjórum, en flug- mennirnir allir töldu sig bundna af ákvörðunum stéttarfélagsins um styttan vinnutíma. Loftleiðir hafa nú ógilt uppsagnarbréf það, er Inga Kolbeinssyni var ritað hinn 14. þ.m. Samkomulag hefur nú orðið um að flugm.stj. setji reglur um hámarksflug, vakttíma og lág- markshvíldartíma flugmanna á Rolls Royce 400 flugvélum Loft- leiða þar til um annað kann að semjast, en báðir aðilar munu hlíta þeim.“ Framangreinda fréttatilkynn- ingu voru deiluaðilar, Félag ís- lenzkra atvinnuflugmanna og Loftleiðir, sammála um að senda frá sér að gerðu samkomulági og láta annað kyrrt liggja. Þess- Frömdu 24 Innbrof og ^éfnáði á fimm vikum Nýlega handtók Iögreglan fimm pilta á aldrinum 14 — 16 ára sem undanfarnar vikur hafa framið 24 innbrot og þjófnaði auk ávísanafalsana. Drengirnir hafa m.a. stolið plötuspilurum, segulböndam, raf- magnsrakvélum, peningum, síg- arettum og sælgæti. AHir drcng- irnir hafa komið við sögu hjá Iögreglunni áð"ir. Þeir Njörði. Snæhólm og Leifur Jónsson hafa haft meö rannsókn máls þessa að gera og skýrðu þeir blaðamönnum frá þessu máli í gær. Einn piltanna var aðeins einu sinni með I innbroti en oftast voru þeir 2 eða 3 saman. Drengimir brutust tvívegis inn hjá Haf- skip og stálu þar m. a. plötu- spilaranum. Ekki höfðu dreng- imir selt annað af þýfinu en sígarettur og peningana munu þeir hafa notað fyrir áfengi og skemmtunum. vegna vakti það athygli að Vísir skyldi birta í gær frásögn um deiluna þar sem mjög er dreg- inn taumur annars deiluaðila, Loftleiða. Þar er því t.d. haldið fram að óframkvæmanlegt sé að halda uppi 12 klst. vöktum í áætlunarferðum Rolls Royce 400, þó að það sé alrangt. Stærri og smærri bilanir á hinum nýju flugvélum munu hinsvegar hafa valdið lengri og skemmri töfum á ferðum, svo miklum að 17 st. vaktir myndu oft ekki nægja til að ljúka áætlunarferðunum heldur veitti ekki oft og tíðum af öllum sólarhringnum. Hœttuleg leikföng Rannsóknarlögreglunni hafa að undanförnu borizt mjög margar kærur vegna slysa sem or'ðið hafa vegna leiks krakka og unglinga að loft- byssum. Svo virðist sem skæður loftbyssufaraldur gangi nú yfir me'ðal unglinga höfuðborgarinnar og ná- grennis og gegnir mikilli furðu hve foreldrar eru kæru- lausir gagnvart þessum hættulegu leikföngum ung- linganna. Vill lögreglan brýna fyrir foreldrum og að- standendum unglinga að af þessu geta hlotizt alvarleg slys og því skylda þeirra að koma í veg fyrir að ungling- ar hafi slík skotvopn undir höndum. T.d. varð drengur fyrir skoti úr slíkri byssu fyrir skömmu og hlaut tals- verðan áverka á höfði.— Er ekki að efa að þessi hættu- legi leikur á rætur sínar að til dátasjónvarpsins á Keflavíkurflugvelli. gefið út ákæruskjal á hendur skipstjóra og hann ákærður fyrir landhelgisbrot og brot gegn valdstjórninni. Gísli ís- leifsson hrl. var verjandi skip- stjórans og er hann hafði flutt lokavöm sína um 5 leytið í gær- dag var málið tekið til dóms. Er gcrt ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í dag. Þykir mönnum sennilegt að hinn brezki skipstjóri verði sýknaður af ákærunni um landhelgisbrot vegna sannanaskorts en hins- vegar dæmdur fyrir mótþróa er hann sýndi varðskipsmönnum. Ofeigur Eiríksson bæjarfógeti og dómsforseti við yfirheyrslur í máli Cumbeys. — (Ljósm, H.G.). Á myndinni sjást, tali* frá vinstri: Ásgeir Lárusson ritari réttar- ins, Gísli ísleifsson verjandi Cumbeys skipstjóra og Gísli Einars- son lögfræðingur landhelgigæzlunnar. — (Ljósm. H.G.). Félctgsheimilið á Fáskrúðs- firði skemmist í eldsvoða Laust fyrir kl. 4 síðdegis s.I. Iaugardag kom upp eldiu: í fé- lagsheimilinu á Fáskrúðsfirði og urðu miklar skemmdir á sam- komusal félagsheiniilisins, leik- sviðinu og stólum og öðrum búnaði í salnum. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp en böm úr bamaskólanum á Fáskrúðsfirði voru réttfarin af leikæfingu. Kom eldurinn upp á leiksviði hússins og var mikill reykur í salnum þegar slökkviliðið kom á vettvang og leiktjöldin stóðu í Ijósum logum. Slökkviliðinu tókst að vinna bug á eldinum á tæpum hálftíma en eins og áður segir urðu skemmdir mikl- ar í salnum og á leiksviðinu. Félagsheimilið er steinhúsj þriggja ára gamalt og er sam- komusalurinn á 2,- og 3. hæð hússins en á neðstu hæðinni eru skrifstofur hreppsins og urðu þar nokkrar skemmdir af vatni. ELDUR í FLUGYÉL FRÁ ÞYT Það varð uppi fótur og fitj þar sem menn sátu í góðum fagnaði í Egilsbúð á Neskaupstað f gær í tilefni af komu nýju flugvélar- innar, er það spurðist að kvikn- að hefði i gömlu vélinni. Sló nokkurn óhug á samkvæmið og þustu flestir út á flugvöll, enda voru þar staddir eigendur vélar- innar og starfsmenn flugvallarins og auk þess slökkviliðsstjóri stað- arins. Er komið var út á flug- völl var ekki alveg Ijóst hvað gerzt hafðij en brátt kom í Ijós að boð höfðu borizt frá HtiMi Hugvél, sem nýlega hafði farið r’’á Nórðfirði, að eldur hefði kom- ið upp í vélinni og hefði hún snúið við. Biðu menn nú f of- væni og slökkvilið staðarins til taks. Brátt sást til vélarinnar og greinilegt að hætta var ekki á ferðum. Hér var um að ræða flugvél frá flugskólanum Þyt, sem var á leið til Vopnafjarðar með starfsr menn Rafmagnsveitna ríkisins. Eldur hafði komið upp í mæla- borði vélarinnar skömmu eftir flugtak og gaus upp mikill reyk- ur, eldurinn breyddlst þó ekki út og slokknaði fljótlega. Ekki var vitað um skemmdir á vélinni en gert verður við hana á Ne®- kaupstað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.