Þjóðviljinn - 18.05.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.05.1965, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞIÓÐVILÍINN Þriðjudagur 18. mai 1965 Ctgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjðri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði Til umhugsunar Jjargir hafa hrokkið. við er þeir fréttu að ráða- menn Loftleiða reyndu að nota s’tórgróða sinn til þess að ná tökum á Flugfélagi íslands og öðlast þannig raunverulega einokunaraðstöðu í flugmál- um íslendinga. Mönnum verður hugsað til þeirra sanninda sem reynt hefur verið að fela að undan- fömu, að stórfelld auðsöfnun er ekki aðeins til marks um happasæld fyrirtækja og árangursríka stjórn, heldur er í fjármagninu fólgið stórfellt þjóðfélagslegt vald sem gengur í berhögg við al- mennar lýðræðisreglur; það fylgir gróðanum að kaldrifjuð peningalögmál koma í stað þeirra mann- legu sjónarmiða sem þurfa að ríkja í lýðræðis- þjóðfélagi. jy|ikilvægt er að fólk leiði hugann að þessum a't- riðum einmitt nú. Um langt skeið hafa valda- menn þjóðarinnar barizt fyrir því í orði og verki að alþjóðlegur auðhringur fengi að koma upp gróðafyrirtæki á íslandi. í samanburði við þennan áúðhring eru Loftleiðir smávaxið fyrirtæki og árs- gróði þeirra einber skiptimynt. Engu að síður hef- ur því verið haldið fram að engin lýðræðisleg hætta væri í því fólgin að veita erlendu fjármagni þvílíka aðsföðu á íslandi; auðhringurinn myndi aðeins greiða umsamin gjöld í skatta og fyrir raf- orku, en að öðru leyti myndi hann ekki láta til sín taka í íslenzku þjóðfélagi. Þeir sem hafa trú- að slíkum áróðri í hjartans einfeldni hafa nú feng- íð áþreifanlegt dæmi um að auðfélög haga sér á gagnstæðan hátt. Alúmínhringurinn myndi á skömmum tíma reyna að smjúga inn í efnahags- kerfi íslendinga, ná jafnt valdi á fyrirtækjum og blöðum sem stjórnmálaflokkum. jyjenn skyldu einnig gera sér grein fyrir því að hætturnar sem leiða af erlendu fjármálavaldi eru margfalt háskalegri en þær sem tengdar eru innlendu auðmagni. í kjölfar erlends fjármagns getur fylgt erlend íhlutun. Það eru engin almenn stjómmálaviðhorf sem valda íhlutun Bandaríkja- manna í Dóminíska lýðveldinu, heldur sú áþreif- anlega staðreynd að þar í landi eiga bandarískir auðhringar mikil fyrirtæki og þurfa að láta tryggja gróða þeirra. Örlög Kongó stafa fyrst og fremst af því að þar hafa alþjóðlegir auðhringar átt aðgang að drjúgri auðsuppsprettu. Þegar brezki flotinn var sendur til íhlutunar gegn íslendingum 1958 var ástæðan ekki neinn almennur yfirgangur brezkra stjórnarvalda. heldur sú að brezk gróðafyrirtæki voru að missa tök sín á íslenzkum auðlindum. Á sama hátt þurfa menn að gera sér grein fýrir því að alúmínhringurinn myndi ekki aðeins nota að- stöðu sína til þess að kaupa upp áhrif og y’firráð, ef hann fenm fótfestu á íslandi, heldur hefði hann að bakhiarh' prlent vald, ef honum mistækist og íslendino-ar v- ^nu síðar að ákveða að breyta hög- um hans. — m. Æ-Æ OC AVAHÆ 1 afekekktum skógi á af- skekktum slóðum á Madaga- skar hafa náttúrufræðingar nýlega rekizt á ofurlítinn apakött, sem haldið var að horfinn væri með öllu og út- dauður fyrir löngu og kall- ast hann æ-æ (Aye-aye). Þetta næturdýr er hálfapi af þeirri deild, sem fyrst sá dagsins ljós fyrir 60 miljón- um ára. Þessi deild, prosímí- anar, eða frumapar, eru for- feður allra annarra apa, mannapa og manna. Æ-æ og frændi hans avahæ eru af lemurættinni, það köllum vér draugapa. Sá, sem þennan frænda vom fann heitir J. J. Pett- er og er franskur dýrafræð- til dimma tekur, en þá fer hann á kreik hljóður og hraður, sveiflar sér fimlega milli trjátoppa, étur skor- kvikindi og lirfur, sem hann grefur út úr holum með hvassri kló á örmjórri og eftir því langri löngutöng. Hann er ekki mannblendinn, eða apablendinn réttara sagt, og skilja makar að skiptum að jafnaði eftir hina fyrstu brúðkaupsnótt. Ungarnir eru skildir eftir einsamlir óðar en þeir geta