Þjóðviljinn - 18.05.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.05.1965, Blaðsíða 10
10 SIÐA ÞJÖÐVILIINN Þriðjudagur 18. maí 1965 UNDIR MÁNASIGÐ Skáldsaga eftir M. M. KAY E henni, en brosið hvarf fljótlega fyrir þjáningargrettu. Hann fór inn undir þakið og fann litlu blikkdósina með ópíumtöflunum og skolaði fáeinum niður með konjakssopa. Ég má ekki verða veikur núna, hugsaði hann das- aður. Ekki núna .. En hvorki lyf né konjak gátu komið í veg fyrir hitasóttina. Þegar Vetra færði honum mat- inn hálftíma seinna á stóru blaði, fann hún hann sitjandi upp við tré spölkorn frá skýli þeirra, samanhnipraðan af kvölum. Hann átti erfitt með að draga andann; dökkir baugar voru undir augum hans og andlitið var öskugrátt þrátt fyrir sól- brunann. Vetra lagði matinn var- lega frá sér og undraðist mest að hún skyldi ekki vera skjálfhent, fyrst hjarta hennar barðist svo mjög af ótta. Hún lagði höndina á enni hans. Það var brenn- heitt. Alex leit með erfiðismunum upp til hennar. Það var eins og hann ætti erfitt með að greina Smurt brauð Snittur við Óðinstorg Sími 20-4-90 HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24 6 16 P E R M A Garðsenda 21 — SÍMI 33-9-68 — Hárgreiðslur og snyrtistofa D Ö M U R ! Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin. — SÍMI 14-6-62 Hárgreiðslustofa Austurbæjar Maria Guðmundsdóttir. Lauga- vegi 13 - SÍMI 14-6-56 NUDD- STOFAN er á sama stað. hana. Grettur fóru um andlit hans og hann sagði með ógreini- legri röddu: Þetta líður hjá — bara — blóðkreppusótt. Segðu Lou — að verja bamið .. smit- hættan .. Svo komu skelfilegir dagar og nætur — langir eins og mánuðir — en vonj þó aðeins þrír sólar- hringar, sem Alex kvaldist af blóðkreppusótt og háum hita. Vetra var hrædd um að hann ætlaði ekki að lifa þetta af. Vetra hafði enga reynslu af blóðkreppusótt; endaþótt þetta væri mjög algeng veiki í Ind- landi, var álitið óviðeigandi að ræða sjúkdóm af því tagi í ná- vist viðkvæmra kvenna. Vetra vék ekki frá honum dag né nótt og hún annaðist hann eins vel og hún gat. Hún lét höfuð hans hvíla í kjöltu sér og lét hann dreypa á konjaki og kíníni og mataði hann á hrísgrjónaseyði. Þegar hitinn var hæstur talaði hann óráð og hún sat kyrr og hlustaði og talaði við hann sef- andi og róandi. Hún svaf aðeins þegar þreytan yfirbugaði hana, og þá lagði hún handlegginn yfir hann, svo að hún vaknaði við minnstu hreyf- ingu hans. Hún hafði aldrei séð annan eins sjúkdóm; henni fannst þetta næstum verra e fæðingin hjá Lottu. Lou vissi meira um þessa hluti. Hún hafði sjálf fengið snert af blóðkreppusótt og Josh hafði legið f henni. Hún hafði horft á Alex og sagt: Ég held ekki að það sé blóðkreppusótt. Það hlýt- ur að vera eitthvað alvarlegra með þennan skelfilega hita. Josh var ekki nærri eins veikur. Kannski .. kannski er það kól- era .. Hún hafði haldið sig í fjarlægð vegna smithættunnar. En regn- skúrimar ofsalegu og sólskinið á milli og hinar geysilegu hita- sveiflur og rakinn í loftinu voru ekki hollt loftslag litlu telpunni. Hún grét sárt og kastaði upp hrísgrjónaseyðinu og vatns- grautnum með grófa brúna sykr- inum. Og þau áttu ekki miklar matarbirgðir. — Hún deyr, ef hún fær ekki