bjargað sér sjálfir. Og vegna þess að teg- undin er nærri því útdauð, vill dr. Petter fanga nokkur dýr og flytja til óbyggðrar eyjar í námunda við Mada- gaskar, svo að þau megi Avahæ. ingur, og hefur haft mikið fyrir að grafast eftir högum og háttum hans. Á daginn hniprar hann sig í laufi og limum trjáa og sefur þangað tímgast þar í næði. Avahæ er næturdýr eins og æ-æ, en hann er ekki jafn ófélags- lyndur. Fjölskyldur halda saman, feður og mæður og börn, jafnvel þangað til böm- in eða ungarnir eru nokk- urra ára gömul og afmarka sér sérstakt svæði og varna þess öllum öðrum með hvellu blístri, en þá tóna nemur mannseyra naumast. Þeir svífa milli trjágreina á þann óvænta hátt, að það gera þeir lóðréttir eins og englar fljúga. En það er háttur flesfra apa, að svífa láréttir milli greina eða trjáa. Fyrir miljónum ára vom frumap- ar mjög margir til og eftir því margrbreytilegir, en þeg- ar fram komu hálfapar, sem miklu voru vitrari og dug- legri, hörfuðu frumapar og þeim fækkaði og hurfu að lokum nema á Madagaskar, en þar vom aldrei neinir hálfapar. Nú er þeim enn hætta búin af útrýmingu, ekki af öpum, heldur mönn- um, því mannabyggð færist sífellt nær og nær skógum þeirra. Tarsíi, sem mig minnir ég hafa séð kallaðan drauginn (æ -æ á það miklu fremur skilið), hefur augu eins 'og undirskál- ar og naut fram að þessu einstakrar virðingar meðal dýrafræðinga. Hann hefur sem sé stutt nef sem ekki er rakt eins og á ketti, heldur órakt eins og á hálföpum, og heila hefur hann stærri en fmmapar, og var af þessu dregin sú ályktun, að hann mundi vera forfaðir allra hálfapa, og þar með okkar sjálfra. En nú er þetta borið til baka, og er sagt í staðinn að hálfapar muni vera komnir af enn fmmstæðari fmmöpum. Samt nýtur tarsíi eða draugur mestu virðingar enn og mest fyrir það, að Æ — æ hafa sigrazt á öllum hættum í f jóra tugi ármiljóna án þess að breytast svo séð verði. Tarsíi hefur fundizt á nokkrum eyjum í Suðaustur- Asíu, og hann á langlífi sitt að þakka því hve vel hann kann til næturferða og þeirra íþrótta, sem þeim fylgja. Hann mæti heita apaköttur- inn alsjáandi, og bezt sér hann í dimmu. Hann getur snúið höfðinu í hálfhring og séð aftur fyrir sig jafnt sem fram. Heyrnin er með ólíkind- um skörp og jafnast á við ratsjá, og hann er síhlerandi og bærir eyrun í sífellu, svo fátt kemur að honum óvör- um. Hann er þolinmóðari en nokkur laxveiðimaður, situr kyrr langtímum saman án þess að bæra á sér, stekkur svo eldsnöggt á bráðina þegar hann kemst í færi, hremmir hana, dregur í fylgsni sitt og étur síðan. Hann veiðir gekk- óa og litlar eðlur. Hann dýf- ir fingri í hland sitt og rýð- ur því á trjágreinar. Það ger- ir hann til að helga sér land, eins og landnámsmenn gerðu með eldi fyrrum. Sagt er að önnur dýr virði þá helgi, og forðist að koma inn fyrir vé- bönd landhelgi tarsía draugs, tenda taki hann öllum gestum illa. 5. þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna: Tryggja verður verulega hækkun raunteknanna Sambandsþingið var, eins og skýrt hefur verið frá í frétt- um blaðsins, háð á Selfossi fyrir og um síðustu helgi. Fjölmargar ályktanir voru gerðar þar og verður þeirra helztu getið hér á eftir, fyrst um kjaramálin, svohljóðandi: „5. þing Landssambands ísl. verzlunarmanna leggur áherzlu á að tryggð verði veruleg aukning rauntekna á tímaein- ingu frá því sem nú er. Til að svo megi verða, tel- ur þingið óhjákvæmilegt skil- yrði, að verðbólguþróunin verði stöðvuð. I þessu sambandi vill þingið lýsa yfir fullum stuðningi við „Ályktun um kjaramál“, sem samþykkt var á Kjaramálaráð- stefnu ASI 27. marz s.l. I samræmi við það, telur þingið óhjákvæmilegt, að við gerð nýrra kjarasamninga við vinnuveitendur, verði byggt á eftirfarandi meginatriðum sem samningsgrundvelli. 1. Almenn kauphækkun. 2. Stytting vinnuvikunnar í 40 klst. Dagvinnu sé lokið alla laugardaga kl. 12 á hádegi. Heimilt skal starfsfólki i samráði við vinnuveitendur að vinna af sér laugardaginn, ef meirihluta starfsíólks æskir bess. 3. Fjögurra vikna lágmarks- orlof. Lágmarksorlof hækki eftir 5 og 10 ára starf hjá sama vinnuveitanda í stað 10 og 15 ára starfe eins og nú er. 4. Nánari útfærsla á flokka- skipan samninganna og orð- skýringar við þá verði endur- skoðaðar. 5. Skýrari ákvæði um starfs- reynslu, þannig að starfereynsla sé örugglega tryggð í öllum starfsgreinum. 6. Aukin réttindi í veikinda- forföllum til samræmis við aðr- ar sambærilegar starfsstéttir. 7. Hækkun slysatryggingar. 8. Komið verði á stofn fræðslu- og menningarsjóði, sem vinnuveitendur greiða í sem svarar 1% af útborguðum launurn félagsmanna.“ Afskiptum borgarstjórnar mótmælt Þá taldi þingið aðkallandi að komið verði á sem fyrst hagstofnun launþegasamtak- anna. og var stjórn LlV falið að vinna að því í samvinnu við önnur launþegasamtök í landinu. Þingið skorar á Alþingi og ríkisstjórn að veita verzlunar- fólki aðild að Atvinnuleysis- tryggingasjóði og fól stjórn l.andssambandsins að fylgia málinu fast eftir. Ennfremur mótmælti þine LÍV harðlega afskiptum meiri- hluta borgarstjórnar Reykja- víkur í sambandi við iokun- artíma sölubúða £ borginni, þar sem þar um væru gildandí samningar milli Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur og atvinnurekenda. Taldi þingið að með þessu væri verið að skapa hættulegt og einstakt fordœmi og skoraði það á stjórn LlV að vera vel á verði um samningsrétt félaganna. Lækkun skatta af lágtekjum Landsþing verzlunarmanna beindi þeirri áskorun til sam- bandsfélaganna að þau hlutist til um að aðbúnaður á vinnu- stöðum verði allstaðar þannig að viðunandi megi teljast fyr- ir starfsfólkið. I því sambandi benti þingið á að hinn langi vinnutími afgreiðslufólks gerði bað nauðsynlegt að það geti notið hvíldar í sínum hvíldartímum á vinnustað á hreinum og vistlegum stöðum. Jafnframt taldi þingið að strangt eftirlit beri að hafa með ölium öryggisútbúnaði f 'ambandi við vinnuvélar. Um skattamái var svofelid ð. Ivktun gerð' „5. þing LÍV haldið á Sel- fossi 7.—9. maí 1965 telur að lækka beri skatta og útsvör af lágtekjum og miðlungstekjurrþ svo að þurftartekjur séu út- svars- og skattfrjálsar. Skattar og útsvör verði inn- heimt jafnóðum og tekjur falla til. Meðan söluskattur er ekki felldur niður, sem þingið taldi þó æskilegast, verði hann inn- heimtur í tolli, og á fram- leiðslustað, en ekki í smásölu eins og nú er.“ Loks fer hér á eftir ályktun um byggingarkostnað og í- búðabyggingar: „5. þing LlV haldið á Sel- fossi 7.—9. maí 1965, telur að neyta beri allra ráða til þess að lækka þann óhóflega bygg- ingarkostnað sem nú er. 1 því sambandi bendir þing- ið á eftirfarandi: 1. Stofnuð verði alménn- ingsbyggingarfélög eða sam- band samvinnubyggingarfé- laga, er eða ásamt ríkl , ©g bæjarfélögum byggi hentugar íbúðir í stórum stfl, og.;sélji meðlimum sínum á kostnað- arverði með hagkvæmum kjör- um. Við byggingu íbúðanna sé notuð nútímatækni og fyllsta vinnuhagræðing. 2. Ríki og bæjarfélög beiti sér fyrir útvegun fjármagnsj sem lánað væri til langs tíma til íbúðabygginga. 3. Lækkaðir verði tollar á byggingarefni og innfluttum húsum, ef talið verður hag- kvæmt að flytja inn tilbúin hús. 4. Vextir af lánum til f- búðabygginga verði lækkaðir og lánstíminn lengdur, líka á beim lánum, sem veitt hafa verið eftir 1960. 5. Lán verði stórhækkuð nú begar, þannig að þau nemi minnst R0n/n af byggingarkostn- að£ meðal íbúðar. 6. Gerðar verði ráðstafanir til þess að hindra það óeðli- lega brask sem nú viðgengst með íbúðahúsnæði. Þingið tel- ur ekki rétt að vísitölutryggja einvörðungu þau lán, sem veitt eru fólki til bess"" að eignast eigin ibúð.“ H Meðal ályktana, sem fimmta þing Landssam- bands íslenzkra verzlunarmanna gerði á dögun- um var samþykkt um kjaramál, þar sem áherzla er lögð á tryggingu verulegrar aukningar raun- tekna og stöðvun verðbólguþróunarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.