mjólk! hrópaði Lou í örvænt- ingu. Hún verður að fá almenni- Iega næringu .. Hún æddi fram og aftur og þrýsti baminu að sér, örvílnuð yfir gráti þess. Vesalings elsku vina mín, af hverju get ég ekki sjálf gefið þér brjóst þegar þú þarft þess með. Vetra heyrði ekki til hennar. Hún var alveg jafnörvílnuð jrfir tærðu andliti Alexar og sprungn- um vörunum. Hún varð þess ekki einu sinni vör að Lou fór. Það var ekki fyrr en hún upp- götvaði að það var enginn eldur og enginn matur, að henni var Ijóst að Lou og bamið voru á brott. Hún hugsaði ekki meira um það. Þau kæmu fljótlega aftur. Það var hætt að rigna og skógurinn sem fyrir fáeinum dögum hafði verið brúnn og skrælnaður, var nú eins og rakt vermihús, þar sem allt grænk- aði og spíraði allt hvað af tók. Raki hitinn var illbærilegri en hinn þurri, og Alex virtist eiga erfitt með að draga andann. Hinn þungi og slitrótti andar- dráttur hans nísti hjarta Vetm og í fyrsta sinn síðan hún hvarf frá húsinu í Lunjore, lét hún undan grátnum. Hún lá grafkyrr, sneri höfðinu frá honum og grét, lágum og vonlausum örvænting- argráti. Tárin streymdu niður kinnar henni. Hún vissi ekki hversu lengi hún hafði legið þannig og hún heyrði ekki Alex hreyfa sig, en hún fann að hönd hans snart hana og þegar hún sneri til höfðinu sá hún, að hann var með opin augun. Augu hans voru ekki lengur dauf og óskýr. Hann átti erfitt með að tala og rödd hans var mjög lág: — Hvað er að? Vetra reis upp og leit undr- andi á hann. Hann hafði ekki litið þannig út né sagt neitt af viti síðan hann veiktist. Hann hnyklaði brýmar: Af hverju ertu að gráta? Vetra þurrkaði burt tárin og sagði rólega: Ég er ekki að gráta — ekki lengur. Hún flýtti sér á fætur og fór til að kveikja bál og sjóða vatn, því að Lou var ekki enn komin aftur. Hún hrærði saman mauk úr hrísmjöli og sykri og vatni og út í það hrærði hún konjaki og færði honum. Augu hans vom enn skær og skynsamleg. Hann drakk seyðið, vegna þess að hann var of veikburða til að malda í móinn: hann lá stund- arkom og starði fram fyrir sig hálfluknum augum og spurði síðan: Hversu lengi? 103 — Ég — ég veit það ekki, stamaði Vetra. Marga daga. Þú mátt ekki tala. — Nú batnar mér, hvíslaði hann með erfiðismunum, svo lokaði hann augunum og sofnaði með höfuðið f kjöltu hennar. Vetra hafði líka sofnað með bakið upp við tré, og þegar hún heyrði raddir og einhver hristi hana til að vekja hana, hélt hún að það væri Lou. En það var ekki Lou. Það vom nokkrir menn vopnaðir lensum. Foringi þeirra bar ryðgað sverð og gamaldags byssu. — Þetta er ekki hvítt fólk! sagði einn þeirra fyrirlitlega. Þetta er bara þjónustufólkið hennar. Einn þeirra athugaði þau nán- ar og sagði: Það er að minnsta kosti angrezi-blóð í þeim. Við tökum þau með. Hæ, á fætur með ykkur! Hann stuggaði við Alex með fætinum og Vetra sagði reiðilega á urdu: Láttu hann vera! Sérðu ekki að hann er veikur. Raddblærinn og tungumálið gerði mennina dálítið hikandi og þeir horfðu tvíráðir á hana. Ef til vill var þetta indversk kona af góðum ættum. Hún þrýsti handlegginn á Alex í aðvöran- arskyni. Hann skildi tilgang hennar og þagði. Foringinn spurði hikandi: Frá hvaða bæ komið þið? — Frá Lucknow, sagði Vetra án þess að hika. Frá Gulab Mahal, sem er rétt hjá Sayid Hussain moskunni. Ameera Be- gum, sem er gift Walyat Shah, er frænka mín. Þessi maður er frá Persíu, það er — maðurinn minn. Mennimir glenntu upp augun og töluðu saman hvíslandi og Vetra heyrði foringjann segja: Já, og hvað gerir það til? Við höfum skipun um að fara með alla til Pari. Takið þau með. Þeir fóru inn undir þakið, þar sem Lou og bamið höfðu haft aðsetur og gerðu þar leit og tóku það sem þeir fundu þar nýtilegt, einnig skammbyssumar og riffil- inn. Og tíu mínútum seinna voru þeir á leið gegnum frumskóginn með Vetru og Alex. Þegar Alex var reistur á fæt- ur, hafði hann ekki getað stig- ið í fætuma, því síður gengið, og þeir höfðu lyft niður flek- anum og notað hann til að bera hann á. Þau höfðu verið ótrúlega fljót út á þjóðveginn. Vetru skildist að þau hafði rekið mun lengra niður ána en þau höfðu haldið, nóttina sem þau flýðu undan eldinum. Þar hafði staðið uxakerra og beðið þeirra og hóp- ur forvitins fólks — og Lou Cottar. örvílnuð, náföl Lou stóð þarna og þrýsti baminu að sér. Hún hafði stsarað sklfd á Vetra og Alex og stamað: Þetta var ekki viljandi. Mér datt ekki í hug að þetta gæti komið fyr- ir. Ég hélt ég gæti fundið þorp þar sem mjólk væri að fá. Og — fólkið hjálpaði mér. Það var gott við mig. Mér datt ekki í hug að það færi að leita að fleir- um. Þeir hljóta að hafa rakið slóðina mína. Ég .... Rödd hennar brast og Vetra sagði: Það gerir ekkert til, Lou. Svo var þeim ýtt upp í kerruna og hún ók veltandi og skröltandi áleiðis til Pari. — 37 — Það var komið myrkur þegar þau komu að litla bænum í nánd við vatnið. Bænum sem Alex og Niaz höfðu farið hjá haustnóttina, þegar þeir komu frá Khanwai og höfðu komizt yfir flotbrúna faldir í uxakerr- unum milli sekkja og sykurreyrs. Vagninn með Alex, Vetru, Lou og Amöndu, stanzaði marrandi fyrir framan hlið að jarðhýsi. Þeim var hleypt útúr vagninum og ýtt yfir dimmt port og inn í langt herbergi, sem engin birta var í nema lítill olíulampi. Mennimir tveir sem borið höfðu Alex, lögðu hann á gólfið og dymar lokuðust á hæla þeim. Jámslá var dregin fyrir að utan. Mannvera reis á fætur í skugg- anum hinum megin í herberginu, og hás, undrandi rödd sagði: Vetra! Vetra lá á hnjánum við hliðina á Alex; hún leit upp undrandi. Andlit kom inn í ljósbjarmann, tært, framandi andlit með galop- in augu sem störðu á hana. And- litið var óhreint, órakað ogbund- S* K O T © King Features Syndicate, Inc., 1964. World rigLta reservecl. Ég vann veðmálið Sigga. Hann v ar einmitt í þessu að biðja mig um að vera með sér. BRUNATRYGGINGAR á húsum í smíðum, vélum og áhöldum, effni og lagerum o.ffl. Heímístrygging hentar yður Heimilisfryggingar Innbús Vatnsfföns Innbrots Glertryggingar in © % TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR7 UNDARGATA 9. REYKJAVlK SlMI 2 1 260 SfMNERNI : SURETY Dívanar og Svefnbekkir með skúffu og lystadún. Beztir — Stakir — Fallegir. LAUGA.VEGI 68 (inn sundið). FCRBA BÍLAR 9 17 farþega Mercedes-Benz hópferðaþílar af nýjustu gerð til leigu í lengri og skemmrj ferðir Símavakt allan sólarhringinn FERÐABILAR sími 20969. Haraldur Eggcrtsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.